Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDACUR 7. APRÍL 2004 Fókus DV <* Vegur kólumbísku söngkonunnar Shakiru hefur legið upp á við allt frá því að hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning 13 ára gömul. Hún er langstærsta popp- stjarna Suður-Ameríku og hefur verið að leggja undir sig hverja heimsálfuna á fætur annarri undanfarin tvö ár. Trausti Júlíusson ? kynnti sér sögu ■ stelpunnar, sem er , s sögð vinnuhestur með ólæknandi fullkomnunar- áráttu. Á nýja tónleika DVD-inu hennar Live & Offthe Record syngur hún, dansar magadans, spilar á gítar og trommur og tekur sína útgáfu af AC/DC-slagardnum Back in Black. Og fer létt með allt saman... Kólumbíska söngkonan Shakira gaf út sína fyrstu plötu þegar hún var þrettán ára gömul. Hún er í dag stærsta poppstjarna Suður- Amerfku. Hún hefur verið blessuð af páfan- um og Nóbelsverð- launahafinn Gabriel Garcia Marquez er einn af hennar hörðustu að- dáendum. Shakira sló í gegn úti um allan heim með plötunni Laundry Service sem kom út fyrir tæpum þremur árum. í síðustu viku kom svo út tónleikaplatan Live & Off the Record sem hefur að geyma tónleika með henni bæði á CD og DVD auk heimildarmyndar. En hvaðan kem- ur þessi stelpa? „Jarmaði eins og geit" Shakira Isabel Mebarak Ripoli er fædd 2. febrúar 1977 í sjávarborginni Baranquilla í Kólombíu. Hún er dótt- ir Williams Maberak Chadid sem er af líbönsku bergi brotinn og Nydiu sem er kólumbísk. Hún notar bara fyrsta nafnið sitt, Shakira sem er ar- abíska og merkir „kona full af þokka". Shakira átti að mestu leyti góða æsku. Hún bjó með fjölskyldunni í millistéttaríbúð í Baranquilla, en í næsta nágrenni bjó fyrrverandi kona föður hennar með átta hálfsystkini Shakiru sem öll dáðu og dýrkuðu litu systur. Shakira var frá fyrstu tíð mjög skapandi. Hún var ekki nema fjög- urra ára þegar hún samdi sitt fyrsta ljóð, La Rosa De Cristal (Kristalsrós- in). Skömmu síðar heyrði hún fyrst í arabískum trommum sem notaðar eru sem undirspil fyrir magadans þegar hún fór með föður sínum á mið-austurlenskan matsölustað. Hún fékk magadansdellu og dansaði magadans næstu árin og gerir reynd- ar enn, eins og sjá má á nýju tónleika- plötunni hennar. Hún byrjaði að dansa fyrir áhorfendur og fékk sviðs- bakteríuna. Upp frá því vissi hún hvað hún ætlaði að verða. „Ég vissi alltaf að ég yrði þekkt," scgir hún, „Það var aldrei spurning. Eg hafði hugboð um það. Það var eins og for- lög.“ Þegar Shakira var átta ára samdi hún 'sitt fyrsta lag, Tus Gafas Oscuras (Dökku gleraugun þín). Hún byrjaði á svipuðum tíma að syngja, en fékk hvorki gott orð hjá söngkennaranum, sem fannst hún yfirgnæfa hin bömin, né hjá hinum krökkunum í skólanum sem sögðu að hún „jarmaði eins og geit". Það stoppaði hana samt ekki og þegar hún var 10 ára var hún byrjuð að syngja í söngkeppnum. Flottasti rassinn á skjánum Þegar Shakira var þrettán ára gömul frétti hún að útsendari Sony- plötufyrirtækisins í Kólumbíu væri væntanlegur til Barranquilla. Hún fékk foreldra sína með sér og sat fyr- ir honum í gestamóttökunni á hótel- inu sem hann dvaldi á. Hún söng svo og dansaði fyrir hann þarna á miðju móttökugólfinu. Viku seinna var hún komin með þriggja platna samning. Fyrsta platan hennar, Magia, kom út þegar hún var 13 ára. Á henni syngur hún dæmigerð s-amerísk popplög sem öll voru frumsamin. Innan við 1.000 eintök seldust. Árið á eftir kom næsta plata, Peligro. Hún seldist líka lítið. Þá ákvað Shakira að taka sér hlé frá tón- listinni og klára menntaskólann. Hún var fljót að því, útskrifaðist þeg- ar hún var 15 ára. Að því loknu flutti hún til höfuðborgarinnar Bogota með móður sinni. Hún fékk hlutverk í sápuóperunni E1 Oasis, en hún fann sig ekki alveg í því að vera leik- kona. Það gladdi hana hins vegar þegar hún var kosin „Flottasti rass- inn í sjónvarpinu" í vinsældakosn- ingu eins af sjónvarpsblöðunum... Rokkið kallar Þegar hér var komið sögu hafði Shakira verið að hlusta mikið á rokktónlist; Nirvana, Aerosmith, Tom Petty, Led Zeppelin. Hún fékk tækifæri til þess að syngja rokklag á safnplötu árið 1994. Lagið, Donde Estas Corazon, sló í gegn og platan sem hún gerði í kjölfarið, Pies Descalzos, seldist í 4 milljónum ein-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.