Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 16

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 16
hann sjaldnar fyrir vonbrigðum. Þar fær hann áheyrendur án þess að ganga eftir þeim. Þar aflar hann sér vináttu, sem lengi mun endast. Og einmitt á þessum vett- vangi mim hann geta unnið varanlegast það starf, sem mest er um vert. Þar mmi hann sá því fræi, sem fyrr eða seinna mun ávinna margt ungmenni til varanlegrar þjónustu við Guð. Mun hann þá fyrst öðl- ast fullvissuna um, að starf hans hefur ekki orðið til ónýtis. Það sem Guð ædast til af prestunum, er einmitt það, sem þjóð vor í heild þarfnast nú mest. Ekki vörn — heldur sókn. 1 hemaði mun það jafnan venja, að koma upp annarri vamarlínu, þar sem ein hefur bilað. Sannast að segja hefur islenzka kirkjan um nokkurt skeið verið á undanhaldi, þar sem hver varnarlínan af annari hefur bilað. Ekki vegna þess, að eigi sé nóg efni til virkisgerðar, heldur vegna úrræðaleysis og værugimi her- mannanna, lærðra og leikra. Nú má því helzt ekki una lengur við mók, jafnvel í voldugustu virkjum, heldur sækja fram sóknardjarfir og sigurglaðir. En hvernig á að haga þeirri sókn? Hér áður hefur aðeins verið minnst á skiptar skoðanir kirkjimnar manna, að því er snertir kenningar, boðun og starf. Það er ákaflega sorglegt að þeir, sem telja sig kristna menn og þykjast vera innan sömu kirkjudeildar, skuli sífellt vera í hárinu hver á öðrum. 1 þeim efnum er litið gerandi upp á milli aðila. Þeir ættu hver tfyrir sig að snúa geiri sínum fremur gagnvart þeim sem þó em enn fráhverf- ari, þ. e. þeirra, sem lítið eða ekkert hugsa um kristindómsmálefni, eða beint og óbeint vinna á móti þeim með öllum ráðum. Þeir eigi ekki — fyrst a. m. k. — að hefja — „trúboð“ — í eigin herbúðum, heldur meðal þeirra, sem eru enn af- skiptalausari um þessi mál, eða vinna á móti, hvenær sem við verður komið. Þeir eiga þvert á móti að vinna saman svo lengi sem það er mögulegt, því að ýmis- legt eiga þeir þó sameiginlegt, þrátt fyrir allt, a. m. k. á þeim timum, sem allt er i upplausn og óvinir kristindómsins á hverju strái. Þeir eiga báðir að vinna í kyrrþey, en ekki með yfirborðshætti eða auglýsingaskrutni, heldur að virku starfi, hver út frá sinu sjónarmiði, eins og and- inn inn gefur, og láta Guð einan um hinn endanlega árangur. f þessu sambandi má benda á margþætt og mikið starf sem unnið hefur verið á undanfömum áratugum til að hamla á móti fráhvarfi af félögum og einstakling- um, t. d. K. F. U. M. og K. Á unglinga- starf sr. Sigurgeirs Sigurðssonar, þáver- andi prests á ísafirði, sem stofnaði þar og starfrækti K. F. U. M. Á mikið og þakkar- vert starf sonar hans, sr. Péturs Sigur- geirssonar á Ákureyri. Á starf sr. Frið- riks Hallgrímssonar, sr. Eiríks Brynjólfs- sonar á Utskálum, sr. Jóns Kr. fsfeld á Bíldudal, svo nefnt sé bæði nýtt og gamalt. Báða arma hins kirkjulega og kristilega starfs á biskupinn að leiða af yndi og á- huga, án þess að taka beina, virka af- stöðu með hvorri fylkingunni fyrir sig. Hann á að slá á deilumar, og hefur nú- verandi biskup til þess ýmsa góða eigin- leika. Hann á að geta samansafnað meira en sundurdreyft. En það er nú hin mesta nauðsyn, þegar efnishyggju-ófreskjan sæk- ir að úr öllum áttum. Það mun varla ofsagt, að þjóð vor sé almennt ekki kirkjuleg. Ljósasti, og um leið ljótasti vottur þess hefur að minnsta kosti um skeið verið hið ömurlega ástand kirknanna. Það mun flestum verða ljóst, ef þeir hafa einhvern samanburð fyrir augum, innlendan eða erlendan. Gleggstu og glæsilegustu dæmin til samanburðar er vitanlega að finna erlendis, en einnig hér á landi, — jafnvel í vorri eigin kirkju- deild eitthvað i áttina hin síðustu ár, en þó sérstaklega hjá kaþólskum. Jafnvel það bezta i eigin kirkjudeild sýnir smekk og skilningsleysi íslendinga yfirleitt yfir þessu mikilsverða máli um útlit og viðhald kirkna utanhúss og innan, svo og kirkju- garða. Hið sama má víða sjá og segja um háttvísi manna, er þeir sækja kirkjur, og um ýmsa framkvæmd kirkjusiða og Guðs- þjónustuhald. Margir prestar láta sig þessi atriði of litlu máli skipta. Eldri menn kunnu allt, sem gera þurfti í sambandi við Guðsþjónusturnar og framkvæmdu það oft af mikilli prýði og smekkvisi, — og mun vera til enn. — Aftur á móti þyk- ast nú færri yngri menn kunna til þeirra verka, og eru lítt fáanlegir til að læra eða iðka þá list og framkvæma: Að taka virk- an þátt í Guðsþjónustum með fagurrd framkvæmd ýmissa þeirra verka, sem leikmönmun er ætlað að fara með við Guðsþjónustur. Menn fara hjá sér, ef þeir eru beðnir að skrýða prest, lesa bæn í kórdyrum, hringja til messu, spila á hljóð- færið eða syngja, — jafnvel þótt færir séu um flest það, sem hér hefur verið nefnt. — Það er engu líkara en fjöldi fólks skammist sín fyrir flest í sambandi við Guðsþjónustu og kirkjuhald. Ýmis þessara verka gerðu menn með yfirburð- um, svo að unun var á að hlýða, og af þeirri einlægni og alvöru, að prestinum sjálfum var til eftirbreytni og uppörfun- ar. Er það til dæmis til enn, að meðhjálp- arar lesi bæn í kórdjrrum af anddakt og óvenjulegum .yndisleik. Rödd þeirra, sem skara fram úr í þessum efnum, þyrfti sannarlega að taka upp á plötur eða stál- þráð, — til eftirbreytni — og til varð- veizlu fyrir komandi kynslóðir. Viðhald og umhirða kirkna og kirkju- gripa er hér á landi óvíða með ágætum, en viða með endemum. Er i þeim efnum htið gerandi upp á milli þeirra aðila, sem um eiga að fjalla, lærðra og leikra. Þetta er þó ekki alveg rétt, því að það er mun lakara þar, sem rikið sjálft á að annast, og er kirkju-bóndi. Oss vantar yfirleitt allan skilning á þessu mikilvæga atriði hins kirkjulega og kristilega starfs. 1 þess- um efnum þarf að verða gagnger bylting. Ekkert minna dugar. Hér hefur nú nokkuð verið rætt um viðhorfin til kirkju- og kristindómsmála, eins og þau blasa við áhugasömum leik- manni. Ef stiga á stórt spor til breytinga, þarf að athuga það vel áður en að væri horfið. Þar má ekkert gera í flaustri, með þeirri réttlætingu einni, að ýmsu sé á- bótavant, því að stundum er betra að láta það ógert, sem aðeins væri til einnar næt- ur tjaldað, þ. e. yrðieins og bóla, sem jafn- harðan hjaðnaði, og gæti þá ef til vill tor- veldað, eða tafið fyrir réttari og raunhæf- ari umbótum, er gætu orðið til frambúðar. Hitt er ekki að efa, að ýmissa umbóta er þörf og það fljótlega. Má þar til nefna ástand og umhirðu kirknanna. Reynslan sýnir að víðast, nema í stærri bæjum, eru messur orðnar strjálar og fámennar. Er ekki sýnilegt, að i nálægri framtið verði þar á breyting til bóta með núverandi skipulagi algerlega óbreyttu. Af þvi til- efni kemur mér til hugar að varpa fram eftirfarandi tillögu til athugunar: Að leggja ríka áherzlu á að byggja höf- uðkirkjur i hverju prófastsdæmi, sem þvi yrði við komið vegna staðhátta. Ættu þær að vera settar þar, sem hægast væri um sókn til þeirra frá þeim bæjum, sem þangað ættu að sækja sérstaklega. Þær ættu að vera mun stærri, vandaðri og betur búnar að öllum gripum en vér eig- um að venjast. Ætti ríkið að greiða helm- ing eða 2/3 hluta byggingarkostnaðar höfuðkirkna. Ætti það að teljast endur- greiðsla af þess hálfu á því fé, sem það hefur fyrr og seinna sölsað undir sig af réttum og raunverulegum eignum kirkj- unnar. Og fyrir það að hafa til þessa gengið á undan söfnuðum landsins um ófremdarástand þeirra kirkna, er því bar að lögum skylda til að annast. Þar sem því yrði við komið, ætti að setja höfuð- kirkjur á fornfræga kirkjustaði eða aðra þá staði, sem öðlast hefðu með þjóðinni sérstaka helgi fyrr og seinna. Með þessari hugmynd, mimdi ef til vill mega fækka prestum eitthvað frá þvi sem nú er, einnig kirkjum, — sérstaklega þar sem þær eru komnar að falli. — Sæmi- legum kirkjum — a. m. k. úr steini — á þó að halda við sem likhúsum. Þar má og vitanlega messa, þegar viðkomandi söfnuður óskaði. Ef til vill mundi þessi Framháld á bls. 45. 40 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.