Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Page 12
106
TlMARIT VPl 1963
og voru nefndir tilteknir rannsóknarleiðangrar, sem
farnir höfðu verið á þetta svæði í leit að skeljasandi, en
án árangurs. Virtust umsagnir kunnugra manna víða á
þessum slóðum styðja þennan málstað. Fyrirspurnir til
manna kunnum staðháttum báru þann árangur, að ekki
væri vitað um tilvist skeljasands neinsstaðar umhverfis
Faxaflóa annarsstaðar en á Garðskaga, og fengust þess-
ar fréttir frá Snæfellsnesi, Akranesi og víðar að.
Eigi að síður hélt meiri hluti verkfræðinganefndarinn-
ar fast við þá skoðun sína, að slíkar stórframkvæmdir
sem þær, er hér væri um að ræða, krefðust hins vand-
legasta undirbúnings, ef ekki ætti illa að fara, og eigi
væri svo mikið í sölurnar lagt, þótt þær athuganir, sem
gerðar höfðu verið, væru endurteknar til fyllsta öryggis,
og fékk það álit framgang, þó ekki nema með úrskurði
ráðherra.
Var því enn hafin leit að skeljasandi, er nota mætti til
framleiðslu sements.
Fyrstu rannsóknarferðina fór ég einn nefndarmanna
um páskana 1949. Var farið vestur á Snæfellsnes. Er þar
á staðnum var spurt eftir þvi, hvort skeljasandur væri
þar í fjörum, fékk ég ævinlega hið sama svar, að svo
væri ekki. En með nokkuð breyttu orðalagi spurningar-
innar, hvort ljós sandur væri þar í fjörum, kom annað
hljóð í strokkinn, ljós sandur væri hvarvetna á fjörum
á Snæfellsnesi. Er að var gáð næstu daga, rejmdist og
svo vera, og það jafnframt, að hinn ljósi sandur var
skeljasandur, eins og rannsóknir sýnishorna sýndu, er
ég gerði við heimkomuna, enda naumast um annan ljós-
an sand að ræða hér á landi en skeljasand.
Við nánari athugun kom í ljós, að feiknamikið magn
skeljasands er á fjörum og langt upp til lands á mörg-
um stöðum á sunnanverðu Snæfellsnesi, og hefur ann-
arsstaðar verið skýrt frá því, einnig samsetningu sands-
ins. En við sunnanverðan Faxaflóa er einnig til allmikið
magn skeljasands, einkum austan og sunnan Garð-
skaga.
Er það spurðist, að sandurinn í Breiðuvík og annars
staðar á sunnanverðu Snæfellsnesi væri nothæfur til
framleiðslu sements, skýrðu sjómenn, er stunduðu drag-
nótaveiðar í Faxaflóa, frá því, að samskonar sandur
væri sumsstaðar í botni Faxaflóa og væri á Snæfells-
nesi. Höfðu þeir komizt að raun um, að svo væri með
því að taka smásýnishorn af botninum, þar sem þeir
voru að veiðum. Sóttust þeir eftir að stunda veiðarnar,
þar sem botninn var ljós að lit, því að þá var kolinn,
sem þeir veiddu, nokkru ljósari að lit en ella og verð-
meiri. Botnsýnishornunum náðu þeir upp með því að
klessa smjörlíkisklípu neðan á blýsökku. Er hún snerti
botninn, klesstist efsta yfirborð hans á smjörlíkið og
kom í ljós, er upp var dregið.
Að fengnum þessum fréttum var á útmánuðum 1949
framkvæmd kerfisbundin rannsókn á efsta botnlagi á öll-
um innanverðum Faxaflóa. Við þær rannsóknir kom í
ijós, að efsta botnlag á víðáttumiklum svæðum innan við
svonefnt Syðra-Hraun í Faxaflóa var skeljasaadur, og
víða var samsetning hans með þeim hætti, að framleiða
mátti úr honum sement án undanfarandi hreinsunar. Virt-
ist hér vera um feikna mikið magn að ræða. En rann-
sókn á magninu og þykkt skeljasandslagsins varð þó ekki
framkvæmd á því ári, því að engin tæki voru þá til hér
á landi til slíkra rannsókna, enda reyndar ýmsum vand-
kvæðum bundið að mæla þykkt sandlagsins á svo miklu
dýpi, sem hér var um að ræða, 30—40 m. Rannsóknirnar
á magni sandsins, er gerðar voru ári síðar, staðfestu það,
sem við var búizt, að feiknamikið magn skeljasands væri
á þessum slóðum.
Er skeljasandurinn í og umhverfis Faxaflóa hafði fund-
izt, höfðu viðhorf öll til sementsverksmiðjumálsins ger-
breytzt. Hagurinn af því að geta reist verksmiðjuna við
aðalmarkaðssvæði fyrir sement, notað rafmagn frá vatns- v
orkuveri og haft hentugt aðalhráefnið skammt imdan,
er mjög mikill og skiptir mörgum milljónum króna á
ári í bættri afkomu verksmiðjunnar miðað við verk-
smiðjurekstur á Vestfjörðum.
Verkfræðinganefndin skilaði áliti í júní 1949 og gerir
þar ráð fyrir að nota skeljasandinn úr Faxaflóa til fram-
leiðslunnar, enda reyndist magn hans nægilegt. Kostnað-
aráætlanir báru það með sér, að vel myndi það svara
kostnaði að reisa og reka verksmiðju hér á landi við þær
aðstæður, er nú höfðu fengizt.
Þótt nú væri hægt að fá aðalhráefnið í sement, kalkið,
við tiltölulega hagstæðar aðstæður, var þar með ekki
allt fengið, því að úr skeljasandi einum, eins og hann er
hér fyrir hendi, er ekki hægt að búa til sement.
Skeljasandur hvarvetna hér á landi er myndaður úr
skeljabrotum og basalt- eða móbergskornum. Skeljabrot-
in eru nokkurn veginn hreint kalk. Magn þeirra í sand-
inum þarf að vera um eða yfir 80%, til þess að hægt
sé að framleiða úr honum sement án undanfarandi hreins-
unar og fer þó nokkuð eftir því, hvert viðbótarefnið til
framleiðslunnar er notað. Sandurinn víða i Faxaflóa og «-■
í Patreksfirði er þannig á sig kominn, en óvíða annars
staðar. 1 önundarfirði t.d. eru ekki nema um 60%
sandsins skeljabrot.
Kemisk samsetning basalts og móbergs er nokkurn t
veginn hin sama. 1 hvoru tveggja eru þau efni, sem i
sementi þurfa að vera, og ennfremur efni, sem í því
mega vera án þess að fram komi gallar í sementinu.
Aðalefni hins fullgerða sements eru kalsíumsiliköt, þ.
e. kemísk sambönd kalks og kísilsýru. En til þess að
hægt sé að koma hinum kemisku tengslum á milli kalks-
ins og kísilsýrunnar, þurfa hráefnin til framleiðslunnar
að innihalda, auk þessara tveggja efna, járn- og alúm-
iníumsambönd. Svo vel vill til, að basalt og móberg
innihalda öll þau fjögur efni, sem nú voru nefnd: kalk,
kísilsýru, járn- og alúminíumsambönd. Kalkinnihald
hvors tveggja er hverfandi lítið, um 10%, og skiptir
litlu máli i þessu sambandi, skeljabrotin fullnægja kalk-
þörfinni til framleiðslunnar. Hin þrjú efnin skipta mestu
máli í þessu sambandi. Af kísilsýru inniheldur basalt og
móberg 45—50%, og er þar fenginn verulegur hluti þess
kísilsýrumagns, sem til framleiðslunnar þarf að nota, þó
ekki allt magnið, eins og nánar verður að vikið. Af járn-
og alúmíníumsamböndum inniheldur basalt og móberg
25—30%, reiknað sem oxyd, nokkurn veginn sinn helm-
inginn af hvoru, þó venjulega litlu meira af alúmíníum-
samböndum. Þetta nægir til framleiðslu sements.
En til þess að hægt sé að framleiða sement án veru- <
legra rekstrartruflana úr þessum hráefnum, þurfa hrá-
efnin að innihalda a.m.k. helmingi meira af kísilsýru en
járn- og alúmíníumsamböndum samanlagt, reiknað sem
oxyd. Sú er ekki raunin með basaltið og móbergið og
vantar töluvert af kísilsýru. Þessi staðreynd varð inn-
lendri sementsframleiðslu æ til mikilla trafala, því að
kísilsýruríkar bergtegundir eru sjaldgæfar hér á landi.
Eins og fram hefur komið í því, er að framan var
sagt, var fyrr á árum ötullega að þvi unnið að finna
kísilsýruríka steintegund, er nota mætti til þessarar fram-
leiðslu og afla mætti með hóflegum tilkostnaði. Beindist
<