Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Page 19
DV Fókus
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 1 9
Allah. Þeir söngvar sem hann söng
spámanninum heita Söngvar
Satans en Múhameð áttaði sig
nógu fljótt á svikunum og fékk
spornað við áhrifum hins illa í
söngvunum.
Ekki eru fyrirliggjandi nákvæmar
guðfræðilegar útlistanir á því hvern-
ig sumir heittrúaðir múslimar koma
því heim og saman að Bandaríkja-
forseti á hverjum tíma sé „Satan".
Hindúasiður
Goð eru í þeim sið misjafnlega
góð eða vond eins og gengur og þar
er sannarlega til kvalastaður. Djöf-
ulshugmyndin á sér enga hliðstæðu
í Hindúasið, þar eru engar fastar
kennitengingar til og ekkert lögmál.
Hver og einn verður að vera á varð-
bergi til að öðlast um síðir ffelsun.
Þó margar gyðjur, Shiva og Kali, geti
w.&4V
birst sem verstu
skrímsl eru
þær ekki endi-
lega að vinna
mönnum tjón
eða færa þeim
böl, þær geta
birst í skrímsla-
myndinni til þess að
ganga betur í baráttunni við ill
öfl. Maðurinn getur endur-
fæðst í víti og endurfæðst það-
an aftur. Maðurinn verður ein-
faldlega að fylgja „lífsreglun-
um“ til að komast áfram á
endurfæðingarbrautinni og
frelsast endalega til alheimssálar-
innar.
Búdda
f þessum sið var sálin ekki til
upprunalega. Því lifði hún ekki eftir
dauða likamans, heldur sundraðist
og safnaðist til Karmans og úr því
fæðast nýir einstaklingar. Eins konar
endurvinnsla. f Búddisma getur
demónar og skrímsli verið á sveimi
en ekkert þessara á nokkuð skylt við
hugmyndir okkar um Satan. Upp á
manninn sjálfan
stendur að frelsa sig
á eigin ágæti og
ná að lokum Nir-
vana. Budda
taldi goðin
einskis mega sín
í þeirri baráttu
en síðar hefur
búddistum orðið
tamt að heita á goð-
legar verur svo þeir megi
stytta sér leiðina. Mara, illyrmi
nokkru, sótti m.a.s. að Búdda forð-
um en Búdda hafði betur.
an eins konar starfsheiti. Samael er stund-
um talið merkja„reiði Guðs"en nafnið gæti
einnig verið dregið afsýrlenska guðinum
Sjemal.
Lúsífer
Viðurnefni Djöfulsins, komið úr tatínu og
dregið af orðunum „lúx" (Ijós) og„feró“(að
bera eða flytja). Nafnið merkir þvl„Ijósberi"
og var t.d. notað um morgunstjörnuna Ven-
us. Tengslin við Djöfulinn gefa til kynna að
kristnir menn hafi blandað Djöflinum sam-
an við ýmsa miðausturlenska guði sem
færðu mönnunum birtu og Ijós en settu sig
um leið upp á móti æðstu guöunum. I forn-
um ritum Gyðinga eru Lúsiferog Satan tveir
aðskildir djöflar en í kristinni trú eru þeir eitt.
John Milton gerði Lúsífersnafnið vinsælt I
Paradisarmissi sínum.
Mefistófeles
Þetta nafn Djöfulsins er andstæða Lúsifers
því það þýðir„sá sem elskar ekki Ijósið". En
það fer varla nokkur maður fram á sam-
ræmi i fari Djöfulsins. Nafnið kemur ekki fyr-
ir í Bibtiunni og virðist ekki þekkt fyrr en á
miðöldum þegar Djöfullinn tók sér þetta
nafn íviðskiptum sínum við Fástþann sem
seldi honum sálu sina og þeirskrifuðu um,
Christopher Marlowe, Goethe og fleiri.
Belsebúb
Þetta var eins konar„gælunafn“ á fornum
guði sem íbúari Palestínu dýrkuðu og hinir
aðkomnu Gyðingar litu á sem höfuðóvin
sinn. Hann hét Baal sem þýðir„höfðingi"
eða„prins" en Belsebúb þýðir síðan„flugna-
höfðinginn“. Það nafn gerði enski rithöfund-
urinn William Golding vinsæltmeð skáld-
sögunni Lord ofthe Flies.Á miðöldum var
stundum litið á Baal og Belsebúb sem tvo
aðskiida púka en siðan varð Belsebúb ein-
faldlega að einu helsta nafni Djöfulsins
sjálfs.
Kölski
Þetta heiti Djöfulsins er dregið aflýsingar-
orðinu„kölsugur" sem þýöir „spottgjarn"
eða„hæöinn". Upphafleg merking erþá
„spottari“ eða„rógtunga“ líkt og hið griska
„diabolus". Merkingin er einnig frekur, ósvif-
inn, ósanngjarn og þess háttar.
Skratti
Orðið er dregið afgamalli germanskri rót
sem gat þýtt„skógarpúki“,„seiðkarl",„mein-
vætt“og fteira iþá áttina. Orðið gat einnig
tengst óþægilegum hávaða.
Pokurinn
Orðið breiddist út á íslandi á 17. öld, komið
úr dönsku og er dregið afdanska orðinu
„pokker"sem bæði gat þýtt skratta en var
lika nátengt kynsjúkdómum, bólusótt og
öðrum ófögnuði.
bendir á að þegar djöfullinn pyntar fólk er
það yfirleitt i hefndarskyni, en þegar Guð
gerir það er það vegna þess að hann heldur
að það sé þolandanum fyrir bestu, sem er jú
óneitanlega grimmari afstaða.
6. Sandman
Teiknimyndasaga, Neil Gaiman, 1989.
Satan er
græðgin sjálf.
Hann klippir af
sér vængina
ogyfirgefur
Helvíti til að
reka djass-
klúbb í LA.
Sandman leit-
arstöku sinn-
um á náðir hans, sem er mjög bitur út i Guð
fyrir að hafa rekið sig á brott. Hann gefst að
lokum upp á djassklúbbinum og snýr aftur tii
helvitis á einum timapunkti. Satan var svo
vinsæl persóna aðhann fékk sin eigin blöð
þegar Sandman-serian hætti.
7. Fást
Leikrit eftir Johann
Goethe, 1790.
Fást er gömul þjóð-
saga, byggð á lifisam-
nefnds gullgerðar-
manns sem lést afvöld-
um sprengingar við til-
raunirárið 1540.Nokk-
ur þekkt leikrit hafa verið gerð eftir sögunni
en langþekktast er liklega leikverk Goethe.
Satan er hér frekar smásmugulegur. Fást
kallar á hann, og djöfullinn samþykkir að
þjópa honum i24 ár, efFást gengur honum
á höndað þeim tíma liðnum.
8. Sympathyforthe
Devil
Lag eftir Mick Jagger og Keith
Richards, 1968.
Hér er Satan hinn ver-
aldarvani heimsborg-
ari,„a man ofwealth
and taste". Hann tekur
ekki að sér smáverkefni
heldurkemur af
stað byltingum
og heimsstyrj-
öldum, myrðir
forseta og fær
Jesú til að efast.
Hljómsveitin var á þessum tima að krukka i
svartagaldri, og hafa ýmis atvik verið tengd
laginu, svo sem morðið á Meredith Hunter af
Hell's Angels á Altamont-tónleikum sveitar-
innnar 1969.
9.Sæniundurfróði
Lag eftir Megas, 1977.
Satan er hér hálfgerður kjáni, birtist á sjónar-
sviðinu og hótar Sæmundi, sem er ekki lengi
að snúa upp á hann og refsa honum fyrir að
trufla sig við lesturinn. Satan er þvi skyndi-
lega kominn i
hlutverk kúg-
aðrar alþýðu
sem vinnur
kauplaust fyrir
yfírvaldið, og
teggur höf-
undurtilað
hann gangi
sem snarast i stéttarféiag. Er það túlkun sem
fáir aðrir en Megas myndu láta sér detta í
hug.
lO.The Omen
Bfómynd f leikstjórn Richards Donner,
1976.
Börn hafa sjaldan verið meira ógnvekjandi
en ÍThe Omen. Gregory Peck elur upp töku-
barnsemerl
raun sonur
Satans. Barnið
tekur upp á
þvi að drepa
mann og ann-
an. Peck þarf
þvi, rétt eins
og himnafað-
irinn, að fórna
syninum til að
bjarga öllum
heiminum.
Honum mis-
tekst þó ætlunarverk sitt, og andkristur verð-
ur unglingur, slær i gegn í viðskiptaheimum
og fer i framboð.
Helvíti er andlegt
ástand
Hvað er djöfullinn?
Djöfullinn er persóna. Hann hefur fjóra titla:
Satan, Djöfull, Höggormur og Breki. Hann er
hinn fallni Lúsifer.
Hvert er markmið hans?
Að stela, slátra og eyða.
Getur hann tekið á sig holdgervi?
Já, hann getur það. Við sjáum til dæmis að
Jesú segir við Péturí Mat. !6.„Vik burt Sat-
an,“Einnig kallar hannJúdas Satan og þessi
dæmi sina okkurað djöfullinn getur tekið sér
bólfestu i mönnum.
Hvar heldur djöfullinn sig?
Hann heldur sig i andrúmsloftinu.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumarður
Krossins
Er helvíti tiltekinn staður?
Nei, helvíti er ekki tiltekinn staður.
Hvernig er þar umhorfs?
Ég tel að helviti sé kvöl þeirra sem missa af
þvisem guð er að bjóða mönnunum íKristi
Jesú. Helvíti er andlegt ástand.
Hefur þú einhverja persónulega
reynslu af djöflinum?
Já, ég hefstaðið i miklum átökunum við
óvininn 'um margra ára skeið.
hfvers vegna leyfír Guð djöflinum að starfa?
Vegna þess að maðurinn hefur frjálsan vilja
til að velja þann höfðingjadóm sem hann vill
i sínu lífi. Satan er varpað niður til jarðar og
hann freistar mannsins. Adam valdi vilja Lús-
ífers og siðan þá hefur mannkynið verið á
valdi Satans.
Hver eru hans hætulegustu vopn?
Blekkingar og lygar.
Hvernig og hvenær endar barátta Guðs
og djöfulsins?
Sú barátta endar þegar djöfullinn verður
bundinn iþúsund ár. Að loknum þrenging-
unum sem ganga yfir heiminn eins og kemur
fram í ritningunum er endanlegursiguryfir
óvinum framundan. Við erum að sjá upphaf-
ið að þessum þrengingum ídag - til dæmis
með hryðjuverkum. Ekki fyrr en að þeim
ioknum verður djöfullinn bundinn.
Kirkjan hætt að trúa
á helvíti
Hvað er djöfullinn?
Ekki gott fyrir okkur nú á dögum að negla
það niður. Hugsa að ég myndi ekki átta
mig á honum efég hitti hann á götu. Ann-
ars er þetta athyglisverð spurning sem
kirkjan i dag virðist veigra sér við að kljást
við./Etlidjöfullinn hafi ekki farið úrnotk-
un á sama tima og menn hættu að trúa á
helviti.
Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur
Hvert er markmið hans?
Það hefur alltafverið talið samkvæmt
bókunum, niðurrif, skemmdir og svo fram-
vegis.
Getur hann tekið á sig holdgervi?
Já.já - i hverju sem er. Það eru leyfaraf
honum hingað og þangað.
Hvar heldur djöfullinn sig?
Ég held hann búi i hinu neðra. Það er Iþað
minnsta bústaður hans i gömlum ritum.
Hvers vegna leyfir Guð djöflínum að
starfa?
Vegna þess aö það eru holur ísköpunar-
verkinu þar sem að frelsi mannsins og
fleira þess háttar sem fær að starfa til
dóms dags. Þess vegna höfum við frelsi til
að velja, hið góða eða hið illa. Eða tvo
góða kosti efvið lítum á þetta frá siðfræði
án guðs.
Hver eru hans hættulegustu vopn?
Undirferli, svik og lygar.
Er helvíti tiltekinn staður?
Það var trú manna en þetta fór allt á
ringulreið fyrir mörgum árum siðan. Haft
eftir Jean-Paul Sartre gamla:„Helvlti, það
eruhinir."
Hefur þú einhverja persónulega
reynslu af djöflinum?
Já, ég hefoft fundið brennisteinslyktina
þegar hanner nýfarinn.
Hvernig er þar umhorfs?
Dante gerði nú feiknarlega útmálum á
því. Er ekki talað um logar vitis og hræði-
legar plningar.
Hvernig og hvenær endar barátta
Guðs og djöfulsins?
Það er dómsdagurinn, þegar blásið verður
i lúðurinn. Veit ekki hvenær það gerist en
bið spenntur.
Djöfullinn hluti aftil-
veru okkar
Hvað er djöfullinn?
Hann er persónugerving hins illa.
Hvert er markmið hans?
Að valda illsku og böli.
Getur hann tekið á sig holdgervi?
Það virðist vera svo. Sumt virðist hálfdjöf-
ullegt sem gerist i mannkynssögunni.
Hvar heldur djöfullinn sig?
Alls staðar þar sem unnið er afillsku.
Er helvfti tiltekinn staður?
Held það sé frekar hugarástand.
Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkju-
prestur
Hvers vegna leyfir Guð djöflinum að
starfa?
Barátta góðs og ills er hluti afokkar tilveru.
Hefur þú einhverja persónulega
reynslu af djöflinum?
Eflaust í formi freistinga.
Hver eru hans hættulegustu vopn?
Þekki ekki náið til hans starfa. Ætii þaðséu
ekki blekkingar, svik og þess háttar hlutir.
Hvernig og hvenær endar barátta
Guðs og djöfulsins?
Hún endar á efsta degi - hvenær sem hann
kemur.