Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 Fréttir E»V Whitneyí sjónvarpið Söngkonan Whitney Houston og eiginmaður hennar Bobby Brown ætla að koma fram í raunveruleikasj ón- varpi. Parið ætlar þar að ræða um ht- skrúðugt líf þeirra en Whitney er ný- komin úr fíkniefiia- meðferð. Matartimi fjölskyldutmar var kvikmyndaður ný- lega en verkefnið var hug- mynd Browns. Whitney var þó alveg tilbúin að taka þátt og auk þeirra kemur 11 ára dóttir þeirra fram í þáttun- um. Yfirverð komiðí8% Frá því að tilkynnt var á fimmtudaginn að ís- lensk skuldabréf yrðu uppgjörshæf í erlendum uppgjörsmiðstöðum hafa innlendir raunvextir lækk- að í stórum stökkum. Samkvæmt greiningar- deild KB banka hefur ávöxtunarkrafa á húsnæð- isbréfum lækkað um 0,25% og ávöxtunarkrafa húsbréfa um 0,15%. Vegna þessarar miklu lækkunar á ávöxtuhar- kröfu hefúr verð skulda- bréfa rokið upp og eryfir- verð húsbréfa komið í 7,9%. Þetta þýðir að raun- verulegt virði hámarksláns upp á 9,2 milljónir er nú 9,926 niilljónir og nernur yfirverð húsbréfanna því um 726 þúsund krónum. Impregilo borgarekki Fjölmargir starfsmenn undirverktaka Impregilo hafa ekki fengið greidd laun sín í byrjun mánað- ar. Þór Konráðsson, stjórnarformaður Amarfells, stærsta undirverktakans, segir ástæðuna að Impregilo hafi ekki borgað íyrirtækinu. „Þetta er í smábið- stöðu á meðan við bíðum eftir að ítalamir borgi. Það er verið að krefja þá svara,“ segir Þór. Að hans sögn hafa viðbrögð ítalanna verið þau ein að verið sé að vinna í að borga undirverk- tökum. deCODE fellur Hlutabréf deCODE féllu um 10% á Nasdaq í gær í miklum viðskiptum og stóðu í 10,27 síð- degis. Þetta gerðist £ kjölfar fregna um 100 milljóna dollara skuldabréfaútgáfu fýrirtækisins. Sam- kvæmt upplýsing- um frá greiningar- deild Landsbank- ans er lækkun hlutabréfa í kjölfar frétta af útgáfú breytanlegra skulda- bréfa algeng fyrstu viðbrögð fjárfesta enda er með þessu verið að þynna út hlutafé fé- lagsins. Kærunefnd jafnréttismála telur að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann gekk framhjá Hjördísi Hákonardóttur og mælti með Ólafi Berki Þorvaldssyni í embætti Hæstaréttardómara. Ráðherra telur rétt að kanna hvort ekki þurfi að breyta lögum eða leggja kærunefndina niður. DómsmálaráDherra braut lög þegar hann setll frænda DavíOs í Hœslarétt Kærunefnd jafnréttísmála telur að Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar, í Hæstarétt síðasta haust og gekk fram hjá Hjördísi Hákonardóttur héraðsdómara. Átta sóttu um stöðuna, sex karlar og tvær konur og taldi Hæsti- réttur í umsögn sinni að allir umsækjendur væru hæfir. Mælti Hæstiréttur sérstaklega með tveimur umsækjendum, hvorki þó Ólafi Berki né Hjördísi. Kærunefhdin metur hæfni Hjör- dísar og Ólafs Barkar og segir: „Það er mat kærunefndar jafnrétúsmála að á gmndvelli hinna lögbundnu em- bættisgengisskilyrða laga um dóm- stóla ...sé kærandi (Hjördís) hæfari en sá sem embætúð hlaut." Beinir nefndin þeim til- mælum úl dómsmála- ráðherra að „fundin verði við- unandi ' lausn á málinu.“ Skaðabóta krafist Ekki náðist í Hjördísi Hákonar- dóttur en Atli Gíslason, lögmaður hennar segist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Það em allar rök- semdir okkar teknar til greina," segir Atli og telur að næstu skref verði að krefja dómsmálaráðherra skaðabóta. Miðað við hefð verði krafan að líkind- um byggð á launamun héraðsdómara og Hæstaréttardómara. Nefndin tímaskekkja Bjöm Bjamason, dómsmálaráð- herra telur að kærunefhdin sé með áliú sínu að fara inn á svið sem heyri undir aðra, það er, stjómsýslulegt svið. Hann telur að: „..þeir verði að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þessi nefiid sé f raun og vem orðin tfmaskekkja." -Þú telur að það eigi leggja nefnd- ina niður? „Já, eða setja henni ekki þau skil- yrði að hún geú ekki komist að annarri niðurstöðu en þessari, í þessu máli og öðrum," segir dómsmálaráðherra. Atli Gíslason Lögmaður Hjördisar krefur Björn um skaðabætur vegna jafn- réttislagabrotanna. Ólafur Börkur Þor- valdsson Fékk stöðuna I Hæstarétti - er frændi for- sætisráðherra. -En er það ekki að þfnu maú áfell- isdómur yfir dómsmálaráðherra að fá á sig álitsgerð af þessu tagi frá opin- berri stjómsýslunefhd sem kemst að þeirri niðurstöðu að þú hafi farið á svig við lög? „Nei, þetta er hennar niðurstaða og hún komst að þeirri niðurstöðu líka að framkvæmdastýra jafnrétúsmála færi á svig við lögin. Það er greinilegt að nefndin er mjög einörð í sinni afstöðu. Þetta er fróðleg lesning og ég tek hana eins og hvert annað álit.“ Héraðsdómi Suðurlands og skipaði hann í það embætti, þannig að ég veit ekki hvort nefndin h'tur þannig á að það sé viðunandi - ég átta mig ekki á því." -En þú telur að þessi niður- staða sé tilefni til athugunar á því að það verði að breyta lög- um? „Ég tel bara að það þurfi að velta þessu máli öllu fyrir sér. Ég er þeirrar skoðunar miðað við þessa niðurstöðu. Miðað við minn rökstuðning ímálinu og annað þá finnst mér þetta nú svona niðurstaða sem er skrítin að mínu maú. Lagabreyting athuguð Aðspurður um það hvemig hann ætli sér að bregðast við úlmælum nefhdarinnar rnn að finna við- unandi lausn á málinu segir Bjöm Bjamason: „Nei, ég veit ekki hver hún á að vera. Ég gerði nú þennan umsækjanda dómstjóra í Hæstiréttur hafnar kröfu flugliöa Flugliðar fá ekki aur Hæsúréttur hefur hafnað kröfu 19 erlendra flughða um að fá viður- kenndar launakröfúr í þrotabú MD flugfélagsins. Undirréttur hafði áður samþykkt kröfurnar og veitt þeim forgang sem launakröfum, en Hæsti- réttur var á öðm máli eins og skipta- stjóri þrotabúsins. Kröfurnar settu fram flugliðar sem ráðnir vom í gegnum áhafnaleigu- fyrirtækið Cosmos Aviaúon á Jersey- eyju, mest sænskar flugffeyjur. Bú MD flugfélagsins ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2003 en fé- lagið stundaði leiguflug frá nokkmm starfsstöðvum erlendis, meðal ann- ars frá Stokkhólmi. Fram kom í mál- inu að í ráðningarsamningum flug- liðanna vom þeir tilteknir sem verk- takar og Cosmos tilgreindur sem greiðandi og Jersey-eyja úlgreind sem varnarþing. Skýrt kom fram hjá Hvað liggur á? Menntamálaráðherra segir að kostnaður við skólagjöld sé verulegur Skólagjöld kosta milljarða Flugliði að störfum FlugliðarMD flug- félagsins voru verktakar og réttlausir gagn- vart þrotabúi MD. fyrrum gjaldkera MD að félagið hafi aldrei séð um að greiða flugliðum laun fyrir störf þeirra, heldur hafi MD greitt Cosmos umsamdar upphæðir. Flugliðarnir héldu því hins vegar fram að þeir hefðu „í raun“ verið starfsmenn MD flugfélagsins og sjáist það á ráðningaferlinu. „Manni liggur alltafá að vinna að uppgangi blústónlistar,"segir Magnús Eiríksson tónlistamaður. „Það er mikil blúshátíð þessa vikuna og nóg um að vera. Við í bransanum erum vanir að segja að blúsinn sé móðurkartaflan enda eru aðrar tónlistarstefnur undir miklum áhrifum frá meisturum blússins. Svo er ég að fara ásamtyngsta syni mínum á blússlóðir í Bandaríkjunum. Ætlum aö feta l fótspor manna eins og Muddy Waters og B.B King. Kannski maður taki nokkur lög í leiðinni." „í raun er skólagjaldaumræðan fallin um sjálfa sig með svari ráð- herra," segir Katrín Júlíus- dóttir, þingmaður Sam- j fylkingarinnar. í svari við fyrirspurn sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sam- fylkingar sendi menntamálaráð- | herra kemur fram j að kostnaður j Lánasjóðs ís- f lenskra náms- ! manna eykst um milljarða króna ef skólagjöld | yrðu sett á. „Nú sést ! kannski svart á f hvítu kostnaðar- Iaukningin fyrir rfkið ef sú leið verður farin Katrfn Júlfusdóttir „Nú sést kannski svart á hvítu kostnað- araukningin fyrír ríkið efsú leið verður farin að taka upp skólagjöld." að taka upp skólagjöld," segir Katrín. „Jafnframt verður endurgreiðslu- byrðin þyngri; eitthvað sem kemur ungu fólki afar illa.“ í fyrirspurn Katrfnar spyr hún um útgjaldaaukningu lánasjóðsins ef hugmyndir um skólagjöld í háskól- um sem hið opinbera rekur nái fram að ganga. í svari Þorgerðar Katrfnar kemur fram að ef skólagjöldin yrðu 200 þúsund krónur, sambærilegt við skólagjöld í háskólum sem eru sjálfs- eignarstofnanir, hækki útgjöld lána- sjóðsins um 1.060 milljarð króna. Þá er tekið fram að ef skólagjöldin verði sambærileg við það sem gerist í öðrum Evrópulöndum, frá 500 þús- und krónum upp í eina milljón, þá muni útgjaldaaukning lánasjóðsins verða frá tæplega fjórum milljörðum upp í ú'u og hálfan milljarð. Skólagjöld Kostnaðaraukning lánasjóðsins 200 þús. kr. 1.060 milljarður. kr. 300 þús. kr. 1.850 millj. kr. 500 þús. kr. 3.760 millj. kr. 700 þús. kr. 6.140 millj. kr. 1 millj. kr. 10.570 millj.kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.