Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 14
14 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Edward Whittemore var bandarískur CIA-njósnari sem gerðist rithöfundur. Skáldsögum hans var líkt
við bækur Marquez, Fuentes, Pynchons, Nabokovs og Tolstojs en lesendur létu sér fátt um finnast og
bækurnar seldust ekki neitt. Höfundurinn lést öllum gleymdur. En núna eru skyndilega líkur á að hann
hljóti verðugan stall í bókmenntasögunni.
Sinai Tapestry ibókinni Sinai Tapestry segir um eina persónuna:„Stundum
sönglaði hann um mikil strið og þjóðflutninga og hver gat hvern og þótt hann
hafi iðulega sagt frá hinum alvarlegustu hliðum lífsins, þá tók hann lika með i
reikninginn jafnt tilfinningar sem fórnarlund og -------
alltaf lífði hann upp á sönglið með skemmtilegum
sögum og orðtökum og frásögnum og furðuleg-
um uppgötvunum og alls konar ævintýrum og
hvers konar uppátækjum sem honum flaug i
hug." Þessi kafli þykir prýðileg lýsing á bókum
Whittemores sjálfs.
Hann var njósnari fyrir banda-
rísku leyniþjónustuna CIA í rúman
áratug. Enginn veit almennilega
hvað hann fékkst við á þeim tíma
en sögur gengu um að hann lifði
„neðanjarðar" og tæki þátt í æsileg-
unt aðgerðum. Síðan sagði hann
skilið við leyniþjónustuna og fór að
skrifa skáldsögur. Þar á meðal var
mikill bálkur fjögurra bóka sem
fjölluðu á afar sérstæðan hátt um
mannlíf og stjórnmálaflækjur í
Miðausturlöndum. Sumir gagn-
rýnendur voru gapandi hrifnir en
lesendur leiddu bækurnar gersam-
lega hjá sér. Þær seldust nánast ekki
neitt. Þegar hann lést árið 1995 var
1 ) Jonathan Carroll gagn-
rýnandi segir um Whittemore:
„[Hann] var einn af mestu
meisturum töfraraunsæisins.
Að verk hans hafl ekki aflað
honum frægðar meðan hann
lifði var bæði sorglegt og fá-
ránlegt. Hann var einn af
fáum höfundum sem ég hef
lesið sem kenndu manni að
sjá heiminn með öðrum aug-
um, með öðru hjartalagi og
það sem mest er um vert,
græddu í manni sálina. Þó
hann sé farinn er löngu tíma-
bært að við lærum að meta
hann. Tom Robbins? John Irv-
ing? Meira að segja guðinn
Vonnegut? Gleymið þeim
bara. Lesið Whittemore!
Þegar Whittemore sá
mynd af þessu forna
mósaíkverki sagði hann við
vin sinn:
„Þetta væri
frábær kápa
á bók.“
Hann settist
sfðan niður
og skrifaði bókina sem varð
fjórða sagan í Jerúsalem-kvar-
tetti hans. En Whittemore
hafði ffá byrjun hriflst af
flókmmi vefnaði og mynd-
verkum sem gáfu til kynna
hversu margbreytilegt og snú-
ið iíflð er. Sögur hans draga
dámafþví.
Ávefsíðunni
http://www.relax.com.au/~am
f47/jerusalemdreaming/aut-
hor/about.htm geta áhuga-
samir lesendur fræðst meira
um Edward Whittemore, ævi
hans og verk.
hann flestum gleymdur og engar
horfur virtust á að orðstír hans yxi
nokkru sinni á ný. En nú, tæpum
áratug síðar, er hafin herferð beggja
vegna Atlantshafsins til að endur-
reisa þennan gleymda höfund. Og
allt í einu lítur út fyrir að fyrir ein-
hverja slysni örlaganna hafi bók-
menntaunnendum í Vesturheimi
sést yfir snilling sem sumir lfkja við
Gabriel Garcia Marquez, aðrir við
Thomas Pynchon og enn aðrir við
sjálfan Leo Tolstoj.
Segir skilið við CIA
Hann hét Edward Whittemore
og fæddist árið 1933 í Maine. Eftir
að hafa lokið prófi í sögu frá Yale-
háskóla 1955 bjuggust flestir félagar
hans við að hann færi beint út í
blaðamennsku enda hafði hann
verið viðloðandi blaðaútgáfu f skól-
anum. Hann gekk hins vegar í land-
gönguliðið og var þar í þrjú ár. Eftir
vistina þar var honum boðið að ger-
ast starfsmaður CIA og hafði til að
byrja með aðsetur í lapan. Síðar
vann hann leynistörf bæði í Evrópu
og Miðausturlöndum, sem hann
heillaðist gersamlega af. Jafnvel
nánustu vinir hans vissu lítið sem
ekkert um störf hans þessi árin. Á
tímabili hermdu sögur að hann
gæfi út blað í Grikklandi, síðan var
hann allt í einu sagður vera orðinn
skókaupmaður á Italíu. Hann gekk
tvisvar í hjónaband og eignaðist
tvær dætur með fyrri konu sinni.
Þegar þau skildu krafðist hún þess
að hafa fullt forræði yfir dætrunum
og hann fékk ekki einu sinni að
hitta þær. Sagt er að hann hafi und-
ir lokin verið býsna djúpt sokkinn í
drykkju og jafnvel eiturlyfjaneyslu.
Rétt fyrir 1970 sagði hann skilið
við CIA. Hann var þá líka skilinn við
seinni eiginkonu sína og settist að á
Krít, þar sem hann hóf að skrifa
skáldsögu, peningalaus og allslaus.
Nokkru seinna dúkkaði hann upp í
New York með handritið að sög-
unni og eftir að hafa hreinritað
hana nokkrum sinnum fékk hann
hana útgefna árið 1974 undir nafn-
inu Quin’s Shanghai Circus. Frá-
sögnin er fjörleg, óútreiknanleg og
að mörgu leyti fáránleg. Sagan
snýst um trúðslegan risa að nafni
Gerarty sem fær ungan Bandaríkja-
mann að nafni Quin til að hjálpa sér
að leita að foreldrum sínum sem
hurfu í Kína undir lok seinni heims-
styrjaldar. Litríkum persónum og
stórkarlalegum söguþræðinum
verður ekki lýst í stuttu máli en
þéma sögunnar mun vera mann-
kynssagan sjálf - og Whittemore
tætir í sig með háði og spotti allar
kenningar um að hún lúti einhverj-
um „skynsamlegum” lögmálum.
Þvert á móti virðist hún í verkum
Wliittemores andlitslaus og alger-
lega ókerftsbundin óreiða og allt að
því tómt rugl.
Meðal Gyðinga frá Eþíópíu
Bókin fékk góða dóma gagn-
rýnenda en lesendur kveiktu ekki á
henni. Whittemore var hins vegar
búinn að ftnna fjölina sína og lét lé-
lega sölu ekki á sig fá. Upp frá því
vann hann að skriftum af kappi og
flutti nú til Jerúsalem, þar sem
hann bjó í nokkuð á annan áratug.
Hann lifði spart í íbúð í miðju hverfi
hinna dularfullu eþíópísku Gyðinga
og hóf að skrifa kvartett skáldsagna
sem í sameiningu voru nefndar eft-
ir Jerúsalem.
Sú fyrsta kom út árið 1977 og
nefndist Sinai Tapestry. Hún hefst á
því að albanskur bókstafstrúar-
munkur fínnur snemma á 20. öld
elsta handritið að Bibh'unni sem til
er en kemst fljótlega að því að
handritið gengur þvert á alla við-
tekna trú kirkjunnar. Höfundurinn
reynist hafa verið blindur betli-
munkur en skrásetjarinn fábjáni.
Albanski munkurinn grípur þá til
þess ráðs að grafa handritið og
semur annað í staðinn sem fellur
betur að trúarkreddum kirkjunnar.
Koma þá til skjalanna menn sem
hefja leit að handritinu og er helst-
ur meðal þeirra rúmlega 2,20 metra
hár enskur aðalsmaður sem snúist
hefur til íslam og skrifað 33 binda
verk um kynlífshegðun í Miðaust-
urlöndum. Hann ber hið ólíklega
nafn Plantagenet Strongbow. Sonur
hans tekur þátt í leitinni að handrit-
inu en hann er hugsjónamaður sem
vonast til að geta gert Miðaustur-
lönd að griðastað fyrir jafnt kristna
menn sem Gyðinga sem múslima.
írskur byssusmyglari kemur við
sögu, 3000 ára gamall forngripasali
og margir íleiri.
Klukkur sem ganga vitlaust
Rétt eins og í fyrstu skáldsög-
unni er sagan grunntónn skáldsög-
unnar en Whittemore mótar hana
að eigin vild, sveigir tíma og rúm að
hentugleikum og úr verður sá
furðulegi vefnaður sem sagan dreg-.
ur nafn sitt af. Og þótt allt sé rifið
niður og rakið upp og borgir hrynji
eins og ekkert sé heldur vefnaður-
inn alltaf áfram og ný borg er reist á
rústum þeirrar gömlu.
Örlög þessarar skáldsögu urðu
hin sömu og fyrstu bókar höfundar-
ins, hún hlaut góða dóma og nöfn
heimsfrægra voru gjarnan nefnd í
sömu andrá og Whittemore. En það
dugði ekki og bókin seldist sáralítið.
Hann var þó ekki á því að snúa við
blaðinu og hélt jafnvel enn lengra á
sömu braut í næstu bók, sem kom
út 1978. Hún hét Jerusalem Poker
og ef eitthvað var þá var hún enn
margbreytilegri, litríkari og
gróteskari en fyrri bækurnar. Bókin
segir frá pókerspili sem þrír ókunn-
ugir hefja og stunda síðan sleitu-
laust í tólf ár. Þeir eru Gyðingur,
kristinn maður og múslimi.
Músliminn er Núbíumaður sem
heitir Cairo Martyr og fæst við sölu
á ástarlyfi sem unnið er úr múmíu-
mylsnu, milli þess sem hann leitar
að dularfullum svörtum loftsteini.
Gyðingurinn heitir Munk Szondi og
er gallharður síónisti sem er á
snærum bankaveldis sem rekið er
að konum er kallast Sörurnar. Enn
ein persóna er Nubar Wallenstein,
fáránlegt illmenni sem svipar mest
til einræðisherrans í samnefndri
kvikmynd Chaplins og heldur úti
miklu njósnaneti sem reynist vera
eintóm blekking.
Sögur þessara manna vefast
sundur og saman á margs konar
hátt svo höfundur virðist á stund-
um löngu búinn að tapa þræðinum
en reynist svo þegar upp er staðið
hafa allt í höndum sér. Hvaðeina
verður honum að notum, kjaftasög-
ur, ættartölur, klukkur sem ýmist
ganga of hratt eða of hægt eða
ganga alls ekki.
Pynchon, Nabokov, Fuentes
og Whittemore
Þriðja bókin í flokknum kom út
árið 1983 og hét Nile Shadows.
Ýmsar persónur úr fyrri bókunum
skjóta þar aftur upp kollinum. Sag-
an hefst árið 1942 þegar skriðdrekar
Rommels nálgast Kaíró og er á yfir-
borðinu hefðbundnari í formi en
fyrri bækurnar. Hún læst vera
njósnasaga en þegar að er gáð er
Whittemore á sömu slóðum og fyrr.
Stanley Trachtenberg, sem skrifaði
um bókina í enska tímaritið TLS og
hér hefur að nokkru verið byggt á,
segir um söguþráðinn: „Njósnarar
koma frá löglausum svæðum og
leggja upp í sen'diferðir sem þeir
kunna engin skil til ósýnilegra
staða, hittast á ómerktum vegamót-
um og reynast að lokum ekki vera á
vegum neins samsæris eða
meistaraglæpamanns, heldur þess
sem enn hræðilegra er: einskis.”
Um þessa bók og hinar fyrri sagði
gagnrýnandi The Nation í Banda-
ríkjunum: „Whittemore skrifar eig-
inlega of tæran texta. Ef stíll hans
væri eins margbrotinn og stíll
Thomasar Pynchon eða jafn til-
komumikill og stíll þeirra Vladimirs
Nabokov eða Carlosar Fuentes, þá
rnyndu menn kannski veita þessum
lítt kunnu sögum þá athygli sem
þær eiga skilið.”
En þá athygli fengu þær ekki.
Fjórða bókin í flokknum breytti þar
engu. Hún kom út 1987 og hét Jer-
icho Mosaic. Bókin er að hluta til
byggð á ævi sýrlensks Gyðings sem
njósnaði fyrir ísrael fyrir sex daga
stríð 1967 en Whittemore þótti fara
um efnið sínum einstöku höndum.
Bókin er í aðra röndina einhver
frumlegasta njósnasaga sem um
getur en að hinu leyti er hún líka
sama furðuverkið og fyrri bækurnar
þar sem hvaðeina getur gerst og
hugmyndir og draumar eru jafn
gild og mannvirki og „raunveruleg-
ir“ atburðir.
Eftir að hafa lokið þessari fjórðu
skáldsögu í kvartetti si'num fluttist
Whittemore aftur til Bandaríkj-
anna. Hann hélt áfram að skrifa og
vann árum saman að bók sem hlot-
ið hafði nafnið Sister Sally and Billy
the Kid. Hún átti að vera fyrsta bók
hans sem gerðist fyrst og fremst í
Ameríku. Hann komst nokkuð
áleiðis með bókina en 1994 greind-
ist Whittemore með krabbamein í
blöðruhálskirtli og andaðist eftir
erfiða legu ári seinna.
Nýtur sannmælis eftir að
hann er allur
Örlög hans virtust ætla að verða
þau að verða framtíðinni með öllu
gleymdur. En það er nú að breytast.
Forlagið Old Earth Books í Banda-
ríkjunum hefur nú gefið út að nýju
allar skáldsögurnar fimm og af ein-
hverjum ástæðum vekja þær nú
mun meiri athygli en þegar þær
komu fyrst út. Um þær er ítarlega
fjallað í helstu bókmenntatímarit-
um heims og menn virðast ráðnir í
að þótt Edward Whittemore hafi
ekki notið verðugrar athygli meðan
hann var sjálfur lífs skuli hann þó
að minnsta kosti njóta sannmælis
eftir að hann er allur.