Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Page 12
72 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Bæjarstjórn sögð ráðalaus Snjólaug Ásta Sigur- finnsdóttir og félagar henn- ar í minnihluta K-listans í bæjarstjórn Ólafsfjarðar segja sveitarfélagið ekki nógu fjárhagslega stöndugt til þess að standa undir kröfum og skyldum. K-listamenn segja veru- lega skuldasöfnun væri áhyggjuefni með tilliti til þess að framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins séu nánast engar. „Það verður að horfast í augu við það, að með óbreyttu gengur þetta ekki upp lengur. Hér verður að koma til stórlegrar upp- stokkunar og viðhorfs- breytinga," segir í bókun sjálfstæðismanna í K-list- anum sem vilja lækka skuldir með sölu á eignum sveitarfélagsins. Fulltrúar Ólafsfjarðar- listans, sem er ffamboð fé- lagshyggjufólks, segja á hinn bóginn að fjárfesting í grunngerð og þjónustu muni skila sterkari stöðu til framtíðar. „Við höfum trú á Ólafsfirði og framtíðinni,“ segja Jóna Vilhelmína Héð- insdóttir og aðrir í Ólafs- fjarðalistanum í bókun sinni. i Fara offari í sparnaði Starfsmönnum við sjúkrahús Suðurlands verð- ur gert að greiða sérstak- lega fyrir allt kaffi, mjólk og sykur ef sparnaðartillögur stjórnar stofnunarinnar ganga eftir. Tillögurnar em til athugunar í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ættu niðurstöðumar að liggja fyrir í lok vikunnar. Eru margir starfsmenn óánægðir og lýsti einn þeirra yfir við DV áhyggjum sínum af því að næst á dag- skránni væri líklega að láta greiða sérstaklega fyrir notkun á salernispappír. Viðkomandi taldi að með þessu væri farið offari í sparnaðaraðgerðum. Hættir ekki í pólitík Fyrmm forsætisráðherra Frakídands, Alain Juppé, neitar að hætta í pólitík en hann var í liðinni viku dæmdur í 18 mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Juppé var fundinn sekur um spill- ingu sem fólst í því að hann lét nokkra starfsmenn Gaullista- flokksins þiggja laun hjá Parísarborg í byrjun 10. áratugarins. Samkvæmt dómnum er Juppé meinað að gegna opinbemm störf- um næstu tíu árin. Juppé telur sig ekki eiga slíkt skil- ið og hefur forseti landsins, Jacques Chirac, tekið í sama streng. Dómnum hef- ur verið áfrýjað til Hæsta- réttar. Tveim starfsmönnum póstkröfudeildar Rúmfatalagersins grunaði að ekki væri allt með felldu þegar viðskiptavinur þeirra svaraði hvorki heimasíma né dyrabjöllu f Arvekni þeirra bjargaði mannslífi „Okkur fór strax að gruna að eitthvað gæti verið að konunni,“ segir Sæþór Steingrímsson, starfsmaður í póstkröfúdeild Rúmfatalagersins. Viðbrögð hans og Heimis Arnar Hannessonar urðu til þess að eldri kona sem hlotið hafði heilablóðfall í íbúð sinni fannst í tæka tíð og er á batavegi á sjúkrahúsi. „Hún hringdi hingað og pantaði svefnsófa og vildi fá hann sendan til sín sem fyrst. Skömmu síðar hringdi hún aftur og bað okkur um að koma síðar þar sem hún væri með mikinn haus- verk.“ Sæþór segir að sendibíll hafi þá þegar verið farinn af stað með sófann en enginn ansað dyrabjöllunni þegar til kom. „Ég fletti henni upp í þjóðskránni og sá að hún bjó ein svo við prófuðum að hringja aftur daginn eftir. Hún svaraði ekki heldur þá en við ákváðum að hringja í 112 og benda þeim á að mögulega gæti eitthvað hafa komið fyrir kon- una. Síðan hringdi lögreglumaður í okkur og sagði okkur að ekki hefði mátt tæpara standa. Þá hafði hún legið á gólfinu í heilan sólarhring án þess að geta nokkra björg sér veitt.“ Þakkaði lífgjöfina Einkasonur konunnar sem um ræðir hafði samband við þá félaga og þakkaði þeim lífgjöf- ina og viðurkennir Sæþór að þá hafi honum hlýnað um hjartaræturnar. „Það er í raun skrýt- ið hversu mikið við tókum þetta inn á okkur. Svona lagað kemur oft upp á í okkar starfi en við höfum hvorugir fengið slæma tilfinningu áður vegna þess að viðskiptavinur svarar ekki þegar von er á okkur.“ Konan sem um ræðir er á góðum batavegi og áttu læknar von á að hún yrði flutt á almenna deild síðar í dag. „Ég prísa mig sælan að þeir héldu vöku sinni í þetta skipti," segir Haraldur Gunnarsson, son- ur konunnar en hann hafði dvalið hjá henni og var nýfarinn þegar áfallið reið yfir. albert@dv.is Heimir Örn og Sæþór Þegar konan svaraði hvorki síma né dyrabjöllu fengu þeir á tilfinn- inguna að eitthvað væri að. Byggðastofnun úthlutaði nýlega Qölda ærgilda til hinna verst settu bænda í landinu. Þingeyingar mótmæla úthlutun „Það er augljóslega gert upp á milli bænda með óréttmætum hætti,“ segir Hermann Herberts- son, bóndi og stjómarmaður í stjórn sauðfjárbænda í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þeir gagnrýna hart út- hlutun Byggðastofnunnar á 7.500 ærgildum sem gengið var frá fyrir skemmstu. Em ærgildin hluti af uppkaupum ríkisins undanfarin ár en þeim átti að dreifa til hinna dreifðu byggða þar sem ekki er um önnur atvinnutækifæri að ræðafyr- ir bændur. Hermann segir að flestar aðrar sýslur í landinu en Suður-Þingeyj- arsýsla fái sinn skerf þrátt fyrir að margir bændur í sýslunni búi við bág kjör. „Þótt að ekki sé mikið til skiptanna þá telur þetta fyrir marga sem ekki hafa neina möguleika aðra en reka sitt bú. Okkur finnst að Byggðastofnun hefði getað tekið tillit til allra við úthlutunina." Ari Teitsson, formaður stjómar Bændasamtaka íslands, segist ekki vera hissa á ályktun sauðíjárbænda í Suður-Þingeyjasýslu. „Þeir em óá- nægðir með að fá ekki sinn skerf eins og aðrir," segir Ari Teitsson, formaður stjórnar Bændasamtaka íslands. „Hins vegar er staðreyndin sú að bændur þar geta flestir sótt annað ef í harðbakkann slær en sú staða er ekki uppi á mörgum þeim stöðum sem fá úthlutað þessum kvóta núna Úr Þingeyjasýslu Bændurþartelja ástandið þar síst betra en annars staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.