Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 9
Kvikmynda-
framleiðandi
iur ekki
[attinn
sleppu
við sk<
Fjöldi dæma eru um að nýir eigendur útgerðarfyrirtækja lofi heimamönnum
áframhaldandi vinnslu og störfum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður frjálslyndra, er
hissa á því að viðskiptaráðherra treysti orðum útgerðarmanna um starfsemi í
heimabyggðum.
„Það eru ekki fordæmi
íyrir því að menn hafi verið
að fella niður slík gjöld,“
segir Eiríkur Björn Björg-
vinsson, bæjarstjóri á
Egilsstöðum, um beiðni
Sigurjóns Sighvats-
sonar og Sigurðar
Gísla Pálmasonar
um að fasteigna-
gjöld verði felld
niður af eignunum
á Eiðum. Félagarn-
ir keyptu Eiða af
sveitarfélaginu
Austur-Héraði í
þeim tilgangi að koma þar
á fót menningarstarfsemi.
í nýlegu bréfl Árna Páls
Árnasonar, lögmanns fé-
laganna, til bæjarstjórans
segir að nokkurra milljóna
króna halli hafi verið af
rekstri fasteignanna, og
með fasteignaskatti nemi
hallinn um 5-6 milljónum
króna á ári, fyrir utan .
Árni kallar hallann fórnar-
kostnað vegna staðsetn-
ingar verkefnisins.
Lítlu skilað
Eiríkur bæjarstjóri segir
að til greina komi að
styrkja einstök verkefni á
Eiðum, en engin
ákvörðun verði
tekin um það fyrr
en yfirvöldum er
kynnt kostnaðará-
ætlun verkefn-
anna.
Til stendur að
sýna þrjú leikverk
og eitt ballettverk
að Eiðum á næstu misser-
um. Þá er fyrirhugað að
myndlistarsýning fari fram
næsta sumar og að gefin
verði út bók í tengslum við
hana. Austfirðingar hafa
gagnrýnt að hingað til hafi
lítið orðið úr starfsemi
menningarsetursins, en
talið er að ósamkomulag
bæjarstjórnarinnar og eig-
enda Eiða sé þar um að
kenna.
Börnin
taka við af
Alla ríka
Böm Aðalsteins Jóns-
sonar, Alla ríka, frá Eski-
firði, hafa keypt útgerðar-
fyrirtækið Eskju af foreldr-
um sínum. Kauphöll fs-
lands var tilkynnt um eig-
endaskiptin á Hólmum
ehf., stærsta hluthafanum í
Eskju, á dögunum. Eigend-
ur fýrirtækisins em nú Elf-
ar, Kristinn og Björk Aðal-
steinsbörn. Elfar er nú einn
umsvifamesti maður Aust-
fjarða, hann er forstjóri
Eskju og stjórnarformaður
Lífeyrissjóðs Austurlands.
Svikin loforð og
sviQin jöril í bvggðnm
„Eg er hissa að
Valgerður skuli vera
jafn auðtrúa og raun
ber vitni," segir Sig-
urjón Þórðarson,
þingmaður Frjáls-
lyndra flokksins,
vegna ummæla Val-
gerðar Sverrisdótt-
ur, viðskipta- og
iðnaðarráðherra,
um að hún hefði
orð nýrra eigenda .. .. . . „ „ ,
c. ■ u - x t't7 x Sigurion Þorðarson Undrast
fy™ ÞV1 Utgerð- traust ValgerðarSverrisdóttur við-
arfelag Akureyrtnga skiptaráðherra á útgerðarmönn-
yrði áfram starfrækt unum frá Rifi, sem segjastætia að
á Akureyri. Norðan- starfrækja ÚA áfram á Akureyri.
mönnurn er órótt
vegna þess að ÚA er í
höndum utanbæjar-
manna, en Guðmundur
Kristjánsson, útgerðar-
maður frá Rifi, faðir hans
og bróðir, keyptu ÚA af |
Brimi á dögunum, þvert
gegn vilja heimamanna.
Sigurjón bendir á fjölda
dæma þess að nýir eigend- _____
ur skipa og fyrirtækja lofi Viðskiptaráðherra
heimamönnum því að Valgerður Sverrisdóttir
starfsemi og umsvif eigi trúir orðum feðganna frá
sér áfram stað í heima-
byggð. Miðnes í Sandgerði
var sameinað Haraldi Böðvarssyni á Akranesi
árið 1997 með loforði um að vinnsla í Sandgerði
yrði aukin. Það gekk ekki eftir, og reyndin varð sú
að 10 þúsund þorskígildistonna kvóti fór frá
Sandgerði næstu árin á eftir. Sandgerðingar
vildu kaupa hann til baka með sameinuðu átaki
þegar salan á Haraldi Böðvarssyni gekk yfir á
dögunum en auðnaðist það ekki.
Togarinn Már var seldur frá Ólafsvík við sam-
einingu Snæfellings við útgerðarfélög í eigu KEA
fyrir norðan með því loforði að starfsemi yrði
haldið uppi í heimabænum, en það gekk ekki
eftir. Seyðfirðingum var lofað áframhaldandi
vinnslu í heimabyggð þegar téð ÚA keypti kvóta
af sveitarfélaginu, en það gekk ekki eftir. Þegar
ÚA náði yfirhöndinni í Jökli á Raufarhöfn var
það tekið fram af þeirra hálfu að þeir myndu
halda rekstri frystihússins áfram. Úppnámið á
Raufarhöfn síðasta sumar varð þegar ÚA, sem
hafði keypt Jökul hf., félag heimamanna árið
1999, tilkynnti um uppsagnir allra 50 starfs-
Baldvin Þorsteinsson EA
Guggan heitirnú Baldvin.
„Guggan verður áfram gul og gerð út frá ísafirði, "sögðu Samherjamenn þegarþeir keyptu hrönn.
manna frystihússins í þessu 250 manna sveitar-
félagi.
Samherji gleypti sjávarútvegsfyrirtækið
Hrönn á ísafirði, með Guðbjörgu ÍS, flaggskip
Vestfjarða innanborðs, árið 1996. Hin frægu orð
„Guggan verður áfram gul og gerð út frá ísafirði"
kváðu við úr munni Samherjamanna, en Gugg-
an lét lítið sjá sig fyrir vestan, heitir nú Baldvin
Þorsteinsson EA og er vínrauður. Þá voru togar-
arnir Víðir og Margrét seldir frá Samherja á ní-
unda áratugnum með því loforði að þeir lönd-
uðu áfram í Hafnarfirði, en það brást.
Guðmundur Kristjánsson frá Rifi keypti
Básafell á ísafirði og var búist við áframhaldandi
vinnslu í bænum. Svo fór að fyrirtækið var bút-
að í sundur og selt burt. „Reynsla mín er sú að
gegnum tíðina hefur ekkert verið að marka fög-
ur orð nýrra eigenda. Um það eru fjölmörg
dæmi og trú Valgerðar hlýtur því að vera afar
mikil," segir Sigurjón þingismaður.
Bæjarstjórnin á Isafirði ákvað á fundi sínum
fyrir helgi að senda Akureyringum baráttukveðj-
ur vegna sölunnar á ÚA til utanbæjarmanna og
skora á feðgana frá Rifi að vinna með heima-
mönnum að eflingu byggðarlagsins. Magnús
Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjáls-
lyndra, fór fram á að baráttukveðjunum yrði
breytt í samúðarkveðjur með þessum orðum:
„íbúar ísafjarðarbæjar og aðrir Vestfirðingar
hafa á undanförnum árum fengið að kenna á af-
leiðingum þeirrar óstjórnar, sem ríkt hefur í
„Vestfírðingar hafa á undan-
förnum árum fengið að kenna
á afleiðingum þeirrar óstjórn-
ar, sem ríkt hefur í fiskveiði-
stjórnun á íslandi undanfarin
20 ár og geta því hæglega sett
sig / spor Akureyringa. “
fiskveiðistjórnun á íslandi undanfarin 20 ár og
geta því hæglega sett sig í spor Akureyringa."
Valgerður Sverrisdóttir segist í samtali við DV
í gær ekki hafa neina ástæðu til að vantreysta
feðgunum frá Rifi. „Ég veit að þessir menn hafa
getið sér ágætt orð og ég trúi því að þeim sé full
alvara í því að reka fyrirtækið í svipuðu formi og
það er. Þetta er stórglæsilegt fyrirtæki með góðu
starfsfólki og það verður ekkert betur rekið ann-
ars staðar. Þessir ungu menn líta á þetta sem
gott tækifæri. Ég hef þá reynslu og met það
þannig að það sé full ástæða til að taka orð
þeirra alvarlega. Auðvitað getur maður aldrei
fullyrt neitt til allrar framtíðar. Það er hvorki
hægt í sambandi við sjávarútveg, né annan
rekstur. Þetta er þeirra vilji í dag og ég trúi því.“
jontrausti@dv.is
aibert@dv.is
Keyrði á eina sjö kyrrstæða bíla en fótur hans festist á bensíngjöfinni.
Þjóð gegn
þunglyndi
Landlæknir hefur opnað
nýjan vef um allt sem lýtur
að þunglyndi. Hann nefnist
Þjóð gegn þunglyndi og
hefur að geyma fræðslu fyr-
ir sjúka og aðstandendur
þeirra, efni fyrir fagfólk og
ýmsar upplýsingar um
sjúkdóminn og forvarnir.
Þar eru til að mynda sjálfs-
próf til að hjálpa fólki að
átta sig á hvort það er
þunglynt og bent á þá fjöl-
mörgu aðila sem komið
geta til hjálpar.
Slóðin erwww,-
thunglyndi.landlaeknir.is
Ekki glæpur að flogaveikir keyri bíl
Slæm aðkoma Sjö kyrrstæðir bilar við Stigahlið skemmdust i árekstrinum.
„Fólk með flogaveiki mætir
stundum ekki fullum skilningi í
samfélaginu," segir Jónína Guð-
mundsdóttir, verkefnastjóri hjá
samtökum flogaveikra. „Það geta
allir fengið flogaköst fyrirvaralaust
og nær ómögulegt að sjá á einstak-
lingnum hvort hann hafi sjúkdóm-
inn."
Keyrði á sjö bíla
í fyrradag missti ökumaður
stjórn á bíl sínum þegar hann fékk
flogaveikiskast á Miklubrautinni.
Hann festi fótinn á bensíngjöfinni
og stoppaði ekki fyrr en hann hafði
keyrt á eina sjö kyrrstæða bfla í
íbúðahverfi. Mesta mildi var að öku-
maðurinn slapp lifandi. Jónína segir
að oft á tíðum sé gert of mikið úr
svona fréttum. „Flogaveiki er bara
sjúkdómur og ekki er hægt að álíta
það glæp að flogaveikur einstakling-
ur keyri bfl.“
Strangar reglur
Jónína segir að mjög ákveðnar
reglur gildi varðandi ökuréttindi
fólks með flogaveiki. „Reglurnar
miðast við að fólk hafi verið án kasts
í 12 mánuði," segir Jónína. „Það er
strangt farið eftir þessu og læknar
sjá um að skrifa út vottorð sem stað-
festa ökuréttindin." Löggjöfm á ís-
landi er nokkuð ströng miðað við til
dæmis f Bandaríkjunum. „Þar er
rniðað við að einstaklingur hafi ver-
ið laus við flogaköst í þrjá mánuði.
Þannig að aðhaldið er mikið hér á
landi." simon@dv.is