Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Page 21
DV Fókus
MÁNUDAGUR 19.JANÚAR 2004 21
u I
Starfsmenn Noröurljósa Sigvaldiog Hreimur skipta um vinnu.
einhvern tímann seinna þegar ég
er kominn með alveg óendanlegt
vit á tónlist, þá fyrst er ég ábyggi-
lega tilbúinn í að prófa það. Ég
held að ég sé ekki rétti karakterinn
í þetta starf þar sem ég vil miklu
frekar díla við fólk. En það er bara
ég,“ segir söngvarinn að lokum.
henny@dv.is
Skífan, góöan daginn Fólk á það til að
hringja og spyrja að hinu og þessu. Okk-
ar maður gat komið sér vel frá símtal-
Vígalegur meö verðmerkibyssuna
Svali var öflugur með byssuna og hvetur
fólk til að prófa þá iðju.
Erfiðleikar viö myndaval Róbert Ólafs-
son átti í erfiðleikum með að finna sér
góða DVD mynd og kom Svali honum til
bjargar.
55 klukkstunda hjónaband með Britney borgaði sig
Jason fékk 50 millur
Jason Alexander fékk um 50 millj-
ónir króna og bíl fyrir 55 klukku-
stunda langt hjónaband sitt með
Britney Spears. Miklar samninga-
viðræður stóðu yfir milli fulltrúa
Jasons og Britney og þegar Jason fór
með henni til að ógilda hjónabandið
ákváðu ráðgjafar Britney að launa
honum erfiðið. Var það sérstaklega
til komið af þeim sökum að hann
hefði getað farið fram á helming
auðæva stúlkunnar, en það kaus
hann að gera ekki.
Um þessar mundir bíður Britney
þess að íjölmiðlar hætti að tala um
brúðkaup hennar og Jason. Hún
hefur reynt að útskýra hvað fór í
gegnum hugann á henni þennan
dag í Las Vegas en það hefur gengið
erfiðlega. Hún gerir sér því grein fyr-
ir að það þýðir lítið fyrir hana að
halda því enn fram að hjónabandið
sé heilagt í hennar augum, fólk trúir
henni einfaldlega ekki. Af þeim sök-
um hefur hún tekið ákvörðun um að
láta lítið fyrir sér fara á næstunni.
Nema náttúrlega í nýjasta mynd-
bandinu hennar sem er það klúrasta
til þessa.
Jason Alexander Fórekki tómhentur heim
úr hjónasænginni með Britney.