Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Skemmdar-
verká
Patreksfirði
Minniháttar skemmdar-
verk hafa verið gerð á eig-
um fyrrum héraðslögreglu-
mannsins Sigurbjörns Sæv-
ars Grétarssonar á Patreks-
firði, sem hefur játað á sig
kynferðisbrot gegn börn-
um. Að því er lögreglan í
bænum greinir frá hefur
hann orðið fyrir aðkasti, en
hann hefur dvalist í bæn-
um um nokkurt skeið. Lög-
reglan á Patreksfirði rann-
sakar enn mál hans, en litl-
ar framfarir hafa orðið í
rannsókninni, að sögn Þór-
ólfs Halldórssonar sýslu-
manns á staðnum. „Það
hefur ekkert breyst í mál-
inu. Nokkur atvik hafa orð-
ið til þess að seinka rann-
sókninni. Færð og veður
hafa verið í verra lagi, ef
menn vilja komast á milli
staða þá truflar það málið,“
segir Þórólfur, en gefur ekki
upp hvort rannsóknin hafi
teygt sig út úr byggðinni á
Patreksfirði.
Hannes
afhjúpaður
Halldór Ásgrímsson, ut-
anríkisráðherra, afhjúpaði
sl. laugardag minnisvarða
um Hannes Hafstein á ísa-
firði. Varðinn stendur við
Mánagötu 1 á ísafirði, hús-
ið þar sem Hannes bjó þau
átta ár sem hann var sýslu-
maður ísfirðinga. Afhjúpun
þessi er hluti af hátíðahöld-
um í tilefni 100 ára heima-
stjórnarafmælis þann 1.
febrúar, en Hannes var
einmitt fyrsti ráðherra ís-
lands.
í ávarpi þakkaði Halldór
Ásgrímsson ísfirðingum
fyrir framtakið og fór með
erindi úr einu ljóða skálds-
ins. Eftir afhjúpun var at-
höfn í Safnahúsinu. Lúðra-
sveit Isafjarðar lék, Jónas
Tómasson spilaði á þver-
flautu og Karlakórinn Ernir
söng.
Kvarta undan
launakostnaði
Samtök Atvinnulífsins
segja að hver starfsmaður á
íslandi sé hálfri milljón
krónum dýrari en starfs-
menn eru að meðaltali í
Evrópusambandinu. í frétt
á vef SA kemur fram að
launahlutfallið í Evrópu-
sambandinu nemi um 57
prósentum, á meðan sama
tala á íslandi sé 69 prósent.
Segja samtökin að ef launa-
hlutfallið væri hið sama á
íslandi og í ESB myndu fyr-
irtæki skila 90 milljörðum
króna meiri afgangi en nú.
Niðurstaða SA er að ein-
ungis aukin framleiðni geti
staðið undir raunveruleg-
um kjarabótum, en þær
verði ekki sóttar í rekstrar-
afgang fyrirtækja á næstu
árum.
Eigendur söluturna segja nóg komið af ránum. Margir þeirra hafa reist varnir til
að hindra ræningja og og kona í Vesturbænum hefur stóran varðhund, eftir of-
beldisfullt rán. Sjóaður jaxl í Hafnarfirði stökkti ræningja á flótta um helgina.
Sjoppur i striö
við ræningja
„Ég á rísastóran
hund, sem hefur
varíð mig þegar
eitthvað bjátar á.‘
„Guð hjálpi honum ef hann hefði komið á eftir
mér, þótt hann hafi verið með hníf," segir Sigurður
Lárusson, eigandi Dals-Nestis í Hafnarfirðinum,
sem fékk heimsókn frá vopnuðum ræningja á laug-
ardagskvöldið. Sigurður bograði yfir peningakassa
og var að telja símakort skömmu fyrir lokun þegar
maður í lambhúshettu kom inn og hreytti einhverju
út úr sér, sem Sigurður skyldi ekki. Þar sem kalt var
úti þótti Sigurði ekki óeðlilegt að maðurinn skyldi
dúða sig svo vel, en þegar hánn barði hnífseggina í
hönd mannsins augum varð hann illur. „Ég get orð-
ið ofsalega reiður, og þarna var ég reiður. Ég lít
þannig á að það sé rétt að stöðva svona athæfi af því
það er grafalvarlegt mál að vera með eggvopn og
ógna lífi fólks. Ég snöggreiddist og þeytti skúffunni
aftur og hljóp að viðvörunarhnappnum og þrýsti á
hann. Hann var ekki með stærra hjarta en svo að ég
sá eftir honum hlaupandi í burt þegar heyrðist í við-
vörunarkerfinu," segir harin.
Erfitt að fá starfsfólk
Ræninginn, sem er um tvítugt, komst ekki langt
hlaupandi í djúpum snjónum og náði lögreglan
honum lafmóðum í næstu götu. í yfirheyrslum ját-
aði hann á sig rán í Egyptanum, söluturni í sama bæ.
Félagi hans úr ráninu í Egyptanum var handtekinn
sama kvöld.
Sigurður í Dala-Nesti hefur gripið til mikils við-
búnaður í söluturninum, sem skilaði sér á laugar-
daginn. Lögreglan lýsir honum sem sjóuðum jaxli
sem gefur ræningjunum ekki þumlung eftir. Hann
hefur lagt starfsfólkinu lífsreglurnar en tekur marg-
ar kvöldvaktir sjálfur af ráðnum hug. Hann hefur
komið upp nokkmm boðleiðum til lögreglunnar
inni í sjoppunni.
En samkvæmt heimildum DV er Sigurður ekki
einn um að skera upp herör gegn ræningjum. Marg-
ir sjoppueigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa nú
tekið sig til og em farnir að vígbúast. Enda er orðið
erfitt að fá starfsfólk til að sinna afgreiðslustörfum í
söluturnum. Foreldrar vilja hreinlega ekki taka
áhættuna og leyfa ungmennum sínum að starfa í
sjoppu vegna hættunnar á vopnuðum ránum.
Barði eiginmanninn
Þórhiidur Ásgeirsdóttir, eigandi söluturnsins
Vídeóspólunnar við Bræðraborgarstíg, hefur gripið
til þess ráðs að hafa stóran hund með sér á vakt. „Ég
á risastóran hund, sem hefur varið mig þegar eitt-
hvað bjátar á. Nú reyni ég að hafa hann með mér í
sjoppunni, enda æðir fólk ekki á móti hvaða hundi
sem er,“ segir hún.
Vídeóspólan var rænd í desember í fyrra af
tveimur piltum, einum tvítugum, en hinum fjórtán
ára gömlum. Þórhildur
var á vakt ásamt eigin-
manni sínum. Henni
var ógnað með hnífi og
eiginmaðurinn hand-
leggsbrotnaði í átökum
við annan ræningjann,
en tókst að hrekja þá á
brott. Síðan þá hafa þau
kostað miklu til að reisa
varnir í sölutuminum.
„Öryggiskerfið er orðið
dýrara en allt dótið í
sjoppunni. Það er ekki
endalaust hægt að segja
já og amen. Eg get ekki
ætlast til þess að starfs-
fólkið sé að ráðast á svona menn, peningar em bara
peningar, en við eigendur ráðum hvað við gemm í
þessari stöðu. Maður fær áfall þegar mðst er að
manni með ofbeldi fyrirvaralaust, það versta em
áhrifin á sálarlífið. Mér finnst ég hvergi óhult, ekki
einu sinni heima hjá mér. En þetta em aumingjar
með hor og það á að taka á þeim. Þeir ákveða sjálfir
að gera þetta og hafa enga réttlætingu fyrir gjörðum
sínum,“ segir Þórhildur.
jontrausti@dv.is
Vídeóspólan Kominmeð
hund á vaktina og hefur eytt
hundruðum þúsunda í varnir
gegn ræningjum.
Nýr atvinnuvegur eyðilagður
í
Það hefur stundum verið sagt að
helsti gallinn við stjórnarstefnu nú-
verandi ríkisstjórnar sé að hún hafi
ekki hugsað nóg um okkar minnstu
bræður og systur. Það má meðal ann-
ars marka af því að þótt góðæri hafi
verið ríkjandi síðastliðinn áratug, þá
hafa óánægjuraddir hópa eins og
aldraðra, sjúklinga og öryrkja aldrei
verið hærri.
Og nú þykir Svarthöfða að steininn
hafi tekið úr. Það er svo augljóst orðið
að ríkisstjórnin hugsar ekki nægilega
vel um smælingjana í þjóðfélaginu að
við það verður ekki lengur unað.
Ekki er nóg með að stór hópur
fólks í þessu þjóðfélagi sér ekki lengur
nein ráð til bjargar sér, heldur en að
fremja bankarán eða þá ræna sjopp-
ur, heldur er nú svo komið að sumir
neyðast til að ljúga upp á sig barsmíð-
um og handmkkun til að hafa í sig og
á.
Sagan af skötuhjúunum í Kópa-
vogi sem neyddust til að halda því
fram að einhverjir misindismenn
hefðu ráðist inn á þau seint að kvöldi,
barið og þau og skorið, og síðan pínt
stúlkuna til að fara með sér í hrað-
banka til að taka þar út peninga Sú
saga er sko ekkert grín eins og Spaug-
stofan virtist halda á laugardagslwöld-
ið var, heldur djúpur áfellisdómur um
stefnu ríkisstjómarinnar og ástand
þjóðfélagsins.
Svarthöfði er satt að segja gráti nær
yfir líðan þessa vesalings unga fólks
sem í nauðum sínum sest niður á síð-
kvöldi og sér ekki annað til bragðs að
taka í lífinu en að sjóða saman þessa
ránssögu í von um að geta síðan selt
fjölmiðlum söguna.
Og virkilega andstyggilegt af DV að
taka ekki boði þessa fátæka fólks, þó
svo að það væri kannski eitthvað mál-
um blandið. Hefur ekki stefnan í þjóð-
félaginu verið sú að rétt sé að ýta sem
best undir ný atvinnutækifæri? En
með því að þiggja ekki boð hjúanna
um sögu þeirra fyrir skitinn 300 þús-
und kall, þá er augljóst að DV hefur
skotið niður í fæðingu atvinnuveg
sem hefði getað orðið blómlegur hjá
þeim verst settu í þjóðfélaginu.
Svarthöföi.