Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 26
n 26 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fókus DV t Oi d mountaTn aH Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law SÝNDkl. 6og9 B.i. 16 SÝND kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30 HOUSE OF SAND - kl. B Og 10.30 B.i. 14[ THE HUMAN STAIN kl. 5.50 B.L 12 ára| KALPflUÓS kl. 6 og¥1 MYSTIC RIVER kl. 10 B.L 16 ár.l M. ISL. TEXTA TILNEFNINCAR TIL ÓSKARSVFRÐLAUNA SÝND kl. 8 og 10.40 jLÖRD ÖFTHE RjNCS kl. 4 & 8 Lúxus kl. 5 & 9 smnnnVj ma HIJGSAOU STÓHT SlMl 564 oooo - www.smarabio.is SAMBÍÚm AIFABAKKI f rtlNffNlNG.VR T11ÖSKAR.SVIRÐiAUNA 1 ^TUNEJNINGA 1 «»»ew wai Ben SÖIer JenmfcrÁniston Along Came Polly SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND I LÚXUS VIP kl. 6, 8 og 10 ISOMETHING COTTfl GIVE kl. 5.40, 8, Og lÖTÖ] jBJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI Sigur Rós vinsæl EP-platan Ba ba ti ki di do, sem inniheldur tón- list Sigur Rósar við dans- verk Merce Cunning- ham, er rní fáanleg til niðurhals á i-tunes, vin- sælasta lög- lega niður- halsvefnum. Platan kem- ur svo út með hefð- bundnum hætti 23. mars. Þess má geta að hún er fjórða mest niðurhlaðna plat- an hjá i-tunes. Kristinn í Salnum Annað kvöldið af fjórum á námskeiði Jónasar Ingimundarsonar í Saln- um er í kvöld. Nám- skeiðið ber heitið Hvað ertu tónlist? og er hægt að kaupa sig inn á hvert kvöld fyrir 2.500 krónur. Vetrarferð Schuberts við ljóð MúUers er verkefni kvöldsins og sérstakur gestur Jónasar er söngv- arinn Krist- inn Sig- mundsson. Flugvélará Tónlist.is Það er greinilega eitt- hvert lff eftir Idol þótt maður vinni ekki. Jón Sigurðsson, sem hafnaði í öðru sæti, ætlar alla vega að láta reyna á það og hefur nú tekið upp sitt fyrsta lag. Þaðer lagið Flugvélar með Nýdönsk sem hann söng svo eftirminnilega í keppninni. Hægt er að nálgast lagið á vefsíð- unni Tónlist.is. Jæja Lágmenningarkvöld er á Jóni forseta í Aðalstræti í kvöld. Stefnt er að því að vera með fastar kvikmyndasýningar á staðnum á mánudagskvöldum og verða þær með sérstöku þema hverju sinni. ■ ■ ■■ ■ ■ sta frá Hollvwood Wm Kristlrrn Palsson Stendur fyrír lógmenningarkvötd- inu á Jóni forseta i kvöld þar sem sýndar verðo afar sérs takar myndir. „Þetta er góður vitnisburður um hvernig tíminn getur búið til góðar grínmyndir úr slæmum kvikmyndum," seg- ir Kristinn Pálsson sem stendur á bak við lágmenningar- kvöld á menningarbarnum Jóni forseta í kvöld. „Hug- myndin er sú að vera með fastar þematískar kvikmynda- sýningar einu sinni í viku, en efni kvöldsins verður kynnt í byrjun með stuttum fyrirlestri um tengingu myndanna," segir Kristinn. Eftir fyrirlesturinn í kvöld mun gamansama heimildar- myndin It Came From Hollywood ríða á vaðið með þeim Dan Aykroyd, John Candy og Cheech og Chong fremsta í fararbroddi. í myndinni fá gestir að kynnast því skrýtnasta sem Hollywood hefur gefið af sér. „Þessi mynd er oíboðs- lega sjaldgæf og því er þetta einstakt tækifæri til að berja hana augurn," segir Kristinn. Einnig verða sýndar ófreskjumyndirnar It Came From Beneath The Sea og King Kong Vs. Godzilla. „Sú fyrri er dæmigerð „monstermovie" frá sjötta áratugnum. Þetta var áratugur taugatitrings vegna kalda stríðsins og margir hafa viljað meina að ófreskjurnar hafi í raun átt að þjóna hlutverki kommúnista. Skrímslamyndahefðin í Japan hefur verið mjög sterk og er það jafnvel enn í dag. Þessi gamla tækni, sem notuð var tÓ að sýna skrímslin, virkar í dag eins og senur úr Prúðuleikurunum og mér finnst það allavega al- veg ofboðslega fyndið," segir Kristinn. „Hugsunin er sú að koma saman tveimur til þremur myndum sem eru svolítið skyldar. Til dæmis verður eitt kvöldið helgað ákveðinni tegund glæpamynda, annað um geiminn en næst á dagskrá eru asnalegar lillabláar klám- myndir. Þetta eru þó ekki klámmyndir eins og við þekkj- um í dag heldur eru þær mjög léttar. Svona nokkurs kon- ar rasskinnamyndir." Lágmenningarkvöldið hefst kl. 20.30 og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Vill verða forseti Leikarinn Ben Affleck vill nú komast í almennileg hlutverk eftir misjafnt gengi nýjustu myndar hans, Pay Check. Leikarinn vill ólm- ur fá að leika forseta Bandaríkjanna til að sanna getu sína. „Fyrir tveimur árum hefði mér ekki dottið í hug að taka slíkt hlutverk að mér en nú er rétti tíminn," sagði Ben. Aðspurður hvort Jennifer Lopes fengi hlutverk forsetafrúarinnar sagði Ben: „Minn forseti verður ekkjumaður." Geri Fær hlutverk iWill og Grace. Geriverður lessa Draumur gamla kryddsins Geri Halliwell virðist vera að rætast. Geri hefur landað hlutverki í vinsælu grínþáttunum Will og Grace. Þar mun hún leika gamla lesbíska vin- konu Grace sem valda mun brestum í vinahópnum. Geri er í skýjunum með tækifærið enda hélt hún að stóra „breakið" hefði farið fram hjá henni þegar hún missti af hlutverki í Friends á sínum tíma. Framleiðend- ur þáttanna ætla að sjá til með hversu vinsæl persóna Geri verður meðal áhorfenda og ákveða síðan hversu lengi hennar verður óskað. Þýzkur húmor og rússneskir tónar voru í aðalhlutverki í Salnum á miðvikudagskvöld Einmana hné sem gengur um Tónlist Það er ekki oft sem píanó, söngur og klarinett hljóma saman á tónleik- um. Ákveðin eftirvænting ríkti því í Salnum á miðviku- dagskvöld þegar Ingibjörg Guðjóns- dóttir sópransöngkona, Einar Jó- hannesson klarínettuleikari og Val- gerður Andrésdóttir píanóleikari leiddu saman hesta sína. Það er heldur ekki oft sem verk ungverska tónskáldsins Matyas Seibers heyrast hér á landi. Meira að segja er fullyrt í efnisskrá tónleik- anna að verk hans fyrir sópran og klarínettu við húmorísk ljóð Morg- ensterns hafi aidrei áður heyrst á Fróni. Þessi þrjú smáljóð eftir Morg- enstern eru snilld út af fyrií sig. Húmorinn er absúrd þar sem venju- legir hlutir eru settir í annarlegt sam- hengi. Til dæmis fjallar fyrsta ljóðið um „Tvær trektir sem reika um að næt- urþeli". Annað er um einhvers konar „Neffætling sem stikar um á nefjum sínum". Fyndnasta ljóðið er þó um einmana hné sem gengur uni heim- inn, lendir í stríði en sleppur óskadd- að. Svo gengur hnéð um heiminn og minnir sig á að það sé ekki tré, ekki tjald - það sé hné og ekkert annað. Seiber sér greinilega húmorinn í ljóðunum og útsetur lögin á kostu- legan hátt. Þá kemur að þætti flytj- andans. Það er oft kostulegt að sjá ís- lenska óperusöngvara syngja þýsk gamanljóð. Einhvern veginn kemst húmorinn aldrei almennilega til skila og oftast skilja áhorfendur minnst í því sem sungið er um. Söngvarar bregða því á það ráð að skella sér í hlutverk gamanleikara; fetta sig og bretta til að húmorinn komist örugglega til skila. Áhorfend- ur flissa því kurteislega í lok laganna en oftast nær er það yfir söngvaran- um sjálfum en ekki ljóðinu. heiminn Ekki svo að skilja að þáð hafi ver- ið reyndin á þessum tónleikum en þótt svo hefði verið, voru lög Matyas Seibers upplifun út af fyrir sig. Allt annað féll í skugga hins leiftrandi húmors smálaganna þótt sönglag Rachmaninoffs op. 4 no. 4 hafi hitt mann beint í hjartastað. Rachman- inoff er þekktastur sem píanótón- skáld en fuil ástæða er til að taka eft- ir sönglögum hans. Verkið var gull- fallega flutt af Valgerði og Ingibjörgu - hápunktur tónleika þar sem hné, neffætlingar og reikandi trektir stálu þó senunni. Símon Birgisson Valgerður, Einar og Ingibjörg ■ Salnum Ákveðin eftirvænting rikti i Salnum á miðviku- dagskvöld þegar Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran- söngkona, Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Valgerður Andrésdóttir pianóleikari leiddu saman hesta sina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.