Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Qupperneq 31
DV Síðast en ekki síst
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 31
No Name konur íslands hittast og koma með tillögur um nýja í sinn hóp. Sjálfstæðar konur sem láta
drauma sína rætast er það sem Kristín Stefánsdóttir vill sjá
..
2 píjf : Svií/S ;
■ ý;.: •'
•'sá B
p, |
f 'í '‘V'i
I ■
„í valinu á No Name andlitunum í gegnum
tíðina hef ég miðað við að þetta séu þroskaðar
konur sem hafa sterkan og mikinn persónu-
leika. Láta sér fátt fyrir brjósti brenna og sjá
ekki hindranir í veginum fyrir því að láta drau-
ma sína rætast," segir Kristín Stefánsdóttir
snyrti- og föðrunarmeistari. Hún er framleið-
andi No Name snyrtivaranna sem eru íslensk-
um konum að góðu kunnar - og njóta sívax-
andi vinsælda hér heima og í Skandinavíu. Eru
vörurnar enda sérhannaðar fyrir ljósa húð
norrænna kvenna.
Á besta skeiði ævinnar
Allt frá árinu 1990 hefur sérstakt andlit
þessara vara verið valið fyrir ár hvert. Fyrstu
árin tvær konur á ári en aðeins ein nú í seinni
tíð. Alls eru þetta orðnar átján konur og sl.
fimmtudagskvöld hittust þær á veitingahúsinu
Caruso við Bankastræti, sem bauð þessum
kvennablóma íslands til málsverðar.
No Name konurnar halda hópinn og hittast
meðal annars þegar nýtt andlit hvers árs er
kynnt, það er í marsmánuði á ári hverju. Krist-
ín Stefánsdóttir hefur til þessa valið þá konu
sem þennan sæmdartitil fær, beitt þar eigin
innsæi jafnframt því sem hún fær ábendingar
víða frá.
„Fyrstu árin valdi ég helst konur sem höfðu
verið í fyrirsætustörfum. Svo sem fyrsta árið
valdi ég Elínu Reynisdóttur föðrunarfræðing
Framleiðandinn Kristin Stefándóttir er framleiðandi No
Name varanna sem njóta vinsælda víða um lönd.
Konursem hafa sterkan og
mikinn persónuleika. Láta
sér fátt fyrir brjósti brenna
og sjá ekki hindranir í vegin-
um fyrirþví aðláta drauma
sína rætast
og fyrirsætu og Jónu Björk Helgadóttur. Seinni
árin hef ég svo breytt stefnunni í þessu og ekk-
ert síður valið eldri konur svona til að undir-
strika að besta skeið ævinnnar kemur þegar
maður er aðeins farinn að fullorðnast. I fyrra
valdi ég Bryndís Schram sendiherrafrú og árið
2001 Kristínu Rós Hákonardóttur sundkonu,
sem heldur betur hefur sýnt þjóðinni hve langt
má komast þrátt fyrir hindrandir einsog hún
sjálf þekkir vel,“ segir Kristín.
Ýmsar tillögur
Gamalt loforð til kvennanna er að eitthvert
árið kæmi í þeirra hlut að velja andlit ársins,
það er að koma með tilnefningarnar enda þó
svo úrslitavaldið sé í höndum Kristínar. Var til-
efni fundar kvennanna sl. fimmtudagskvöld
einmitt að setja á flot nöfn kvenna sem þær
telja falla í hópinn. „Þarna komu fram ýmsar
tillögur um konur sem ég tel allrar athygli
verðar. í öllum tilvikum eru þetta frambæri-
legar konur sem falla líka að hugmyndafræði
okkar; það er að vera sjálfstæðar og þora að
láta drauma sína rætast," segir Kristín Stefáns-
dóttir.
Þær konur sem nefndar hafa verið til sög-
unnar sem No Name andlit ársins eru allar
þjóðinni að góðu kunnar, en þær eru Rannveig
Rist forstjóri Alcan, Svava Johansen kaupmað-
ur í Sautján, Siv Friðleifsdóttir umhverflsráð-
herra, Ragnhildur Gísladóttir söngkona, Sig-
ríður Arnardóttir sjónvarpskona á Skjá einum,
Björk Jakobsdóttir leikkona, Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari og Vigdís Grímsdóttir.
Kristín Stefánsdóttir tekur fram að fleiri
konur muni efalítið koma til greina í þessu
vali, en úrslitin verða kunngerð undir lok
ntarsmánaðar næstkomandi.
sigbogi@dv.is
Andlitin í áranna rás Þessar konur hafa allar verið valdar No Name andlitið og hérsést hópurinn sem kom saman sl.
fimmtudagskvöld. Lengst til vinstri er Nanna Guðbergsdóttir sem var valin 1993, en síðan koma Kolbrún Björgólfsdóttir,
Selma Björnsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóna Björk Helgadóttir, Elín Reynisdóttir, Laufey Bjarna-
dóttir, Valgerður Matthíasdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Unnur Steinsson. DV-myndir: Valli
Brosandi við borðið Næst er Nanna Guðbergdóttir, þá Jóna Björk Helgadóttir og svo koma margar fleiri - iðilfagrar
islenskar konur.
Kvennablómi Þórunn Lárusdóttir, Kolbrún
Björgúlfsdóttir og Kristin Stefánsdóttir.
Tvær plús ein ólétt Frá vinstri talið Kristin Rós Hákonar-
dóttir, Jóna Björk Helgadóttir og Nanna Guðbergsdóttir, fyr-
irsæta og kaffihúsaeigandi, sem er kona eigi einsömul.
fslenskar konur Diddú, Vala Matt og Laufey Bjarna-
dóttir.
' C! ■■ ' j lljíBl;
§ii .. .
Þrjár í sófanum Unnur Steinsson, Selma Björnsdóttir og
Elin Björnsdóttir lengst til hægri.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*
JANÚARÚTSALA *
allt að 35% afslátftur
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★