Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Page 8
102
TlMARIT VFl 1963
tegundirnar síðan í mótstreymi við vatnið gegnum geym-
ana. 1 hverjum geymi bólar köfnunarefnisdíoxíðblandan
upp í gegnum vatnið í geyminum. Við ísog köfnunar-
efnisdíoxíðsins gengur það jafnframt í efnasamband við
vatnið og myndar sýruna. 1 framkvæmdinni kemur þetta
þannig út, að hreint. vatn er látið streyma inn í efri enda
ísogskerfisins og síðan niður í gegnum geymana, og
verður það þá smám saman að sterkari og sterkari sýru.
Gasblandan streymir aftur á móti upp í gegnum geym-
ana og verður smátt og smátt fátækari að köfnunarefnis-
dioxíði, þar til að lokum, að svo lítið er eftir, að það
nýtist ekki, og er þá afganginum sleppt út í andrúms-
loftið. Sýran, sem svona er framleidd, verður um 57%
að styrkleika, þ.e.a.s. hún inniheldur 57% af hreinni
saltpéturssýru og 43% vatn.
Saltpéturssýra er mjög tærandi efni fyrir venjulegt
stál. Því er það, að öll tæki og leiðslur saltpéturssýru-
verksmiðjunnar, sem sýran kemur í snertingu við, eru
höfð úr sýruheldu stáli. Slikt stál er að meginuppistöðu
til blanda af járni, krómi og nikkel í ákveðnum hlut-
föllum.
Að lokum skal þess getið í sambandi við framleiðslu
saltpéturssýrunnar, að árið 1961 voru framleidd rúm-
lega 31 100 tonn af sýru með 57% styrkleika á 342
framleiðsludögum eða að jafnaði 91,2 tonn af sýru á
dag. Til þessarar framleiðslu voru notuð rúmlega 5 200
tonn af ammoníaki eða um 52% af allri ammoníakfram-
leiðslu ársins.
Á burðarframleiðslan.
Þá er komið að því að skýra frá lokastigi áburðar-
framleiðslunnar, en það er framleiðsla köfnunarefnis-
áburðarins sjálfs — framleiðsla ammoníum-nítrats. Ljóst
er af þvi, sem þegar hefur verið rakið, að starfsemin
öll fram að síðasta stiginu hefur verið undirbúningur að
hinni eiginlegu áburðarframleiðslu, þ.e. framleiðsla hrá-
efna til þess að geta framleitt áburð.
Eins og áður var drepið á er ammoníum-nítrat fram-
leitt úr saltpéturssýru og ammoniaki. Þá var og frá
því skýrt hér á undan, að rúmlega helmingur alls þess
ammoníaks, sem framleitt er i verksmiðjunni, færi í að
búa til saltpéturssýru. Það, sem eftir er af ammoníak-
inu, eða því sem næst, er síðan sameinað þessari sýru til
að framleiða ammoníum-nítrat.
Það gerist á þann hátt, að fyrst er búin til upplausn
af ammoníum-nítrati með því að leiða saman ammoníak
í loftkenndu ástandi og saltpéturssýru í ákveðnum hlut-
föllum. Við þá efnabreytingu losnar varmi, og er sá
varmi notaður til þess að eima burt hluta þess vatns,
sem til staðar er í sýrunni, þannig að sú upplausn, sem
að lokum fæst eftir sameiningu ammoníaks og saltpét-
urssýru verður nærri mettuð af ammoníum-nítrati. Þess
ari nær mettuðu upplausn er síðan dælt inn i kristallara.
Þar er nægilega mikið af vatni enn eimað burt úr upp-
lausninni til þess að fá fram yfirmettaða upplausn af
ammoníum-nítrati. Falla þá út örsmáir kristallar af
hreinu nítratinu. Hinir örsmáu kristallar vaxa svo og
stækka í upplausninni í kristallaranum upp í þá stærð,
sem kringumstæður umhverfisins ákvarða. Þegar krist-
allarnir hafa náð þeirri stærð, sem hægt er að fá, er
þeim dælt ásamt upplausn, úr kristallaranum I skilvindu,
en hennar hlutverk er að aðskilja þá frá upplausninni
og senda þá í þurrkun. Upplausnin fer aftur á móti til
baka eftir krókaleiðum til kristallarans. 1 framkvæmd-
inni er því um stöðuga hringrás af sterkri upplausn af
ammoníum-nítrati að ræða gegnum kristallarann, og eru
kristallar stöðugt teknir út úr hringrásinni á eftir krist-
allaranum, en ammoníaki og saltpéturssýru bætt í hring-
rásina á undan honum til þess að viðhalda jafnvægi efn-
ismagnsins í hringrásinni. Þurrkun ammoníum-nítrats-
ins fer fram með eimhituðu lofti í snúningsþurrkara. Frá
þurrkaranum fer nítratið í húðunarvél, þar sem það er
húðað með kisilleir. Ammoníum-nítrat er mjög rakasælt
efni og tekur auðveldlega í sig raka andrúmsloftsins. Því
er húðun með kísilleir nauðsynleg til þess að hindra það, ^
að áburðurinn renni saman í hellu í pokunum. Eftir
húðunina fer nítratið í geymi, þaðan sem það er vegið
og sekkjað í 50 kg. pappírspoka, og er þá framleiðslu
áburðarins lokið.
Eins og mönnum er e.t.v. kunnugt, er íslenzki köfn-
unarefnisáburðurinn seldur undir vöruheitinu „Kjarni".
Kjaminn er því, samkvæmt því sem nú hefur verið rakið,
hreint ammoníum-nítrat í kristalsformi, sem i hefur verið
blandað nokkru magni af kísilleir. Er þar um 4% af
þunga að ræða, þannig að áburðurinn er 96% hreint
ammoníum-nítrat og 4% kisilleir. Köfnunarefnisinnihald
þessarar blöndu er 33,5%, þ.e. áburðurinn inniheldur
33,5% köfnunarefni, sem plönturnar geta hagnýtt. Af-
gangurinn er súrefni, vatnsefni og kisilleir, sem ekki
koma að gagni sem plöntufóður.
Að lokum skal þess getið í sambandi við þessa fram-
leiðslu, að árið 1961 voru framleidd í Gufunesi rúmlega
23 000 tonn af Kjarna á 342 framleiðsludögum eða að
meðaltali 67,5 tonn á sólarhring. 1 þessa framleiðslu
voru notuð rúmlega 4 700 tonn af ammoníaki, rúmlega
31 100 tonn af 57 % saltpéturssýru og rúmlega 900 tonn (
af innfluttum kísilleir. Svo sem sagt var frá fyrr í þessu
erindi, notuðu verksmiðjumar allar árið 1961 141400
MWh af raforku. Samkvæmt því þarf um 6 MWh til
þess að framleiða hvert eitt tonn af áburði með þeim
aðferðum, sem viðhafðar eru i áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi.
Niðurlag.
Það er nú komið að lokum þessa erindis. Eru þó mörg
atriði ónefnd, sem vert hefði verið að minnast á og mik-
ilvæg eru í sambandi við framleiðslu áburðar og starf-
semi áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sérstaklega.
Til dæmis hefur ekkert verið minnzt á, hvaða starfs-
lið er nauðsynlegt við svo inargbrotinn verksmiðjurekst-
ur, og hvaða kröfur þarf að gera til menntunar og
reynslu þeirra, sem við reksturinn fást. En eins og að
líkum lætur þarf að vinna mörg ólík störf í sa.mbandi
við slíka starfsemi, bæði á sviði vélgæzlu, framleiðslu- t
eftirlits og viðhalds. Þess má geta í þessu sambandi, að
verksmiðjan hefur sín eigin verkstæði vegna alls við-
halds og endurbóta, og er þar um að ræða vélaverk-
stæði, rafmagnsverkstæði og mælaverkstæði, og vinna
margir iðnaðarmenn á þessum verkstæðum öllum. Vél-
gæzluna sjálfa annast ófaglærðir menn, er fengið hafa
sérstaka þjálfun í hinum ýmsu störfum á vegum verk-
smiðjunnar. Þessir menn eru undir verkstjórn vélstjóra,
er hafa fullkomnustu menntun á sinu sviði. Heildareftir-
lit með öllum rekstrinum og yfirsýn hafa svo verkfræð-
ingar, og er í sambandi við það eftirlit starfrækt m.a.
efnarannsóknastofa.
Annað atriði, sem mjög er mikilvægt í sambandi við
allan verksmiðjurekstur nú á dögum, er hin mikla notk-
un alls konar mæla og sjálfvirkra stjórntækja við fram-
leiðslu. Þróunin á þessu sviði hefur verið gífurlega ör á