Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Page 31
Kjallari DV Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 31 Forsetaframbjóðandi óttast hryðjuverk í Smáralind Ástþór Magnússon Óttasleginn frambjóðandi. „Smáralindin er augljós kostur fyrir hryðjuverkamenn eins og versl- unarmiðstöðvar út um allan heim,“ segir Ástþór Magnússon, forseta- frambjóðandi. í viðtaii á vefritinu mir.is varar Ástþór við því að íslend- ingar megi ekki sofna á verðinum í ljósi nýlegra hryðjuverka á Spáni. Ástþór segir verslunarmiðstöðv- ar, næturklúbba og Alþingi hugsan- leg skotmörk í hryðjuverkastríðinu og bendir á að ísland sé berskjaldað ef til átaka komi. í viðtalinu talar Ástþór einnig um stöðuna sem íslensk flugfélög eru í á erlendri grund. Segir hann að Ad- anta flugfélagið í mestri hættu, í ljósi þess að við séum enn á lista hinna viljugu þjóða. „Eftir efnavopnafund íslenskra hermanna í írak og hernaðarbrölt ís- lenskra farþegaþotna er ekki ólíklegt að við séum líkleg skotmörk hryðju- verkamanna," segir Ástþór í viðtal- inu á mir.is en hann var nýverfð sýknaður í Hæstarétti eftir að hann benti á að íslensk flugfélög væru í hættu vegna hryðjuverka. Þegar DV hafði samband við Ást- þór svaraði hann því til að besta vörnin gegn stríðsrekstri sé að vera friðelskandi þjóð og koma ekki ná- lægt hernaði. „Því mun ég berjast fyrir í komandi kosningum," segir hann. Íraksstríðinu grautað saman við hryðjuverkastríð Ekki er annars að vænta en að Zapatero, hinn nýi forsætisráðherra Spánar, efni loforð sín og kalli her- inn frá írak. Trúnaður hans er við kjósendur sína, ekki Bush og Blair hvað sem þeir hamast. Hins vegar eru ekki nein teikn um að hann ætli að vera linur í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þvert á móti bendir margt til þess að viðbúnaður Aznar- stjórnarinnar gegn íslömskum fas- istum heimafyrir hafi verið lélegur. Á Zapatero munu dynja ásakanir um svik og undanslátt. Líkt og áður seg- ir liggur feillinn í þeirri röksemda- færslu í því að grauta sífellt saman Íraksstríðinu og stríðinu gegn hryðjuverkum - að gera úr þessu einn og sama málstaðinn. Það er flækja sem erfitt er að komast úr. Á afmæli stríðsins á laugardag fara mótmælagöngur um borgir Evrópu og þá verður ekki síst spurt hvort innrásin í frak hafi spilað upp í hendurnar á bin Laden og illþýði hans, gert starf þess auðveldara en baráttuna gegn terrorisma erfiðari, langvinnari og hræðilegri... Pétur Ormslev var einn albesti knattspyrnumaður íslands á ní- unda áratug síðustu aldar. Hann lék lengst af með Fram en var einnig atvinnumaður um tíma hjá þýska liðinu Fortuna Dusseldorf. Pétur lék 41 landsleik fyrir íslands hönd á árunum 1979-1991 og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var þrívegis íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari með Fram og reyndi síðan fyrir sér í þjálfun með mis- jöfnum árangri. Pétur og sögnkon- an Helga Möller mynduðu á si'num tíma eitt heitasta par Islands en eru skilin að skiptum í dag. Iiann hefur fyrir alllöngu sagt skilið við knattspyrnuna og starfar nú hjá þýska líftryggingarisanum Allianz þar sem hann er tjónafulltrúi. • Og talandi um Einar Bárðarson, þá er hann kominn til landsins eftir för til Bretlandseyja og víðar. Er hann nú tekinn til óspilltra mála og mun fljótlega draga til tíðinda hvað varðar stúlknabandið sem hann er með í burðarliðnum. Er búið að fækka úr hundrað í tæplega tíu, en þrjár til fjórar munu verða ráðnar til þess að skipa stelpuband - sem að sögn mun gera allt brjálað í sumar... • Áhorfendur Stöðvar 2 geta nú aft- ur farið að fylgjast með hvernig söngkonunni Ruth Reginalds geng- ur í hinu mikla og fræga átaki sínu. Hún er nú nýlega komin frá Or- lando þar sem hún var að syngja . fyrir íslendingafélagið í Florida við frábærar viðtökur. Mættu yfir 150 manns og skemmtu sér hið besta. Með Ruth í för vorú snillingarnir Magnús Kjartansson píanóleikari og VUhjálmur Guðjónsson gítarleikari... • Einhver besti íþróttafréttamaður landsins er tvímælalaust Guðjón Guðmundsson kallaður Gaupi. Hann ku hafa verið spurður að því á förnum vegi, í tengslum við barátt- una um enska boltann, hvort hann væri ekki að byrja á Skjá einum fljótlega. Gaupi var fljótur til svars og hafði þetta fram að færa: „Þegar þú ert búinn að vera í bestu hljóm- sveitinni í ellefu ár ferðu ekki að spila með lókalbandi í Glæsibæ um helgar, jafnvel þó þú fáir að syngja öll lögin." Virðist sem svo að tauga- veiklun við Lingháls í íþróttadeild- inni vegna málsins sé orðum aukin sé miðað við þetta... Ofvitar og Íraksstríðið ^e^ivizw^vurúriny JrcL Dægrin eftir hryðjuverkaárásirn- ar miklu í Madrid stóð José Maria Aznar í því að hringja í ritstjóra spænskra fjölmiðla til að fullyrða að ETA hefði staðið á bak við ódæðið. Stjórn hans beitti þrýstingi á sjálft Öryggisráð SÞ til að það fordæmdi basknesku samtökin. Þetta eru að sönnu einhver kaldrifjuðustu við- brögð við sorgaratburði sem maður hefur orðið vitni að - þau lýsa van- virðu við fórnarlömb hryðjuverksins og ekki síður við milljónir syrgjandi Spánverja. Allt skyldi gert til að klína þessu á Baskana og hanga svo á því fram yfir kosningar. Þessum stjórn- arliðum var ekki sorg í huga heldur undirferli. Svona blettur verður aldrei afmáður af annars nokkuð glæstum stjórnmálaferli Aznars. Kosningarnar snerust líka um aðra lítilsvirðingu Aznars við þegna sína. Samkvæmt skoðanakönnun- um voru allt að 90 prósent Spánverja á móti innrásinni í írak. Óvíða var andstaðan meiri. Samt notaði Aznar embættið sem hann var kjörinn í til að skipa Spáni fremst í flokk hinna staðföstu þjóða. Maður spyr: hvað- an taldi hann sig hafa valdið til að gerast nánasti bandamaður Bush - hvað vissi hann svo miklu betur en spænska þjóðin? Stríðið löngu ákveðið Eftir á að hyggja getur það varla hafa verið margt. Tengsl innrásar- innar í Irak við hið svonefnda stríð gegn hryðjuverkum sem hófst 9/11 2001 verða stöðugt grautarlegri. Nú bendir allt til þess að mennirnir í kringum Bush hafi verið búnir að ákveða Íraksstríðið löngu fyrir árás- ina á World Trade Center. Hryðju- verkin 11. september voru notuð sem átylla til að gera upp gamlar sakir við Saddam Hussein. Önnur kaldrifjuð blekking í skjóli hörm- hryðjuverkaógn hér á útnára verald- ar er óþarfi - sérsveit lögreglunnar mun sem fyrr ekki hafa önnur verk- efni en að afvopna menn sem veifa haglabyssum í ölæði. Það er til- gangslaust að tala um að þetta breyti einhverju um veru varnarliðsins. En víglínan hefur færst nær. Staðir sem við venjum komur okkar á eru í mik- illi hættu. Menn telja að varla sé neinn vafi á því að framið verði stórt hryðjuverk í London áður en kemur að næstu kosningum í Bretlandi. Hvenær kernur röðin að Tony Blair? Friðþæging - griðkaup - eru orð sem renna upp úr nótum Bush- stjórnarinnar í háðungarskyni við spænska kjósendur. Slíkt orðaval endurómar í pistlum, útvarpi og sjónvarpi, um alla heimsbyggðina, rétt eins og Spánn hafi gerst banda- maður A1 Queida við það að setja flokk Aznars af. Þetta er frekjulegt tal og lýsir fá- fengilegum skilningi á lýðræðinu. í því felst að við eigum í slíku undan- þáguástandi í heiminum að lýðræði sé í raun veikleikamerki; að spænska þjóðin hafi svikið með því að hlýða dómgreind sinni. í lýðræðisríkjum eiga þeir sem bregðast að fá á bauk- inn. Eða er verið að auglýsa eftir einsflokkskerfi þar sem ráða ríkjum ofvitar, pólitíkusar sem telja sig vita svo miklu betur um alla hluti að þeim er heimilt að afvegaleiða fólk, dreifa rangfærslum, halda aftur upplýsingum, villa og blekkja - væntanlega í krafti þess að tilgang- urinn helgi meðalið, þeir hafi merki- leg markmið sem almenningur er ófær um að fatta? Einmitt þannig finnst manni Aznarstjórnin líta út eftir fallið - það er spurning hvenær röðin kemur að Tony Blair? Fermingargjöf sem innborgun á rúmi íslensku springdýnurnar frá Ragnari Björnssyni endast lengur Við framleiðslu á dýnunum eru notaðar lokaðar fjaðrir sem koma I veg fyrir að klæðning dýnunnar skemmist við áralanga notkun. Algengur endingartlmi RB springdýna er tólf til sextán ár. WESEtai gagnrýnir málatilbún- aðinn kringum Íraksstríðið harðlega ungaratburða. Efasemdir um heil- indin í stríðinu gegn hryðjuverkum hrúgast upp. Fyrstu stríðsrökin, að Saddam ætti gereyðingarvopn sem hann gæti jafnvel beitt á 45 mínútum, eru löngu ónýt. Tal um tengsl hans við A1 Queida reyndist líka marklaust - þvert á móti ríkti fjandskapur þar á milli. Þetta var bara áróður. Eftir standa þau rök að Saddam hafi ver- ið vondur harðstjóri sem átti ekki annað skilið en að vera settur af. Þau voru hins vegar einna veigaminnst í málflutningi þeirra sem vildu stríð - enda er heimurinn fullur af ógeðs- legum harðstjórum sem margir njóta góðrar vináttu vestrænna rflcja. Nöturlegur veruleiki Það eru ekki bara ástæður stríðis- ins sem eru óljósar - strategían er í meira lagi vafasöm. Nú á ársafmæli styrjaldarinnar eru bandarískir her- menn umsetnir bak við víggirðingar í írak, með dollara sína og þyrlur, meðan sprengjur springa allt í kring. írak er .orðið að brennipunkti hins íslamska heims; öfgamenn dragast að málstaðnum eins og flugur að skít. Bendir ekki allt til þess að stríð- ið í Irak hafi magnað hryðju- verkaógnina fremur en hitt, and- stætt því sem menn eins og Aznar, Blair og Bush héldu fram? Við stöndum frammi fyrir býsna nöturlegum veruleika. Ég geri svo sem ekki ráð fyrir að óskapleg hætta steðji að íslandi, tal um Allt eftir þínum óskum Rétt lengd, breidd og hæð rúmsins eykur þægindin. Stlfleiki springdýnunnar fer einnig eftir þlnum óskum. Látið fagfólk leysa vandann. Egill Helgason |! é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.