Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Page 4
98
TlMARIT VPl 1963
ammóníak. Úr ammóníakinu er síðan hægt að fram-
leiða ýmis efnasambönd og fá þannig mismunandi teg-
undir köfnunarefnisáburðar, og fer það eftir aðstæðum
á hverjum stað, hvað framleitt er. Helztu efnasambönd-
in, sem framleidd eru, og hráefni, sem þau eru gerð úr,
eru eftirfarandi:
1) ammónínumsúlfat, sem framleitt er úr ammóníaki
brennisteinssýru.
2) ammóníumnitrat, sem framleitt er úr ammóníaki
og saltpéturssýru.
3) urea, sem framleitt er úr ammóníaki og koldíoxíði.
4) kalsíumnítrat, sem framleitt er úr kalsíumkar-
bónati og saltpéturssýru.
Þessi efnasambönd eru öll algengar tegundir köfnun-
arefnisáburðar. Einnig er algengt að blanda saman
tveim eða fleiri ofannefndra tegunda eða öðrum efnum,
og fást þá áburðartegundir eins og ammonínumsúlfat-
nítrat og kalk-ammonsaltpétur.
Svo sem rétt var drepið á, er vatnsefnið, sem þarf til
ammóníakframleiðslunnar, framleitt á ýmsa vegu. Al-
gengast er nú á dögum að framleiða það úr olíu eða jarð-
gasi, og þarf til þess margbrotnar verksmiðjui', en aftur
á móti tiltölulega litla orku í formi raforku. Hins vegar
er tiltölulega auðvelt að framleiða vatnsefni úr vatni
með raforku, en yfirleitt er sú leið ekki samkeppnisfær
við aðrar aðferðir, nema mikið af ódýrri raforku sé fyr-
ir hendi og langt sé til fanga um oliu eða jarðgas. Þessi
skilyrði eru t. d. fyrir hendi í Noregi og sumum hlut-
um Kanada, og framleiða t. d. Norðmenn allt sitt vatns-
efni úr vatni á þennan hátt, en köfnunarefnisáburðar-
iðnaður þeirra er mikill að vöxtum. Og þetta er einmitt
sú aðferð, sem notuð er hér á landi.
Ef dregið er að lokum saman það, sem nú hefur verið
rakið stuttlega um framleiðslu köfnunarefnisáburðar nú
á dögum, þá er það undirstöðuatriði við mestalla fram-
leiðslu slíks áburðar nú að framleiða ammóníak. Úr því
skilja leiðir eftir aðstæðum á hverjum stað og eftir því
hvaða áburðartegund á að framleiða. Á því eru hins
vegar ekki tök í þessu erindi að ræða um hinar ýmsu
leiðir og áburðartegundir. Til þess vinnst ekki tími. Hins
vegar verður nú gerð nokkuð fyllri grein fyrir fram-
leiðslu köfnunarefnisáburðar eins og hún gengur fyrir
sig í áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og þeim áburði,
sem þar er framleiddur. En áður en það er gert, þykir
rétt að rekja að nokkru forsögu þess, að áburðarverk-
smiðja var reist á Islandi.
Áburðarverksmiðja á Islandi.
Það eru nú um 27 ár liðin, síðan fyrst var íhugað af
alvöru að hefja framleiðslu áburðar á Islandi, því það
var árið 1935, sem fyrsta áætlun um slika framleiðslu
hérlendis var gerð. Sú áætlunargerð fór fram á vegum
Skipulagsnefndar atvinnumála, en hún tók m.a. fram-
leiðslu áburðar til meðferðar og afgreiðslu. Pékk nefnd-
in danskan verkfræðing, Wadsted að nafni, til að athuga
málið fyrir sig og gera nauðsynlegar áætlanir. Hinn
danski verkfræðingur samdi ítarlega skýrslu um athug-
anir sínar, og komst að þeirri niðui'stöðu, að framleiðsla
bæði kalkammonsaltpéturs og alhliða, blandaðs áburð-
ar (nitrophoska) gæti orðið vel samkeppnisfær við sam-
bærilegar innfluttar áburðartegundir. Orku til fram-
leiðslunnar ráðgerði Wadsted að fá frá orkuveri Sogs-
virkjunarinnar — Ljósafossstöðinni — og átti að bæta
við einni vélasamstæðu þar til að sjá verksmiðjunni fyrir
raforku. Á grundvelli þessarar áætlunar vai' síðan flutt
á Alþingi 1935 fiumvarp um byggingu áburðarverk-
smiðju, er ríkið ætti og bundið gæti 500 tonn á ári af
köfnunarefni i áburði. Flutningsmenn þessa frumvarps
voru þeir Bjarni Ásgeirsson, Bergur Jónsson og Páll
Zóphoníasson. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram
að ganga. 1
Hugmyndin um áburðarverksmiðju lá nú niðri um
nokkurra ára bil af hálfu þess opinbera, en ýmsir aðilar
aðrir, sem áhuga höfðu á málinu, voru með það til
athugunar og umhugsunar. Þannig kom fram mjög ^
athyglisverð hugmynd um notkun afgangsorku til fram-
leiðslu vatnsefnis fyrir áburðarverksmiðju á fundi í
VFl í desember 1942. Urðu umræður um málið miklar
og hinar athyglisverðustu. Þessa hugmynd setti Ásgeir
Þorsteinsson, verkfr. fram, en hann var þá og er enn
einn af meðlimum Rannsóknarráðs ríkisins. Svo sem
rakið var hér á undan, var í áætlunum um áburðarverk-
smiðju frá 1935 ráðgert, að sett yrði upp í Ljósafoss-
stöðinni sérstök vélasamstæða, er framleiddi orku fyrir
verksmiðjuna, og átti sú orka að kosta eins lítið og
komizt yrði af með til að standa straum af aukningu
vélakostsins í stöðinni. Afgangsorkuhugmyndin var hins
vera allt annars eðlis. Hún gerði ráð fyrir, að orkuverið
léti af hendi orku til vatnsefnisframleiðslu vegna áburð-
arframleiðslu fyrst og fremst á þeim timum sólarhrings-
ins, þegar lítil eftirspurn væri fyrir orkuna til almenn-
ingsþarfa, þ.e. á nóttunni og utan mestu álagstíma á
daginn. Með þessu ynnist tvennt: vélar orkuversins yrðu
fullnýttar allan sólarhringinn, og ekki þyrfti að bæta
við vélum sérstaklega vegna ábui'ðarframleiðslunnar,
sem svo aftur leiddi af sér lægra verð orkunnar til fram- (
leiöslunnar en ella. I umræðunum, sem urðu um málið í
félaginu, kom i ljós, að nægjanleg afgangsorka mundi
vera fyrii' hendi þá þegar frá Ljósafossstöðinni til að
reka verksmiðju af þeirri stærð, sem ráðgerð hafði verið
í áætlun Wadsteds, eða jafnvel enn stærri verksmiðju.
Þá var einnig á það bent, að framleiðsla vatnsefnis væri
einmitt sérlega heppileg til að nýta afgangsorku, því
hún þyldi vel miklar sveiflur á orkuflutningi til fram-
leiðslunnar.
Næst gerðist það svo i málinu, að árið 1943 sneri þá-
verandi atvinnumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, sér til
bandarísks verkfræðifyi'irtækis með beiðni um, að gerð
yrði athugun á framleiðslu áburðar á Islandi eins og að-
stæður væru þá. Athugunin var framkvæmd og áætl-
un gerð af verkfræðingi að nafni Rosenbloom. Leizt
honum vel á aðstæður til áburðarframleiðslu hér-
lendis, en gerði hins vegar ekki ráð fyrir að nota af-
gangsorku til framleiðslunnar. Á grundvelli þessarar ^
áætlunar lagði Vilhjálmur Þór fram á Alþingi 1944
frumvarp um byggingu áburðarverksmiðju, er gæti
bundið 1100 tonn á ári af köfnunarefni í áburði. Þetta
frumvarp náði heldur ekki fram að ganga frekar en
frumvarpið 1935. ^
Árið 1945 tók Nýbyggingaráð málið upp og fékk dr.
Björn Jóhannesson, verkfr., til að kynna sér áburðar-
framleiðslu erlendis með hliðsjón af íslenzkum staðhátt-
um. Árið 1946 skipaði ráðið svo nefnd til þess að vinna
i málinu og kanna það frá öllum hliðum. 1 nefndinni
áttu sæti þessir menn: Dr. Björn Jóhannesson, er var
formaðui' nefndarinnar, Ásgeir Þorsteinsson, Trausti
Ólafsson, verkfr., og Bjarni Ásgeirsson, alþ.m. Nefnd
þessi samdi ítarlega greinargerð um athuganir sinar og
tók m.a. upp hugmyndina um notkun afgangsorku sem
grundvöll að áburðarframleiðslu, og taldi nefndin, að það