Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Page 20
20 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004
Fókus DV
Television
Marquee
Moon
★ ★★★★
Rhino/Skífan
Hér er á ferðinni endur-
útgáfa á einu af höfuðverk-
um New York rokksins.
Marquee Moon kom upp-
haflega út árið 1977, en var
gefln út nýlega í mjög
vandaðri útgáfu með auka-
lögum. Margir tónlistarfjöl-
Plötudómar
miðlar velja hana sem eina
af bestu endurútgáfum síð-
asta árs, þ.á.m. NME sem
setur hana í fyrsta sætið.
Television var hluti af New
York pönkinu og CBGBs
senunni. Hún var leidd af
Tom Verlaine söngvara og
gítarleikara. Sveitin gaf út
tvær stórar plötur, Marquee
Moon og Adventure. Þó að
Adventure sé ágæt þá er
Marquee Moon meistara-
verk sveitarinnar. Ótrúelega
heilsteypt og kraftmilkil gít-
arplata, - hrá og þróuð í
senn. Skylduhlustun fyrir
aðdáendur The Strokes og
annarra nýrokksveita New
York-borgar.
Trausti Júlíusson
Sinead
O'Connor «WCi( 4
She Who Dwells r
★ ★★ v |
Roadrunner/Skífan ■
Þessi tvöfalda plata er
endapunkturinn á ferli
Sinéad O’Connor. Fyrri
diskurinn inniheldur nýjar
og sjaldgæfar upptökur, -
sá seinni hefur að geyma
tónleika hljóðritaða í
Dublin árið 2002. Fyrri
platan kemur virkilega á
óvart. Hér tekur Sinéad
m.a. flottar útgáfur af Love
Hurts og Arethu Franklin
snilldinni Do Right Wom-
an, auk þess sem lagið 1000
Mirrors sem hún söng með
Asian Dub Foundation er
hér líka. 19 lög og flest flott.
Á tónleikaplötunni eru
þekktustu lögin hennar,
þ.á.m. Nothing Compares 2
U, Thank You For Hearing
Me og Fire On Babylon, en
þrátt fyrir ágæta spretti þá
veldur hún vonbrigðum.
Það er einfaldlega ekki
nógu mikið lagt í útsetning-
ar og flutning. í heildina
samt ágætis kveðjupakki
fyrir aðdáendurna.
Trausti Júlíusson
Þeir Sigvaldi Kaldalóns, Svali, útvarpsmaður á FM 957 og Hreimur Örn Heimisson söngvari
ákváðu að skipta um starfí dágóðan tíma. Sigvaldi skrapp íSkífuna íSmáralind og sinnti þar
ýmsum verkefnum. Hreimur skellti sér í beina útsendingu í útvarpið og er óhætt að segja að
strákarnir hafi staðið sig með prýði.
„Mér fannst þetta rosalega
gaman,“ sagði Svali á FM957 eftir
að hann hafði skipt um vinnu við
Hreim í Landi & sonum og staðið
vaktina í Skífunni. Svali stóð sig
með stökustu prýði og sinnti öllum
skyldum verslunarmannsins. „Það
var svolítið áhugavert að fara að
vinna í plötubúð þegar maður er
að vinna í útvarpinu allan daginn
og er að díla við ákveðna tónlist, að
koma svo inn í plötubúð og sjá
miklu meiri flóru af tónlist," segir
hann. „Ég gæti trúað því að ef
maður vinnur lengi í plötubúð
gæti maður orðið býsna fróður um
tónlist. Maður allavega kynnist
mikið af músík ef maður hefur
áhuga. Svo er náttúrulega fólk
beint fyrir framan mann sem mað-
ur er að afgreiða og svoleiðis. Það
er mjög gaman því að ég sé nátt-
úrulega aldrei fólk þegar ég er í út-
varpinu. Ég er alltaf einn, aleinn,”
heldur hann áfram.
Stóð sig vel í verð-
merkingunum
Hvað var það skemmtilegasta við
Skífuna?
„Þetta var í alla staði mjög at-
hyglivert. Ég þyrfti reyndar að kom-
ast betur inn í klassíska tónlist ef ég
ætti að fara að vinna í plötubúð alla
daga, því ég hef ekki hundsvit á
henni. Það er rosalega gaman að
verðmerkja með byssunni. Maður
kemst í ákveðinn rythma og getur
ekki hætt og ég skora á fólk að prófa
þetta sem ekki hafa prófað. Ég held
að ég hafi verðmerkt nokkur hund-
ruð diska."
Svali var óvenju duglegur á verð-
merkibyssunni og var í raun óstöðv-
andi. „Maður getur breyst í Rainman
þarna inni þar sem maður stúderar
tónlist allan daginn. Það getur
ábyggilega gerst mjög fljótíega eftir
að maður byrjar að vinna í plötubúð.
Svo finnst mér ekkert leiðinlegt að
þarna inni séu Playstation-standar
og það er ábyggilega ekki leiðinlegt
að þurfa að prófa leikina, þó ég hafi
ekki fengið að gera það í þetta skipt-
ið. Þetta gæti dregið fram barnið í
sjálfum manni," segir útvarpsmó-
gúllinn.
„Ég get alveg ímyndað mér að
þetta starf sé krefjandi, sérstaklega
þegar það eru jól og hvað þá
vörutalningar, Jesús Kristur. Ég vor-
kenni reyndar búðafólki almennt
þegar það er vörutalning því ég held
að allt sé handtalið,” segir Svali. „Ég
veit samt ekki hvort ég væri beint til í
að fara að vinna við verslunarstarf þó
ég hafi unnið við það áður. Kannski
af því að það er ábyggilega svolítið
erfitt. Ég held að það sé bara ekkert
djók að vakna sex daga vikunnar, því
maður er þá að vinna á laugardögum
líka og standa í átta til níu klukku-
tíma og halda geðheilsunni. Ég held
að það sé þess vegna sem Islending-
ar séu svona þunglyndir af því að
það eru svo margir sem vinna við
þetta. Þetta er samt áhugavert starf
og ég væri til í að vinna þetta sem
aukavinnu með öðru," sagði hann að
lokum, ánægður með dagsverkið.
Skemmtilegra að sjá
viðbrögð folks
Hreimur stóð sig með afbrigðum
vel í útsendingunni og fannst það
frelsandi að vinna í útvarpi. „Það er
mjög frelsandi að vita til þess að
maður sé að tala út til mörg þúsund
einstaklinga sem eru þá væntan-
lega að hlusta á mann. Svo skiptir
það kannski máli hvað maður segir
og hvernig maður segir það þegar
maður er að tala við svona marga.
Maður má heldur ekki tala of lengi í
útvarpið þar sem þetta er allt svo
fókuserað hérna og ákveðinn laga-
listi sem maður þarf að fylgja. Mað-
ur á að tala í kringum hann og forð-
ast það að tala um hvað klukkan er
og hvernig veður er úti,“ segir
Hreimur. „Þetta er hlutur sem
myndi ekki henta mér til lengri
tíma litið að vera í útvarpinu, ann-
ars veit ég það ekki. En ég einhvern
veginn þarf að hafa áhorfendur
þegar ég er með míkrafóninn, mér
finnst skemmtilegra að sjá við-
brögðin á þeim sem eru að hlusta á
mig. En það er bara mfn skoðun,"
hélt hann áfram.
Ekki rétti karakterinn í starfið
Hvað var það skemmtiiegasta
við útvarpið?
„Það var gaman að prófa þetta
því þetta er nefnilega erfiðara en
margur heldur. Maður er að tala
við fólk sem maður sér ekki og ég
myndi segja að það væri frekar erf-
iðara heldur en hitt. Þú ert að gefa
af þér orkuna og reyta af sér brand-
arana og maður veit ekki hvort ein-
hver sé að þiggja það sem maður er
að gefa. Ég gæti vel trúað því að
þegar maður labbar heim úr vinn-
unni í vikulok að loknum fimm
löngum vinnudögum sé svolítið
tekið úr manni, en ég veit það
ekki."
„Ég hef samt komið í viðtöl í út-
varpið en það er ekki það sama og
að vinna við það. Þetta var náttúr-
lega auðveldara á margan hátt af
því ég þekki Svala mjög vel og
hann kom mér vel inn í starfið. En
ég veit það fyrir víst að strákarnir
sem vinna hérna eru öndvegis fírar
og eflaust er mjög góður vinnu-
mórall hérna. Þó að þetta sé vinna
við tónlist myndi ég segja að þetta
væri allt öðruvísi en að vinna í Skíf-
unni þar sem maður er að díla við
alla tegund tónlistar, hverja ein-
ustu tegund, en það er miklu meira
verslað þar af einhverju öðru en
því sem vinsælast er. Flóran er svo
miklu breiðari og maður lærir
mjög mikið á að vera í Skífunni
eins og sennilega á FM. En þegar
öllu er á botninn hvolft þá eru
þetta mjög ólíkar vinnur," segir
Hreimur.
„Þetta er allt öðruvfsi en maður
myndi nokkurn tímann ímynda
sér. Ég segi að það sé eiginlega
góður eiginleiki hjá þeim sem eru í
þessu að þeir verða að vera bros-
andi og jákvæðir út í lífið. í Skíf-
unni koma kannski dauðir tímar á
milli og maður talar kannski ekki
við neinn í smá tíma en það er
ákveðin rútína hérna sem er
kannski ekki á mínum vinnustað,”
segir hann og virðist nokkuð sáttur
við sína vinnu.
Aðspurður um það hvort hann
myndi vilja vinna við áfram í út-
varpinu segir Hreimur: „Kannski
Svona kallinn minn Hreimi hjálpað
að setja tólin rétt á sig.
Viðtalið undirbúið Hreimur lenti i
viðtali á FM 957 hjá Svala.
Aðdáendurnir byrjaðir / útvarpinu
stoppar siminn aldrei og fólk hringdi
inn óskalög.
f beinni Hreimur stóð sig eins og hetja i
útvarpinu og það var eins og hann hefði
aldrei gert neitt annað
Sýning Ólafs Elíassonar, Frost
Activity, var opnuð í Hafnarhúsinu
Hverjir voru hvar
á laugardaginn og var margt fyrir-
menna á svæðinu, svo margt reynd-
ar að margir
þurftu að standa í
röð fyrir utan
húsið til að kom-
ast inn á sýning-
una. Þarna voru
til að mynda Ólaf-
ur Ragnar Gríms-
son, forseti ís-
lands, og Dorrit Moussaieff eigin-
kona hans, Björgólfúr Guðmunds-
son og Þóra Hallgrímsson kona
hans, Björgólfúr
Thor Björgólfsson
og Kristín Ólafs-
dóttir kona hans
sem eins og kunn-
ugt er starfar við
heimildarmynda-
gerð, Ingvar E.
Sigurðsson leikari,
Þórólfur Ámason
borgarstjóri,
Steingrímur Her-
manns8on, fyrr-
verandi forsætis-
ráðherra, Friðrik
Þór Friðriksson
kvikmyndagerð-
armaður, Margrét
Vilhjálmsdóttir leikkona og maður
hennar, Egill Heið-
ar Anton Pálsson,
Rúnar Freyr Gísla-
son leikari, Ragnar
Kjaitansson söngv-
ari og myndlistar-
maður, Nína Dögg
Filippusdóttir leik-
kona og Baltasar
Kormákur, leikari
og leikstjóri.
Unga fólkið
fjölmennti á
Hverfisbarinn um
helgina og
skemmti sér veí
eins og við var að
búast. Þarna voru
þeir félagar Pétur
Jóhann Sigfiísson,
Sverrir Þór Sverris-
son, eða bara
Sveppi, og Auðunn
Blöndal, Auddi,
sem fögnuðu því
að Pétur er nýjasti
meðlimurinn í 70 mínútna genginu á
Popptíví. Þarna voru líka Manúela
Ósk Harðardóttir,
fyrrum Ungfrú ís-
land, Jóhannes Ás-
bjömsson og Sig-
mar Vilhjálmsson,
betur þekktir sem
Jói og Simmi í Idol-
inu, Garðar Gunn-
laugsson Herra ís-
land, fyrirsætan
Halldóra Lillý Jó-
hannsdóttir og
knattspyrnumað-
urinn Björgólfur
Takefusa.
Þá var nokkuð
af fólki á
sömuleiðis.
sást til Ásgei
beinssonar,
varps- og
varpsmanns
Norðurljósum, út-
varpsmannsins
Bjarka Sig, Garðars
Gimnlaugssonar Herra fsland og
Kristjáns Grétarssonar, gítarleikara í
Stjórninni.
Það voru fastir
liðir eins og
venjulega í úrvali
gesta á ölstofunni
um helgina. Egill
Ólafsson og Ragn-
hildur Gísladóttir
úr Stuðmönnum
voru hress eins og
við var að búast,
Benedikt Erlings-
son leikari var og
mættur eins og
Stefán Jónsson
leikstjóri, Eiríkur
Bergmann Ein-
arsson Evrópu-
fræðingur, Helga
Braga leikkona,
veitingamennirn-
ir Kormákur Geir-
harðsson og
Skjöldur Sigur-
jónsson, Reynir
Lyngdal leikstjóri
og Jóhanna Vala
úr Idolinu.
Tinna Marlna
úr Idolinu var á
innilegu stefnu-
móti á Grillinu á
^_________ Hótel Sögu og þar
Kristján Sigurjóns-
son hjá Góðu fólki
L ' ‘j HjaltadóttiráSjón-