Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Side 11
TlMARIT VFl 1963
105
nógu kalkrlkur til sementsframleið'slu, nema hreinsun
kæmi til.
Meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, var haft sam-
band við bandarísk fyrirtæki um framleiðslu sements
úr hinum íslenzku hráefnum. Þó var engin ný áætlun
gerð á þessum árum.
Er heimsstyrjöldinni lauk, jókst innflutningur sements
mikið, og var þá strax tekið til við málið á nýjan leik.
Voru enn gerðar ýmsar athuganir í sambandi við málið,
og voru niðurstöður þeirra athugana lagðar fram sem
greinargerð með frumvarpi til laga um sementsverk-
smiðju. Það var lagt fram á Alþingi 1947, og varð sið-
ar, litt breytt, að lögum. Með þeim lögum var ríkis-
stjórninni veitt heimild til að reisa sementsverksmiðju,
er framleiddi 250 tonn af sementi á sólarhringi hverjum.
1 lögunum var ekki ákveðið, hvar verksmiðjan ætti að
rísa af grunni, en í frumvarpinu var hins vegar gert
ráð fyrir, að hún yrði reist í önundarfirði. Var stað-
setningin miðuð við þau hráefni, er til framleiðslunnar
skyldi nota og nánar var greint frá í greinargerðinni,
er fylgdi frumvarpinu. Þar var sem sé gert ráð fyrir,
að til framleiðslu sementsins skyldi aðeins nota eitt hrá-
efni: skeljasandinn I önundarfirði, að visu ekki sand-
inn, eins og hann væri tekinn úr fjörum i firðinum, held-
ur skyldi hann sæta áður sérstakri meðferð, er í því
væri fólgin að fjarlægja úr honum nokkuð af því járni,
sem í honum er og fylgir basaltkornunum. Þótti ekki
nauðsynlegt að nota til viðbótar kísilsýruríkt viðbótar-
efni, og hafði þó annarsstaðar verið gert ráð fyrir inn-
flutningi á miklu magni af kísilsandi, ef nota ætti sand-
inn í Önundarfirði til framleiðslu sements. Hið lága kís-
ilsýruinnihald flestra íslenzkra steinefna hefur valdið
einna mestum erfiðleikum í sambandi við hugsanlega
framleiðslu sements hér á landi og öflun slíkra efna mjög
kostnaðarsöm. Það hefði því orðið málinu til mikils
framdráttar, ef rétt hefði reynzt, að eigi þyrfti kísil-
sýrurika viðbót við skeljasandinn, sem ævinlega er bland-
aður meira eða minna af basalti eða móbergi. Sú varð
þó ekki raunin, eins og síðar verður að vikið.
Þegar sýnt þótti, að frumvarpið um sementsverk-
smiðju myndi verða samþykkt á Alþingi, var sótt um
fjárfestingarleyfi, svo að hægt væri að hef ja framkvæmd-
ir hið bráðasta, en slík leyfi þurfti fyrir öllum fram-
kvæmdum í þá daga. Eigi var þó hafizt handa, heldur
fenginn hingað til lands erlendur sérfræðingur til að
fara yfir fram komnar áætlanir um framleiðslu sements
hér á landi og athuga sérstaklega, hvort hagkvæmara
myndi vera að reisa verksmiðjuna í önundarfirði eða
Patreksfirði. Dvaldi sérfræðingurinn hér á landi nokk-
um tíma sumarið 1948, og gekk hann frá skýrslu sinni
um haustið.
Niðurstöður af athugunum sérfræðingsins voru ekki
þess eðlis, að vænlega horfði um framgang málsins. Taldi
hann ógerlegt að framleiða sement úr skeljasandinum
einum saman, og ekki væri heldur hægt að nota skelja-
sandinn í önundarfirði óhreinsaðan, þar sem hann væri
ekki nægilega kalkrikur. Sandinn í Patreksfirði þyrfti
hins vegar ekki að hreinsa. En ekki yrði komizt hjá þvi
að nota til viðbótar kísilsýrurík steinefni, frá hvorum
staðnum sem sandurinn væri tekinn, og gerði hann ráð
fyrir, að flytja þyrfti inn frá útlöndum 6500 tonn af
kísilsandi til framleiðslu á 75 þús. tonnum af sementi.
Áætlanir hans um stofnkostnað og reksturskostnað verk-
smiðju á Patreksfirði og í önundarfirði gáfu eigi heldur
tilefni til bjartsýni í þessu efni.
Þótti nú þunglega horfa um málið, og sumir þeirra,
er þvi voru kunnugastir, töldu allt útlit fyrir, að ekki
yrði frekar að gert, enda var ekki ráðizt í framkvæmdir,
þótt rikisstjórninni væri það heimilt lögum samkvæmt.
Þess í stað skipaði atvinnumálaráðherra í ársbyrjun 1949
þriggja manna verkfræðinganefnd, er ljúka skyldi rann-
sóknum og öðrum undirbúningi að sementsverksmiðju.
Nefndin athugaði þær áætlanir um framleiðslu sem-
ents, er gerðar höfðu verið, einkum hina síðustu, er gerð
var af erlendum sérfræðingi árinu áður. Varð ekki kom-
izt að annarri niðurstöðu en sérfræðingurinn með þau
hráefni, þ.e. skeljasand á Vestfjörðum í önundarfirði eða
Patreksfirði, er hann hafði haft til athugunar og honum
verið vísað á, og voru athuganir nefndarinnar einungis
til staðfestingar áætlunargerðarinnar.
«
Eins og fram hefur komið í því, er nú var rakið, beind-
ist athygli manna nær eingöngu eða eingöngu að skelja-
sandi á Vestfjörðum, er framleiðsla sements bar á góma.
Það var ekkert undarlegt, þótt helzt væri hugsað til
skeljasands i þessu sambandi, því að kalk eða kalksteinn
er hvergi til hér á landi svo nokkru nemi, að því bezt
er vitað. Hafði það verið athugað eitthvað í byrjun ald-
arinnar, er sementsframleiðslu bar fyrst á góma hér á
landi, og eru heimildir til fyrir því. Mun kalksteinn sá,
sem brenndur var i kalkofninum i Reykjavik á sínum
tíma, aðallega hafa verið athugaður, en magn hans er .
allt of lítið, til þess að á honum verði byggð framtíð
sementsverksmiðju, þó smá sé. Og enn er ekki vitað til,
að verulegt magn af kalksteini finnist hér í jörðu.
Sementsframleiðsla hér á landi hlaut því að byggjast
á sltel eða skeljasandi, og er það raunar ekkert neyðar-
úrræði, því að vel getur skelja- eða skeljasandsnám
legið betur við til þessarar framleiðslu en annað kalk.
Aðstæður allar ráða hér mestu um.
En er þá skeljasandurinn á Vestfjörðum ekki tilval-
inn til notkunar í þessu skyni?
Sjálfur sandurinn í Patreksfirði er hentugur til þess-
arar framleiðslu, síður sandurinn í Önundarfirði, þvi að
hann er ekki nægilega kalkríkur. Þótt hægt sé að hreinsa
hann og hreinsunin sjálf sé ekki mjög kostnaðarsöm, þá
myndi verða um mjög mikinn úrgang að ræða, sem
erfitt gæti orðið að fjarlægja. Magn sandsins á báðum
þessum stöðum er allmikið, en þó nokkuð takmarkað.
Víðar á Vestfjörðum má fá skeljasand nothæfan í þessu
skyni.
En ýmsar aðstæður á Vestfjörðum eru óhagstæðar,
þótt sumt hafi batnað á síðasta áratug. Mest kveður
þó að því — og er það óbreytt frá þvi sem áður var
— hve langt er þaðan til aðalmarkaðssvæðisins fyrir
sement, sem er og hefur verið á Suðvesturlandi, og er
það svo augljóst mál, að óþarft mun að skýra það nánar.
Af þessum ástæðum kom sú spurning fljótlega upp
í verkfræðinganefndinni, hvort ekki mætti fá skeljasand
til framleiðslu sements nær þessu aðalmarkaðssvæði en
á Vestfjörðum.
Þeir sem lengst höfðu um mál þetta fjallað og áttu
að vera öllum hnútum kunnugastir, töldu slíkt ekki koma
til greina, búið væri þá þegar að gera gaumgæfilega at-
hugun í því sambandi. Við, sem vildum gera nánari at-
hugun í þessu sambandi, höfðum helzt í huga Faxaflóa-
svæðið, fannst það að ýmsu leyti einkennilegt, ef skelja-
sandur fyndist á fjörum einungis á Vestfjörðum, að-
stæður þar væru ekki það sérkennilegar, að slíkt ætti
að eiga sér stað. En fullyrt var, að sú væri þó raunin,