Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 19

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 19
SÉRA' FRIBRIK FRIBRIKSSON: STARFSÁRINIII. önnur velgjörð þín var þýðing þín á „Manfreð“. Hún opnaði mér 16 ára pilti slíka útsýn, og grópaði sig svo inn í mig, að ég kann þýðingu þína nær þvi utan að, og hef ég oft lesið og út- skýrt „Manfreð“ fyrir piltunum minum. — Þú ert skáldið, sem Guð hefur gefið oss, allt annað gleymist nema þekklætið.“ Þetta er hér um bil orðrétt eins og ég sagði það. Þessi stund stendur eins og grópuð í huga mínum og minningu. Við stóðum hvor gegn öðrum, hann himi tignarlegi, næstum 85 ára gamli öldungur, sem átti víst vængjablak og hærra flug en nokkurt annað af skáldum vorum, — ég með lotningu hrifningarinnar og þakklætisins, og um leið þeirri hugsun, að þetta yrði í síðasta sinn, er ég hefði færi á að þakka honum persónulega. Allt þetta gjörði þessa stund svo eftirminnilega. Hann stóð á meðan ég talaði og ég sá tárin fara að renna nið- ur kinnar hans og svo greip hann mig í faðm sér, og ég meðtók föðurlegan koss frá honum og hann sonarlegan frá mér. Svo skildum við að sinni, og meðan ég, nú eftir nær þvi 29 ár skrifa þetta, kemur ósjálfrátt aftur dögg í augu mér. Ég var enn í hrifningu, er ég kom heim og sagði Brynleifi frá samræðum okk- ar séra Matthíasar. En ennþá átti ég eftir eina stóra gleði í sam- bandi við þjóðskáldið kæra. — Næsta dag fór ég víða um að kveðja og þakka. Það var næsta erfiður dagur, eins og allt af er, þegar maður er að kveðja kæran stað eftir unaðslegan líma; finnst manni þá að eftir vera svo margt ógjört og vanrækt. Ég hafði sagt að ég mundi koma í kveðju heimsókn til Stein- gríms læknis kl. 5 síðdegis. En áætluninni skakkaði þó, þvi að klukkan var orðin tíu minútur yfir fimm er ég kom næstum hlaupandi upp brekkuna upp að læknishúsinu. Á stignum mætti ég séra Matthíasi. Hann var að koma þaðan. Við heilsuðustum, og séra Matthías sagði: „Ég var að bíða hjá Steingrimi eftir þér, en af því að þú komst svo óstundvíslega, þá hafði ég ekki þreyju í mér að bíða lengur. Mig langar svo til að biðja þig bónar.“ Ég safði: „Já mér þætti vænt um, ef ég gæti gjört eitthvað fyrir þig.“ „Þú getur það; mig langaði til að biðja þig, að gefa mér góða nótt í nótt.“ Ég sagði brosandi: Já, ef það stæði i mínu valdi, skyldi ég sannarlega gjöra það.“ „Þú veizt hvað ég nieina,“ sagði hann, „ég hef trú á hænum þínum.“ „Já, ég skal gjöra það, sagði ég, en annar ræður nú yfir árangrinum.“ „Veit ég það,“ sagði hann, „en ég trúi að bann gjöri það fyrir þig.“ Við kvödd- umst og ég fór upp til Steingríms. Þar var mér tekið vel að vanda. Ég befði nú átt að hafa skrifað fyrr um Steingrím og heimili hans, því meðan ég dvaldi á Akm'eyri voru það fá hús, sem ég kom oftar í en til þeirra hjóna. Voru þau hjón mér framúrskarandi góð. Var Steingrímur skólahróðir minn og var með okkur góð vinátta, ba'ði i skóla og á Stúdentsárunum í Kaupmannahöfn. — Og hélzt vinátta okkar upp frá þvi. — Frú Kristín, dóttir frú Önnu og Þórðar Thor- oddsen, var mér líka ávallt kær, þrátt fyrir ólikar skoðanir í trú- málum. Kom það aldrei i ljós í umgengni hennar, var hún of menntuð kona til þess, bæði gáfuð og skemmtileg. Og þá skemdu ekki nautnina á heimilinu, þeir tviburamir Baldvin og Bragi, sem mér þótti mjög vænt um. Sama kvöldið og ég hafði verið þar í kveðjuheimsókn, var ég eftir kl. 8 boðinn í tvo staði, fyrst hjá mínum kæra, gamla skóla- bróður, Karli Nikulássyni og minni ágætu vinkonu frá skólaár- unum og vinkonu móður minnar, Valgerði Ólafsdóttur. Þar vor- um við Brynleifur um kvöldið í bezta fagnaði, og fórum þaðan til Júlíusar Hafsteen og sátum þar til kl. í1/^ tun nóttina. Á leiðinni heim gengum við fram hjá húsi séra Matthíasar, Sigurhæð, og sagði ég þá við Brynleif: Já, nú hef ég glevmt eða vanrækt að biðja fyrir séra Matthíasi mínum, við verðum að gjöra það áður en við háttum. Það gjörðum við lika og var þá klukkan 2. Næsta morgun um kl. 11 kom stúlka frá séra Matthíasi með skilaboð frá honum, hvort ég gæti ekki skroppið snöggvast til hans. Ég lét það ekki undir höfuð leggjast og er ég kom inn í stofu hans, kom liann á móti mér og sagði: „Mig langar svo til að sjá þig og þakka þér fyrir þessa indælu nótt, sem þú hefur út- vegað mér.“ — Ég svaraði: „Já, séra Matthías minn, ég er hrædd- ur um, að það sé litið mér að þakka. Þvi að. ég var í gærkvöldi hjá Karli Nikulássyni og Júlíus Havsteen og kom ekki heim fyiT en kl. 2. Þú verður að fyrirgefa. „Ha! sagðirðu klukkan 2“, greip hann fram í.“ Hann sagði: „Já, það er dásamlegt. Ég festi blund snöggvast klukkan um hálf tólf, og vaknaði svo og gat ekki sofnað, og bylti mér á báðar hliðar, svo sagði ég við hana dóttur mína, að ekki a'tluðu nú bænirnar hans séra Friðriks míns að duga mikið, en kl. 2 datt ég í þenna blessaða blund og svaf vært til kl. 9 i morgun. I marga mánuði hef ég ekki haft slika hvild- arnótt.“ Hann var glaður eins og barn og blessaði mig. Svo skyldum við beztu vinir og lofaði ég honum að biðja fyrir homnn á hverri nóttu. Og það enti ég. Mánuði seinna eða svo, eftir að ég var kominn heim úr ferða- laginu, fékk ég heimsókn af tengdasyni séra Matthiasar, Vigfúsi skrifstofustjóra Einarssyni og kvaðst hann hafa fengið bréf frá tengdaföður sínum, þar sem hann hefði beðið sig að fara til mín og tjá mér að Matthías hefði skrifað mér bréf, en það hefði líklega brunnið á leiðinni í brunanum í póststofunni í Borgarnesi. Matthías var mjög i huga mínum og hjarta þessa mánuði. — Þann 11. nóv. um haustið átti liann 85 ára afmæli, og sendi ég honum skeyti. — Og þann 18. sama mánaðar barst fregnin um dauða hans út yfir landið. Nokkru síðar skrifaði frú Kristín, tengdadóttir hans, mér afar vinsamlegt bréf, og kvaðst gjöra það eftir ýtarlegri beiðni öld- ungsins á deyjandi degi, til að segja mér, að sér hefði allt af liðið betur af því að vita, að ég bæði fyrir homnn. Ég hef fjölyrt um þessa atbxn-ði, af því að þeir standa svo lif- andi fyrir mér, að jafnvel orðaskiptin eru sem höggvin ) stein fyrir minni innri sýn, og af þvi að þetta er ein af dýrmætustu perlunum í minningasafni minu, sem ég hef oft þakkað Guði fyrir. Mér þykir vænt um, að hafa lifað sem æskumaðm' á öld þeirra skáldanna Matthíasar og Steingríms, og hafa þeir báðir haft meiri andlega þýðingu fyrir menntun huga míns, en ég get sagt. Á það bæði við um ljóð þeirra og sér í lagi við þýðingar þeirra á listaverkum heimsbókmenntanna, t. d. Matthíasar á Mannferð Byrons, og Macbeths eftir Shakespeares, og þýðing Steingríms á „Lear konungi“ eftir hinn sama. Þeir hafa gjört menntalíf mitt auðugra en allir aðrir. — Ég lagði af stað frá Akureyri sama kvöldið og ég seinast sá Matthías, og segi ég svo ekki meir af ferðum minum heimleiðis. Ég fór með E. s. Gullfoss norður um land til Reykjavíkur og hafði langa og góða iitivist á ágætu skipi, sem mér var kærast allra skipa. Ég kom heim eftir miðjan september í tæka til þess, að und- irbúa vetrarstarfið í K.F.U.M. í Reykjavík og Hafnarfirði. Veturinn 1920—21 var driftarvetur í starfi hinna kristilegu félaga (K.F.U.M. og K.) Sér í lagi stóð U.-D. í miklum blóma. Um veturinn var líka vaxandi áhugi bæði í Reykjavík og Hafn- arfirði á sumarstarfi og mikið talað um það og rætt. Á annan í hvítasunnu (16/5) var stofnað til K.F.U.M.-samkomu á Bessa- AKKANES 43

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.