Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 25
TlMARIT VPl 1963 119 Vinnsla, flutningur og dreifing raforku Útvarpserindi flutt 18. nóvemtaer 1962 í erindaflokknum „Tækni og verkmenning". Eftir Aðalstein Guðjohnsen. 1. Inngangur. Hvað er þetta dularfulla fyrirbæri, rafmagn, sem eng- inn getur án verið nú á dögum? Hvernig er það búið til, hvernig er það flutt, hvernig er því dreift manna á meðal? 1 erindi þessu mun ég reyna að svara þessum spurningum. Að vísu er hvorki vinnsla raforkunnar, flutningur hennar né dreifing, takmark í sjálfu sér. Lokatakmarkið er að sjálfsögðu notkun hennar. En þótt ekki sé ætlunin að ræða notkunin hér sérstaklega, er hollt að minnast þess fyrst, hve snar þáttur raforkunotkun er orðin í daglegu lífi okkar. Hugsum okkur, að við værum skyndilega svipt öllu rafmagni um tíma. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif sliks ástands á verksmiðjur og allan iðnað. Þar yrði um algera lömun að ræða. En lítum bara á venjulegt heimili: Ljós- leysi, nema skíma frá kertum, engin hitun, nema hita- veita sé og dælur óþarfar, ísskápur óvirkur, ekkert útvarp, cldavél og bökunarofn óvirk, sömuleiðis brauðrist og hrœrivél. Úti eru götur myrkvaðar, lyftur stöðvaðar í stórhýsum, rafmagnsklukkur óvirkar. öll vinna á heim- ilum er i molum: Saumavél, strauvél, straujám, ryksuga, þvottavél og suðupottur — ekkert af þessu starfar. — Svo gersamlega höfum við gefið okkur rafmagninu á vald. Jafnan er vinnslan sá þáttur raforkunnar, sem athygl- in beinist mest að. Mannvirki til orkuvinnslu eru lika öll með nokkuð stóru sniði, auk þess sem þau eru fjár- frek í stofnkostnaði. Flutningur raforkunnar frá vinnslu- stað til notkunarsvæðis er oftast miklu kostnaðarminni, stundum hverfandi lítill, ef vinnslan fer fram á sjálfu notkunarsvæðinu. Dreifing orkunnar um notkunarsvæðið er oft mjög kostnaðarsöm, en sá kostnaður dreifist oft milli margra aðila og yfir lengri tíma, þannig að almenn- ingur veitir honum minni athygli. 2. tJr sögu rafmagnsins. Svo mjög sem við erum orðin háð rafmagni í öllu dag- legu lífi, og rafmagnið því í rauninni orðið hversdags- legt og sjálfsagt, þá er þó eins og þetta fyrirbæri — raf- magnið — sé alltaf hulið einhvers konar dularhjúp. Menn bera mikla virðingu fyrir því, dást að töfrum þess en óttast afl þess. Sagt er, að fyrir u.þ.b. 2500 árum hafi grískur heims- spekingur, Þáles frá Milcs, eitt sinn verið að handfjatla steina nokkra, gulbrúna, er hann hafði fundið á strönd- inni. Hafði hann af tilviljun nuddað slíkan stein og þá fundið, að steinninn virtist búa yfir sérstakri náttúru. Þales veitti því athygli, að steinninn dró að sér létta hluti, ef hann var borinn nálægt þeim. Steinefni þetta, sem á grísku nefnist elektron, ber á íslenzku heitið rafur eða raf. 1 Kína er og getið um mjög gamlar sagnir um steina, sem drógu að sér járn. Þar hefur verið um segulsteina að ræða, en segulmagn og rafmagn eru mjög skyld fyrir- bæri. Þá er þess getið, að læknir Elísabetar Englandsdrottn- ingar, Gilbert að nafni, endurtók tilraun hins gríska heimspekings. Gilbert þessi tók upp notkun á orðinu ,,elektron“ og er sá orðstofn nú notaður í flestum málum um fyrirbærið rafmagn. 1 íslenzku er það þó nefnt eftir íslenzka heitinu á steinefninu, þ.e. rafurmagn, síðar raf- magn. Tilraunum á sviði vísinda og tækni fór fjölgandi um þessar mundir. Galileo sýndi fram á snúning jarðar, Newton setti fram kenningu sína um þyngdarlögmálið. 1 Bandaríkjunum notaði Benjamin Franklin flugdreka til að sýna fram á, að í eldingunni væri fólgið rafmagn. Italskur prófessor, Gálvani að nafni, komst að þvi, að tveir ólíkir málmar, sem snertu froskfætur, ollu titringi í fótunum. Landi hans Alessandro Volta notfærði sér' þessa niðurstöðu til að gera fyrstu rafhlöðuna. Hún var þannig gerð, að milli platna úr kopar og zinki, var settur pappír, gegndreyptur í sýru. Hér var fundin ný aðferð til að fá fram rafmagn. Daninn Örsted notaði rafhlöðu Volta, lét rafstraum streyma eftir vir milli skauta hennar og komst að því, að segulnál, sem sett var nálægt vírnum, snerist á ákveðinn hátt. Var nú augljóst, að rafstraumur myndaði um sig segulsvið. En nú opnaðist enn ný leið til að vinna raforku, og varð sú aðferð lang þýðingarmest. Tveir menn, Faraday i Englandi og Henry í Bandaríkjunum, framkvæmdu samtímis og án vitundar hvor um annan tilraunir, sem sýndu, að ef vír var hreyfður í segulsviði, þá myndaðist í honum rafstraumur. Þetta var raunar það öfuga við tilraun örsteds og sýndi gagnkvæma tilvist rafmagns og segulmagns. Þótt Morse fyndi upp ritsímann og Bell talsímann, var ekki um neina verulega notkun á rafmagni að ræða, fyrr en Edison hafði smíðað glóþráðarlampann, en það gerði hann árið 1879. Eftir það urðu framfarirnar stór- felldar. Ýmsar kenningar höfðu komið fram um það, hvað raf- magn væri. Fyrst var talið, að um einhvers konar streymandi efni væri að ræða, jafnvel tvö efni, annað jákvætt (pósitíft), hitt neikvætt (negatíft). Englend- ingurinn Tliompson sýndi fram á tilveru smáagna, sem elektrónur eru nefndar. Síðan var sýnt fram á, að allt efni væri gert úr atómum, en þau væru þannig gerð, að í kjarnanum væru tvenns konar agnir, prótónur og neutrónur, en i kringum kjarnann sveifluðust elektrónur. Er kjarninn sagður hlaðinn jákvæðu rafmagni, elektrón- urnar neikvæðu. 1 sumum efnum, t.d. málmum, eru yztu elektrónurnar laust bundnar og má þvi tæla þær til hreyfings. Raf- straumur í slíku efni er þá straumur eða hreyfing slikra elektróna. Efni af þessu tagi eru nefndir góðir leiðarar

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.