Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Síða 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 S090 SKAFTAHLÍÐ 24,105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000 •Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var tekin fyrir dsk um- hverfisráðherra um að ^Jceypt yrði málverk af Viíhjáími Stcfánssyni landkönnuði. Mál- verkið er eftir lista- manninn Eugen Spiro en hann fæddist f Breslau 1874 og lést í New York 1972. Málverkið er boðið á 11 þúsund evrur, tæpar milljón krónur, og verður kom- ið fyrir f Heimskautastofnun Viihjálms Stefánssonar á Akur- eyri ef af kaupunum verður... • Það er liðin tíð að fostudagurinn langi sé einhæfasti og leiðinlegasti dagur ársins. Nii mega vei tingahús vera opin þennan langa dag og veita áfengi eins og hver vill hafa með því eina skil- yrði að ekki sé leikin tónlist með. Lögreglan hefur strangt eftirlit með að páskabjórinn sé drukkinn f hljóði... • Dómsmálaráðuneytið er nýlega flutt í hús gömlu Hagstofunnar í Skugga- hverflnu við Lindargötu. Þar fyrir eru bflastæði sem leik- húsgestir Þjóðleikhússins hafa getað notað á kvöldin. En eftir að Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra og menn hans tóku yfir bygginguna hefur bflastæðunum verið lokað og í staðinn sett upp sérstakt stæði fyrir Bjöm. fbúar hverflsins hafa lýst óánægju sinni með þetta en fengið þau svör að öryggi ráðherrans verði að trygg- ja og því sitji hann einn að stæð- unum... Ný forsælisráðherrafrú Fyrsta ástin úp Hrísey íslendingar eignast nýja forsætis- ráðherrafrú 15. september. Þá stígur Ástríður Thorarensen af stalli og fram á völlinn gengur Sigurjóna Sig- urðardóttir, eiginkona Haildórs Ás- grímssonar til 37 ára. Sigurjóna hefur ekki haft sig mikið í frammi í langri ráðherratíð eiginmanns síns heldur gengið til sinna starfa sem læknaritari í heilsu- gæslustöðinni í Efra-Breiðholti: „Hún er frábær. Ég myndi treysta henni til að verða forsætisráðherra," segir Guðrún, samstarfskona henn- ar í Breiðholtinu. Þegar Halldór og Sigurjóna kynntust stundaði verðandi forsæt- isráðherra nám í Samvinnuskólan- Á bakinu með Eiríki Jónssyni um í Bifröst: „Ég held og veit að þetta var íyrsta ástin þeirra beggja. Þau höfðu ekki verið í öðrum sam- böndum," segir Gísli Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri Garð- heima, en hann er eldri bróðir Sigur- jónu. „Við ólumst upp í Hrísey en fluttum í Kópavoginn árið 1959 þeg- ar Sigurjóna var á tólfta ári. í Hrísey starfaði faðir okkar sem hafnarvörð- ur auk þess sem hann sá um beina- mjölsverksmiðjuna og átti búfé." í Kópavogi gekk Sigurjóna í skóla en hugur hennar stóð aldrei til lang- skólanáms. Hún var ung gefin Hall- dóri og hefur rækt húsmóðurstörfin af óeigingjarnri elju öll þessi ár auk þess að ala upp þrjár dætur þeirra hjóna. „Sigurjóna er vel mælt á erlend tungumál og hefur ensku og dönsku á valdi sínu þó ég viti ekki um frönskuna," segir Gísli bróðir henn- ar sem hefur alltaf gætt þess vel að ræða ekki um stjórnmál við systur sína og mág. „Halldór er þvflíkur gæðamaður að ég vil helst ræða við hann og systur mína um annað en stjómmál," segir hann. Verðandi forsætisráðherrafrú á sér djúpar rætur í Hrísey. Langafi hennar var Hákarla-Jörundur, goð- sögn í lifanda lífi. Og Sigurjóna man tímana tvenna. Þegar hún var að alast í eyjunni litlu var þar ekki raf- magn um nætur. Dísilstöðin þurfti að hvfla sig. Nú munu hins vegar beinast að henni öll ljós landsins og jafnvel heimsins eftir 15. september. •í-V KLÚBBURÍNN Stanslaust stuö um Páskana amæringarnir Laugardaginn fyrir Páska, lO.apríl dó & Stefán Páskasunnudag 11. apríl ballið byrjar kl. 24:00 Stórhöfði 17-110 Reykjavík - Sími 567 3100 - Fax 567 3150 - klubburinn@klubburinn.is -www.klubburinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.