Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Page 25
DV Sport MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 25 Lið umferðarmnar i7.-i8.janúar2004 Á toppinn á ný Thierry Henry, Ashley Cole og Sol Campbell fagna hér fyrra marki þess fyrstnefnda i leiknum gegn Aston Villa igær en Arsenal komst á topp deildarinnar með sigrinum. Reuters Paul Dickov Leicester Thierry Henry (6) Arsenal • S^vl Robbie Keane (2) Tottenham Patrick Vieira (2) Arsenal Robert Pires (3) Arsenal Alex Rae Wolves • Robbie Savage Birmingham Mikael Silvestre (2) “n,hr°"»“ardner MmMerUmM Tottenhom Mark Fish Charlton Michael Oakes (3) Wolves Staðan á toppi ensku úrvalsdeildarinnar breyttist um helgina þegar tvö efstu liðin höfðu sætaskipti. Meistarar Manchester United töpuðu óvænt fyrir botnliði Wolves á útivelli og Arsenal nýtti sér það til að komast á toppinn með góðum útisigri á Aston Villa. URVALSDEILD HETJAN... Ulíar f sauðagæru Manchester United og Arsenal höfðu sætaskipti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Manchester United tapaði óvænt fyrir botnliði Úlfanna, 1-0, og nýtti Arsenal sér þetta tap ensku meistaranna og komst á topp deildarinnar með því að leggja Aston Villa að velli, 2-0, á Villa Park. Thierry Henry skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum en Úifurinn Kenny Miller fann góðan tíma til að skora sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester United, mark sem hífði Úlfanna af botni deildarinnar í bili að minnsta kosti. Úlfarnir komu heldur betur á óvart á laugardaginn þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistara Manchester United, 1-0, á heimavelli sínum, Moulinex- leikvanginum. Wolves, sem var í botnsæti deildarinnar fyrir helgina, náði þar með að komast af botni deildarinnar í fyrsta sinn í afskaplega langan tíma. Það var skoski framherjinn Kenny Miller sem skoraði sigurmark Úlfanna í leiknum en þetta var fyrsta mark hans í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Leikmenn Manchester United voru meira með boltann en þeir nýttu ekki færin sem þeir fengu og það var það eina sem Alex Ferguson, knattspyrnustjóra liðsins, gramdist að leik loknum. Fórum illa með færin „Mér fannst við stjórna ferðinni í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við spiluðum oft á tíðum frábæra knattspyrnu. Ég held að liðið hafi alls ekki staðið sig illa. Mínir menn urðu hins vegar pirraðir þegar Wolves skoraði og það voru eðlileg viðbrögð. Ég gagnrýni hins vegar mína leikmenn fyrir að fara illa með færin í leiknum. Við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn áður en þeir skoruðu," sagði Ferguson. Hann bölvaði jafnframt dómara leiksins, Andy D’Úrso, fyrir að dæma ekki vítaspymu þegar Darren Fletcher féll í teignum eftir viðskipti við Michael Oakes, markvörð Úlfanna. „Andy D’Urso er reynslumikill dómari og hann tók afstöðu með heimaliðinu í þetta skiptið. Sigurinn eflir sjálfstraustið Dave Jones, knattspyrnustjóri Úlfanna, var himinlifandi með sína menn og sagði að sigurinn myndi veita liðinu kærkomið sjálfstraust fyrir framhaldið. „Þessi sigur eflir andann og gefur leikmönnunum og öllum þeim sem tengjast félaginu sjálfstraust. Ég hef sagt það margoft að ef menn trúa á eitthvað þá er langtum líklegra að það takist að framkvæma það,“ sagði Jones eftir leikinn. Hann hrósaði jafnframt Kenny Miller, hetju Wolves, eftir leikinn. „Markið hjá Kenny var glæsilegt og afgreiðsla hans var af því tagi sem við höfum alltof sjaldan séð hjá sóknarmönnum í vetur. Við vitum að Manchester United á eftir að koma til baka eftir þessi úrslit en við þurfum hins vegar að sjá til þess að við höldum áfram og nýtum okkur þessi úrslit til að komast ofar í töflunni,” sagði Jones. Frábær úrslit Kenny Miller viðist hafa fundið skotskóna því að þetta var þriðja mark hans á nokkrum dögum. Hann skoraði tvívegis í sigri á Kidderminster í bikarnum í vikunni og nú skoraði hann sitt fyrsta mark í deildinni á tímabilinu. „Menn lögðu sig alla fram í þessum leik og ég held að við höíúm átt sigurinn skilinn. Það var frábært að skora í þessum leik en það var liðið sem vann þennan leik, ekki ég, sagði Miller og bætti við að þetta hefðu verið frábær úrslit sem liðið þyrfti nú að byggja á og færa sig upp töfluna. Halsey óvinsæll á Villa Park Mark Halsey, dómari leiks Aston Villa og Arsenal, var sennilega strikaður út af jólakortalista Aston Villa strax að leik loknum í gær en Hann stóð við boltann og færði sig síðan til að Henry gæti tekið spyrnuna. Þessi á- kvörðun var grín í rnínum huga og gaf þeim forystuna í leik- num. Við gerðum það sem dómarinn bað um og var refsað fyrir það." bæði mörk Arsenal komu eftir umdeildar ákvarðanir hjá honum. Fyrra markið skoraði Thierry Henry beint úr aukaspyrnu en Halsey leyfði Henry að taka aukaspyrnuna hratt án þess að markvörður Aston Villa, Thomas Sörensen, eða varnarveggur liðsins væri tilbúnir. „Ég spurði dómarann hvort ég mætti taka aukaspyrnuna fljótt og hann sagði að ég mætti það. Þetta hefur verið gert gegn okkur áður og því ákvað ég að reyna," sagði Thierry Henry. Halsey sagði sjálfur eftir leikinn að hann hefði spurt Henry hvort hann vildi taka spyrna strax eða fá vegginn á réttan stað. „Hann vildi taka spyrnuna strax og því forðaði ég mér burt. Mér bar engin skylda til að láta leikmenn Aston Villa vita að Henry ædaði að taka spyrnuna strax,“ sagði Halsey. Þessi ákvörðun var grín David O’Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, var ekki sáttur við þessa ákvörðun Halsey og sagði hana vera grín. „Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið brotið á okkur. Dómarinn skipaði mfnum mönnum að færa sig aftur sem þeir og gerðu. Hann stóð við boltann og færði sig síðan til að Henry gæti tekið spyrnuna. Þessi ákvörðun var grín í mínum huga og gaf þeim forystuna í leiknum. Við gerðum það sem dómarinn bað um og var refsað fyrir það,“ sagði O’Leary. Hann var heldur ekki sáttur við Halsey þegar hann dæmdi vítaspyrnu á Olof Mellberg fyrir að brjóta á Nwankwo Kanu innan vítateigs. „Það er ekki fræðilegur möguleiki að þetta hafi verið víti. Leikmenn Arsenal vita það og það þarf ekki annað en að horfa á atvikið til að sjá það. Þetta var ekki víti - punktur." Einn leikur í einu Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var ekki á sama máli og O’Leary varðandi vítaspyrnuna og sagði að það hefði klárlega verið brotið á Kanu. Hann sagði jafnframt að þetta hefði verið fr ábær helgi fyrir liðið en að hans menn þyrftu að fara að einbeita sér að næsta leik. „Núna eigum við spila þrjá leiki gegn Middlesbrough í deildar- bikarnum og bikarnum en við tökum einn leik fyrir í einu og reynum að standa eins vel og kostur er. Við höfum spilað 22 leiki án þess að tapa en við horfum samt ekki lengra en fram að næsta leik. Við reynum alltaf að vinna næsta leik - þannig tökumst við á við þetta. Það er rnikið eftir af deildinni en við höfum hungrið og trúna,” sagði Wenger. Dýrmæt stig í súginn Chelsea tapaði tveimur dýr- mætum stigum á heimavelli þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Birmingham á heimavelli. Chelsea hefði með sigri verið tveimur stigum á eftir Manchester United en Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hans tókst ekki að koma boltanum í netið hjá gestunum. oskar@dv.is Thierry Henry Thierry Henry hinn frábæri franski framherji Arsenal sá til þess að hans menn fóru með þrjú stig frá Villa Park í Bir- mingham í gær. Henry skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Aston Villa, það fyrra úr auka- spyrnu og síðara úr víti, en sig- urinn kom Arsenal á toppinn á nýjan leik. Henry hefur hvað eftir annað sýnt snilli sína og mikilvægi fyrir liðið í vetur og fráleitt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann dregur Arsenal-skút- una að landi á þessu tímabili. URVALSDEILD ...SKÚRKURINN John Curtis John Curtis varnarmaður Leicester er skúrkur helgar- innar. Curtis, sem var eitt sinn vonarstjarna hjá Manchester United, má muna sinn fi'fil fegurri. Hann fór frá Man- chester United til Blackburn og þaðan til Leicester en Curtis varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á síðustu mínútunni gegn Middlesbrough á laugar- daginn. Þetta sjálfsmark gerði það að verkum að Middles- brough jafnaði metin í leiknum og missti Leicester af tveimur dýrmætum stigum í botnbar- áttunni. Bestu ummæli helgarinnar „Að leikmaður skuli láta reka sig út afá síðustu mínútu fyrir að blóta dómara er algjör vitleysa og nokkuð sem ég hefði getað verið án. Leikmenn ættu ekki að fá borgað efþeirspila ekki. Afhverju ætti ég að borga þeim laun fyrir að sitja uppi í stúku," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, eftir að Dejan Stojanovic, leikmaður hans, hafði verið rekin útafgegn Bolton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.