Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 5

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 5
ef lil vill má með nokkrum saniii, bein- linis telja föður leiklistarinnar í landinu. Maðurinn, sem á þessu sviði „kveikir“ i skáldjöfrinum Matthíasi, og hagfræðmgn- um Indriða, sem gerist forvigismaður þjóðleikhúshugmyndar Sigurðar, sem var hinn þarfasti og þjóðlegasti maður. Þetla má glögglega ráða af bréfum Indriða til Sigurðar málara. Sigurður sýnir ótvírætt, að hann er maður hins nýja tíma, en þó um fram allt þjóðlegur. Hann er brautryðjandi hinnar fyrstu leikhúsmenningar i landinu. Með honum standa og i þessari baráttu nokkrir merkir menn, svo sem Helgi E. Heigesen cand. theol, sem eigi aðeins um þetta, heldur margt fleira, var hinn merkasti maður. Árið 1866 l eggja þessir menn ásamt fleirum samstarfsmönnum fram merkilegan og mikilsverðan skerf til þess- ara mála til frambúðar, er þeir stofnuðu sjóð, leikiistinni til styrktar. Þar að auki gáfu þeir ýmis leikáhöld. tjöld, fatnað, vopn o. fl. Reykjavíkurbæ til frjálsra af- nota, fyrir þá, sem eftirleiðis kymiu að fást við leiklist. Ekki naut lengi við þessa mikla brautryðjanda i leiklistarstarfsem- inni, því að Sigurður andaðist á hinu sögu- rika minningarári 1874. Eftir lát Sigurðar Guðmundssonar kem- ur nokkur lægð i leiklistarstarfsemina, nema hvað skólapiltar halda henni litil- lega vakandi. Fyrsta leikhúsið i Reykjavik — með föstu leiksviði — er Góðtemplarahúsið. Eiga þar að frumkvæði og framkvæmd á leiksviði, ýmsir þeir karlar og konur inn- an reglunnar, sem urðu vinsælastir leik- arar fram að þessu. 1 ýmsum tilfellum átti þetta upptök sín með nokkrum fjölskj'ld- um og einstaklingum, sem segja má, að þá þegar gengju leiklistinni á hönd. Já, svo ra'kilega, að ættmenn þeirra allt í 3. lið, eiga veigimikinn þátt í framförum leiklistarinnar hér. Má þar til nefna fjöl- skyldur Indriða Einarsson, Guðjohnsens, Borgþórs Jósefssonar, Einars H. Kvaran og Guðlaugs sýslum. Guðmundssonar. V. Leikfélag Reykjavíkur stofnað. Með stofnun Leikfélags Reykjavikur 11. janúar 1897, má segja að hefjist ganga til sigurs leiklistarinnar hér á landi. 'Ýmis- legt það, sem her hefur verið drepið á, var nauðsynlegur og mikilsverður undirbún- ingsþáttur undir þá sigurgöngu. Við marga erfiðleika hafa þeir brautryðjend- ur átt að etja, háð og spott, sult og seyru fyrir hugsjón og list. Ekkert af þessu tók þó enda með stofnun Leikfélags Reykja- vikur. Miklu fremur má segja, að sumt af þessum erfiðleikum hafi verið fylgi- konur þess fram á þann dag, er Þjóð- leikhúsið var opnað fyrir sunnanvindi sæjli daga leikurunum til handa. Hér áður var minnzt á fyrsta leikhúsið. Rétt áður en leikfélagið var stofnað, hillir undir miklar framfarir að því er leikhiis snertir, þar sem er hin mikla bygging Iðnaðarmannahússins í Reykjavík, — einnig með föstu leiksviði. — Stórhýsi á þann mælikvarða. Fyrsta skemmtun í þessu nýja húsi fór þar fram 30. janúar 1897, er var samsöngur undir stjóm Björns Kristjánssonar, Jónasar Helgasonar og Steingríms Johnsens. Fyrstu sjónleikirnir voru svo sýndir þar í febrúar og marz þetta sama ár, og stóð Thorvaldsensfélagið fyrir þeim sýningum. Áður en Leikfélag Reykjavíkui var stofnað, störfuðu um hríð tvö leikfélög. Stofnendur Leikfélags Reykjavíkur voru 19 karlmenn og konur. Af þeim komu frá Leikfélaginu í Breiðfjörðshúsi: Árni Ei- ríksson, Þóra Sigurðardóttir, fyrri kona hans, Gunnþórun Halldórsdóttir, Kristján Þorgrímsson og Sigurður Magnússon cand. theol. frá Flankastöðum. — Frá Leikfé- laginu í Góðtemplarahúsinu komu: Matt- hías Matthíasson, Þorvarður Þorvarðar- son, Sigríður Jónsdóttir, fyrri kona hans, Hjálmar Sigurðsson, Borþór Jósefsson, Stefania A. Guðmundsdóttir, kona hans og Jónas Jónsson (Máni). tJr hópi leik- enda voru stofnendur eiginlega ekki nema 14, en að auki 5 iðnaðarmenn, bæði til að styrkja félagið, en sjálfsagt eimiig og ekki síður til að tryggja áframhaldandi leigu á hinu nýja húsi. Auk þeirra. sem hér hafa verið nefndir, stóðu að stofnun félagsins, Brynjólfur Guðjónssoní organ- isti og Friðfinnur Guðjónsson, prentari. Með þessum starfskröftum hóf Leikfélag Reykjavikur sitt giftudrjúga starf. En að auki bættust þvi fljótlega góðir starfskraft- ar, svo sem Guðrún Indriðadóttir og Helgi Helgason, verzlunarstjóri, og enn síðar ýmsir fram á þennan dag. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir: LénharSur fógeti 1914: Árni Eirikssor., Jens B. Waage, Stefanía GuSmundsdóttir, Ragnar Kvaran, Þóra Möller og Andrés Björnsson, öll í fremstu röS akranes 29

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.