Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004
Fréttir OV
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 17
„Lifi forseti vor og
fósturjörð. ísland
lifi, húrra, húrra,
húrra, húrra!"
sterkara orð um þetta en móðgun
við forsetaembættið. Davíð sagði
hins vegar enga persónulega óvild af
sinni hálfu í garð Ólafs. Þetta væri
upphlaup út í himinnblámann; for-
setinn hefði sjálfur ákveðið að vera í
skíðafríi á þessum tíma.
Flokksbræður Davíðs segja nær
að forsetinn hefði verið heima yfir
afmælið, enda hefðu hátíðahöldin
verið fyrirséð í hundrað ár. Og mál-
inu er ekki lokið, enda segist Ólafur
ætla að ræða það við Davíð þegar
hann kemur heim. Aðrir stjórnmála-
menn hafa hins vegar beðið þá sem
hlut eiga að málinu að hlífa þjóðinni
við því að verða vitni að uppákom-
um sem þessum.
brynja@dv.is
Það olli
nokkrum úlfaþyt
þegar Ólafur
Ragnar lýsti efa-
semdumí ræðu
á Hólahátíð um
áform íslenskrar
erfðagreiningar
og stjórnvalda
undir forsæti
Davíðs Oddsson-
ar um miðlægan
gagnagrunn
á heilbrigð-
issviði.
Stirðleiki milli Ólafs Ragnars Grimsson-
ar og Davíðs Oddssonar hefur skotið
upp kollinum nokkuð oft á undanförn-
um árum. DV rekur hér ýmsar uppá-
komur í samskiptum þeirra og segir frá
erfiðum húrrahrópum, flutningi skrif-
stofu forsetans úr Stjórnarráðinu og þeg-
ar Ólafur og Davíð lokuðust saman inni
í lyftu.
Þeir eru á gjörsamlega önd-
verðum meiði í stjórnmálum, en
báðir lifandi og fasmiklir menn
með skap.
Saga samskipta þeirra Ólafs
Ragnars Grímssonar og Davíðs
Oddssonar nær langt aftur. Þeir
voru samtíða á þingi í nokkur ár,
eftir að Davíð var kjörinn formað-
ur Sjálfstæðisflokksins 1991 og
varð forsætisráðherra. Þá þegar
hafði Ólafur Ragnar staðið í eld-
línu stjómmálanna í hátt í aldar-
fjórðung, var formaður Alþýðu-
bandalagsins og hafði jafnan verið
umdeildur og litrfkur stjórnmála-
maður. Allt frá því að Ólafur sakaði
Davíð um að hafa skítlegt eðli, fyrir
tólf ámm, og fram til dagsins í dag,
hafa þeir sent hvor öðmm skeytin
við og við. Hefur almenningur oft-
ast getað skemmt sér við að fylgjast
með samskiptum þeirra og grín-
leikarar þjóðarinnar gert sér úr
þeim endalausan mat. Þótt sumum
hafi blöskrað nýjasta uppákoman
varðandi ríkisráðsfundinn virðist
sem óvildin á milli þeirra, ef óvild
skyldi kalla, risti ekki mjög djúpt.
Það hefur vissulega líka komið fyrir
að þeir tali fallega hvor til annars og
jafnvel hrósi. Þá er enn í minnum
höfð nærgætnisleg og falleg ræða
sem Davíð flutti þegar hann til-
kynnti þjóðinni andlát Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur forseta-
frúar, haustið 1998.
Skítlegt eðli
Upp úr sauð fyrst í sam-
skiptum þeirra Davíðs og
Ólafs með eftirminnilegum
hætti þegar verið var að
ræða auglýsingakostnað
fjármálaráðuneytisins, í tíð
ríkisstjórnar þegar
lafur Ragnar var fjármála-
ráðherra. Ólafur var sakaður
1992
segja eKKi - og vona
að mér fyrirgefist að
ég segiþað - að
svona skítlegt eðli
væri inni í hæstvirt-
um forsætisrað-
herra."
um að hafa
hyglað póli-
tískum sam-
herjum sínum
á auglýsinga-
stofunni
Hvíta húsinu
með samn-
ingum við
ráðuneytið og
var Davíð
meðal þeirra
sem héldu
því fram. Ólafur Ragnar brást hart
við og sagði orðrétt:
„Þetta leikrit Sjálfstæðisflokksins
hér í þingsalnum er satt að
segja orðið mjög ómerki-
legt. Og lengi skal mann-
inn reyna ... Að hæstvirtur
forsætisráðherra skuli
taka þátt í þessu leikriti
með svo ómerkilegum
hætti sem hann gerði hér.
Ég hélt satt að segja ekki -
og vona að mér fyrirgeflst
að ég segi það - að svona
skítlegt eðli væri inni í
hæstvirtum forsætisráð-
herra, en það kom greinilega fram
hér."
Þingmaður greip fram í og
spurði:
„Hvað sagði ræðumaður?"
„Ég sagði: Svona skítlegt eðli," ít-
rekaði Ólafur Ragnar. Forseti bað
hann að gæta orða sinna. Davíð
brást að vonum illa við orðum Ólafs
Ragnars, gekk í ræðustól og sagði
þungur á brún að hann myndi aldrei
sitja sem forsætisráðherra í skjóli
háttvirts þingmanns.
Aldrei! Þá voru orð hans
túlkuð þannig að Davíð
hefði í gremju sinni úti-
lokað í framtíðinni
stjórnarsamstarf við Ai-
þýðubandalagið meðan
Ólafur Ragnar væri þar
forystumaður. (ísland í
aldanna rás 1900-2000,
bls. 1129)
1996
irnir gátu stigið út og
andað léttar.
Erfið húrrahróp
Það þótti ljóst að það var Davíð
Oddssyni lítið gleðiefni að Ólafur
Ragnar skyldi vera kosinn forseti ís-
lands. Þegar leið að því að Ólafúr
ávarpaði Alþingi í fyrsta sinn veltu
menn nokkuð vöngum yflr því í
blöðum hvemig Davíð myndi leysa
það verkefni sem forsætisráðherra
að stýra ferföldu húrrahrópi fyrir
hinum nýja forseta. Davíð reyndi
raunar að létta sér tilhugsunina með
því að benda á að húrrahrópin gætu
mögulega átt við um ís-
land eitt en ekki
forsetann. Það
væri tómur mis-
skilningur að
forsætisráðherra
þyrfti endilega
að hrópa:
„Lifi forseti
vor og fósturjörð,
ísland lifi, húrra,
húrra, húrra,
húrra!"
í staðinn mætti
allt eins setja punkt fyrir aftan fóst-
urjörðina og hrópa svo húrra fyrir ís-
landi einu:
„Lifl forseti vor og fósturjörð. ís-
land lifi, húrra, húrra, húrra, húrra!"
Allt þetta þótti þjóðinni töluvert
fyndið. (ísland í aldanna rás
1900-2000, bls. 1129)
1996
Skrifstofa forsetans flutt úr
Stjórnarráðinu
Skömmu eftir að Ólafur tók við
embætti vom forsetaskrifstofurnar
fluttar úr Stjórnarráðinu, en þar
höfðu forseti og forsætisráðherra
skipt með sér neðri hæðinni.
Ákvörðunin um flutninginn var tek-
in í forsetatíð Vigdísar Finnboga-
1998
dóttur, en eigi að síður þótti aðskiln-
aðurinn táknrænn fyrir lida kærleika
milli þeirra Ólafs og Davíðs.
1997
Davíð og Ólafur lokast saman
inni í lyftu
Davíð og Ólafur Ragnar, ásamt
fleiri æðstu mönnum íslenska lýð-
veldisins, lokuðust saman inni í
lyftu og sátu þar fastir nokkra stund
sumarið 1997. Þetta gerðist í hús-
næði biskupsembættisins þegar þeir
voru að koma af fundi biskupsins.
Festist lyftan og varð fljótlega loft-
laust þegar svo margir önduðu þar í
einu. Ekki er vitað hvað þeim fór á
milli þennan tíma sem lyftan var
lokuð eða hvernig návígið fór í þá
Ólaf og Davíð, en slökkviliðinu var
fljóilega gert viövart og
Gagnrýndi gagna-
grunnínn
Það olli nokkmm
úlfaþyt þegar Ólafur
Ragnar lýsti efasemdum í
ræðu á Hólahátíð um
áform íslenskrar erfða-
greiningar og stjórnvalda
undir forsæti Davíðs Odd-
ssonar um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Sagði hann þar að íslendingar
mættu ekki láta þröngsýni eða
hagnaðarvon fjárfesta blinda sig svo
teknar væru ákvarðanir í skyndi.
Davíð var hins vegar viss í sinni sök,
þótt ekkert
bóli á gagna-
grunninum
enn þann dag
í dag.
2000
Þótti gera
lítið úr al-
þingis-
mönnum
Þegar Ólafur var settur inn í emb-
ætti öðru sinni haustið 2000 flutti
hann verulega umdeilda ræðu, þar
sem hann þótti lýsa vantrú á gildi Al-
þingis. Sagði hann meðal annars að
tæknin væri að breyta eðli lýðræðis-
ríkisins, og nú gæti hver einstakling-
ur látið í ljós álit sitt hvar sem væri
og hvenær sem væri. Nú væri mögu-
leiki á endurreisn hins raunvirka
lýðræðis þar sem fólkið sjálft færi
með valdið. Það væri nú aðeins
rammi frá liðinni tíð að veita al-
menningi aðgang að ákvörðunum
með kosningum á nokkurra ára
fresti. Þetta
vakti nokkra
gremju alþing-
ismanna sem
þótti forsetinn
gera lítið úr
hlutverki
þeirra.
2003
Davíð og Ólafur kallast á í
áramótaræðum
Ekki voru forsetinn og forsætis-
ráðherrann sammála um viðskipta-
frelsi í síðustu áramótaræðum sín-
um. Davíð vék að viðskiptafrelsi
bæði í áramótaávarpi sínu og í grein
í Morgunblaðinu, þar sem hann
sagði að nauðsynlegt virtist að setja
lög gegn vaxandi hringamyndun,
því ef frelsinu væri misbeitt þrengdi
að því. A nýárs-
dag varaði Ólafur
Ragnar hins veg-
ar við að ef tökin
yrðu hert um of
gagnvart at-
hafnamönnum
kynnu þeir að
flytja starfsemi
sína úr landi.
2004
Á skíðum meðan hinir fund-
uðu
Ræðurnar á undanförnum árum
eru þó ekkert miðað við nýjasta kafl-
ann í samskiptasögu forsetans og
forsætisráðherrans. Ólafur varð
íjúkandi reiður yfir því að hafa ekki
verið boðaður á hátíðafund í ríkis-
ráði um síðustu helgi, og
sagði að nota
mætti
Forseti segir að forsætisráðuneytið hafi ekki óskað eftir sér í heimastjórnarafmælið, og ekki gert ráð fyrir sér
sérstaklega í neinum atburði í dagskránni. Þess vegna hafi hann gert aðrar áætlanir og verið í útlöndum á
afmælinu. Atburðir síðustu daga eru ekki taldar hafa áhrif á komandi forsetakosningar.
Ekki óskað eftir forsetanum
„Forsætisráðuneytið ákvað að undir-
búa dagskrána án nokkurs samráðs við
forsetaembættið. Ég áiyktaði þá að forsæt-
isráðuneytið óskaði hvorki eftir beinni
framgöngu né sérstakri þátttöku forseta
íslands í atburðum sem tengdust þessum
tímamótum," segir Ólafur Ragnar Gríms-
son í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í
gær. Þess vegna hafl hann ákveðið að
skipuleggja tímaáætlun sfna í sam-
ræmi við það og ekki verið á land-
inu þegar afmælishátíð vegna
hundrað ára afmæli heimastjórn-
ar var haldinn í Þjóðmenningar-
húsinu.
„Það var greinilega afstaða
forsætisráðuneytisins að ekki
væri ástæða til að forseti ís-
lands kæmi sérstaklega að
neinum þeirra 20-30 at-
burða sem á dag-
skránni væru.“
Hann segir að
samráðsleysið
um dagskrána
séu önnur
vinnu-
brögð
en áður hafl verið viðhöfð varðandi merk-
isafmæli í sögu þjóðarinnar.
„Að halda ríkisráðsfund fól hins vegar í
sér beina þátttöku forsetans en áformum
um fyrirhugaðan fund í ríkisráði var hald-
ið leyndum fyrir forsetanum."
Ólafur segir að það hafi ekki verið ætl-
un sfn að tjá sig frekar opinberlega um
þessa atburði en hann telji óhjákvæmilegt
að þetta komi fram vegnaýmissa ummæla
undanfarna daga.
Ekki talið hafa áhrif á forsetakosn-
ingar
Menn velta því nú fyrir sér hvort þessir
atburðir muni hafa áhrif á komandi for-
setakosningar, og jafnvel leiða til þess að
sterkt mótframboð komi fram. Fæstir virð-
ast telja að svo fari.
„Það er erfitt að leggja mat á það
hvort þessi framkoma forsetans hafi
áhrif á forsetakosningarnar, en ég efast
um að þetta ráði úrslitum," segir Bjarni
Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
„Ég myndi ekki tala fyrir mótframboði
gegn Ólafi Ragnari," segir Drífa Hjartar-
dóttir, og telur að þetta atvik muni ekki
hafa áhrif þar á.
„Ég vil ekki dæma embættið í heild
sinni vegna þessa atviks," segir Einar K.
Guðflnnsson, þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins. Hann segist ekki hafa
velt því fyrir sér hvort skipta þurfl um
forseta. „Hefðin hefur verið sú að sitj-
andi forseti hefur ekki fengið mótfram-
boð.“
„Mér finnst ekkert í þessu máii vera af
þeirri stærðargráðu að það kalli á ýkt við-
brögð," segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Leggja ber niður forsetaembættið
Atburðirnir undanfarna daga hafa
hins vegar orðið til þess að á ný heyrast
raddir um að leggja beri forsetaembættið
niður.
„Það kom mér mjög á óvart hversu æst-
ur Ólafur Ragnar Grímsson var og orð-
hvatur. Hann talaði ekki eins og forseti ís-
lands, heldur eins og formaður Alþýðu-
bandalagsins," segir Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.
„Ég setti fram þá skoðun árið 1987,
löngu áður en Ólafur Ragnar Grímsson
varð forseti, að leggja ætti niður forseta-
embættið. Forseti Alþingis gæti sinnt þeim
„Það var greinilega afstaða
forsætisráðuneytisins að
ekki væri ástæða til að for-
seti íslands kæmi sérstak-
lega að neinum þeirra
20-30 atburða sem á dag-
skránni væru."
skyldum sem forseti hefur, en þær eru að-
allega að taka á móti tveimur eða þremur
þjóðhöfðingjum á sumrin og hengja fálka-
orðuna tvisvar á ári á fólk. Núverandi for-
seti er að vísu ekki oft á Bessastöðum, því
að fram hefur komið að hann var 101 dag
erlendis á síðasta ári."
„Ég er persónulega mjög tilbúinn að sjá
mannabreytingar á Bessastöðum, en þetta
upphlaup sem slíkt er ekki sjálfstæð
ástæða til að skipta um forseta. Ég hef
reyndar talað fyrir því lengi að embættið
verði lagt niður. Þessir atburðir síðustu
daga ýta vonandi undir umræðuna um
það hvort víð þurfum yfirleitt á þessu
embætti að halda," segir Sigurður Kári
Kristjánsson.