Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 16
7 6 ÞRIÐJUDACUR 18.MAÍ2004 Fréttir DV árás Yfirmaður framkvæmda- stjórnar fraks, Izzedin Salim, lét lífið ásamt tíu öðrum í sjálfmorðsárás sem gerð var skammt frá höfuð- stöðvum Bandarfkjahers í Bagdad f gær. Atvrkið varð með þeim hætti að bíll hlaðinn sprengiefnum sprakk fyrir utan bygging- una. Salim tilheyrði flokki hófsamra sjíta, hann var heimspekingur og rithöf- undur og þóttí hafa lag á að finna friðsamlegar lausnir á málum. Fráfall Salims er talið kunna að hafa áhrif á valdaskiptín sem fyrirhuguð eru í írak í lok júní. Strætó og steypubíll í árekstri Steypubíll, fólksbíll og strætísvagn skullu saman í árekstri á Miklubraut um miðjan dag í gær. Fólksbíll- inn varð á milli steypubíls- ins og strætísvagnsins og að sögn lögreglu var einn mað- ur úr minnsta bilnum flutt- ur á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi til aðhlynn- ingar. Að sögn lögreglu eru atvik ekki með öllu Ijós, nema þarna skullu bílar saman í mikilli umferð. Þeir voru allir á leið í austurátt en áreksturinn varð á Miklubraut á móts við Hag- kaup í Skeifunni. Fangelsi fyrir ölvunarakstur Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt Alex- ander Björn Gíslason í 30 daga fangelsi og svipt hann ökurétti ævilangt. Hann er sakfelldur fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis í janúar sl. um Laugaveg og endaði öku- ferðin með því að hann ók á bíl á mótum Laugavegar og Vegamótastígs. Ákærði játdði brot sín skýlaust. Al- exander hefur hlotið fjölda refsidóma, þar af sjö fyrir umferðarlagabrot. Hann hefur þrisvar misst skírteinið áður. Fullnæglng í súkkulaði Súkkulaði sem veitir jafnt körlum sem konum fullnægingu er það nýjasta nýtt. Dr. Trudy Ba ber, sem hefur unnið að þróun vörunnar, segir súkkulaðið verða ekki síðri kost en viagra. Að sögn er að finna í súkkulað- inu mikið magn af phenyl ethylamine en það kvað skylt dópamíni og adrena- líni. Hermt er að fólk hafl fengið fullnægingu af því einu að eta súkkulaðið. Fleiri prófanir verða gerðar og ekki er gert ráð fyrir að súkkulaðið komi á almenn- an markað fyrr en að fimm árum liðnum. Ljúdmíla Kútsjma, eiginkona Leonids Kútsjma forseta Úkraínu, er þessa dagana í heimsókn á íslandi. Stíf dagskrá var hjá forsetafrúnni í gær. Hún heimsótti Eden, baðaði sig í sjónum hjá Þorláksöfn og skoðaði hvali með Hafsúlunni. Eyrún Björns- dóttir fararstjóri ber Ljúdmílu vel söguna - segir hana ekki vitund snobbaða. „Hún er afar eðlileg, ekki vitund snobbuð og kemur vel fyrir sig orði,“ segir Eyrún Björnsdóttir, fararstjóri hjá Fjallamönnum. f gær hóf Ljúdmfla Kútsjma, eiginkona Leonids Kútsjma, forseta Úkraínu, óopinbera heimsókn sína til íslands. Eftir ævintýraferð út á land náði DV myndum af forsetafrúnni þar sem hún brá sér í hvalaskoðun um hádegið í gær. Það var létt yfir Ljúdmflu enda mikil gleði í Úkraínu með sigur Rúslönu í Eurovision-keppninni á laugardaginn. „Við fórum fyrst upp á Úlfarsfell, fyrir ofan Mosfellsbæinn og horfðum yfir borgina,“ segir Eyrún sem telur það mikinn heiður að hafa leiðbeint Ljúdmílu um landið. „Svo keyrðum við yfir Hellisheiðina, framhjá bor- holunum og skoðuðum jarðhitann sem kemur þar upp. Auðvitað sýnd- um við forsetafrúnni Eden þar sem hún fékk sér kaffi og keypti minja- gripi." Eftír stoppið í Eden fóru Fjalla- menn með forsetafrúna niður að sandijörunni við Þorlákshöfn. „Þar baðaði hún sig í söltum sjónum með tærnar upp í loftið," segir Eyrún en hún fékk að launum fýrir fararstjórn- ina forláta helgimynd úr gulli. Það var því stíf dagskrá fyrir há- degi en klukkan eitt var ferðinni heit- ið út á sjó að skoða hvali. Þegar DV bar að garði var Eldingin að láta úr höfn en Hafsúlan var lokuð af fýrir al- menning enda sérpöntuð fyrir föru- neyti Ljúdmílu. Aðeins nokkrum mínútum fyrir klukkan eitt birtust svo þrír þéttsetnir jeppar frá Fjalla- mönnum og Ljúdmíla steig út um- kringd einum tólf lífvörðum. „Það er alltaf gaman að geta gert vel fyrir góða gesti,“ segir Guðmund- ur Gestsson, eigandi Hafsúlunnar. Á heimasíðu Hafsúlunnar kemur fram að í bátnum er notalegur veislusalur sem tekur 110 manns í sætí; góð að- staða fyrir hlaðborð, skipsbar og dansgólf fyrir þá sem vilja fá sér snúning. Þá er Hafsúlan búin öflugu hljóðkerfi sem nær um allt skip. Guðmundur segir ferðina hafa gengið vel. Þrátt fýrir góða veðrið í Reykjavík var svolítið vont í sjóinn. „Þar baðaði hún sig í söltum sjónum með tærnar upp í loftið" „Við fómm hins vegar með þau út á sund þar sem sjórinn er spegilslétt- ur,“ segir Guðmundur. „Svo fóru þau út í Lundey að skoða Lunda og likaði bara vel.“ Ekki er vitað hvort heimsókn Ljúdmílu sé á vegum íslenskra yfir- valda. Davíð Oddsson heimsótti Le- onid Kútsjma, forseta Úkraínu, fyrir nokkmm mánuðum en sú ferð hlaut nokkra gagnrýni. Kútsjma er þekktur fyrir mannréttindarbrot og einræð- istilburði. Fjöldi blaðamanna hefur verið drepinn í landinu fýrir að gagn- rýna stjórnarhættí Kútsjma. simon@dv.is Fjölskylduhagir Leonids Kútjsma Leonid Kútsjma fæddist 9. ágúst 1938. Faöir.Danylo Kútsjma.dó í seinni heimsstyrjök árið 1944. Móðir: Paraska Kútsjma, vann á samyrkjubúi. Eíginkona: Ljúdmila Kútsjma, heiðursforseti landssjóðs Úkrainu til styrktar mæðrum og börn- Börn: Dóttir hans Olena er verkfræðingur. Menntun: Arið 1960 útskrifaðist Kútsjma frá Dnipropetrovsk-háskólanum með gráðu i eldflaugaverkfræði.Hann erpró- fessor, höfundur fjölda verka á vísindasvið- inu og heiðursdoktor fjölda erlendra há- skóla. Þá hefur hann samið bókina„Úkra- ína er ekki Rússland. “ Ljúdmíla um borð í Hafsúlunni Klæddi sig i rauðan jakka og setti á sig sólgler- augu. Ljúdmíla Kútsjma á leið í Hafsúluna Var umkringd tólf lifvörðum. DV-Myndir E.ÓI Eyrún Björnsdóttir fararstjóri Fékk gullmerki að launum fyrir fararstjórnina. Guðmundur Gestsson eig- andi Hafsúl- unnar Segist ánægður með gestina. Lagt í hann Komið var við ÍLundey og fuglalifið skoðað. Stjórnarhættir Leonids Kútsjma forseta Úkraínu 16. september 2000 Georgiy Gongadze, blaðamaðursem studdi stjórnarandstöðuha, hverfur sporlaust. Nokkrum vikum siðar finnst lik hans, höfuðlaust, I skógi i nágrenni Kiev. Upptökur af samtölum Leonids Kútsjma benda til þess að hann hafi fyrir- skipað morðið. 7. júli 2001 Árásarmenn ráðast á Igor Alexandrov,yfirmann TOR- sjónvarpsstöðvarinnar, með hafnaboltaky/fum. Hann deyr fjórum dög- um siðar. Sjónvarpsstöðin taldi morðið tengjast umfjöllun um spillingu rlkisstjórnarinnar. 2002 62% blaðamanna I landinu segjast hafa orðið fyrirpóli- tískri ritskoðun. Starfsmenn Leonids Kútsjma hafa itök i öllum fréttastöðvum landsins. 24. desember 2003 Stjórnarskránni breytt þannig að þingið kýs forseta landsins en ekki þjóðin. Leonid Kútsjma kom breytingunni ígegn að mati andstæðinga hans til að festa sig endanlega ísessi. 16. janúar 2004 Serhii Rakhmanin, blaðamaður hjá Zerkaio Nedeli, gagnrýnir Leonid Kútsjma og stingur upp á því að 102. grein stjórnarskrárinnarsé breyttá eftirfarandl hátt:„Forseti Úkrainu er æðsti maður þjóð- arinnar, verndari fullveldisins og æðsti yfirmaður herafl- ans. Nafn forsetans er Leonid Kútsjma.“ Leonid Kútsjma Fráárinu 1991 hafa 20 blaðamenn verið drepnirí Úkraínu. Ólgan vex innan Framsóknarflokks vegna framgöngu Davíðs Oddssonar Framsóknarmaður efast um „andlegt hæfi" forsætisráðherra „Síðustu misseri er eins og allt sem Davíð Oddsson geri snúist í höndunum á honum og hitti hann sjálfan fyrir. Þannig eru bolludags- málið, sldpan hæstaréttardómara og fjölmiðlafrumvarpið allt búið að snú- ast í höndum hans, S minnka fylgi við ý : Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina og ®f>f setja blett á ímynd hans,“ segir Jón Ein- arsson, stjórnarmað- ur í Félagi ungra Fram- L sóknar- manna I Davíð Oddsson Spjótin jMH í I standa víða á forsætis- I ráðherra þessa dagana. Skagafirði, á vef Sambands ungra framsóknarmanna. Jón líkir stöðu Davíðs við það þegar Grettir Ás- mundarson féll eftir að öxi hafhaði í fætí hans. „Nú síðast eru komnar fram ffétt- ir um símtal við umboðsmann Al- þingis sem Davíð hefur ekki borið til baka og reyndar viðurkennt að hafi átt sér stað...“, segir Jón í pistíi sínum. „Og þó svo hann hafi ekki tjáð sig um efni samtalsins þá er það alvar- legt ef rétt reynist að forsætisráðherra sé málvinur umboðsmanns Alþingis. Og jafnvel þótt fullyrðingar um meintar hótanir væru ósannar og allt hefði verið í mesta bróðerni milli for- sætísráðherra og umboðsmanns Al- þingis þá hljóta menn að spyrja sig að því hvað það eigi að þýða að milli for- sætísráðherra og umboðsmanns Al- þingis séu að eiga sér stað einhver óskilgreind símtöl...?". Jón segir að það eigi að vera „kína- múr“ á milli umboðsmanns og allra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Honum blöskrar ffammistaða forsætísráð- herra í fjölmiðlamálinu. „Með ffamgöngu sinni í fjölmiðla- málinu hefur forsætísráðherra náð að verða sjálfum sér til minnkunar og hvoru tveggja efast menn nú um lög- ffæðikunnáttu hans sem og andlegt hæfi," segir Jón í greininni. Hann telur að ffumvarpið feli í sér augljóst stjórnarskrárbrot þar sem forsætisráðherra hafi eins og aðrir þingmenn fært drengskaparheit að stjórnarskránni og telur að frumvarp- ið brjótí gegn stjórnarskránni. „Meira að segja Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem stundar oft lögfræði- lega loftfimleika til að reyna að bjarga íhaldsmönnum úr klípum sem þeir koma sér í, treystir sér Jón Steinar Gunnlaugsson Greinarhöfundur á suf.is segir að meira að segja lögmaðurinn treysti sér ekki til að gefa fjölmiðlafrum- varpinu vottorð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.