Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 19.JANÚAR 2004
Fréttir DV
Ekkert eitur
Formlega var staðfest í
gær að ekkert eitur var í
vopnunum sem íslensku
starfsmenn Landhelgis-
gæslunnar og félagar þeirra
úr danska hernum fundu í
Irak á dögunum. Var þess-
um fundi lýst sem heims-
viðburði, meðal annars af
Halldóri Ásgrímssyni, utan-
ríkisráðherra. Ekki kemur
fram í tilkynningu frá
danska hernum hvað varð
til þess að menn töldu
efnavopn vera á ferðinni,
né hvort nokkur hætta staf-
aði yftrhöfuð af hylkjunum
sem fundust.
Réttað yfir
ræningjum
Réttarhöldum lauk fyrir
helgi yfir tveimur karl-
mönnum sem frömdu tvö
vopnuð rán árið
2002. Mennirnir
voru ákærðir fyrir
að hafa ráðist inn í
bensínstöð Olís
við Skúlagötu í
nóvember. Menn-
irnir lokuðu afgreiðslu-
stúlku inni á lager og veitt-
ust að öðrum starfsmanni
og skipuðu að peningakassi
yrði opnaður. Þeir höfðu
rúmar 20 þúsund upp úr
krafsinu. Þremur dögum
síðar voru mennirnir aftur
á ferðinni og ruddust inn í
11 /11 við Skúlagötu. Þar
veittust þeir að afgreiðslu-
fólki og Iétu opna peninga-
kassa. í þetta skipti höfðu
mennirnir rúmar 100 þús-
und upp úr krafsinu.
Auður íslands
hjáoffáum?
Sr. Baldur Kristjánsson,
sóknarprestur.
„Hefur auður Islands ekki
alltafverið á fárra höndum?
Kosturinn við núið er að hiut-
irnir breytast hratt og mögu-
leikar manna til dæmis til að
komast í álnir eru meiri en oft-
astáður."
Hann segir / Hún segir
„Ég myndi vilja sjá fleiri til þess
að virkja þær auðlindir þjóðar-
innar sem ónýttar eru. Sá mikli
auðursem eráhöndum ein-
stakra manna er ágætur þar
sem hann er - en aðrir í tand-
inu hafa sín tækifæri til að efn-
ast."
Ásdís Eva Hannesdóttir,
Flugfreyjufélagi (slands.
Hanna Lilja Bjarnadóttir er 24 ára og seinþroska. Hún hefur starfað hjá IKEA und-
anfarin fjögur ár og aldrei fengið eina kvörtun. Samt var hún rekin.
IKEA svíkur
seinþroska stúlku
„Ég var búin að vinna hjá IKEA í fjögur ár við að
vaska upp og aldrei verið kvartað undan mér,“ segir
Hanna Lilja Bjarnadóttir sem var sagt upp störfum
án nokkurra útskýringa. „Það var verið að breyta
öllu og fýrir tveim vikum síðan fékk ég uppsagnar-
bréf,“ segir Hanna. „Auðvitað varð ég voða hissa en
þau sögðu bara að það væm breytingar og ég þyrfti
að hætta.“
Áfall fyrir fjölskylduna
Hanna er 24 ára gömul, seinþroska og með fullar
örorkubætur. Hún er nýbúin að kaupa sér íbúð
skammt frá heimili móður sinnar og stólaði á vinn-
una í IKEA til að halda endum saman. ,Ætli maður
verði ekki að leita sér að nýrri vinnu til að halda
íbúðinni," segir Hanna sem er 24 ára gömul.
Elsa Axelsdóttir, móðir Hönnu, segir þetta vera
áfall fyrir alla fjölskylduna. „Hún hefur alltaf lagt
mikla rækt við vinnuna sína, mætt á réttum tíma og
verið tilbúin að vinna meira ef hún hefur verið beð-
in um.“ Elsu finnst aðgerðir IKEA mjög harkalegar
og bendir á að Hanna hafi ekki verið ráðin eins og
hver annar starfsmaður. „Hún fékk vinnuna í gegn-
um prógram sem kallast, atvinna með stuðningi.
Það miðast við fólk með sérþarfir og ég hélt að tekið
væri tillit til þess.“
Verður að sýna fötluðum skilning
Árni Már Björnsson, forstöðumaður atvinnu
með stuðningi, segir að hann hafi óskað eftir því við
IKEA að haft yrði samband við stofnunina ef breyt-
ingar yrðu á starfsmannamálum. „I tilfelli Hönnu,
sem var fyrsti starfsmaðurinn sem fékk vinnu í
gegnum okkur, er ég að heyra þetta fyrst núna,“ seg-
ir Árni. „Við höfum beðið IKEA um að vera í sam-
starfi við okkur en það hefur greinilega ekki verið
virt." Árni segir að fýrirtæki verði að sýna fötluðum
einstaklingum skilning. „Það verður að taka sérstakt
tillit til þeirra."
Framkvæmdastjóri IKEA neitar að tjá sig
Hanna Lilja er þegar byrjuð að leita að nýrri
vinnu og vonar að hún geti haldið íbúðinni. Jóhann-
es R. Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA, vildi í
samtali við DV ekki tjá sig um málefni einstakra
starfsmanna. Hann staðhæfði þó að IKEA legði sér-
staka álterslu á að veita fötluðum vinnu.
Við eftirgrennslan DV kom hins vegar í ljós að af
um hundrað starfmönnum IKEA eru aðeins tveir
fatlaðir einstaklingar. Annar þeirra er Hanna Lilja
sem er nú að vinna út uppsagnarfrestinn.
simon@dv.is
„Hún hefur alltaf
lagt mikla rækt við
vinnuna sína,
mætt á réttum
tíma og verið til-
búin að vinna
meira efhún hefur
verið beðin um."
Hanna Lilja „Ég ^ar
búin að vinna hjá
IKEA i fjögur ór við
að vaska upp og
aldrei verið kvartað
undan mér."
Stjórnarliðar vilja að Pétur Blöndal víki úr efnahags- og viðskiptanefnd í Spron málinu.
„Myndi ekki mæta í sporum Péturs"
Viðhorf eru uppi í liði beggja
stjórnarflokkanna um að Pétur H.
Blöndal, formaður efnahags- og við-
skiptanefndar alþingis, eigi að víkja
alfarið sæti í umfjöllun nefndarinn-
ar um Spron-málið svonefnda,
vegna tengsla sinna við það. Að-
finnslur í þessa veru komu fram í
nefndinni á dögunum, þá af hálfu
fulltrúa Samfylkingar, sem vildu að
Pétur viki alfarið meðan málið væri
til umfjöllunar. Því neitaði hann en
bauðst til að sitja áfram sem
óbreyttur nefndarmaður í umfjöllun
um málið. Það boð var skilyrt því að
tillaga Samfylkingarinnar yrði dreg-
inn til baka. Á það féllust nefndar-
menn hennar ekki. Tillaga þeirra var
felld í at-
kvæða-
greiðslu og í
framhaldinu
ákveðið fá
forsætis-
nefnd þings-
ins til að gefa
álit um málið
og stöðu Pét-
urs. Forsætis-
nefndin
fundar í dag.
Kristinn H. Gunnarsson þing-
maður Framsóknarflokks mun, skv.
heimildum DV, eindregið þeirrar
skoðunar að Pétur sé ekki hæfur til
að fara með þetta mál í nefndinni.
Slíkir séu
hagsmunir
hans og
tengsl. „Mér
finnst asna-
legt af Pétri
að vera gera
mál úr þessu.
Það er minni-
háttarmál
hver stýrir
fundi og hver
og einn verð-
ur að gera þetta upp við sjálfan sig,“
sagði Einar Oddur Kristjánsson
þingmaður Sjálfstæðisflokks sem
kveðst „eindreginn sparisjóðamað-
ur“ einsog hann kemst að orði. Birg-
ir Ármannsson sem á sæti í báðum
fyrrgreindum nefndum telur að Pét-
ur eigi að víkja.
Gunnar I. Birgisson er hinsvegar
á öðrum máli. „í sporum Péturs
myndi ég ekki mæta til fundar í
nefndinni þar sem Spron-málið er
til umfjöllunar. Hann sjálfur verður
síðan að svara spurningum um hvað
sé siðferðislega rétt í þessu máli og
þú getur nú rétt ímyndað þér hvort
ég hafi ekki rætt þetta mál við Pét-
ur,“ sagði Gunnar, sem kveðst vilja
lögfræðiálit um stöðu Péturs þá með
tilliti til tengsla hans við Spron. „Ég
vil að þetta sé alveg kristalklárt,"
segir Gunnar.
sigbogi@dv.is
Pétur H. Blöndal
Gunnar I. Birgisson