Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 19
TlMARIT VF1 1963
113
óhreinindum þeim, sem í vatninu eru, allt frá 0,3 til 3
g/m3, þó þannig að klórmagnið í vatninu eftir hieinsun-
ina sé minna en 0,1—0,3 g/m3. Með þessari aðferð er
hlutfall coligerla I hreinsuðu og óhreinsuðu vatni talið
vera 1:2000—1:3000.
Nokkra gerlahreinsun er hægt að framkvæma með
því að sía vatnið hægt í gegnum um það bil 1 metra
þykkt sandlag. Talið er að með því móti geti áðurnefnt
hlutfall verið 1:100.
Vatnsnotkun hérlendis er mun meiri heldur en í ná-
grannalöndum okkai' í Evi'ópu eða um 500 1/sólarhring á
íbúa. Vatnsfrek iðnaðarfyrirtæki svo sem fyrstihús, slát-
urhús, mjólkurbú o. fl. nota vatnsmagn, sem oft er
margfalt það, sem íbúar viðkomandi bæja nota til allra
annarra þarfa. Algengast er, að vatni sé safnað í vatns-
geyma, sem liggja það hátt að frá þeim fáist sjálfrennsli
til hæstu staða bæjarins. Almenn krafa er að við hæstu
tappastaði sé vatnsþrýstingur 5 m vatnssúla. Náist ekki
nægjanlegur þrýstingur getur reynzt nauðsynlegt að
setja dælur í einstaka hús eða heil hverfi, sem hæst
liggja. Vatnið er leitt til bæjanna og um þá í pípum
ýmist úr stáli, steypujárni asbesti og nú á síðustu árum
í plastpípum. Nauðsynlegt er að pipur þessar liggi það
djúpt að frost nái ekki til þeirra. Undanteknar eru þó
sverar aðfærsluæðar þar sem telja má öruggt að alltaf
eigi sér stað eitthvert rennsli í þeim. Vatnsæðar innan-
bæjar skulu vera hringtengdar og rennilokar við allar
aðalgreiningar, þannig að sem minnst óþægindi verði
ef loka þarf einhverjum hluta kerfisins vegna bilana.
Einn er sá þáttur vatnsveitna, sem enn er ótalinn, en
það er hlutur þeirra í brunavörnum. Brunahana skal
setja í allar götur. Samkvæmt sænskum kröfum skulu
vatnslagnir, sem brunahani er tengdur við, flytja um 18
1/sek. í minni bæjum en 27 1/sek. í hinum stærri.
Víða um land eru í skjóli ófullnægjandi byggingar-
eftirlits eða úreltra byggingarreglna reistar byggingar,
sem ekki uppfylla kröfur um brunavarnir. Mýmörg dæmi
eru um sorglegar afleiðingar, þegar slíkt fer samhliða
ófullkominni vatnsveitu.
Skolpveitur.
Jafnframt því sem skipulagsuppdráttur er gerður er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir holræsakerfi stað-
arins. Á þetta sérstaklega við um byggð á flötu landi.
Kostnaðarauki við holræsagerð getur verið mjög mikill
eingöngu vegna óheppilegrar legu gatna. Holræsi eru hér
eingöngu gerð úr steinsteyptum pípum, sem lagðar eru í
skurði í götuna, oftast ein lögn.
Undirstaða holræsa skal traust og jöfnuð með sand-
lagi. Sé um sverar pípur að ræða er nauðsynlegt að
steypa undirstöðuplötu undir pípurnar.
Ævinlega skal leggja holræsi með því að setja upp
miðunarskífur, sérstaklega er slíkt nauðsynlegt þegar
um lítinn halla er að ræða.
Á holræsum eru brunnar að jafnaði með 70 m bili, til
þess að hægt sé að hreinsa leiðslurnai', ef þær stíflast.
Holræsapípur skal leggja í frostfríu dýpi, auk þess sem
nægilegur jarðvegur skal vera ofan á pípunum til þess
að dreifa þunga frá ökutæjum svo pípurnar brotni ekki
af þeim sökum. Holræsi skulu hafa nægilegan halla til
þess að óhreinindi setjist ekki í pípurnar. Þessi halli
ákvai'ðast af því vatnsmagni, sem pípurnai' flytja en
aldrei skyldi leggja endalögn með minni halla en 10%o
þ.e. 1 sm á metra.
Hinar einstöku götuleiðslur sameinast jafnan í eina
stóra leiðslu, aðalræsi, sem flytur skolpið til sjávar eða
í opið vatnsfall.
Útrásir skal leggja eins langt í sjó út og föng eru á og
a.m.k. út í stórstraumsfjöruborð. Tryggilega skal ganga
frá endum útrása, svo sjórinn beri ekki grjót og þara inn
í ræsið. Erlendis eru víða frá stórborgum lagðar neðan-
sjávarleiðslur á haf út.
Hér á landi er aðstaða viðast þannig, að hinir stei'ku
sjávarfallastraumar við strendurnar sjá um að bera
burt skolp, sem leitt hefir verið til sjávar. Á nokki-um
stöðum mun þó æskilegt að hreinsa skolp, áður en það
er leitt til sjávar. Einföldustu hreinsistöðvar eru rot-
þrær, en í þeim eru föst efni úr skolpi látin botn-
falla og rotna en skolpvatnið rennur óhreinsað burt.
Hreinsistöðvar fyrir skolp eru allmismunandi eftir því,
hve mikillar hreinsunar er krafizt. Sem dæmi um hve
langt er hægt að komast í hreinsun á vatni og skolpi
má geta þess, að til er það, að neyzluvatn borgar sé
unnið úr sama stöðuvatni sem frárennsli hreinsistöðv-
arinnar er leitt i.
Auk þess að flytja skolp frá byggingum bæjanna er í
holræsi leitt regnvatn og annað yfirborðsvatn af götum
og opnum svæðum. Þegar slitlag er komið á götur, svo
og ef frost er í jörðu, getur yfirborðsvatnið orðið marg-
falt skolpmagnið og er það því ákvarðandi fyrir vídd
leiðslnanna. Af þessum sökum eru, þegar hreinsa þarf
skolpið, oft lögð tvö aðskilin kerfi, annað fyrir skolp en
hitt fyrir yfirborðsvatn. Er regnvatnslögnin þá víðari
og grynnra í jörðu.
Hana má leiða i opna læki eða stöðuvötn.
Að jafnaði er skolp og vatn lagt í sama skurð i göt-
unni. Skal þess þá gætt að vatnslögnin liggi ofar og til
hliðar í skurðinum.
Við nýbyggingu gatna, þar sem fyrirhugað er steypt
slitlag á akbraut, skal tvímælalaust leggja allar lagnir
í gangstéttir og í mörgum tilvikum mun rétt, sérstak-
lega ef um breiðar götur er að ræða, að leggja tví-
strengja leiðslukerfi sitt í hvora gangstétt.
Ekki verður skilið við þessi mál, svo viðunandi sé,
án þess að gera sér nokkra grein fyrir því, hvaða leiðir
löggjafinn ætlar sveitarfélögum til fjáröflimar vegna
þessara framkvæmda.
Samkvæmt gildandi skipulagslögum skal greiða allt
að 3%„ af brunabótamati hverrar nýbyggingar í ríkis-
sjóð. Skal þetta gjald standa undir kostnaði ríkisins við
stjórn og framkvæmd skipulagsmála, en helming kostn-
aöar við mælingar og skipulagsuppdrætti greiða sveit-
arfélögin. Vart getur það talizt sanngjarnt að innheimta
hluta sveitarfélaganna meðan innheimt skipulagsgjald
er mun meira en kostnaður ríkisins af skipulagsmálum.
Frumvarp það til skipulagslaga, sem nú liggur fyrir
Alþingi, gerir ráð fyrir sömu helmingaskiptum. Réttai'a
væri, að sveitarfélögin greiddu áfallinn kostnað, ef skipu-
lagsgjald hrekkur ekki til, þó aldrei meira en helming
alls kostnaðar.
Sveitarfélög innheimta vatnsskatt til þess að standa
straum af rekstri og viðhaldi vatnsveitna. Þessi skattur
er miðaður við húsamat, en heimilt er að selja vatn sam-
kvæmt mæli.
Lagaheimild er fyrir því, að sveitarfélög innheimti
gjöld vegna lagningar gangstétta, holræsa og gatna. Mun
þessi heimild óvíða hafa verið notuð að nokkru marki
fyrr en á síðari árum, er Reykjavíkurborg hefir við lóða-
úthlutun krafið menn gatnagerðargjalds. Er það inn-
heimt sem vist gjald á m3 byggingar, mismunandi eftir