Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ2004 Fréttir DV Davíð á fund Ólafs Hvorki forseti né forsæt- isráðherra tjá sig um fund sem þeir áttu í gærmorgun. Þá fór Davíð Oddsson á fund Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessa- stöðum. Fundurinn hófst klukkan hálf ell- efu og lauk um tólf- leytið, samkvæmt upplýsingum frá forseta- skrifstofunni. Davíð Odds- son sagði að fundur- inn hefði verið góður og þeir hafi átt „ljóm- andi gott samtal". Þeg- ar hann var spurður hvort þeir hefðu rætt um að hann hefði dregið dóttur Ólafs inn í fjölmiðlaumræðuna, sagði Davíð að hvorugur þeirra ræddi það sem á milii for- seta og forsætisráðherra færi á þessum fundum. Þetta var fyrsti fundur Ólafs og Davíðs eftir uppákom- una í tengslum við heima- stjórnarafinælið. Þá skipt- ust þeir á skeytum og á föstudag fór Davíð hörðum orðum um Ólaf Ragnar og meint tengsl hans við Baug og Norðurljós. Ólafur hefur ekki svarað þeim ummæl- um. Samstarfið aldrei betra Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir að samband hans og Hall- dórs Ásgrímssonar for- manns Framsóknar- ílokksins hafi kannski aldrei verið betra en nú. Hann segir að stjórnar- samstarfið hafi alltaf ver- ið afskaplega gott. Hall- dór segir að þetta mál hafi reynt á stjórnarsam- starfið eins og mörg önnur mál en þeir Davíð séu vanir því að leysa mál. Var rétt að endurskipa Áma Johnsen í stjórn RARIK? Dagur B. Eggertsson læknir og borgarfulltrúi „Mér finnst alveg rétt, þegar menn hafa afplánaö sinn dóm, að þeim séu ekki öll sund lokuð. Ég hefsamt verið hugsi yfirýmsum ummælum Árna og fundistþau bera lítinn vott um að hann iðrist einhvers. I því Ijósi þá setur maöur spurn- ingamerki við þessa skipun." Hann segir / Hún segir „Já, enda var Árni tilnefndur í stjórn RARiK af Sjálfstæðis- flokknum. Maðurinn hefur tek- ið út sinn dóm og sína refs- ingu. Auk þess þekkir hann til starfans, þar sem hann sat áður ístjórn fyrirtækisins." Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari og borgarfulltrúi Fjölmiölafrumvarpinu enn breytt. Nú mega fyrirtæki eiga allt að 35% hlut í fjölmiðla- fyrirtækjum og útvarpsleyfi verða ekki tekin af þeim sem hafa þau. Davíð Oddsson beygði sig fyrir þrýstingi framsóknarmanna. Halldór Ásgrímsson segist öruggari gagnvart stjórnarskrá. Forstjóri Norðurljósa segir þetta engu breyta fyrir Norðurljós. Davíð féllst á hluta breytinganna en hafnaði öðrum. Halldór Ásgrímsson raeðir við Jónínu Bjartmarz Jomna fær paö hlutverk að útfæra breytingatillogurn■ úr allsherjar- ar með félögum sínum nefnd. Oddsson Sagði stopp við fram■ Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu í gær að breyta fjölmiðlafrumvarpinu. „Ég er núna öruggari en áður með að frumvarpið standist stjórnarskxána," sagði Halldór í gær. Hall- dór fékk lögfræðilega ráðgjöf um það frá sínum nánustu sér- fræðingum að til þess að frumvarpið stæðist stjórnarskrána hefði þurft að breyta því töluvert. Davíð féllst á hluta breytinganna en hafnaði öðmm. Hann segir fmm- varpið nú ekki eins afgerandi og áður en að breytingarnar séu mfidandi. Eftir þingflokksfundi stjórnar- flokkanna fengu fulltrúar þeirra í alls- herjarnefnd Alþingis máhð til að út- færa hugmyndir sem Halldór og Dav- íð komu sér saman um. Þær fela í sér að fyrirtækjum verði heimilt að fjár- festa í fjölmiðlafyrirtækjum allt að 35% í stað 25% áður. Þá fá öll leyfi til útvarpsrekstrar sem gefin hafa verið út að haldast þar til þau renna út. Davíð sagði í gær að ekki yrðu frekari breytingar gerðar sem hann vissi um. Það þýðir að tvö mjög um- deild ákvæði verða áfram inni í frum- varpinu. Það sem snýr að þeim hlut sem markaðsráðandi fýrirtæki sem velta meim en tveimur milljörðum fái að eiga 5% í fjölmiðlafýrirtæki og það sem snýr að banni við því að þeir sem gefi út dagblöð fái að eignast útvarps- stöð. Vafi er á að þetta standist tján- ingarfrelsisákvæði mannréttindasátt- mála Evrópu. Þessi tvö atriði vöfðust fyrir framsóknarmönnum. Þau verða tO þess að búta þarf fyrirtækið Norð- urljós niður og Baugur, stærsú eig- andi Norðurljósa, verður að selja hlut sinn niður fýrir 5%. Nú fær Jónína Bjartmarz, sem var andstæð fýrra frumvarpi, það hlut- verk að koma þessum breytingum fram í samvinnu við þá Bjarna Bene- diktsson, BirgiÁrmannsson og Sigurð Kára Kristjánsson. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að þessi breyting á frumvarpinu skipti engu máli fyrir fýrirtækið nema að hún kunni að lækka bótakröfuna sem gerð verði í kjölfar lagasetningar. „Þessu frum- varpi með þessum breyúngum er enn stefnt gegn Norðurljósum og gerir það eitt að verkum að Skjár einn get- ur sótt í þrjá fjárfesta í stað fjögurra. Lögin beinast gegn Norðurljósum eins og staðfest var á Alþingi með óyggjandi hætti fyrir helgi," segir Sig- urður. „Þetta er kosmetísk aðgerð og enn brýtur frumvarpið gegn tjáning- arfrelsinu. Þetta breytir því ekki að ef Halldór Ásgrímsson verður forsætis- ráðherra 15. september mun hann þurfa að vera í böðulshlutverki gagn- vart Norðurljósum á kosningavetri eftir tvö ár," segir Sigurður G. Guð- jónsson. kgb@dv.is kristinn@dv.is Stj órnarandstaðan Ennþá margir gallar á frumvarpinu „Þetta er fjórða breytingin frá hinu upphaflega frumvarpi forsætis- ráðherra sem undirstrikar hvers konar hrákasmíði þetta er,“ segir Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar. „Ég er forviða á því að eftir allt erfiði Framsóknar-. flokksins skuli þeir ekki ná nema þessum breytingum fram. Frum- varpið er ennþá mjög lfklegt til að skerða rekstrargrundvöll þeirra fjöl- miðla sem fyrir eru í landinu og hamla því að nýir geti orðið til og þeir sem fýrir eru fái aflað fjármagns til þess að byggja sig upp og efla Össur Skarphéðinsson samkeppni. Frumvarpið er enn liklegt Frumvarpið er til að brjóta gegn EES-rétti. enn líklegt til 3 r-——ir-4 að brjóta gegn EES-rétti og alvarleg álitamál eru ennþá til staðar gagnvart atvinnu- frelsi og tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá. Það er því áfram líklegt til þess að leiða til fábreytni í fjöl- miðlurn fremur en tryggja fjöl- breytni eins og þó er stefnt að með lagasetningunni," segir Össur. Sálrænt fyrir Framsóknar- flokkinn „Þetta breytir ekki miklu máli í grundvallaratriðum. Þetta er til marks um vandræðagang stjórnarflokkanna og virð- ast einungis þjóna sálræn- urn tilgangi gagnvart Fram- sóknarflokknum," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Ann- að atriðið sem nú er breytt var aldrei sér- lega umdeilt og hefur því ekki mikið gildi en hin breytingin sem snýr að útvarpsleyfunum er þó lagatækni- lega til bóta enda benti ég á það við fyrstu umræðu að það ákvæði var fráleitt," segir Steingrímur. Hann bætir við að máhð hafi ekki tekið neinum grundvallarbreytingum og ahur vandræðagangur í vinnslu þess styðji þá kröfu Vinstri grænna að málinu sé frestað og það sé skoðað af yfirvegun. Ónýtt frumvarp „Ég hafna alfarið þessum breytingum. Málið er vanreifað og það á að fresta málinu fram á haust- ið og vinna þetta al- mennhega: Þetta er ónýtt frumvarp frá Steingrímur J. Sig- fússon Þetta er til marks um vandræða- gang stjórnarfiokk- anna og virðast ein- ungis þjóna sálræn- um tilgangi gagnvart Framsóknarfiokknum. A tíl ö," segir Magnús Þór Hafsteins- son, varaformaður Frjálslynda flokksins. „Það verður að eiga sér stað samráð við hagsmunaaðUa og aUa þá sem málið varðar. Það verður að nást um þetta mál víðtæk sátt," sagði Magnús skömmu áður en hann fór á fund allsherjamefndar í gær. „Mér kæmi ekki á óvart að þetta frumvarp yrði afgreitt úr nefnd með einhverjum breytingum í kvöld [gærkvöld] og að það verði tfi- búið til þriðju um- ræðu á morgun [í dag]. Það virðist frágengið að það eigi að troða þessu ffl Magnús Þór Hafsteins- frum- son Mátið er vanreifað varni í .39 °9 á að fresta málinu n I, ýjM fram á haustið og vinna 8e6n' þetta almennilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.