Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 10
7 0 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 Fréttir IJV Tveir fangar sem voru nýlausir létust í síðustu viku eftir of stóra eiturlyfja- skammta. Samfangar segja mennina hafa verið í sjálfsvígs hugleiðingum áður en þeir voru látnir lausir. Fangelsiprestur telur mennina ekki hafa stytt sér aldur vilj- andi en segir brýna nauðsyn á meðferðardeild á Litla-Hrauni. Fjárskortur hafi stöðvað slík áform í fyrra. Aron Pálmi í Texas kærir sig ekki um að afi hans sé að hnýta í Braga Guðbrandsson Húsaleiga þýdd á pólsku Búið er að þýða eyðu- blað fyrir húsaleigu yfir á pólsku. Pólverjar eru langfjölmenn- astir innflytjenda á íslandi og eru áberandi í mann- flórunni, ekki síst áVestfjörðum. Fjölmenningarsetur Vest- Qarða, Grundaíjarðarbær, Fjarðarbyggð og ísafjarðar- bær voru í samstarfi um þýðinguna. Mikilvægar upplýsingar um réttindi leigjanda og leigusala koma fram í þýðingunni og þykir unnið í hag beggja aðila með þýðingunni. Hringt í Jagúar Sérstæðir símaklefar „Afi minn og pabbi hafa enga afsökun. Bragi Guð- brandsson var í sambandi við mig og fjölskyldu mína á hverjum degi þegar mest lá við. Það er meira en ég get sagt um Ragnar / og fólkið hans,“ segir Aron , Pálmi um föðurafa sinn og Ágúst * föður sinn. Er hann þar að svara gagnrýni Ragnars Ágústssonar á Braga Guðbrandsson, forstöðu- mann Barnaverndarstofu. „Bragi hefur sýnt okkur frábæran stuðning - hann gaf mér styrk og von," segir Aron, „þegar ég byrjaði í afplánun og var gert að standa úti í horni í 45 mínútur á meðan öskrað var á mig var ég við það að brotna saman en þá kom Bragi og stappaði í mig stál- inu.“ Aron þakkar Braga það einnig að það tókst að hrinda áformum um að flytja hann í fangelsi fyrir full- orðna fyrir þremur árum. „Ég hefði átt von á því að verða nauðgað og myrtur í sfíku fangelsi en sem bet- ur fer gat Bragi hjálpað tr mér.“ Aron Pálmi skilur ekki hvers vegna Ragnar fer af stað með gagnrýni sína núna. „Ekki hlusta á þennan mann - mann sem ég hef ekki heyrt frá í 10 ár. Ég hef ekki hitt hann nema tvisvar allt mitt líf.“ Fyrr í vikunni fékk Aron loks leyfi til að vinna og fékk starf samdægurs í verslun sem selur einkennisfatn- að. Fyrsti vinnudagurinn var í fyrrdag og var fyrsti kúnninn lög- reglumaður. „Hann þekkti strax boxið sem ég er með um mittið en Aron Pálmi „Afí minn og pabbi hafa enga afsökun,"segir Aron Pálmi. það er tengt GPS tækinu sem ég hef um ökklann. Hann spurði hvort ég væri kynferðisbrotamaður á skil- orði og vildi sjá bláa kortið mitt,“ segir Aron en atvikið leiddi ekki til vandræða. Hann hefur meiri áhyggjur af heimsókn skilorðsfull- trúa til vinnuveitenda hans í dag en honum er gert að mæta og lesa upp úr syndaregistri Arons. Þar er hann skilgreindur stórhættulegur kyn- ferðisbrotamaður fyrir brot sem hann framdi 11 ára og hlaut 10 ára fangelsisdóm fyrir. hafa verið settir upp í Mato Grosso í Brasilíu. Símaklefarnir eru mótaðir eftir dýra- tegundum sem eru í útrýmingahættu á votlendissvæðun- um í Brasilíu en meðal þeirra tegunda sem eiga mest undir högg að sækja eru jagúarar. Yfirvöld létu hanna símaklefanna til þess að halda á lofti vernd- arsjónarmiðum Pantanal sem er stærsta ósnortna votlendi heims og til þess að auka ferðamanna- strauminn á svæðinu. Enginn háhiti Ekki em taldar miklar lfkur á að í Vík í Mýrdal finnist heitara vatn í jörðu en 30 til 40 gráður. Þetta kemur fram í svari fýrirtækis- ins ÍSOR við fyr- irspum hrepps- nefnadarmanna. Þeir hafa þegar ákveðið að byggja fyrstu sundlaugina í bænum fyrir 16 til 18 milljónir á næstu mánuðum. Hæpið er að bora djúpt þar sem í Vík em mjög þétt berglög, en 30- 40 °C heitt vatn næst. Haukur Jónasson læknir Haukur er snillingur í sínu fagi. Fyrri hluta læknisferils- ins þótti hann með alglæsi- legustu og snjöllustu lækn- um í höfuðborginni. Hafði til að bera flesta þá kosti sem prýða þurfa góðan lækni; hann bauð afsér góðan þokka og var viðmótsþýður við sjúklinga og úrræðagóð- ur svo eftir var takið. Haukur var skemmtilegurí hvltvetna og hrókur alls fagnaðar. Ekki hlusta á afa Nýfojálsir íangar Hálfþrítugur maður sem nýlaus var af Litla- Hrauni lést í síðustu viku á óútskýrðan hátt. Talið er að hann hafi látist úr of stómm eiturlyijaskammti en niðurstaða krufningar er væntanleg á næstu vikum. Nokkrir samfangar mannsins telja hann hafa stytt sér aldur af ásettu ráði. Yfirvöld telja svo ekki hafa ver- ið. Maðurinn var rúmlega hálfþrítugur. Sú saga gengur um bæinn að fanginn hafi látist samtímis öðmm manni sem einnig hafi tekið of stór- an eiturlyfjaskammt. Sá maður mun hins vegar hafa látist í vikunni þar á undan. Hann yar hálffertugur úti- gangsmaður sem átti við geðræn vandamál að stríða. Fleiri forfallnir að losna Að sögn Atla Helgasonar, sem á sæti í trún aðarráði fanga á Litla-Hrauni, höfðuýmsir fangar þar um það grunsemdir - vegna samskipta við manninn - að svona myndi fara þegar út fyrir veggi fang- elsisins kæmi. „Það má segja að fýrir suma fanga hefjist refsingin fýrst fýrir alvöm þegar þeir koma út úr fangelsinu. Viðmót sam- borgaranna, skuldasúpa og erfiðleikar við að fá vinnu verða sumum ofviða. Samtímis fá þeir ekki tækifæri til að takast á við neysluvandamál sín og grípa þá stundum til örþrifa- ráða,“ segir Atli sem tekur fram að síst vilji hann hryggja aðstand- endur með sársaukafullri umfjöll- un: „En það þarf að taka á þessum málum. Það er árviss viðburður að við heymm svona fréttir. Á næstu miss- Atli Helgason „Það má segja að fyrir suma fanga hefjist refsingin fyrst fyrir alvöru þegar þeir koma út úr fangelsinu. Viðmót samborgar- anna, skuldasúpa og erfiðleikar við að fá vinnu verða sumum ofviða," segir Atli Helgason sem situr i trúnaðaráði fanga á Litla-Hrauni. „Á næstu misserum munu fleirí fangar, sem svipað er ástatt um, iosna út og standaí sömu sporum/' emm munu fleiri fangar, sem svipað er ástatt um, losna.út og standa í sömu spomm. Það ætti að vera mönnum hugleiðingarefni," segir Atli. Fangelsisprestur vill meðferðadeild Hreinn Hákonarson, fangaprestur og formaður Vemdar, segir fangann af Litla-Hrauni ekki hafa stytt sér Wk;, r- ^ ) ‘ 'Á -.y . . hÍH . ■X >*V; liSSí aldur - eftir því sem hann best viti. „í fangelsum em margir ffkniefiianeytendur sem em langt ieiddir í sjúk- dómi sínum. Það er því miður afltof algengt að þeir kunni ekki fótum sínum forráð í þessum efnum þegar þeir stíga út í frelsið," segir Hreinn. Að sögn Hreins er það skýrt í hans huga að brýnasta verkefhið að þessu leyti sé að setja á fót sérstaka með- ferðardeild fýrir áfengis- og eiturlyfjasjúklinga í fang- elsinu á Litlá-Hrauni. Fangar geti reyndar allir sótt um að ljúka afplánun með því að fara í meðferð hjá SÁÁ. Vandamálið við það sé þó meðal annars að þar komist ekki allir að sem vilji. „Það var rætt um sérstaka meðferðardeild fyrir um það bil ári síðan. Því verkefhi var hins vegar ýtt út af borðinu vegna niðurskurðar," segir Hreinn. Ragir að taka upp nýjungar Heimildarmaður DV innan fang- elsiskerfisins sagði ákvörðunina um að leggja áformin um með- ferðardeildina til hliðar ekki geta hafað gmndvallast áfjár- skortinum einum saman. Fangelsismálastofnun velti á bilinu 700 til 800 milljónum á ári. Spurningin hafi því fýrst og ffemst snúist um for- gangsröðun. Stjórnendur fangelsismála hafi einfald- lega verið of ragir til að fitja upp á nauðsynlegum nýj- ungum í þessum efnum. Ekki náðist tal af Þorsteini A. Jónssyni, fráfarandi forstjóra Fangelsismálastofnunar, vegna þessa máls. Þorsteinn er sagður staddur eriendis á fúndum. gar@dv.is Hreinn Hakonarson Þvi midur ofalgengt ad lcngt leiddir fikniefnaneytendur í fang elsam kunni ekki fotum sinum forráð þeg- ar þeir stíga ut i freisid segir Hreinn Há- konarson fangehisprestur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.