Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Page 22
22 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 Sport DV Keflavíkingar í úrslitaleikinn Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar þegar liðið lagði Grindavík að velli, 107-97, í undanúrslitum í Grindavík á laugardaginn. Keflavík hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddi í hálf- leik, 59-52. Grindvíkingar komu hins vegar sterkir inn í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum, 83-78. Þá var hins vegar allur vindur úr þeim, Keflvíking- ar gengu á lagið og unnu sannfærandi sigur, 109-97. Bandaríkjamennirnir Nick Bradford og Derrick Allen áttu frábæran leik í liði Keflavíkur og segja má að þeir hafi gert gæfumuninn. Allen skoraði 35 stig og tók 14 fráköst og Bradford skor- aði 35 stig og tók 11 fráköst. Gunnar Einarsson átti einnig góðan leik og skor- aði 22 stig. Darrell Lewis var yfirburðamaður hjá Grindavík með 40 stig og 8 fráköst og Timothy Szatko, nýr Bandaríkjamaður í liði Grindavíkur, skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik. Naumt hjá Njarðvík Njarðvíkingar tryggðu sér einnig þátttökurétt í úr- slitaleik bikarkeppni KKÍ og Lýsingar á laugardaginn með því að bera sigurorð af Snæfell, 74-69, í Stykkis- hólmi. Snæfell hafði yfir- höndina fyrstu þrjá leik- hlutana og leiddu, 54-46, fyrir fjórða og síðasta leik- hlutann. Þá gyrtu Njarðvík- ingar sig í brók og kláruðu leikinn með góðum lokakafla. Dondrell Whit- more var stigahæstur hjá Snæfelli með 16 stig, Lýður Vignisson skoraði 13 stig og Sigurður Þorvaldsson skor- aði 12 stig. Páll Kristinsson átti skínandi leik fyrir Njarðvík, skoraði 18 stig og tók 12 fráköst, Brandon Woudstra skoraði 16 stig og Brenton Birmingham skor- aði 14 stig. Hildur hafði betur KR-stúlkur eru komnar í úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í kvenna- flokki eftir sigur á Hauka- stúlkum, 72-53, í DHL-höIl- inni á laugardaginn. Sigur KR var öruggur allan tím- ann þrátt fyrir að Haukar hafi leitt eftir fyrsta leik- hluta, 16-14. KR hafði tíu stiga forystu í hálfleik og leiddi með tuttugu stigum eftir þriðja leikhluta. Leik- urinn snerist að mestu upp í einvígi á milli Hildar Sig- urðardóttur hjá KR og Hel- enu Sverrisdóttur hjá Haukum. Hildur skoraði 33 stig, tók 13 fráköst, stal 8 boltum og gaf 7 stoðsend- ingar en Helena stóð henni ekki langt að baki með 25 stig, 21 frákast, 6 stoðsend- ingar og 6 stolna bolta. Katie Wolf skoraði tólf stig og tók 11 fráköst fyrir KR. Hanna Hálfdánardóttir skoraði 10 stig fyrir Hauka. Eyjastúlkur áfram í Evrópukeppninni 23ja marka sveifla á milli leikja Eyjastúlkur eru komnar áfram í Áskorendakeppni Evrópu eftir tvo leiki gegn búlgarska liðinu Etar Tarnova í Vestmannaeyjum um helgina. IBV vann fyrri leikinn á laugar- daginn með 22ja marka mun, 38- 16, eftir að staðan hafði verið, 19-8, í hálfleik. Anna Yakova var markahæst í liði ÍBV með tólf mörk, Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði fimm mörk og Alla Gokorian og hinir austurrísku Birgit Engl og Sylvia Strass skoruðu fjögur mörk hver. í síðari leiknum í gær var hins vegar annað uppi á teningnum en þá beið ÍBV lægri hlut, 18-17. Anna Yakova var markahæst með fimm mörk, Birgit Engl skoraði fjögur mörk og Ester Óskarsdóttir skoraði þrjú. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann hefði litið á seinni leikinn sem hálfgerðan æfingaleik og leyft ungum stelpum að spreyta sig. „Við notuðum þennan leik til að æfa nýja vörn og leyfa ungum stelp- um að spreyta sig. Ég hvíldi lykil- menn enda var engin ástæða til þess að spila á sterkasta liðinu. Það er reyndar leiðinlegt að þessi leikur skuli hafa verið sýndur beint í sjón- varpinu en ekki fyrri leikurinn en hann var frábær. Þá spilaði liðið oft á tíðum stórkostlegan handbolta og hélt haus allan leikinn. Við unnum báða hálfleikina, 19-8, og þótt and- stæðingurinn hafi verið slakur þá þarf að spila vel til að vinna með 22ggja marka mun. Það er enginn hægðarleikur," sagði Aðalsteinn. Eyjastúlkur eiga erfiðan leik ffamundan gegn Haukum á mið- vikudaginn og sagði Aðalsteinn að það hefði verið gott að geta hvílt lykilmenn í seinni leiknum f gær fýrir átökin gegn Haukum. Markahæst í báðum leikjum Stórskyttan Anna Yakova var markahæst I EyjaliÓinu i báðum leikjunum gegn Etar. Hún skoraöi tóifmörk i fyrri leiknum og fímm í þeim seinni. Vinstri vængurinn vaknaður íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti á fjögurra þjóða æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um helgina og endaði að lokum í öðru sæti. Fyrsta sætið var alls ekki svo fjarri lagi enda tapaðist leikurinn við Svía með minnsta mun. ísland byrjaði mótið með frábærum 33-28 sigri á Dönum, tapaði síðan með einu marki, 28-29, fyrir Svíum og vann að lokum lið Egypta örugglega, 29-27,sem var mun öruggari sigur en tölurnar gefa til kynna. Það gleður væntanlega íslenska handboltaáhugamenn mest að vinstri vængur íslenska liðsins virðist vera vaknaður eftir daufa leiki gegn Sviss en þeir Patrekur Jóhannesson og Jaliesky Garcia léku mjög vel á mótinu og skoruðu saman 21 mark. 21 mark saman Patrekur Jóhanneson (til vinstri) og Jaliesky Garcia skoruðu 21 mark saman á æfingamótinu íDanmörku og Svíþjóp, Patrekur 11 og Garcia 10. DV-myndir Pjetur Sigurinn á Dönum stendur vissulega upp úr á þessu móti en íslenska liðið átti þá frábæran dag og sérstaklega í seinni hálfleik en liðið vann hann með sex mörkum, 16-10. ísland var mest komið átta mörkum yfir og það var vörnin og markvarslan sem gerði Dönunum lífið leitt. Leikurinn gegn Svíum hefði vel getað endað með sigri okkar manna en íslenska liðið vann sig út úr slökum fyrri hállfeik með því að skora 11 af fyrstu 17 mörkum seinni hálfleiks og voru tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka. Svíar höfðu heppnina með sér í lokin en íslensku strákarnir gera sér vel grein fýrir því að engin ástæða er til annars en að Svfagrýlan heyri nú loksins sögunni til. Lokaleikurinn gegn Egyptum var í öruggum höndum þrátt fyrir að munurinn hafi aðeins endað í tveimur mörkum. íslenska liðið sýndi gegn þessum þremur sterku þjóðum sem allar eru á leiðinni á Evrópumótið líkt og íslenska liðið, að liðið er tilbúið í slaginn. Lið Dana og Svía ætla sér stóra hluti og þau voru voru á heimavelli sem gerði verkefnið enn erfiðara en ella. Síðasti leikurinn í undirbúningnum er gegn b-liði Dana í Bröndby í kvöld og þá fá væntanlega að spreyta sig þeir leikmenn sem voru í minni hlutverkum á mótinu. ooj@dv.is Mörk íslands á æfingamótinu ísland - Danmörk 33-28 ísland -Svíþjóð 28-29 Island - Egyptaland 29-27 17 GuðjónValur17 Róbert S. Róbert G. 2 —7 p Einar Örn 5 Gylfi 2 4 22 Patrekurll GarciolO RúnarS.1 11 ÓlafurS. 11 etpB 13^„ ÓlafurS. 13 Snorri Steinn 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.