Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 25
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 25
ViO komuna til Bandarikjanna
Bítlarnir á fréttamannafundi á JFK
flugvelli 7. febrúar 1964.
mmi
Nú í febrúar eru 40 ár liðin frá fyrstu heimsókn Bítlanna til Banda
ríkjanna, en sá atburður breytti bandarísku tónlistarlífi og gerði
Með Sullivan Bitlarnir ásamt sjónvarpsmanninum
Ed Sullivan.
egar Bítlamir lentu á IFK-ílugvelli í New York 7. febrúar
1964, í sinni fyrstu heimsókn til Bandarfkjanna, biðu
þeirra þúsundir öskrandi unglingsstelpna. Fjölmiðla-
geggjunin og múgæsingin, sem fylgdi tveggja vikna dvöl
þeirra í landinu, var með ólíkindum og óhætt að segja að
hvorki Bandarfldn né Bídamir hafi orðið söm eftir.
Hélt að fólkið fagnaði drottningunni
Það lá alltaf fyrir að Bítlamir fæm vestur um haf, en
það var samt tilviljun að það gerðist nákvæmlega svona.
Vinsælasti skemmtiþáttastjómandi Bandaríkjanna á
þessum tíma var Ed Sullivan. Hann var fyrir tilviljun
staddur á Heathrow-flugvelli 31. október þegar Bítlarnir
vom að koma heim úr heimsókn til Svíþjóðar. Hann
þekkti þá ekki og hélt fyrst að allur þessi æsti mannskari
,sem beið á flugvellinum, væri að taka á móti drottning-
unni. Þegar hann komst að hinu sanna ákvað hann að
bjóða þeim umsvifalaust tO Bandaríkjanna tO þess að
spOa í Ed Sullivan Show.
Skiptiborðið hrundi vegna Bítlaaðdáenda
Fyrstu þrjár smáskífur Bítlanna (From Me To You, She
Loves You og Please Please Me) vökm litía athygli vestan-
hafs. Þegar sú fjórða - og sú fyrsta sem plöturisinn Capitol
gaf út -1 Want To Hold Your Hand, kom út varð hins veg-
ar allt vitíaust. Þegar lagið var spOað í fyrsta sinn á WWDC-
útvarpsstöðinni í Washington DC bað útvarpsmaðurinn
Carroll James hlustendur að hringja ekki heldur skrifa og
segja sér hvað þeim fyndist um lagið. Nokkrum mínúrnm
seinna hrundi sfmaskiptiborð stöðvarinnar vegna of mikOs
álags frá æstum unglingsstúlkum sem gátu ekki beðið með
að segja CarroU hvað þeim fyndist lagið æðislegt.
I Want To Hold Your Hand fór beint á topp bandaríska
smáskífulistans og sat þar þegar Bítíamir komu í fyrsta
sinn tO Bandaríkjanna. Þeir héldu fréttamannafundi,
komu þrisvar fram á Ed SuUivan Show í New York og
Miami og spOuðu tónleika í Washington DC.
í tOefni af 40 ára afmæUnu kemur myndin First US Visit,
sem Albert Maysles gerði um heimsóknina, út á DVD 9.
febrúar. Auk myndarinnar sjálfrar er aukamynd um gerð
hennar með nýjum viðtölum og áður óbirtum myndskeið-
um úr heimsókninni.