Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR I9. MARS 2004 3 Variö land - há og nú Um miðjan janúar árið 1974 hófst undirskriftasöfnun hér á landi sem kölluð var Varið land. Fjórtán menn stóðu að henni og vildu með henni „skora á rfldsstjóm og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðar- innar með því að treysta samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn vamarsamningsins og brottvísun vamarliðsins." Einn Qórtánmenninganna var Jónatans Þórmundsson lagaprófessor „Iraksstríðið var auðvitað brot á alþjóðalögum... Brottför bandaraísks herliðs er mér að meinalausu." Jónatan Þórmundsson Flökkusagan „Þetta var heilmikið starf þó það legðist ekki þungt á mig,“ segir Jónatan Þórmundsson, „en ég var í þessu af fullri sannfæringu. Við höfðum einn starfsmann og fjölda sjálfboða- liða til að safna undirskriftum, en mesta fjaðrafokið var út af þeirri söfnum. Þá var enginn að velta fyrir sér persónuvernd eins og nú, fólk vildi bókstaf- lega skrifa sig á listann og lýsa opinberlega stuðningi sínum við veru hersins hér á landi.“ Jónatan segir tölvufræðinga hafa verið með í Vörðu landi „og þess vegna gátum við not- að nútímatækni til að vinna úr listunum. Ýmsir reyndu að klekkja á okkur þess vegna, við vorum sakaðir um að á listanum væru nöfn of ungs fólks og að sumir væru þar tvískráðir. Þó man ég ekki betur en það hafi ekki verið nema nokkrir tugir manna sem strika þurfti út og það verður að teljast gott á lista með rúmlega 55.700 nöfnum. I þá daga var mikil harka í allri pólitískri bar- áttu, miðað við miðjumoðið nú á dögum, og aðeins tvisvar á ævinni hef ég haft veruleg óþægindi símhringingar og annan hama- gang, vegna skoðana minna eða starfa. Á dögum Varins lands og þegar ég var skipaður saksóknari í Hafsskips- og Út- vegsbankamálinu.1' Jónatan hafði verið meðal róttækra ungra manna í Fram- sóknarflokknum, en þegar myndir af honum fóru að birt- ast vegna Varins lands „var mér sagt að Ólafur Jóhannes- son hefði séð mynd og sagt: „Er þetta hann Jónatan okkar? Ég hélt að hann væri kommún- isti!“ þannig að ég var svo sem ekki með einn ákveðinn stimp- il á mér, frekar alls konar stimpla." „Íraksstríðið var auðvitað brot á alþjóðalögum," heldur Jónatan áfram, „og ég er eng- inn stuðnings- maður þeirra sem nú ráða í Washington. Ekki bara út af írak, líka Kyoto-bókuninni, alþjóðlega sakamáladóms- stólnum og ýmsu fleiru. Brottför bandarísks herliðs frá íslandi er mér að meinalausu," segir Jónatan Þórmunds- son lagaprófessor að lokum. Hver er uppáhaldsvefurinn þinn finna.is „bbc.co.uk/sport hlýtur að vera of- arlega á blaði, vefur sem ég nota hann heilmikið I tengslum við þátt minn og Valtýs Björns„Mln skoð- urí' sem er sex daga vikunnar á Skonrokk 909. Þetta er vefur breska ríkisútvarpsins og alveg magnaður. Þarna er bókstaflega alltsem nöfnum tjáirað nefna um íþróttir. Og marktækasti vefur I þeim efnum sem ég hefskoðað." Hans Stcinar Bjarnason útvarpsmaöur. Komið hefur fram að rúmlega 80 prósent landsmanna nota Netið dag- lega. Þeirsem sitja fyrirsvörum I Spurrímgu dagsins tilheyra öllþeim hópi. Flökkusögur eru sögur sem ganga víða, sagt er að séu sannar og virðast á yfirborðinu sennilegar. Venjulega eru þær hafðar eftir „frænku vinar móðursystur-minnar“ eða „vinnufélaga bróður æskufélaga svilkonu minnar“. Strákur í þriðja bekk í Mennta- skólanum í Reykjavík var að Iesa und- ir íslenskupróf þegar hann vandi sig af einhverjum ástæðum á að japla á pappírsmiðum meðan hann lá yfir bókunum. Þessi vani varð fýrr en varði að kæk og hann var brátt farinn að spæna í sig heilar blaðsíður og síð- an heilar bækur. Hann hafði aldrei þótt mjög bókmenntahneigður en furðu lostnir foreldrarnir tóku nú eftir því að hann virtist gera upp á milli bóka. Þegar hann var farinn að leggja á Laxness-safn heimilisins bauð mamma hans honum gömul eintök af ísfólki sem hún átti inni í geymslu en hann leit ekki við því. Mesta nautn virtist hann hafa af Heimsljósi Hall- dórs Laxness og keypti sér nýtt eintak af því þegar hann var búinn með ein- taldð sem til var. Dag nokkum var drengurinn handtekinn hjá Braga Kristjónssyni í Bókavörðunni þegar hann var að háma í sig fmmútgáfur af Laxness. Hann dvelst nú á Geð- deild Landspítalans þar sem reynt er '-//jriríje/fA e/n/i/eya óoi/a//uf (j/í/iar. óZÁezVs/er/ueira i tamjarnar d/e/’/u. að venja hann af þessari þráhyggju smátt og smátt með því að gefa hon- um smáskammta af íslenskum nú- tímaljóðum. Minnisvarði um mennina sem drukknuðu í Dýrafirði Afkomendur Jóhannesar Guðmunds- sonar sem drukknaði í Dýrafirði þann 10. október 1899 við til- raunir Hannes- ar Hafstein sýslumanns til að taka breskan togara gengust fýrir því að minnisvarði um atburð- inn var vígður þegar 100 ár voru liðin frá atburðinum, 10. október 1999. Það voru raunar þrír menn sem drulcknuðu en ekki Jóhann- es einn eins og lesa mátti í DV í gær. Hinir hétu Jón Þórðarson og Guðmundur Jónsson. Hann- es varð hetja eftir atburðinn en fram kom í DV að til séu þeir sem telja að framganga hans hafi ráðist af drykkjuskap og fífldirfsku. Fæddir sama dag Utanríkis- stefna George W. Bush þykir sumum heldur glannaleg og helst minna á aðferðir Rambos við að leysa alþjóðleg vandamál. Það er kannski ekki skrýtið þótt þeim svipi saman því Bush og Syivester Stallone, sem lék og skapaði Rambo, eru fæddir sama dag, þann 6. júlí árið 1946. „ruv.is hefur tek- ið miklum stakkaskiptum og er að verða sá vefursem ég nota einna mest núna. Líklega besti vefur landsins. Svo fer ég oft inn á mbl.is sem er með bestu fréttavefjum landsins. simaskra.is erlíka ofarlega á blaði og auðvit- að spamadur.is." Ellý Armannsdóttir þula „Mikið afals- konardótisem maðurerað skoða á hverj- um degi. Tek mér tíma i að skoða bloggsíð- urnar, má lesa um kunningja og vini á netinu, lifþeirra - þetta eru I raun fáránleg samskipti. Leikhús- tengdar síður einnig. Svo notaég síðuna finna.is sem er íslensk leit- arvélog virkarvel." Kristín Eysteinsdóttir söngkona og leikstjóri. „Eini vefurinn sem ég fer inn á linnulaust er 5stelpur.com. Síðasti vefurinn sem ég fór inná þaráðurvar amazon.com. Nota Netið mest til að skrifa tölvupóst. Sem er alger- lega dásamlegt - ég er svo slma- fælin." Edda Björgvinsdóttir leikkona Nótnabækur Gítarar Blokkflautur Fiðlur Nótnastatíf Taktmælar Hljóðfærastatíf Gítarstillitæki Tölvuhljómborð Ýmis smáhljóðfæri og margt fleira TÓNLISTARGJÖF ÍTónastöðinni finnur þú allt fyrir tónlistarmanninn. Einstakt úrval hljóðfæra og nótna, spennandi tónlistarforrit auk skemmtilegra fylgihluta. Einungis vandaðar vörur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf. „Ég á marga uppáhaldsvefi, núna sem ég fer í gegnum á degi hverjum: mbl.is, eyjar.net, eyja- frettir.net, bb.is, malefnin.com, vikurfrettir.is og horn.is - þarna er ég oft á dag og aftenposten.no." Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður. Spurning dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.