Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Síða 4
4 MÁNUDAQUR 23. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Bílstjórar
boðnir út
Undirskriftalistar hafa
verið lagðir fram frá íbúum
á Mýrum til bæjarstjórnar
Borgarbyggðar þar sem
skorað er á bæjarstjórn að
endurnýja samninga við
skólabflstjóra. Óskað er eft-
ir áliti bæjarlögmanns á því
hvort nauðsynlegt sé að
bjóða skólaaksturinn út
með tillití til stjórnsýslulaga
og laga um opinber inn-
kaup. Páll S. Brynjarsson,
bæjarstjóri í Borgarbyggð,
segir að verið sé að skoða
hvort bjóða eigi út starfið.
„Við erum að skoða hvað
lögin segja og ákvörðunin
liggur ekki ljós fyrir ennþá,"
segir Páll.
Lögregla
rannsakar
líkamsárás
Lögreglan á Selfossi
rannsakar tildrög þess að
hún fann á föstudagskvöld
liggjandi mann á götu í
bænum. „Hann hafði legið
þarna í einhvern tíma áður
en hann fannst því hann var
talsvert kaldur," segir Svan-
ur Kristinsson lögreglu-
maður. Kom í ljós að fjórir
ntenn höfðu ráðist á mann-
inn. Var maðurinn fluttur á
heilsugæsluna á Selfossi en
þaðan á Landspítalann til
frekari rannsókna. Lögregl-
an telur sig vita hverjir voru
þarna að verki og er málið í
rannsókn. Einnig var ein
kona færð í röntgenmynda-
töku vegna gruns um að
hún væri með ffkniefni á sér
sem hún væri að flytja á
Lida-LIraun og hún framvís-
aði því við handtöku en
efnið reyndist vera amfeta-
mín.
John Kerry
í rokkinu
John Kerry virðist vera
kominn í hóp manna sem
dreymdi um að verða rokk-
stjörnur en enduðu sem
stjórnmálamenn. Bill Clint-
on spilar á saxófón og Tony
Blair á gítar, en nú hefur
komið í ljós að Kerry spilaði
á bassa í Jfljómsveitinni
The Electras. Hljómsveitin
tók upp 13 laga plötu árið
1961 á eigin kostnað og gaf
hana út í 500 eintökum.
Hefur eintak nú selst á
60.000 krónur. Andrew
Gagarin, stofnandi hljóm-
sveitarinnar, sagði að hug-
niyndin væri að kynnast
fleiri stelpum. Kannski ættu
þeir Clinton, Blair og Kerry
að láta drauminn loksins
rætast og stofna saman
band?
Verslunarstjóri Essoskálans á Hornafirði taldi mennina sem nú sitja í gæsluvarðhaldi
vegna líkfundarins í Neskaupstað hafa verið í samfloti við tvo menn í öðrum jeppa. Menn
irnir voru veðurtepptir í tvo daga á Djúpavogi, þar sem þeir létu bera ísig vistir á hótel-
herbergi.
1. Jónas Ingi Ragnarsson
Tölvusnillingurinn hefur enn ekki
ákveðið hvort hann áfrýi
gæsluvarðhaldsúrskurði.
2. Grétar Sigurðarson
Þrautþjálfaður lifvörður sem unir
gæsluvarðahaldsúrskurðinum.
3. Hinn látni, Vaidas Jucevicius
Lést með innyflin full afamfetamini.
4. Litháinn Tomas Malakauskas
Hefur áfrýjað gæsluvarðhalds-
úrskurðinum.
5. Sveinn Andri Sveinsson
Jónas Ingi hefurráðið stjörnu-
lögfræðinginn 5vein Andra.
Grái Pajero-jeppinn í Neskaupstaðarmálin
var ekki einn á vegferð sinni austur á Neskaups-
stað föstudaginn fyrir rúmum tveimur vikum.
Lúðvík Gunnarsson, verslunarstjóri í sölu-
skála Essó á Höfn í Hornafirði, segir tvo menn á
dökkum jeppa hugsanlega hafa verið í samfloti
með tveimur mönnum sem voru í Pajero-jepp-
anum frá bflaleigunni Alp. Annar mannanna í
Pajero-jeppanum hafi verið útlendur. Hinir
mennirnir þrír hafi verið íslenskir. Klukkan var á
milli átta og nfu um kvöldið þegar jepparnir
renndu í hlað.
„Þeir fengu sér eldsneyti og nesti og fóru svo
bara. Veðrið var snarvitlaust og ég sagði þeim
þeim að það þýddi ekkert að halda áfrarn - að
þeir kæmust aldrei. En ef eitthvað er að marka
það sem maður heyrir komust þeir við illan leik
á Djúpavog," segir Lúðvík, sem telur öruggt að
Pajero-jeppinn sé sá sem lögreglan síðan lýsti
eftir. I honum munu hafa verið þeir Jónas Ingi
Ragnarsson og Litháinn Tomas Malakauskas,
sem nú sitja í gæsluvarðhaldi ásamt Grétari Sig-
urðarsyni, grunaðir um að hafa sökkt Litháanum
Vaidas Jucevicius í sjóinn við Netabryggjun í
Neskaupstað.
Grétar hafði flogið austur þennan föstudag.
Þegar mennirnir fjórir í jeppunum stöldruðu
við hjá Lúðvík taldi hann víst að þeir væru sam-
an á ferð. „Þeir komu og fóru báðir burt um leið
og töluðu saman hér inni. En eftir á að hyggja er
ég ekki alveg öruggur. Þeir gætu bara hafa þekkst
og verið á sömu leið," segir Lúðvík.
„Þeir fengu sér eldsneyti og
nesti og fóru svo bara. Véðrið
var snarvitlaust og ég sagði
þeim þeim að það þýddi ekk-
ert að halda áfram -að þeir
kæmust aldrei."
Lúðvík segist ekki viss um gerð dökka jeppans
en telur hann hafi verið Toyota Landcruiser. Þó
hann væri ekki auðkenndur ályktaði hann út frá
búnaði bflsins að hann væri af bflaleigu. „Ég ltef
ekkert heyrt ltvað varð um þann jeppa," segir
hann.
Talsverður asi var á fjórmenningunum. Þó að
veðrið hríðversnaði með hverri mínútunni og út-
litið ekki gott virtu þeir ráð Lúðvíks verslunar-
stjóra í Essoskálanum að vettugi og héldu í sam-
floti út í hríðina og óvissuna.
„Ég lét lögregluna vita af þessu ferðalagi ef
einhver skyldi fara að spyrjast fyrir urn bflana,"
segir Lúðvík. j
Samlcvæmt heimildum DV gistu að minnsta
kosti Tomas og Jónas á Hótel Framtíðinni á
Djúpavogi bæði aðfaranótt föstudags og aðfara-
nótt laugardags fyrir rúmum tveimur vikum.
Starfsfólk þar neitar að staðfesta að svo hafi ver-
ið. Heimamaður á Djúpavogi segist hins vegar
hafa heyrt að mennirnir hafi haldið sig meira og
minna allan tímann inni á herbergi og látið bera
í sig vistir þangað.
Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú meðal annars
lífsýni sem talið er. að feli í sér lykil að sönnun efnis-
legra tengsla milli Vaidas Jucevicius og mannanna
þriggja sem em í haldi. Sýni hafa verið tekin í Pajero-
jeppanum, heima ltjá mönnunum og á gististöðum.
Þar er einnig verið að kanna fingrafor og fleira.
Staðfest mun vera að einhverjir mannanna hafi
verið í símasambandi við Vaidas eftir að hann kom
til landsins. Þá liggur fyrir að Jónas breytti farmiða
Vaidas.
Jónas mun segjast hafa kannast við mann að
nafni Vaidas og verið í sambandi við hann út af inn-
flutningi á sumarhúsum.
Lögreglan telur sig vita að Tomas og Jónas Ingi
hafi verið í Leifsstöð mánudagskvöldið 2. febrúar
þegar Vaidas kom til landsins frá Kaupmannahöfn
en þeir hafa neitað að hafa hitt Vaidas. Grétar segist
ekki þekkja hinn látna Vaidas. Tomas hafi hann
þekkt skemur en Jónas hafi gert. Jónas á langa
skuldasögu að baki og hefur rekið mörg fyrirtæki í
gjaldþrot. Hann og Grétar em gamlir vinir sem tala
saman oft á dag.
Tomas hefur búið á íslandi á þriðja ár. Hann býr
í Kópavogi með öðmm Litháa og hefur verið at-
vinnulaus upp á síðkastið. Lögmaður hans, Björgvin
Jónsson, segir Tomas hafa kært gæsluvarðhaldið þar
sem rannsóknarhagsmunir krefjist þess ekki að
hann sé í haldi.
gar@dv.is
kgb@dv.is
Látið blómin í Bankastrætinu vera ...
í gær fór Svarthöfði, eins og flestir
karlmenn, í leiðangur að kaupa blóm
handa konu sinni í tilefni konudags.
Enda þótt Svarthöfði sé af prinsipp-
ástæðum á móti flestum af þeim „há-
tíðardögum" sem blómasalar eru sí-
fellt að reyna að demba yfir þjóðina
er konudagurinn svo gamall að
Svarthöfða þyldr sjálfsagt að fýlgja
þeim hefðurn sem honum fylgja. Þar
að auki er kona Svarthöfða, Svart-
höfða, afbragð annarra kvenna og
fullsæmd af blómum.
Þar sem Svarthöfði lagði Humm-
ernum sínum f Bankastrætinu til að
skjótast inn í blómabúðina sem þar
er veitti hann því athygli að á
nokkrum ljósastaurum neðst í göt-
unni hafði verið komið fyrir eins kon-
ar blómaskreytingu, svo toppurinn á
ljósastaurunum líktist helst túlípana.
Svarthöfða þótti að þessu ósvikinn
sómi og hjarta Svarthöfða sló óvænt
gleðislag af kæti yfir því að hafa kom-
ið auga á svo óvæntan og skemmti-
legan hlut. Imyndaði Svarthöfði sér
fyrst að það væri blómasölukonan í
Bankástræti sem hefði komið þessu
fyrir og hafði orð á því við hana
hversu vel heppnað þetta væri.
En nei, blómasölukonan sagði að
þetta væri ekki sitt verk. (Dæmalaust
skemmtilegt orð, reyndar, blóma-
sölukona. Svarthöfði hefur ákveðið
að nota þetta orð strax aftur: blóma-
sölukona.)
En blómasölukonan sagði sem
sagt að þessu hefði verið komið upp í
tilefni af vetrarhátíðinni í Reykjavík
eða hvað það nú heitir, og því miður
yrðu túlípanarnir teknir niður af
ljósastaurunum strax í fyrramálið -
það er að segja núna í morgun. Því
lengur en á þessari hátíð ættu þessu
stóm gerviblóm ekki að vera borgar-
búum til yndis.
Svarthöfði hvetur eindregið til
þess að ef ekld er enn búið að taka
niður blómin sleppi borgin því. Þessi
blóm em sjaldgæfur gleðigjafi og ekld
nógu oft sem borgarbúar fá eitthvað
óvænt og skemmtUegt fyrir augu sín
að dvelja við. Annað dæmi var þegar
mslatunnurnar voru málaðar í Kvos-
inni, sem var mikil bæjarprýði, en því
miður hefur því ekki verið fylgt eftir
með máluðum mslatunnum um alla
borg.
Reykjavík er að mati Svarthöfða
alls ekki nógu litrík borg til að hún
megi við því að vel heppnað skraut
eins og þessi blóm sé strax tekið nið-
ur í stað þess að brúka þau líka
hvunndags. Því lífið er líka hvunn-
dagurinn.
Svarthöfði