Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Side 18
mynd
18 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004
Sport DV
Knattspyrnumaðurinn Bjarni Guðjónsson hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir
að hann var lánaður til enska 1. deildarfélagsins Coventry City frá Bochum. Hann
hefur farið á kostum 1 síðustu leikjum og skoraði tvö mörk gegn Preston á mið-
vikudag og lagði upp eitt. Hann hefði getað náð þrennunni en klúðraði víti.
Kominn tími á almennilegt
tmkifæri með landsliðinu
Bjarni gekk í raðir Bochum síðasta sumar og gerði þriggja ára samning við félagið.
Honum gekk vel til að byrja með en síðan lenti hann í því að fótbrotna og leiðin til baka
hefur verið erflð. Fór svo að lokum að Bochum sættist á að lána Bjarna til Coventry þar
sem allt hefur gengið upp hjá honum. Hann segist vera búinn að ná fyrri styrk og stefnir
á að sanna sig með landsliðinu í vináttuleiknum gegn Albaníu í lok mars.
Robbie Savage er ekki par hrifinn af hárgreiðslu „vinar“ síns, Danny Mills
Liti betur út ef hann væri með hárkollu
Það er óhætt að segja að
harðjaxlarnir Robbie Savage, leik-
maður Birmingham, og Danny
Mills, leikmaður Middlesbrough,
séu komnir í hár saman í orðsins
fyllstu merkingu.
Lið þeirra félaga mætast um
helgina en Savage verður því miður í
banni þar sem gula spjaldið sem
hann fékk í síðasta leik gegn Boro
gerði það að verkum að hann fór í
leikbann. Spjaldið fékk hann eftir
átök við Mills.
Það var mikill hasar í síðasta leik
liðanna sem endaði með því að Mills
tók Savage hálstaki. Savage segir að
Mills hafi rifið kjaft allan leikinn og
gert grín að honum og félögum
hans.
„Mills var með niðrandi ummæli
um mig og Clinton Morrison allan
„Ég ætlaði að eigna mér sæti í Bochum-liðinu
eftir að’ ég kom þangað og það gekk ágætlega til
að byrja með. Svo fótbrotnaði ég og eftir það var
þetta erfitt," sagði Bjarni í samtali við DV Sport í
gær en hann segir að forráðamenn Coventry hafi
haft augastað á sér í nokkurn tíma.
„Þeir reyndu að fá mig síðasta sumar en þá
voru þeir í greiðslustöðvun þannig að það gekk
ekki. Þeir hafa því alltaf vitað af mér. Svo þegar
þeir vissu að ég væri ekki að spila og vildi koma
að spila þá höfðu þeir samband við forráðamenn
Bochum og óskuðu eftir því að fá mig lánaðan og
það gekk eftir."
Stefna á umspil
Það hefur verið rífandi gangur á Coventry-
mönnum í síðustu leikjum. Þeir sigla hægt og
sígandi upp töfluna, Eru sem stendur í tíunda
sæti en aðeins eru fimm stig í þriðja sætið. Þeir
eiga því góða möguleika á að komast í umspil og
það er stefnan að sögn Bjarna. •
„Þegar ég kom var Eric Black nýbúinn að taka
við stjórastöðunni. Hann hefur fengið fleiri
leikmenn til félagsins á síðustu misserum og við
höfum núna sett okkur það markmið að komast
í umspilið. Við höfum verið að spila marga sex
stiga leiki undanfarið og unnið þá. Fram undan
er leikur gegn Wigan sem er í fimmta sæti og
þrem stigum á undan okkur og ef hann vinnst þá
erum við íágætum málum og á réttri leið,“ sagði
Bjarni sem er ánægður með andann í liðinu.
„Þetta er mjög ungt og ferskt lið. Flestir eru svo
ungir að ég er í gamla liðinu þegar ungir taka á
móti gömlum á æfingum," sagði Bjami og hló.
Fór á kostum gegn Preston
Eins og áður segir fór Bjarni á kostum á
miðvikudagskvöldið. Skoraði tvö mörk og lagði
upp eitt í 4-1 sigri á Preston. Hann hefði getað
skorað þrennu en klúðraði víti.
„Við vomm búnir að vinna leikinn þegar við
fengum vítið og því spurði ég þann sem
venjulega tekur vítin hvort ég mætti ekki taka
það þar sem tækifæri á að gera þrennu gefast
ekki oft. En vítið klikkaði því miður. Þetta var
mjög léleg spyrna. Ég verð nú að játa það,“ sagði
Bjarni pínulítið svekktur.
Vilja halda mér
Þegar Bjami var hjá Stoke á sínum tíma var
hann látinn spila á hægri kantinum en hlutskipti
hans hjá Coventry er annað þar sem hann er
fremsti maður í tígulmiðju hjá liðinu. Hann er
þegar farinn að ræða framhaldið við félagið.
„Þeir hafa tjáð mér að þeir vilji halda mér
en svo er spuming hvað Bochum gerir?
Coventry á lítinn pening og getur ekki
keypt mig fyrir mikinn pening. Þannig
að ég þarf helst að fá mig lausan frá
Bochum til þess að þeir geti gert við
mig samning," sagði Bjarni sem gerði
þriggja ára samning við Bochum
síðasta sumar og á því tvö ár eftir af
samningi sínum við þýska félagið. Hann er
ekkert að stressa sig á framhaldiriu og tekur því
sem koma skal en neitar því samt ekki að það
væri gaman að vera áfram hjá Coventry. „Það
væri mjög gaman. Þetta er góður staður og hér
væri ég til í.að vera. Okkur líður mjög vel hérna.
Þetta er skemmtilegra svæði en Stoke."
Vil fá almennilegt tækifæri
Bjarni var valinn á ný í íslenska landsliðið sem
mætir Albaníu 31. mars næstkomandi. Hann
vonast eftir því að geta sannað sig í leiknum.
„Það er kominn tími á að ég fái almennilegt
tækifæri með landsliðinu í stað þessa vara-
mannahlutverks sem ég hef verið í. Það væri
mjög gaman ef við bræðurnir fengjum allir að
spila saman núna. Aðalmálið er að spila áfram
vel með Coventry og þá fæ ég kannski tækifæri í
Albaníu," sagði Bjarni sem er í toppformi og með
sjálfstraustið í lagi. „Sjálfstraustið er í góðu lagi
og ég er loksins kominn í fínt form enda er langt
síðan ég spilaði knattspyrnu síðast af einhverju
viti. henry@dv.is
' Sáttur hjá Coventry
Bjarni Guðjónsson er
hamingjusamur hjá
Coventry og vill gjarna-;
vera áfram. Hann stefnir
einnig á að sanna sig
með landsliðinu og vill
fá almennilegt tdekifæri
til þess.
„Forráðamenn Coventry hafa tjáð mér að þeir vilji halda
mér en svo er spurning hvað Bochum gerir. Coventry á
lítinn pening og getur ekkikeypt mig fyrir mikinn pening
þannig aðég þarfhelst að fá mig lausan frá Bochum.
leikinn. Hann gerði grín að ljósa
hárinu mínu sem og húðflúrunum
sem ég er með. Ég er nú reyndar
vanur því frá strákunum í liðinu. Ég
stóðst freistinguna að svara fyrir mig
á vellinum en það sem ég vil segja
núna er að miðað við hvernig
hausinn á honum lítur út þá myndi
hvaða hárkolla sem er fara honum
vel. Það er synd að ég skuli ekki spila
um helgina því ég myndi gjarnan
vilja segja það við hann augliti til
auglitis,“ sagði Savage.
Það verða nú að teljast aumir
taktar hjá Savage að láta slfkt frá sér
fara í fjölmiðlum og lykta þessi
ummæli af hræðslu við Mills. Hann
hefði vart þorað að segja þetta ef
hann væri að fara að spila. Nú er
bara spurning hvemig Mills svarar
fyri sig. Boltinn er hjá honum.
henry@dv.is
Flottur með
kolluna Eins
og sja má a
þessori sam-
settu mynd
væri Danny
Milis mun
myndartegri
með hárkolíu.
Sumir hafa
sagtað hann
likist David
Beckham með
lokkana.
Cole kvartar
yfir Souness
Graeme Souness, stjóri
Blackburn, er lentur í
hatrammri deilu við vinina
og framherjana, Dwight
Yorke og Andy Cole. í fyrra-
dag sögðum við ykkur frá
rifrildum á milli Yorke og
Souness og í gær lagði Andy
Cole inn formlega kvörtun
til samtaka atvinnuknatt-
spyrnumanna vegna
Souness - hann segir að
Souness leggi sig í einelti.
Cole segist hafa fengið
ósanngjarna meðferð hjá
Souness og hafi verið
neitað um að taka út
frídaga sem hann átti inni.
Þetta er svo sem ekki í
fyrsta skipti sem slíkt væl
heyrist frá Cole því þegar
ferillinn byrjaði kvartaði
hann yfir George Graham.
Svo kvartaði hann yfir
Glenn Hoddle varðandi
enska landsliðið og nú er
komið að Souness.
Sindair á leið
frá Leicester
Umboðsmaður Franks
Sinclair segir að dagar hans
hjá Leicester City séu brátt
á enda. Samningur hans við
félagið rennur út í sumar og
þeir eiga ekki von á nýju
samningstilboði. „Það er
mjög ólíklegt að hann fái
nýjan samning," sagði
umbinn. „Atvikið á La
Manga hjálpar eflaust ekki
til en allir vita samt að
Frank er leikmaður sem
hægt er að treysta á.“
Umboðsmaðurinn neitaði
því samt að Sinclair hefði
þegar verið beðinn að yfir-
gefa félagið en hann hefur
engar áhyggjur af því að
það verði eitthvað mál að
finna nýtt félag fyrir Frank.
Bann Rios
ekki stytt
Sven-Göran Eriksson,
landsliðsþjálfari Englands,
fékk ekki þá ósk sína upp-
fyllta í gær að geta notað
Rio Ferdinand á EM.
Áfrýjun Rios gegn átta
mánaða banninu var þá
tekin íyrir og þriggja manna
nefnd á vegum enska
knattspyrnusambandsins
sá enga ástæðu til að stytta
bannið. Rio verður því í
banni til 20. september.
t