Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 13

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 13
KIRKJA OG IV. KRISTN l; varanlega sem hér á landi. Það er mikil óheill, hve margir menntamenn voru þar sáðmenn. Margir þeirra sáu þó eftir því trúboði, og gerðust eindregnir andstæð- ingar þeirra megin skoðana. Gáfaðir og samvizkusamir menn vaxa venjulega fyrr eða seinna frá þeirri heimsku. Efnishyggj- an leiðir til eyðingar og dauða alls þess, sem hefur verulegt eða varanlegt gildi fyrir þetta lí'f og hið komanda. Frumherj- ar þessarar helstefnu hér á landi, hafa sumir seint, og sumir aldrei, áttað sig á hinum skaðlegu afleiðingum þessa sáð- mannsstarfs, þ. e. brautargengis stefn- unnar meðal almennings, sem í flestum tilfellum líka áttaði sig seint eða ekki á þessari andlegu blindu hinnar ófrjóu stefnu, því að sjaldan munu boðendur stefnunnnar hafa gert nokkuð verulegt til að gefa almenningi til kynna um breyttar skoðanir sínar á ágæti efnishyggjunnar. Aldrei hefur matríalisminn átt eins marga áhangendmr og trúa þjóna með þjóð vorri sem nú. Þess verður nú óhugn- anlega vart með öllum stéttum og á hin- um ólíkustu sviðum þjóðlífsins. Höfuð- mein og vandamál þjóðarinnar eiga ein- mitt rót sína að rekja til dauðans í ýms- um stefmnn, sem einmitt dylst fólki leng- ur, en góðu hófi gegnir. Stefnum og sjón- armiðum, sem stöðugt leita fráhvarfs frá Guði og boðskap hans til mannanna. Á ýmstnn sviðmn þjóðlifsins er nú ömurlegt yfir að líta. Á atvinnu- og efna- hagssviðinu. Á sviði þjóðmála og félags- mála yfirleitt. Efnishyggju-hrokinn er ekki útdauður. Hann herðir menn enn og eggjar til ógnana og óhappaverka og segir i tíma og ótíma: Ég skal. Ég skal ekki. Ég einn hefi rétt, allir aðrir rangt. Mig skiptir engu hvað gerist hér eða þar, ef ég aðeins hefi mitt fram. Að tefja fyrir vexti og viðgangi hinna Guðlegu sjónar- miða með þjóðunum. Með vorri þjóð vantar því öllu öðru fremur volduga vakningu,sem viðurkennir höfuðsannindi allra alda .LeitiÖ fyrst Guðs ríkis og hans réttlœtis, og þá mun allt ann- að veitast yður að auki.“ Kirkjan fram til siðaskipta. Um margt var hið íslenzka þjóðfélag og íslenzka kirkjan fram eftir öldum nokkuð sérstæð, miðað við nálæg eða fjar- læg lönd. Átti þetta eigi sízt við um af- stöðu til hinna sósíölu mála og viðhorfa. Þegar ég var að rita greinina „Læri- sveinn Wesleys frá Akranesi," varð mér oft hugsað til okkar eigin kirkju um ýmis konar samanburð. Til vegs hennar og virðingar á liðnum öldum, sigra og ósigra, og til möguleikanna um vöxt og viðgang, er við hugsum fram. Um margvíslega breyttar ástæður og öfuga þróun á svo mörgum sviðum. Þar sem af ríki og kirkju er ekki nægjanlega staðið gegn fráhvarfi frá Guðs ótta og góðum siðum. Þar sem á ótrúlegustu stöðum og á ótrúlegasta hátt, er ýtt undir mikillæti mannsins, og reynt að deyfa eða þurrka út með öllu tilfinn- inguna fyrir synd og náð. Út frá þessu, verður nú nokkuð rætt hér um viðhorf ríkis og kirkju til þessara mála, og ef til vill einhverjar tillögur til umbóta, miðað við gjörbreyttar aðstæður frá því sem áður var, á svo að segja öllum sviðum. Þjóðin þarfnast andlegrar vakningar. Övíða mim efnishyggja síðustu áratuga hafa gagnsýrt þjóðirnar eins verulega og kosnir til að vaka yfir og leysa alþjóðar vanda. Næst koma svo sérhagsmunamál og vandamál hvers héraðs fyrir sig. Og með liliðsjón af þessari staðreynd, er hög- um alþjóðar áreiðanlega ekki betur komið en svo, að fyrsta og alvarlegasta skylda hvers aerlegs manns og hugsandi þing- fulltrúa er að neita allrar orku og hyggju- vits til að bjarga því, sem bjargað verður af hagsmunum heildarinnar. Hinna sam- eiginlegu mikilsverðustu hagsmuna. Nú er ekki lengur mesta þörfin að byggja skóla- hús eða skýjaborgir. Ekki að auka skemmt- anaæðið og selja sem mest af svarta dauða. Ekki í bili að byggja fleiri fiskiskip, né heldur flutningaskip, til að okra á farmgjöldum. Ekki fleiri vegi til að vinna á atkvæði. Ekki fleiri Æskulýðshallir í bili, heldur hefðar lieimili. Okkur vantar nú öllu öðru fremur dugnað, árvekni og sam- vizkusama ættjarðarást, til þess að geta staðið af okkur óveðrið og haldið því sem áunnizt hefm' og fengur er í. Haldið því fyrir eigin afrek, án þess að verða aumkv- aðir af öðrum þjóðum og þiggja þaðan náðarbrauð. Þessi litla þjóð á að geta lifað hér, ef hún gætir hófs og hagsýnis. Þarí að snúa við. Það þarf að hætta í bili a. m. k. við hinar brjálæðiskenndu fjárfestingar hjá ríkinu, bæjtnn og einstaklingum. I þeim efnum má ekkert gera, sem ekki er ill nauðsvn. Það þarf blátt áfram að skera niður skatta-fómirnar til ríkis og bæja. Hver einstaklingur — sem góður þegn — verður að gæta ítrustu hófsemi og spam- aðar á öllum sviðum. Hann verður að saUta sig við, að hætta að gera kröfur til annarra. Þvert á móti að gera kröfur til sjálfs sín að eyða minnu, og sætta sig við samdrátt í eigin búi á öllum sviðum. Þá sem sýna slíkan skilning og þegnskap innan hvers bæjar eða byggðarlags þarf að virða öðram fremur og sýna það í verki. Það eru ef til vill til menn, sem styðja þessa viðleitni, eða leiðbeina á ýmsan hátt. En í öllu þessu þarf alþingi og ríkisstjórn um framt allt að ganga á undan. Þá koma bæirnir, byggðir og einstaklingar vitandi eða óafvitandi i humátt á eftir. Lítum sem snöggvast á alþingi, Öánægjan með störf alþingis er orðin alménn og ótvíræð. Og hún hefur við svo mikil rök að styðjast, að sleifarlagið, vinnuleysið, öfgamar og eyðslan er orðið viðurkennt af miklmn meiri hluta þing- manna — persónulega. — Hins vegar reynir flokksforustan í hverju tilfelli að stinga þjóðinni svefnþorn og segja henni, að svona verði þetta að ganga til. Þing eftir þing er setið meiri hluta ársins. — Ekki aðeins þingmenn, heldur og líka allir hjálparkokkarnir. Og það er áreiðanlegt, að meira en helming af þessum tíma era þingmenn algerlega iðjúlausir, — og leið- ist mikið, sumum a. m. k. — Þetta er vit- anlega stjórnleysi í vinnubrögðum, sem bæði er að kenna stjóm og forsetum. Ef þessir aðilar sýndu að staðaldiá hóflega hörku í þessum efnum, mundi það geta orðið til þess að skapa hinu einsýna flokka- brjálæði aðhald, sem ef til vill gæti leitt til þess, að flokkarnir færa að skammast sín. Þetta iðjuleysi og vitleysa öll kostar þjóð- ina milljónir árlega. Aðeins í þinghaldinu sjálfu, fyrir utan hinar vafasömu fjárveit- ingar, sem brðlað er út — ekki á báða bóga, heldur alla vegu. — Ég þekki nokkra dugandi þingmenn, sem sjá þetta vel, og hafa margsinnis varað við þessu, bæði á þingi og á flokksfundum. En á báðum stöðum eru þeir orðnir rödd hrópandans í eyðimörkinni. Það er vitanlegt, að mikill hluti þjóðar- innar hefur bókstaflega misst sjónar á gildi starfsins og hinni mestu lífslind, vinnugleðinni. Þar hafa þingmenn líka gengið á undan í seinni tíð, — mótsett við það, sem fyrr átti sér stað í þeim sölum. — Nú vinna þeir ekki handtak á laugardög- um, og taka sér oft hvíld þar fyrir utan. Manni dettur stundum í hug, að til þess sé notað hvert tækifæri, eins og víðar er orðinn siður hér á landi. Hins vegar heyr- ist oft í erlendum fréttiun, að þar vinni þingin nótt sem dag og helga daga, er svo ber undir. Ó. B. B. akranes 37

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.