Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 12

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 12
Þarf ekki lengur að gæta hófs? HI. GREIN. Hófleysið er helstefna. Nú þegar má sjá — og þó betur síðar, — að alltoí margir hafa siglt hæsta vind á þessum árum, að þvi er snertir ýmis kon- ar óstjórn og eyðslu. Hér á ríkissjóður og ýmis hin stærri bæjarfélög óskilið mál. Allir þessir aðilar hafa nokkrar málsbæt- ur. Það er ofur skiljanlegt, að alla þessa aðila fýsti að nota rýmri fjárráð þessara ára til ýmis konar umbóta og fram- kvæmda, sem þá hafði fyrir löngu dreymt um, en ekki haft möguleika til að ráðast í. Skilja við gömlu kofana. Auka við og endurbæta skipastólinn. Auka afköst iðn- aðarins, ekki sízt á sviði útflutningsvör- unnar. Aukinn vélakost til eflingar og af- kasta. i Það var líka eðlilegt, að hin ýmsu bæjar- félög, með síaukið aðstreymi úr öllum átt- um, vildi nú vera með í leiknum og freista þess að ná hinu langþráða takmarki. — Auknum nútíma þægindum, sem aðrar þjóðir höfðu nú setið að í vaxandi mæli. Ríkið sjálft hafði nú slitið aldagömul kúgarabönd „yfirþjóðarinnar“ og stórveld- in viðurkennt frelsi þess. Fór þetta fram mjög í þann mund, sem átök stríðs- ins voru enn í algleymi og fjárhagur lands ins stóð með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Á þessum árum aukinnar hagsældar gekk ríkið fljótt í dansinn. Fór þar lítið meira fyrir varfæmi eða fyrirhyggju. Ef til vill væri eins rétt að segja, að ríkið gengi á undan í fjárbruðlun og fyrir- hyggjuleysi. Allar þessar umbætur og um- brot, félagslega og á öðrum sviðum kost- uðu mikið fé, ekki aðeins að upphafi, held- ur árlega áframhaldandi langt fram í tímann. Útgjöld ríkissjóðs jukust ískyggi- lega ár frá ári. Auk þeirra miklu útgjalda, sem stóðu í beinu sambandi við frelsistöku þjóðarinnar. Það, sem mest einkenndi þetta tímabil, var takmarkalaus útþennsla á öllum svið- um, hið mikla hófleysi flestra manna og fyrirtækja. Allt frá þeim sem nú í fyrsta sinn hafði hnefafylli fjár, til þeirra sem nú höfðu fangið fullt, miðað við hnefafylh áður. Frá þeim, sem áttu lítil fyxirtæki, stjórnuðu litlu hrepps- eða bæjarfélagi, til þeirra, er nú höfðu í hendi sér ráð hins litla fullvalda ríkis. Þeirra manna, sem þá þegar og til þessa dags hafa sofið á svo sjálfsögðum hlut og nauðsynlegum, að seta landinu grundvallarlög. Allir, — undantekningarlaust — hugs- uðu ár eftir ár, ályktuðu og framkvæmdu, — jafnvel allt til þessa dags, — eins og héðan af mundi aldrei slá fölva á „gull- kálf“ þessarar þjóðar, hvað þá að hann 36 gæti í bráð malast mjölinu smærra. Lát- laust hefur göngunni verið haldið áfram með þessu viðlagi: Áfram, áfram á sömu braut, öllu er enn óhætt. Allir eru kyngi magnaðir af auðfengnum kröfum. sem þeir telja sér trú um, að sé varanleg gæði til frambúðar. Fólki hefur jafnvel verið talin trú um, — eða það hefur sjálft talið sér trú um það, — að liðin fjárhagsleg vel- gegni sé góður draumur, sem eigi eftir að rætast í vöku um langa framtíð. Á einstaka stað, einnig á sviði opin- berra mála, hafa verið menn, sem vöruðu við stöðugu áframhaldi þessa hóflausa leiks. Þetta mundi ekki geta haldist, a. m. k. nema hófs og fyrirhyggju væri gætt nógu snemma. Orð þeirra, sem þorðu að segja þetta oftar en einu sinni, voru látin eins og vindur um eyrun þjóta. Þeir voru kallaðir nátttröll, sem hefði dagað uppi við sólarupprás hins nýja dags. Sumir höfðu ekki meiri kjark, eða var ekki meiri alvara en svo, að þeir fóru i dansinn og dönsuðu manna mest, og fram yfir dagmál. Dansinum er enn haldið áfram. Hljóm- sveitin og þeir, sem hverju sinni fara fyrir dansinum, segja raunverulega, að taka megi einn „marz“ enn og nokkra dansa. f raun og veru er það svo hér — og viða annars staðar —- að stjórnendurnir eru tvífarar. 1 þessari persónu. sem hverju sinni er valin til forystu, berjast tvær persónur eða stefnur um völdin. Annars vegar undirhyggjulaust sjónarmið ábyrgs manns, sem tekur starf sitt mjög alvarlega. Hins vegar flokkssjónarmiðin, og mun reynslan að oftast ráði þau eða hafi betur, hernemi og hafi í haldi þann innri mann einstaklingsins, sem oftast vill vinna sitt starf með alþjóðarhag fyrir augum. Eftir kosningar. Enn eru kosningar afstaðnar. Hvað leiða þær í ljós? Sama öngþveitið og verið hef- ur, ef marka má. Því að ekki hefur orðið sú breyting á styrkleikahlutfalli flokkana. Mikið má flokksofstækið vera hjá þeim mönnum, sem telja að allt sé með felldu og harla gott í okkar þjóðfélagi undan- farin ár og um þessar mundir. Alltaf hef- ur verið að síga lengra og lengra á ógæfu- hliðina og mun nú vart verða lengra kom- izt, nema fram af sé farið. Þó er ekki rétt að segja að svona langt sé komið eingöngu fyrir ofsjónir og ábyrgðarleysi hins ban- væna flokksofstækis, því að margra ára aflaleysi veldur vitanlega miklu hér um. En þrátt fyrir það er það flokkunum lítil frelsun, þvi að einmitt vegna þess hefðu þeir þurft að fara allt öðruvísi að imi framkvæmdir og fyrirhyggju í ríkisrekstr- inum. Engum dettur í hug að segja, að Islend- ingar séu ekki duglegir og að ýmsu leyti vel gefnir. En þvi miður hefur reynslan átakanlega sýnt að enn vantar þá ýmislegt, sem augljósast og nauðsynlegast er í fari þeirra þjóða sem kunna fótum sínum for- ráð, og treysta má fyrir eigin frelsi án íhlutunar annarra beint og óbeint. f þessum efnum er nærtækasta dæmið um hina merkilegu ensku þjóð. Enginn hér þelckir til hlítar þær hörmungar, sem þessi þjóð varð að líða á stríðsárunum og hve mikla seiglu og yfirnáttúrlegan kjark þurfti til að geta borið þær hörmungar, og samhliða barizt til sigurs. Þessari ægi- raun þeirra er lokið fyrir meira en 5 árum. Þó eru þeir enn uggandi um framtíð sina, og berjast nú eins og einn maður við skuggann af stríðinu, aðeins hugsandi um eina staðreynd, hvemig hyggilegast verði borgið hagsmunum þjóðarheildarinnar. Þar beygir sig ein stéttin af annarri fyrir þessari nauðsyn. Svo rækilega, að ekki þarf annað en ábyrgir forystumenn sam- takanna lýsi yfir því, hvað mögulegt sé eða ómögulegt. Þarna er að finna mann- dóm og sanna menningu ábyrgra einstakl- inga, sem láta sig varða meira almenn- ingsheill en eigin stundarávinning. Ég vildi óska þess framar öllu öðru, að þessi vormerki vaxtar og þroska mætti auðveldlega sjá nú sem víðast með vorri þjóð, þegar henni ríður svo mjög á sem nú, að snúið sé við til réttrar áttar um frelsi, öryggi og afkomu alþjóðar. „Ég held það þyrfti fyrst af öllu, að biðja fyrir alþingi“. Þetta varð einum kunningja mínum að orði, er frú ein ræddi nýlega í útvarpinu um þörfina á fyrirbeiðslu, og gat í því sambandi uin aflabrestinn á sildveiðun- um mörg undanfarin ár. Um ástand í fjármálum og framleiðslu mætti sjálfsagt skrifa langt mál. Hverjir ættu mesta sök þeirrar framvindu, sem leitt hefur til þess sem komið er. Um það má sjálfsagt segja: Að sjaldan veldur einn .þegar tveir deila. Og að margir komi til að vera þar undir sök seldir. Því miður er oft minnzt á alþingi, er þessi mál ber á góma. Ýmsir telja að virðing alþingis megi vart rýra mikið frá því sem nú er, enda hafi það nú ekki mikið traust eða hald með þjóðinni. Ef til vill, og að sjálf- sögðu, hafa þingmenn ýmislegt sér til af- sökunar. Þegar þetta ber á góma við þing- menn, er ekki ótítt, að þeir noti sem máls- vörn, að alþingi sé spegilmvnd af þjóðinni. Hvað sem líður skilyrðum kjósenda og loforðum þingmanna hins vegar, er vart hægt að komast fram hjá þeirri staðreynd, að þingmenn hafa fyrst og fremst verið AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.