Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 21 Graham í bóli bjarnar George Graham, fyrrum knattspymustjóri Millwali, Arsenal, Tottenham og Leeds, var fundinn sekur um að hafa þegið mútur hjá norska umboðs- manninum Rune Hauge / kjölfar féiagsskipta þegar hann var knattspyrnustjóri hjá Arsenal. Reuters Leikmannamarkaðurinn á Englandi er í vandræðum þessa dagana enda ríða óheiðarlegir umboðsmenn og knattspyrnustjórar þar húsum. Spilltir stjórar maka krókinn Velþekktur umboðsmaöur í ensku knattspyrnunni segir að mikil spillingu sé í félagsskiptum leikmanna og að dheiðarlegir umboðsmenn og spilltir knatt- spyrnustjórar maki krókimi í kringum kauþ og sölu á leik- mönnum. Þessi umboðsmaður sagði félög, knattspymustjóra og umboðsmenn fara reglulega í kringum reglur Alþjóða knatt- spyrnusambandsins og enska knattspyrnusambandsins og komast nær undantekningariaust upp með það. Umboðsmaðurinn, sem vildi eðli málsins samkvæmt ékki láta nafns síns getið, sagði í samtali við vefsvæði BBC að félög og knattspyrnustjórar töluðu reglu- lega við leikmenn sem þeir hefðu ekki leyfr til að tala við; að umboðsmenn, sem hefðu ekki tilskilin réttindi, störfuðu við að semja fyrir leikmenn, og að ákveðnir umboðsmenn reyndu að stela leikmönnum frá öðrum umboðsmönnum. Þessi umboðsmaður fær stuðning frá Graham Bean, fyrrunt yfirmanni eftirlitsnefndar enska knattspyrnusambandsins, sem sagði að þaö va?ri nánast ómögulegt íyrir sambandið að fylgjast með þessurn málum. „í hvert skipti sem maður heldur að það hafi tekist að loka öllum leiðum kemur alltaf annað gat í ljós. Ef farið er að reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins má félag ekki hafa samband við leikmann fyrr en það hefur náð samkomulagi við félag leik- mannsins um kaupverð. Ég veit að þetta er oft brotið og það gerir málið erfitt fyrir þau lið sem vilja ekki selja sína leikmenn," sagði Bean. Það er ekki með öllu óþekkt að knattspyrnustjórar hagnist á félagsskiptum leikmanna. Fræg- asta dæmið er George Graham þegar hann var knattspyrnustjóri hjá Arsenal. Hann þáði mútur frá norska umboðsmanninum Rune Hauge fyrir að kaupa Norð- manninn Pál Lydersen árið Í995. Upp komst um kauða og var hann rekinn í kjölfarið frá Arsenal og dæmdur í árs bann. Nýverið hefur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, verið í sviðsljósinu vegna vafasamra kaupa félagsins á Kleberson, Tim Howard og David Bellion. Umboðsfyrirtæki sem sonur Fergusons, Jason að nafni, rekur hefur fengið vænan skerf fyrir að sjá um félagsskiptin og spurt hefur verið hvort Skotinn lífssigldi hafi jafnvel haft eitthvað sjálfur upp úr krafsinu. Margir umboðsmenn þéna ótrúlegar upphæðir á því að Ieikmenn á þeirra snærum éru seldir. Sem dæmi má nefna að ísraelinn Pinhas Zahavi, sem er umboðsmaður |Rios Ferdinand, hefur fengið þrjár milijónir punda í sinn hlut fyrír kaup Leeds og Manchester United á kappanum. í Argentínu er kominn fram enn einn „nýr Maradona“. Að þessu sinni gæti viðkomandi átt eftir að standa undir nafni. Carlos Tevez er Carlos Tevez heldur í dag upp á tvítugsafmælið sitt í Buenos Aires f Argentínu. Ef einhver skyldi nú ekki vita hver Carlos Tevez er - eða hvers vegna afmælis svo ungs manns er minnst í blaði á íslandi - þá ætti sá hinn sami að leggja nafnið á minn- ið; þeir eru nefnilega til sem halda því fram að Carlos þessi Tevez eigi ekki aðeins eftir að verða heims- frægur fótboltamaður, heldur gæti hann átt eftir að komast í hóp þeirra allra bestu og verða nefndur í sömu andránni og snillingurinn og landi Tevezar, Diego Maradona. Það er reyndar plagsiður í Argentínu að finna „hinn nýja Mara- dona“, rétt eins og Brasilíumenn ástunda að finna „nýjan Pelé“, Frakkar eru sífellt á höttunum eftir „nýjum Platini" og svo framvegis. Allt frá því að sól hins eina sanna Maradona tók að síga hafa fjölmarg- ir ungir piltar í Argentínu hlotið þetta viðurnefni en engum hefur tekist að standa undir nafni. Hver „Maradona" af öðrum... Miklar vonir voru til dæmis bundnar við Marcel Gallardo fyrir nokkrum árum, en hann veslaðist upp í Frakklandi og er nú snúinn aftur heim til Argentínu við lítinn orðstír. Næsti „Maradona" var Pablo Aimar, en þótt hann sé vissu- lega að gera það mjög gott með Val- encia er ekki lengur talað um hann í sömu andrá og hinn mikla Diego. Þá kom Riquelme og fór með mikl- um bravúr til Barcelona á Spáni, en stóð þar engan veginn undir vænt- ingum og er kominn til Villareal, þar sem hann stendur sig að vísu vel en þó ekki þannig að jörðin beinlínis skjálfi. Enn einn ungur ,,Maradona“ er svo Andres d’Alessandro, fæddur í apríl 1981. Hann á enn möguleika á að komast áleiðis að því að standa undir nafnbótinni. Hann stóð sig frábærlega með River Plate í heima- landi sínu og næstum öll stærstu fé- lög í Evrópu voru á höttunum eftir honum síðastliðið vor, en hann kom þá mjög á óvart með því að fara til Wolfsburg í Þýskalandi. Þar hefur hann slegið rækilega í gegn og sennilega var hárrétt hjá honum að fara frekar til „smáliðs" eins og Wolfsburg þar sem hann fær örugglega að spila, og reyndar er Wolfsburgar-liðið nú þegar farið að snúast fyrst og fremst um hann. Það er reyndar plag- siður í Argentínu að fínna„hinn nýja MaradonaAllt frá því að sól hins eina sanna Maradona tók að siga hafa fjölmarg- ir ungir piltar í Argentínu hlotið þetta viðurnefni en engum hefur tekist að standa undir nafni. Á slóðum Maradona Ungstirnið Carlos Tevez, sem er tvitugur Idag, þykir hafa alla burði til að feta í fótspor Diegos Maradona, besta knattspyrnumanns Argentinu fyrr og síða - meiri burði en flestir aðrir leikmenn sem hefur verið líkt við kappann á undanförnum árum. Reuters Hann fær því að blómstra og springa út í rólegheitum áður en hann fer til stórliðanna - sem áreiðanlega verð- ur niðurstaðan að fáum misserum liðnum. Riðvaxnar „tíur" D’Alessandro svipar allmjög til Maradona. Hann er fremur lágur í loftinu, riðvaxinn og allt að því djöf- ullega leikinn með knöttinn. Hann getur bæði spunnið sig fram hjá heil- um varnargarði jafnvel hinna traust- legustu þýsku liða, og svo sent og skotið af nákvæmni sem gera myndi David Beckham grænan af öfimd. Hann er þegar kominn í argentínska landsliðið þar sem þó hefur ekki ver- ið neinn skortur á snjöllum „tíum”. Carlosi Tevez svipar mest til d’Al- essandro af fyrmefndum ungstirnum þeirra Argentínumanna. Hann er lík- ur honum (og Maradona) í útliti, líka lágskreiður á vellinum, en jaihvel enn sókndjarfari og baráttu-glaðari en d’Alessandro. Hann er allt í öllu hjá Boca Juniors en það verður varla lengi. Bayem Múnchen hafði hug á að kaupa hann síðastliðið vor á 7,5 milljónir sterlingspunda en ekki varð af kaupunum þá. Hins vegar hefur orðstír Tevezar aukist enn nú í vetur og Bæjarar mega ugglaust prísa sig sæla næsta vor ef Tevez stendur enn til boða fyr- ir slíkan „spottprís”. Leggið alla vega nafnið vel á minnið og hlustið vel næst þegar það heyrist. illugí@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.