Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 9
TlMARIT VPI 1963
103
síðustu árum og: ekkert útlit fyrir, að hún verði það ekki
áfram. Áburðarverksmiðjan var á sínum tíma, þegar
hún var skipulögð og teiknuð, mjög vel úr garði gerð,
hvað þetta atriði snertir, en liklegt er, að væri verk-
smiðjan byggð nú í dag, yrði hún að miklum mun sjálf-
virkari en nú er og skipulag stjórnkerfisins annað. Þá
var í hverri verksmiðju fyrir sig gert ráð fyrir einni
stjórnmiðstöð, þaðan sem hægt væri að fylgjast með
rekstrinum og hafa á hendi stjórn framleiðslunnar. Hins
vegar er mjög sennilegt, að við skipulagningu svona
verksmiðju nú, væri sett upp ein allsherjar stjórnmið-
stöð fyrir allar verksmiðjurnar, og færi meira eða minna
sjálfvirk stjórn framleiðslunnar fram þaðan, og væri
verksmiðjunni þá stjómað af mjög fáum mönnum.
Sem dæmi um það, hve langt menn eru komnir i sjálf-
virkni á sviði ammoníakframleiðslu, má geta þess, að
nú er starfandi í Bandarikjunum verksmiðja, er fram-
leiðir ammoníak úr jarðgasi og lofti, sem er algjörlega
sjálfvirk undir stjórn reiknivélar, allt frá því að jarð-
gasið fer inn í vatnsefnisverksmiðjuna, þar til amm-
oníakið kemur út. Slík er tæknin orðin á þessu sviði nú,
og þó aðeins á byrjunarstigi, hvað stjórn reiknivéla á
heiium verksmiðjum áhrærir. Fleiri dæmi mætti nefna
um þetta atriði, en verður ekki gert að þessu sinni.
Hins vegar er fullvíst, að á næstu árum og áratugum
munu stjórntæknin og sjálfvirknin gegna æ mikilvæg-
ara hlutverki í atvinnulífi Islendinga, og er dæmi það,
sem nefnt var um sjálfvirkni í ammoníakiðnaðinum,
táknrænt fyrir það, sem kemur í þessum efnum.
Sementsframleiðsla og sementsverksmiðja
Útvarpserindi flutt 9. desember 1962 í erindaflokknum „Tækni og verkmenning".
Eftir dr. Jón E. Vestdal, efnaverkfræðing
Á þeim rúmum fjórum árum, sem framleitt hefur verið
sement í verksmiðjunni á Akranesi, hafa verið afgreiddir
frá henni um 6.400.000 sekkir af sementi til innlendra
aðila, eða um 320 þús. tonn. Ef miðað er við verðlag i
landinu eins og það er nú, er verðmæti þessarar fram-
leiðslu einnar um 400 millj. kr.
Ef engin framleiðsla hefði átt sér stað í verksmiðjunni
á Akranesi — hún ekki verið til — hefði þetta sama
magn örugglega verið flutt til landsins frá útlöndum.
Fyrir það hefði þurft að greiða í erlendum gjaldeyri —
aftur miðað við núverandi gengi íslenzku krónunnar —
um 280 millj. ísl. kr., og er þá gert ráð fyrir, að flutn-
ingur til landsins sé greiddur í erlendum gjaldeyri, enda
getur skipastóll landsins ekki fullnægt flutningum að og
frá landinu eins og nú er, og þá því siður ef hið mikla
magn sements bættist við.
Til framleiðslu á þessum 320 þús. tonnum af sementi
hefur verksmiðjan þurft að kaupa erlendan varning,
einkum olíu, skeljasand, umbúðir, gips og varahluti.
Fyrir það hafa verið greiddar í erlendum gjaldeyri um
90 millj. ísl. kr., og er enn miðað við núverandi gengi
krónunnar. Á þessum fáu árum, sem sement hefur verið
framleitt í landinu, hafa þvi sparazt 190 millj. ísl. kr.,
og er það meira en nemur öllum erlendum stofnkostn-
aði verksmiðjunnar á núverandi gengi. Á þessu stutta
tímabili hefur verksmiðjan því í raun og veru gert meira
en greiða allan þann erlenda stofnkostnað, sem í hana
var lagður. Og enn á hún væntanlega eftir að spara
miklu hærri fjárhæðir í erlendum gjaldeyri, ekki sizt
eftir að farið er að dæla skeljasandi til verksmiðjunnar
með íslenzku skipi, en kostnaður við skeljasandsnámið
kostar árlega mikið fé, og hefur það fram til þess verið
greitt í erlendum gjaldeyri.
Nú er með þessu ekki nema hálfsögð sagan. Almenn-
ingur í landinu, notendur sementsins, spyrja ekki fyrst
um mikil framleiðsluverðmæti og sparnað í erlendum
gjaldeyri. Þeir spyrja að sjálfsögðu fyrst og fremst um
það, sem að þeim snýr, og er slíkt ekki nema eðlilegt.
Hvert er verðið, sem greitt hefur verið fyrir sementið,
er það sambærilegt við verð á erlendu sementi, ef inn
hefði verið fiutt? Og er hin innlenda framleiðsla sam-
bærileg við það, sem inn hefur verið flutt og inn var
flutt áður en verksmiðjan tók til starfa? Neytendur
væru vissulega óhyggnir, ef þeir huguðu ekki fyrst og
fremst að þessu tvennu.
Fyrst verðlagið.
Áður en hafin var framleiðsla sements hér á landi
hafði verð þess verið svipað á helztu höfnum umhverfis
landið, einna lægst í Reykjavík og einum til tveimur
stærstu höfnum utan Reykjavíkur, en annars staðar
nokkru hærra vegna aukins flutningskostnaðar á hinar
minni og lakari hafnir. Þegar farið var að selja hina
innlendu framleiðslu, var það sjónarmið rikjandi hjá
ríkisstjórn og verksmiðjustjórn, að þess skyidi gætt við
verðlagningu sementsins, að enginn landsmanna hefði
óhag af tilkomu hennar, heldur nokkum hag. Var því
verð á íslenzka sementinu ákveðið með hliðsjón af verði
á því erlenda sementi, er þá var hér til sölu: og verð
íslenzka sementsins ákveðið lítið eitt lægra en hins er-
lenda og verðlagningunni ennfremur þannig fyrir komið,
að verð sementsins yrði svipað hvarvetna á landinu,
eins og verið hefði undanfarna áratugi.
Þessi sjónarmið eru enn ríkjandi í sambandi við verð-
lagningu sementsins. Þegar verðbreytingar hafa orðið á
sementi á undanfömum fjórum árum, hefur ekki verið
hægt að styðjast við verð á erlendu sementi, sem hér væri
til sölu, eins og hægt var að gera hið fyrsta skipti. Þess
í stað hefur verið stuðzt við verðútreikninga Hagstofu
Islands á innfluttu sementi og verðið ævinlega verið á-
kveðið lægra en þessir útreikningar sýndu, og hefur mun-
I