Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Síða 18
112
TlMARIT VFl 1963
sérstaka útlagningarvél fyrir malbikið, en það má leggja
eftir listum með handverkfærum, en þá þurfa æfðir
menn að vinna, ef áferð á að fást viðunandi.
Malbikslag er að jafnaði lagt 4—5 sm þykkt i íbúðar-
götum en nokkru þykkra i umferðargötum.
Malbik telst til svokallaðra sveigjanlegra slitlaga.
Það getur því við frostlyftingar fallið óbrotið í nokkurn
veginn eðlilegt horf, þegar þiðnar. Til þess að brjóta upp
malbik þarf loftverkfæri en tiltölulega auðvelt er að
lagfæra göt í malbiki án þess að verulegra missmíða
verði vart. Með núverandi verðlagi er verð á malbiki út-
lögðu og þjöppuðu um 200 kr/m3 eða 5 sm þykkt lag kost-
ar um 100 kr/m=. Þar af er asfaltverðið um 30 kr.
Á síðastliðnu ári voru birtar niðurstöður af umfangs-
mestu tilraunum sem gerðar hafa verið í vegagerð.
Tilraunin var gerð á vegum „The American Associa-
tion of State Highway Officials."
Lagður var tilraunavegur með mismunandi gerð af
slitlögum og undirstöðum. Eftir þessum vegi var ekið
daglega í tvö ár (1959 og 1960) nálægt 100 bílum í 19
klst. á dag.
Höfuðmarkmið tilraunarinnar var að kanna áhrif um-
ferðarinnar á slitlag úr malbiki, járnbentri og ójárn-
bentri steinsteypu.
Heildarniðurstaðan varð sú, að þegar tilrauninni lauk,
voru af steinsteyptu köflunum 75% yfir ákveðnu gæða-
marki en aðeins 24% af malbiksköflunum. Á þeim kafla,
sem umferðin var léttust voru tölurnar 93% fyrir steypu
og 59% fyrir malbik. Það skal tekið fram, að hér var
allsstaðar um þungaumferð að ræða. Enginn verulegur
munur kom fram á járnbentri og ójárnbentri stein-
steypu.
Steinsteypt slitlag er tvímælalaust, ef rétt er gert,
varanlegasta slitlag sem völ er á. Steinsteypan er einnig
það byggingarefni, sem flestir þekkja, enda nær ein-
vörðungu notuð hérlendis til meiriháttar mannvirkja-
gerðar. Auk þess er sementið nú innlend framleiðsla.
Steypugerð er óþarft að lýsa, en þó skal þess getið, að
þeir eiginleikar sem einkum eru mikilsverðir hjá gatna-
steypu eru: frostþol, slitþol og beygjutogþol. Við lagningu
steypuslitlaga á vegi eru notaðar stórvirkar útlagning-
ar- og jöfnunarvélar, en slík tæki koma vart til greina
nema við meiriháttar gatnagerð.
Steinsteypa er stíft slitlag og getur því brotnað í
frostlyftingum. Ennfremur eru miklir erfiðleikar ef
grafa þarf í götur með steypuslitlagi.
Steypuslitlag er hér að jafnaði haft ójárnbent 18—20
sm þykkt.
Verðið á 18 sm þykku slitlagi er um 180—200 kr/m2,
fullfrágengið, þar af sement fyrir um 80—100 kr.
Á síðustu 5 árum hefir rutt sér til rúms á Norður-
löndum ný aðferð við gerð slitlaga á vegi og götur. Er
hér um einskonar olíubundinn ofaníburð að ræða. Yfir-
borðsáferð getur orðið mjög svipuð og á malbiki, en auk
þess hefir þetta slitlag þann kost, að hægt er að rífa
það upp, t.d. með veghefli, og endurleggja það. Ekki er
nauðsynlegt að hita ofaníburðinn við blöndunina, en not-
uð eru svokölluð amin, sem gera það að verkum að
olían binzt við blautan ofaníburðinn. Olíuþörf er um
3V2%.
Verð á útlagðri olíumöl 4 sm þykkri eru um 40—50
kr/m2, þar af olíuverð um 16 kr.
Rétt er að leggja á það ríka áherzlu, að gerð allra
þessara slitlaga krefst nákvæmra rannsókna á þeim
efnum, sem nota á, svo og að gerðar séu tilraunablönd-
ur til þess að nokkuð öryggi fáist fyrirfram um gæði
slitlagsins.
Hér á landi hefir mest verið lagt af malbiksslitlagi,
nokkuð af steypu og á síðastliðnu sumri voru gerðar
nokkrar tilraunir með olíumöl. Steinefni til malbiksgerð-
ar hefir víðast hvar verið mulið basalt (blágrýti eða grá-
grýti), þó hefir á einum stað verið notað gjall (rauðamöl).
Höfuðorsakir þess, sem miður hefir tekizt í gatnagerð
hérlendis eru þessar: Undirstöður gatnanna hafa víða
ekki haft nægjanlegt burðarþol, vegna sífellt þyngri
farartækja. Sumsstaðar hefir frostöryggi undirstaðna
ekki verið nægjanlegt.
Efni til slitlaganna hefir stundum verið ábótavant.
Þekkingarleysi og ófullkomnum eða óhentugum tækjum
er einnig stundum um að kenna. Hin umhleypingasama
veðrátta á ekki hvað minnstan þátt í lélegu ástandi
gatnanna.
Áðurnefndar tilraunir í Ameríku sýndu glögglega, að
meginskemmdir á malbiksslitlagi urðu, þegar frost voru
að fara úr jörðu.
Áhrif veðráttunnar verðum við að kanna ýtarlega og
það sem fyrst. Meðan því verki er ólokið verða ekki
gerðar örugga áætlanir um varanlega gatnagerð.
Vatnsveitur.
Vatn er ein af undirstöðum lífsins á jörðinni. Snemma
munu menn því hafa hafizt handa um gerð vatnsveitna
og eru um það margar og merkar menjar. Hér á landi
voru vatnsból víðast brunnar eða bæjarlækir og vatnið
boiið í bæina. Vitað er þó, að hugvitssamir bændur
veittu bæjarlæknum inn í göng eða skemmu, þannig að
ekki þurfti út til vatnsburðar. Mun það vera fyrsti
vísir að vatnsveitum hér á landi.
Vatnsveita Reykjavíkui' tók til starfa árið 1908 og
þóttu þá mikil undur ske, er „vatn tók að renna upp í
móti“.
Nú eru vatnsveitur i flestum kaupstöðum og kaup-
túnum landsins, en nokkur misbrestur mun vera á, að
þær fullnægi allar þeim kröfum um hollustuhætti, sem
almennt eru gerðar.
Samkvæmt rannsókn, sem gerð var um land allt ný-
verið af Rannsóknarstofu Fiskifélagsins — gerlarann-
sóknardeild •— þá taldist vatn úr helmingi þeirra vatns-
bóla, sem athuguð voru, óneyzluhæft, en úr tæpum 30%
vatnsbólanna var vatnið gallalaust. Verður þetta að telj-
ast alvai'legt ástand bæði vegna þess matvælaiðnaðar,
sem er á þessum stöðum, svo og vegna íbúanna sjálfra,
sem daglega neyta þessa óheilnæma vatns. Víða má
sjálfsagt með tiltölulega litlum kostnaði gera ráðstaf-
anir til bóta með því að byrgja aðrennsli, gera síur o.þ.h.
Það má með eindæmum teljast að flest byggð ból á
landinu hafa vatnsveitur annaðhvort frá náttúrlegum
uppsprettum eða rennandi vatnsföllum, en viðast hvar
í heiminum er öflun nægjanlegs neyzluvatns alvarlegt
vandamál, auk þess sem margbrotinna hreinsunarað-
gerða er þörf.
Vart geta það því talizt of miklar kröfur, að við ger-
um þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til hreinsun-
ar á neyzluvatni okkar.
Áðurnefndar rannsóknir beindust einkum að gerlainni-
haldi vatnsins, enda mun það fátítt, að vatn hérlendis
innihaldi skaðleg efnasambönd.
Tryggileg gerilsneyðing er venjulega framkvæmd með
því að blanda klóri í vatnið. Er ýmist notuð upplausn af
natríumhypokloridi eða klórgas. Klórmagnið er háð