Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Síða 12
72 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 Fréttir DV Gates kaupir úthverfi Bill Gates og konan hans búa í litlu úthverfí fyrir utan Seattle. Vegna kvartana undanfarið hafa þau í raun neyðst til að kaupa 11 hús í nágrenni við sig. En nágrannar kvarta sáran yfir því að þau eigi alltof marga bfla og að rnikið ónæði fylgi verslunarferðum frú Gates en þá fylgi henni heilu sendiferðabflarnir. Hvað er „Déjá vu"? Vísindavefúr Háskóla ís- lands býður upp á tvær skýringar á fyrirbærinu „Déjá vu“, sem er þegar okkur finnst við hafa upp- lifað eða séð eitthvað áður, en um leið í fyrsta sinn. Sumir flogaveikisjúklingar virðast upplifa déjá vu oftar en aðrir og stundum getur slíkt ástand varað í nokkrar klukkustundir eða sólar- hringa. Hjá flestum varir þetta hins vegar aðeins í nokkrar sekúndur. Skýringarnar eru þær að aðstæður vekja upp gamal- kunna tilfinningu, sem við höfum upplifað við aðrar aðstæður. Þegar tilfinning- in kemur upp, finnst okkur eins og umhverfið sé það sama. Hin skýringin er sú að þegar við upplifum eitt- hvað nýtt eins og Jrað sé kunnuglegt sé það í raun og veru svo. Við höfum lent í sams konar aðstæðum áður en náum ekki að rifja þær nákvæmlega upp. Adolf H. Berndsen á Skagaströnd. „Hér er allt á kafi í snjó, en vissulega opnarþað líka tæki- færi fyrir fólk. Krakkarnir eru úti að leika sér og jeppa- og Landsíminn menn eru komnir á stjá. Hér erum við líka með litla skíða- lyftu, sem þó er ekki mikið not- uð því við sækjum mest í Tindastól til skíðaiðkunar. Þangað er hinsvegar ófært sem stendur, það erá meðan leiðin yfir Þverárfjall er ekki orðin heitsársvegur," segir Ad- olfH. Berndsen á Skagaströnd. „Þó þetta sé mikill snjór var hann líklega meiri veturinn 1995. Eitthvað segir mér að þetta vetrarríki sé búið núna, enda þó svo ég hafí enga fuil- vissu fyrir því. Hér hefur orðið talsvert tjón vegna þessa. Vélaverkstæði bæjarins varð fyrir miklum skemmtum en til- finnanlegasta tjónið er þó lík- lega að fímm bátar sem hér lögðu upp afla sukku í höfn- ina. Strax eftir helgina verður farið i að reyna að ná þeim upp." Mannskæðasta sjáfsmorðsárásin síðan Saddam var handtekinn var gerð í gær við höfuðstöðvar Bandarikjamanna i Bagdad. Fallnir Bandaríkjamenn í írak eru nú orðnir fleiri en 500. Bush vill fyrir alla muni velta ábyrgð yfir á Sameinuðu þjóð- irnar og hefjast fundir í New York í dag. Bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan höf- uðstöðvar bandríska hersins í Bagdad í gær var gríðarlega öflug enda talið að í pallbflnum sem sprengdur var hafi verið hálft tonn af sprengiefni. Þetta var sjálfsmorðsárás með það að markmiði að valda sem mestum mannskaða enda sprengd í byrjun vinnudags um klukkan átta að morgni þegar margir biðu við innganginn eftir að komast í gegnum tafsama vopnaleit. Tuttugu og fimm lét- ust í þessari síðustu árás gegn innrásarhernum og sextíu særðust. Líflausir líkamar og líkmaspartar lágu eins eins og hráviði í blóðpollum á sprengju- staðnum. Á laugardag var önnur sprengja sprengd í vegkanti 30 kflómetra norður af Bagdad sem grandaði bandarískum herbfl. Þrír banda- rískir og tveir íraskir hermenn féllu. Með því var tala fallinna bandarískra hermanna komin yfir 500 síðan ráðist var inn í landið í mars. Atburðir helgarinnar eru lítt til þess fallnir að auka tiltrú manna á bjartri framtíð í írak og ekki virðist skort- Líflausir líkamar og líkmaspartar lágu eins eins og hráviði í blóðpollum á sprengjustaðnum. ur á mönnum til að fórna lífi sínu til þess að valda sem mestum skaða í setuliðinu í landinu. Vont veganesti Myndir helgarinnar af mannskæðum hryðju- verkum eru varla til þess fallnar að skapa góða um- gjörð um fundi sem hefjast í New York í dag á milli Kofi Annan aðalritara Sameinúðu þjóðanna og meðlima úr stjórnunarráði Iraka sem Bandaríkja- menn settu saman. Fyrirædan írakanna er að leita eftir liðstyrk hjá Annan við að sannfæra Ayjatolali Ali al-Sistani, valdamesta klerks Síja múslima í írak, um að fallast á málamiðlun. Ali al-Sistani hefur krafist þess að kosningar verði haldnar í landinu áður en Bandaíkjamenn afhenda valdstjómina til heimamanna. Paul Bremer, yfirmaður her- námsliðs Bandríkjanna í írak, ítrekaði á föstudag að valdaskiptin yrðu 30. júní næstkomandi. Þrátt fyrir að Síja múslimar séu fjölmennastir í landinu hafa þeir lítið komið nálægt valdstjórninni f ára- tugi. Ljóst er að Bandaríkjamönnum hugnast lítt að halda kosningar í landinu fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og þá vart á grundvelli fulls jafnræðis enda gæti það leitt til klerkastjórnar í landinu sem þyrfti síður en svo að vera hliðholl bandarfskum hagsmunum. Verði krafan um óskorað meiri- hlutaræði sniðgengin hafa Sítar hótað umfangs- mikilum mótmælum sem yrðu olía á þann eld sem enn brennur í landinu. Það verður erfitt fýrir Kofi Annan að blanda Sameinuðu þjóðunum í íraksmálin á nýjan leik þó svo miklar vonir séu bundnar við að samtök- in tryggi frið í landinu eftir valdaskiptin næsta sumar. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu allt sitt fólk heim í kjölfar mannskæðrar sprengingar við höf- uðstöðvar samtakanna í Bagdad í ágúst þar sem 22 fórust. Annan kærir sig ekki um að svo líti út fyrir að S.þ. séu peð Bandaríkjamanna sem hafi það hlutverk eitt að stimpla og framfylgja ákvörðunum sem teknar hafa verið í Was- hington. Vart hefur heldur gróið um heilt sfðan Bandaríkjamen sniðgengu alfarið Sameinuðu þjóðirnar og blésu til innrásar án þess að sam- tökin kæmu að málum. Bush og líkpokarnir Þó að sprengjuárásirnar í írak ógni ekki taum- haldi Bandaríkjamanna í landinu eru þær, og mannfallið í liði bandaríkskra hermanna, dropar sem hola steininn. Ljóst er að Bush, bandaríkja- forseti vill fyrir alla muni losa herlið frá landinu enda forsetakosningar í nóvember og þekkt úr sögunni að það getur orðið valdamönnum vest- anhafs að pólitísku fjörtjóni að þurfa að bera ábyrgð á því að bandarísk ungmenni séu afhent fjölskyldum sínum í líkpokum. Frá þvf innrásin var gerð í írak 20. mars s.l. hafa 346 bandaríksir hermenn fallið í beinum átökum og 154 af öðr- um orsökum. Það hefur því verið flogið með 500 fulla líkpoka frá Persaflóa á þessu tímabili. Til samanburðar féllu 346 bandarískir hermenn í Flóabardaga árið 1991 og frá innrásinni í Afganistan árið 2001 hafa um 100 bandarískir hermenn fallið á því átakasvæði. Mannskæðustu sprengjuárásir í írak síðan „friði" var komið á: • 30. júní Falluja moskan sprengd. 9 írakar fórust • 5. júlí Sprengja drepur 7 (raska lögreglunýliða á út- skriftarhátlð þeirra í Ramadi • 7. ágúst Vörubill hlaðinn sprengiefni springur við Jórdanska sendiráðið í Bagdad. 17 létu lífið, 60 særð- ust. • 16. ágúst Sprengjuvarpa í úthverfi Bagdad grandar 6 (rökum. 59 særðust. • 19. ágúst Vörubill sprengdur við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad. 22 létust. • 29. ágúst Bflasprengja við Ali moskuna í Najef drepur 83. • 9. október Sjálfsmorðsárás við lögreglustöð í Sadr borg við Bagdad. 8 írakar lágu (valnum. • 12. október 6 (rakar falla í sprengingu við Hótel Bagdad við aðalgötu borgarinnar • 27. október Fjórar sprengingar sama daginn við höfuðstöðvar Rauða krossins og þrjár lögreglustöðv- ar. 35 féllu, 230 særðust • 12. nóvember Bílasprengja við Nassiryja. 28 féllu þar af 19 ftalir. • 22. nóvember Sjálfsmorðssprenging við lögreglu- stöð í bænum Khan Bani Saad. 18 létust. • 9. desember Sjálfsmorðsárás við búðir Bandaríkja- manna í Mosul. 41 særðist. Bílasprengja við mosku Súnní muslima í Bagdad drepur 3 • 14. desember Bílasprengja tætir sundur lögreglu- stöð í Khalidiyah í vesturhluta (raks. 17 féllu, 33 særð- ust. • 15. desember Sjálfsmorðsárás á tvær lögreglu- stöðvar f Bagdad. 9 féllu, 30 særðust. • 27. desember Sprenging við stjórnarbyggingu í Kerbala f Suður-(rak. 19 féllu, 120 særðust. • 9.janúar Sprengja sem bundin var við reiðhjól sprengd fyrir utan mosku Sía múslima i Baquba drep- ur 6 manns. • 14. janúar Líkleg sjálfsmorðssprenging í bíl við lög- reglustöð í Baquba grandar 2 og særir 26. • 18. janúar Sjálfsmorðsárás við höfuðstöðvar Banda- rfkjamanna ((rak drepur 23. Flestir óbreyttir íraskir borgarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.