Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 19.JANÚAR2004 Fréttir DV Örn Bárður Jónsson var nýverið ráðinn sóknarprestur í Neskirkju. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóð- félagsumræðunni með blaðaskrifum og smásögum. Hann lenti í deilum við forsætisráðherra vegna um- deildrar sögu sem birtist í Morgunblaðinu þar sem fegurðin var um^öllunarefnið. „Ég varð fyrir trúarlegri reynslu 27 ára gamall sem varð til þess að ég ákvað að ger- ast prestur," segir Örn Bárður Jónsson, sem var á dögunum skipaður sóknarprestur í Neskirkju. „Ég var leitandi ungur maður og sannfærðist um að í trúnni væru ýmis hulin verðmæti sem vert væri að gefa meiri gaum.“ Guðfræðin er vinna Örn Bárður er Vestfirðingur að uppruna og fæddur á ísafirði. Hann fór í Verslunar- skólann og kláraði nám sem endurskoð- andi. Eftir það rak hann fyrirtæki en 31 árs ákvað hann að söðla um og hefja nám í guð- fræði við Háskóla íslands. „Tíminn sem ég var við nám í Háskólanum var afar anna- samur og þá skipti miklu máli að skipuleggja sig vel. Að ná árangri í námi er auðvitað vinna og í því samhengi er guðfræðin engin undantekning," segir örn, sem hóf nám við Háskóla íslands, áður en hann hafði nokkra reynslu af starfi prestsins. „Ég kynntist guðfræðinni fyrst úti í Englandi og var síðan ráðinn sem djákni við Grensárskirkju árið 1979, skömmu áður en ég byrjaði í Háskólanum," segir örn Bárður. „Það er alltaf gaman þegar maður fær tæki- færi til að praktísera það sem maður lærir og ég var því í ágætis stöðu þegar ég hóf námið við Háskóla Islands." Eftir guðfræðina var örn Bárður ráðinn sem aðstoðarprestur í Garðabæ og seinna sem prestur í Grindavík. „Það var yndislegt að búa á Suðurnesjun- um,“ segir hann. Kirkjan endurmetur stöðu sína „Þegar nálgaðist síðasta áratug liðinnar cildar ákvað kirkjan að fara í mikla stefnu- „Mesta áskorunin ersamt ekki hve mikið maður skrif- ar heldur hvernig manni tekst að túika orð krists þannig að þau eigi erindi við okkur í dag." mótunarvinnu," segir örn Bárður. „Starf mitt hjá Biskupsstofu snerist því um að efla safnaðarstarf og vinna ákveðna stefnumót- un fyrir kirkjuna." Myndarlegur bæklingur sem sýnir afraksturinn af þessari vinnu ligg- ur á borðinu hjá Erni og hann segir það eðli- legt að kirkjan endurmeti stöðu sína innan samfélagsins endrum og eins. „Til dæmis er stærsta breytingin á fslenskri kirkjumenn- ingu sú að líklega þjóna færri prestar þjóð- inni í dag en fyrir 150 árum, þrátt fyrir að þá var fólksfjöldinn aðeins brot af því sem hann er í dag.“ Presturinn og skáldið Örn Bárður hefur sinnt ritstörfum af krafti í gegnum tíðina. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni með tíð- um blaðaskrifum og árið 2002 gaf hann út smásagnasafnið íslensk íjallasala og fleiri sölur. „Ég held það fari ágætlega saman að vera prestur og skáld því stór hluti af starfl presta er að vinna markvisst með orð og texta." Örn minnist á að eitt sinn flutti hann einar átta frumsamdar ræður á sextán dög- um. „Mesta áskorunin er samt ekki hve mik- ið maður skrifar heldur hvernig manni tekst að túlka orð Krists þannig að þau eigi erindi við okkur í dag.“ Ein af smásögum Arnar, sem birtist í Morgunblaðinu, fjallaði um þegar Esjan er seld úr landi. Sagan vakti hörð viðbrögð, meðal annars brást forsætisráðherra hinn versti við og Örn Bárður missti í kjölfarið stöðu sína í Kristnihátíðarnefnd. „Að sjálf- sögðu sé ég ekki eftir að hafa skrifað þessa sögu,“ segir Örn. „Með henni var ég að fjalla um það grundvallaratriði að ákveðin svið tilverunnar má ekki gera að söluvöru, sér- staklega fegurðina sem nauðsynlegt er að standa vörð um.“ Örn bætir við: „Þess vegna notaði ég Esjuna sem dæmi því hver gæti ímyndað sér að hún yrði nokkum tíman seld.“ Örn Bárður segir að umrædd saga tengd- ist einnig hálendisumræðunni, gagna- grunnsmálinu og hinni óheftu frjálshyggju sem var að ryðja sér til rúms. „Sagan fjallaði um allt þetta en var hins vegar túlkuð af for- sætisráðherra sem einsleit árás á gagna- grunninn hans Kára," segir Örn og tekur fram að stundum sé nauðsynlegt að staldra við og hugsa sinn gang. Afturhvarf til góðra gilda Neskirkjan stendur við Hagatorg og er at- hyglisverð fyrir margar sakir. „Hér er öflugt kirkjustarf, góð kirkjusókn og margþætt safnaðarstarf," segir Örn Bárður og minnist á að Neskirkja sé einnig fyrsta kirkjan sem var hönnuð í nútímastfl á íslandi. „Nú erum við að byggja okkur safnaðarheimili þar sem starfrækt verður kaffihús, bókabúð, veit- ingasalur og netkaffi," segir Örn og greina má tilhlökkun í rödd hans. „Það má því segja að við séum að byggja fyrsta nútíma safnaðarheimilið líka." Sumir segja að samfélagið hafi aldrei tek- ið jafn ömm breytingum og á síðastliðnum árum. Bankarán em tíð og ofbeldisverk hafa færst í aukana. Örn Bárður segir í því sam- hengi að við slíkar aðstæður sé nauðsynlegt að við gleymum ekki hinum dýpri gildum. „Það má segja að við séum að tapa okkur í hraða og neysluhyggju. Gamla stórfjölskyld- an hefur verið sett í skilvinduna og nú er út- lit fyrir að kjarnafjölskyldan sé einnig að breytast," segir örn og bætir við: „Á slflcum stundum hugsa ég að afturhvarf til guðs og góðra gilda sé okkur gríðarlega mikilvægt." simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.