Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Kjarnorku- stríð eftir 20 ár? Leynileg skýrsla frá Pentagon, sem breska blað- ið Observer segist hafa komist yfir, varar við stór- felldum veðurfarsbreyting- um á næstu tuttugu árum. Spá þeir því að versnandi veðurfar muni leiða til þurrka, hungursneyðar og kjarnorkustríðs þar sem þjóðir muni takast á um þær auðlindir sem eftir eru. Er skýrslan talin einkar neyðarleg fyrir Bush sem hefur statt og stöðugt hald- ið því fram að engar verð- urfarsbreytingar eigi sér stað. Getur verið að skýrsl- an muni hafa áhrif á vænt- anlegar forsetakosningar, þar sem Kerry viðurkennir veðurfarsbreytingar sem vandamál. Skortir sjúk- linga kostn- aðarvitund? Atli Gíslason varaþingmaður VG. „Efþú færð krabbamein, áttu þá að hugsa um hvað það kostar að fá bata? Þetta mál á ekki að snúast um kostnað heldur sþurninguna um að fá bata. Annars tel ég þessa um- ræðu vera annað nafn á þess- um endalausa niðurskurði í heilbrigðiskerfinu sem átt hef- ur sér stað á undanförnum árum. Og ef til vill er þetta líka einkavæðing í felulitunum." Hann segir / Hún segir „Á Islandi greiða heimilin um 15% afútgjöldum heilbrigðis- kerfisins, en hitt er greitt með skattfé. Kostnaðarþátttaka sjúklinga hér er með því lægsta sem þekkist innan OECD og við þær kringum- stæður segja fræðin að sé til- hneiging í þá veru að fólk of- noti þjónustu. Því má auðvit- að skoða þessa kostnaðar- þátttöku almennings og einnig taka tillit til þess hvað einstaka sjúklinga- og tekju- hópar greiða - og hvort skipt- ingin þar sé sanngjörn." Ásta Möller varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það vakti athygli í vikunni að ungum drengjum frá Sri Lanka var synjað um að fá að dvelja hér á meðan mál þeirra yrði skoðað. Nokkur umræða hefur skapast um málefni útlendinga sem hingað leita og um síðustu helgi gáfu hjón á þrítugsaldri sig fram, ásamt 11 mánaða og tveggja ára gömlum börnum. DV tók Katrínu Theó- dórsdóttur lögmann tali en hún sá um mál fyrrnefndra drengja á meðan þeir dvöldu hér á landi. Utlendingar eru beittir full mikilli hörku hér Á dögunum fylgdist þjóðin með því er tveir ungir drengir frá SriLanka voru leiddir grátandi út úr húsi Rauða krossins af lögreglunni eftir að þeim hafði verið synjað um að fá að dvelja á landinu á meðan mál þeirra væri til meðferðar í stjórnkerf- inu. Þetta voru pólitískir flóttamenn sem sóttu um hæli hér á landi. Drengirnir, sem hafa verið hér frá því unt miðjan nóvember, fengu synjun með úrskurði Út- lendingastofnunar á mánudaginn var og voru handteknir í framhaldi af því og vistaðir af lögregl- unni. Katrínu Theódórsdóttir, lögmaður drengjanna, segir að þegar niðurstaða Utlendingastofnunar hafl legið fyrir hafl drengjunum boðist að kæra úr- skurðinn til dómsmálaráðuneytisins og þeim skipaður talsmaður í framhaldi af því. „Þar sem vafi lék á um aldur umsækjendanna var ákveð- ið að óska eftir frestun á réttaráhrifum úr- skurðar meðan málið væri í kærumeðferð. Ég lét Ríkislögreglustjóra vita um beiðnina því málið er komið í þeirra hendur eftir að Útlendingastofnun hefúr kveðið upp úr- skurð sinn. Það sem gerðist síðan var að áður en svar hafði borist við beiðninni var lögreglan búin að handtaka drengina." Andúð íslendinga á útlendingum Katrínu finnst yfirvöld hafa gengið full- harkalega fram í þessu máli. „Ég tel að nauðsynlegt hafl verið að gefa þeim kost á að sýna fram á að þeir segðu rétt til um ald- ur, því ef þeir eru undir lögaldri erum við ábyrg fyrir umsókn þeirra. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að það náist til þeirra ef niðurstaðan verður sú að það beri að fjalla um umsóknina hér, enda eru þeir ekki lengur á áhrifasvæði fslands,“ segir Katrín og.bætir við að það sé galli á málsmeðferð laganna hversu seint talsmaðurinn kemur að málum umsækj- enda. Einkum eigi það við í Schengen-málunum. „Útlendingurinn er yfirleitt farinn þegar tals- maður kemur að málinu,“ segir Katrín og bendir á að í máli drengjanna hafi aldrei verið haft samband við þá á meðan málið var á rann- sóknarstigi og þeim því ekki gefinn kostur á að sanna áldur sinn, til að mynda með því að kalla eftir gögnum frá þeirra heima- landi. Talað hefur verið um ákveðna Katrín Theódórsdöttir lögmaöur hef- ur reynslu af málefnum útlendlnga Hún segir enga tryggingu fyrir þvf aö hægt verOi aö ná f drengina í Þýska- landi þegar ioks verði kveöinn upp endanlegur úrskuröur í máli þelrra hér. útlendingaandúð á íslandi sem speglist í harka- legri meðferð yfirvalda á útlendingum sem eru í leit að betra lífi. Um það segir Katrín að stjórnvöld í Evrópu hafi á síðustu árum verið að takmarka inngöngu útlendinga til Sambandsins, meðal ann- ars með samræmdum reglum. „Með Schengen- og Dyflinar-samkomulaginu versla aðildarríkin með ábyrgðina á hælisumsókn- um enda þótt hvert þeirra sé ábyrgt á grundvelli Flóttamannasamningsins," segir Katrín en sam- kvæmt samkomulaginu er það svo að eftir að um- sækjandi hefur sótt um hæli í einu Evrópuland- anna geta öll hin synjað honum um landvist og vísað honum aftur til þess lands án þess að taka umsókn hans til efnislegrar meðferðar. Útlendingaandúð í Evrópu Til þess að tryggja framkvæmd sarhkomulags- ins hafa Schengen-löndin komið -sér upp sam- ræmdum gagnabanka með upplýsingum um alla hælisumsækjendur, svo sem ljósmyndir, fingraför og fleira. Katrín segir að þessi þróun í Evrópu hafi vakið ugg mannréttindasamtaka og orðið tilefni ályktana hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. „I þessu sambandi er vert að geta þess að af 23 milljónum flóttamanna í heiminum eru aðeins 5% í Evrópu. En maður getur líka séð fyrir sér stöðu ís- lands í þessu umhverfi. Það er nær útilokað að nokkur hælisleitandi komi til íslands án þess að hafa komið við í öðru Evrópuríki og því er langoft- ast unnt að bera fyrir sig regluna um fyrsta griðland. Margir tala um að það sé vaxandi útlend- ingaandúð í Evrópu," segir Katrín og bendir einnig á að löggjöfin hér á landi sé ung og að við séum enn að læra. Hinir erlendu samningar hafi auk þess gert málin flóknari.en ella. Lögin eigi að vera í stöðugri endurskoðun og það sé mikilvægt að ís- lensk stjórnvöld forðist þrönga óbilgjarna túlkun á reglum sem leiði til ábyrgðarleysis íslenska ríkisins og segir Katrín ekki sjálfgefið að það standist fyrir dómstólnum í Strassborg. berg!jot@dv.is Pálmi í Snævarsvídeó er ósáttur við nýjan leik Coca Cola Vill ekki beina viðskiptavinum til samkeppnisaðila Pálmi fvarsson, eigandi Snævarsvídeós Er mjög óánægður með það að þurfa að visa við- skiptavinum sinum til samkeppnisaðila. „Maður er frekar spældur yfir því að vera að dreifa auglýsingum fýrir samkeppnisaðila," segir Pálmi Ivarsson, eigandi Snævarsvídeós á Höfðabakka. Hann er óánægður með nýja kók-leikinn þar sem fólki er boðið að safna fimm gulum bros kóktöppum og skila þeim í Snæ- lands-vídeóleigurnar og Bónus- vídeóleigurnar ásamt bensínstöðv- unt vítt og breitt um landið. Skili fólk inn þessum tilteknu töppum fæst ein kókflaska gefins. „Ég er mjög fúll yfir því að maður sé að hvetja við- skiptavini sína til þess að fara eitt- hvað annað," segir Pálmi. „Við þessir smærri sem erum bara með eina sjoppu kaupum gosið inn á miklu hærra verði en stóru karlarnir sem eiga fullt af sjoppum. Þeir fá magntilboð og svo erum við að hvetja viðskiptavinina til þess að versla við þá,“ heldur Pálmi áfram. „Ósanngirnin er'sú að þegar farið er að velja eina svona smávöruversl- un út, þ.e. Snælands- og Bónus- vídeó, er það ósanngjarnt gagnvart hinum. Maður slæst ekki við Hag- kaup, Nóatún og Bónus og svoleiðis stórverslanir en þegar farið er að fara í verslanir sem eru í sama geira og ég, er ég ósáttur við að vísa við- skiptavinum mínurn í aðra sölu- turna til þess að fá ókeypis kók,“ segir Pálmi. DV náði tali af Þorsteini Jónssyni í Kók og segir hann að þar sé ekki verið að hygla einum umfram ann- an. „Það er mjög leitt ef fólki finnst þetta ósanngjarnt. Þetta er bara leik- ur sem við erum með í gangi og fólk á líka að skila töppunum á bensín- stöðvar en ekki bara á.vídeóleigurn- ar,“ segir Þorsteinn og bætir við að þetta sé bara einn af þeim leikjum sem Kók sé svo oft með. Skilafrestur á töppunum rennur út 1. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.