Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Umhverfisstofnun íhugar að senda nýjustu skýrslu sína um hundabúið í Dals-
mynni til Lögreglustjórans í Reykjavík og óska eftir að meðferð á hundunum verði
rannsökuð. Þar eru haldnir 165 hundar og þar af eru 128 þeirra í of litlum búrum.
Eigendurnir hafa fengið ítrekaðan frest frá því í byrjun síðasta árs til að fara að
reglum.
Fylgi Vinstri-
Grænna
stóreykst
Vinstri-Grænir bæta við
sig þremur þingmönnum ef
gengið yrði til kosninga nú
ef marka má nýja könnun
sem Talnakönnun gerði
fyrir vefsvæði útgáfufyrir-
tækisins Heims.
Sjálfstæðisflokkurinn og
Vinstri-Grænir bæta við
fylgi sitt frá síðustu kosn-
ingum en Frjálslyndir,
Samfylkingin og Framsókn
missa fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn
fær alls 37.3% fylgi og 23
eða 24 þingmenn og bæta
við sig þingmanni eða
tveimur. Vinstri-Grænir
færu úr fimm þingmönn-
um í átta en Frjálslyndir
stæðu í stað.
Loðnukvóti
aukinn
Loðnukvóti á íslands-
miðum hefur verið aukinn
úr 555 þúsund
tonnum í 635
þúsund tonn.
Sjávarútvegs-
ráðuneytið tók
ákvörðunina í
samræmi við til-
lögu Hafrann-
sóknastofnunar-
innar. Hlutur íslenskra
loðnuskipa er nú orðinn
rétt tæp 500 þúsund tonn.
Árni Gunnarsson fv.þingmaður
og stofnfjáreigandi i SPRON.
„Löggjafinn verður að taka þá
ákvörðun, en þau frumvörp sem
nú liggja fyrirAlþingi eru gríðar-
legt inngrip i starfsemi sjálfstæðr-
ar fjármálastofnunar. Mig grunar
að þar liggi að baki hagsmunir
valdamikilla manna. Varðandi
framtíð sparisjóðanna skil ég vel
áhyggjur manna úti á landi, en
mótsvar stóru bankanna hefði þá
átt að vera að auka þjónustu við
landsbyggðina, sem þeir sinna
minna i seinni tið.“
Hann segir / Hún segir
„Ég ætla ekki að svara þessu öðru-
visi en svo að gagnvart lands-
byggðinni eru sparisjóðirnir afar
mikilvægir. Þar rikir þessi nær-
hugsun sem við kunnum að meta
og eignir eru metnar öðruvisi en
hjá stærri fjármálastofnunum.
Sjóðirnir taka einnig á með okkur i
atvinnmálum; eða með öðrum
orðum þá starfa þeir eins og
hjarta byggðanna slær. Sparisjóð-
urinn á Hvammstanga er til dæm-
is byggðinni I Vestur-Húnavatns-
sýslu mjög mikilvægur."
Elín Líndal sveitarstjórnarmaður
í Húnaþingi vestra.
Hafa 128 hunda í
bröngum búrum
Ásta Sigurðardóttir
hundaræktandi Hefur
rekið hundabúið um
nokkurra ára skeið en
um þessar mundir eru
)þar 165 hundar.
Umhverfisstofnun íhugar að vfsa til Lögreglu-
stjórans í Reykjavík skýrslu um aðbúnað hunda á
hundabúinu Dalsmynni. Að sögn Sigurðar Arnar
Guðleifssonar, lögfræðings hjá stofnuninni, em
það úrræði sem hægt er að grípa til þegar ekki er
farið að reglum sem byggðar em á 20. gr. laga nr.
15/1994 um dýravemd. Viðurlög eru meðal annars
þau að viðkomandi er sviptur, með dómi, leyfi til að
halda dýr eða sýsla með þau. Sigurður sagði að beð-
ið væri athugasemda frá rekstraraðilum búsins en
að þeim fengnum yrði tekin ákvörðun um fram-
haldið. Frestur sem eigendumir fengu rennur út á
föstudag.
Starfsmenn stofnunarinnar fóru í eftirlitsferð á
búið í síðustu viku, eftir að út rann frestur sem eig-
endur fengu til að gera þær lagfæringar sem nauð-
synlegar voru samkvæmt úrskurði umhverfisráðu-
neytisins í nóvember síðastliðnum. I skýrslu Um-
hverfisstofnunar kemur fram að ekkert hefur verið
gert til að bæta aðbúnað dýranna. Þar segir að á bú-
inu séu 165 dýr af 13 tegundum en aðeins 37 dýr
höfðu nægilegt rými, 128 dýr voru í of þröngum
búrum og þar á meðal allir hvolparnir, 47 að tölu. í
skýrslunni segir enn fremur að aðspurð játi Ásta
Sigurðardóttir, eigandi búsins, að minni hundarnir,
sem eru liðlega eitt hundrað, séu ekki látnir út, að-
eins þeir stærri. Starfsmenn Umhverflsstofnunar
sjá hins vegar ekki ummerki
Þetta er þeirra heimur og lítið annað Þeir fá ekki að fara úf en er stundum hleypt fram á ganginn fyrir framan stiurnar, er
haft eftirÁstu i skýrslu Umhverfisstofnunar.
þess að dýranum sé hleypt út. Þá er ekki haldin
dagbók um dýrin eins og skylt er.
Lítið breyst frá því í fyrravor
Lengi hefur staðið styr um hundabúið Dals-
mynni og hafa hundaeigendur farið á staðinn og
mótmælt meðferðinni á dýranum. Um Dalsmynni
hafa einnig verið harðar umræður á Neúnu og ósk-
uðu eigendur eftir lögreglurannsókn á meintum
ærameiðandi ummælum um búið þar.
í maí í fyrra kom frá Magnúsi Guðjónssyni dýra-
lækni, sem fóri Dalsmynni síðastliðið vor á vegum
Umhverfisstofnútiar, svört skýrsla um starfsemina. í
henni sagði meðal annars: „Mikill óþrifnaður var í
herbergjum, Að maú undirritaðs jaðrar þetta við illa
meðferð á dýram og verða yfirvöld að grípa strax í
taumana."
í skýrslu hans sagði ^nn fremur að mikil vanhöld
væra á að farið væri að þeim lögum og reglum sem
lægju til grandvaliar rekstrinum. Orðrétt sagði í
skýrslunni: „Of þröngt er um
hundana. Ekki ættu
fleiri en tveir smá-
hundar að vera í
hverju búri. Búr-
in era of lítil
fyrir
hunda af
___ stærri
kynjum.
Gotherbergi er algjörlega óviðunandi. Þar era
tlkur með hvolpa í rimla- eða vímetsbúram sem
hrúgað er saman og minnir mest á búrhænsn."
Magnús átelur hve margir hundar séu á búinu og
bendir á að hundar hafi fylgt manninum í 10 þús-
und ár, séu háðir manninum með félagsskap og
samskipti. Hann segir fjarri því að hægt sé að upp-
fylla þau skilyrði í Dalsmynni þar sem hundarnir séu
alltof margir. Hann tiltekur þó að fólk virðist vera
gott við hundana, en eðli málsins samkvæmt geti
nokkrar manneskjur ekki annað þeirri þörf.
Hvolpar geymdir í ferðabúrum
Þá segir í skýrslunni fr á í fyrravor að vegna
þess hve þröngt sé um hundana séu tals-
verð óþrif í búrum. Sett hafi verið dag-
blöð á gólfið fyrir hundana til að gera
stykkin sín á en þau hafi víðast hvar
verið gegnum blaut af þvagi og saur og
sums staðar í graut sem hundamir
Hvolpar eru geymdir í litlum,
lausum færanlegum búrum.
Þannig búr eru eingöngu not-
uð af hundafólki þegar ferð-
aster með dýrin á milli staða.
gengu í. Loftræsting sé ófullnægjandi og engin úú-
aðstaða sé fyrir hundana. Hitalagnir þurfi að vera í
gólfum.
Frá því þessi skýrsla var gerð í maí í fyrra hefur
ástandið eitthvað batnað en samt er meirihluú
hundanna enn í of þröngum búram. í nýjustu
skýrslunni, sem gerð var eftir heimsókn í búið þann
26. janúar sfðasúiðinn, má sjá að hvolpar eru
geymdir í liúum, Iausum færanlegum búram.
Þannig búr era eingöngu notuð af hundafólki þegar
ferðast er með dýrin á milli staða en alls ekki til að
hafa hunda í allan sólarhringinn. í skýrslunni er ekki
lagt mat á andlegt né líkamlegt ástand dýranna en
athygli vekur að ekki sást tii neinna starfsmanna
annarra en eigandans, Ástu Sigurðardóttur, þrátt
fýrir að hún hafi jafnan fullyrt að á búinu vinni fleiri
en hún. Það starfsfólk hefur ekki verið á staðnum í
eftirlitsferðum Umhverfisstofnunar. í för með
starfsmönnum Umhverfisstofnunar nú var ekki
dýralæknir.
Gagnrýnir Umhverfisstofnun
Asta Sigurðardóttir, eigandi hundabúsins í Dals-
mynni, segist ekki hafa fengið bréf frá Umhverfis-
stofnun þar sem gefin er frestur til föstudags til að
skila athugasemdum við efúrlitsskýrslu Umhverfis-
stofnunar. Yfir þeim vofi að málið verði kært til lög-
reglu vegna brota á dýravemdunarlögum. „Mér
finnst það ótrúleg vinnubrögð að þetta bréf skuli
ekki hafa borist okkur," segir Ásta, en tekur fram að
hún sé að bíða efúr póstinum. Hún segist hafa lesið
um gagnrýni Umhverfisstofnunar á vefsíðu
stofnunarinnar um illan aðbúnað sem fram kom í
efúrliti þann 26 febrúar. „Við höfum verið að stækka
stíur eins og beðið var um.“ Ásta gagnrýnir Um-
hverfisstofhun harðlega: „Þeir á stofnuninni hafa
unnið á móti okkur," segir hún og vísar á lögfræðing
sinn, Guðfinnu Guðmundsdóttur, sem segist ekki
geta tjáð sig urn skýrsluna þar sem henni barst hún
ekki fyrr en um miðjan dag í gær.