Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR I8.MAÍ2004 Fréttir 0V Þór Ostensen og Arnheiður Ragnarsdóttir í Club Vegas dæmd fyrir skattsvik. Hnakkrifust um reksturinn á meðan peningar hurfu úr sjóðum fyrirtækisins. Fatafellurnar fengu greitt en skatturinn ekki. Sprengiefni á Reyðarfjörð Sprengiefnageymsla verður reist á Reyðarfirði vegna framkvæmda sem þar eru væntanlegar næstu mánuði. Fyrirtækið Arnar- fell hefur sótt um rúmlega eins hektara svæði undir geymsluna ofan við gamla þjóðveginn innan við Framnes. Umhverfisráð Fjarðabyggðar segir þenna stað, sem er ofan við svo- kallaðar Klappir, uppfylla öll skilyrði laga og reglu- gerða um íjarlægðir frá öðr- um mannvirkjum. Handtekinn ávinnupalli Um helgina var til- kynnt um innbrot í fyrir- tæki við Hverfisgötu. Maður klifraði þar upp vinnupalla utan á húsinu og fór inn um glugga. Hann var handtekinn af lögreglu og færður á að- alstöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu. r Þá var tilkynnt um inn- brot í nokkrar bifreiðar við Álfabakka. Stolið var geislaspifara, radarvara, farsíma og geisladiskum. Sveiflaði keðju við Stjornarráðið Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afsldpti af manni sem sveiflaði keðju í kringum sig við Stjómarráðið á laugardagskvöld. Að sögn lögreglu sagðist maðurinn hafa tekið keðjuna á Laugavegi. Keðj- an var tekin af manninum en ekki urðu frekari eftirmæli af þessu uppátæki. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um mann uppi á þaki Verslun- arskólans. Rætt var við manninn sem var á þakinu og fór hann niður að beiðni lögreglu. duglegur bissnessmaöur. Allt sem hann snertir virðist veröa að gulli. Baldur hefur ómælt sjálfstraust - eins og sést á því að hann býður sig nú fram til forseta til aö vinna hugmynd- um slnum brautargengi þrátt fyrir að sitjandi forseti sé alltaf fastur fyrir á fleti. Þór Ostensen Vildi gera litið úr hlutverki sinu I Veg- as en dómarinn trúði hon- um ekki. Hann á að greiða 5 milljón króna sekt, en Arnheiður Ragnarsdóttir 7 milljónir. Æá Aðstandendur nektardansstaðarins Vegas, þau Þór Ostensen og Arnheiður Ragnarsdóttir, hafa verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi hvort og til greiðslu hárrar sektar fyrir stórfelld undanskot á virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu starfsmanna, sem eins og gefur að skilja voru ekki síst erlendar fatafellur. Við rannsókn málsins bentu Arn- heiður og Þór hvort á annað um skýringar og ábyrgð, en sitja nú bæði í þeirri súpu að eiga að greiða sam- tals 12 milljónir króna í sektir, en fara í fangelsi ella. Einkahlutafélagið utan um Club Vegas var Pandíon ehf., en það varð gjaldþrota vorið 2003. Dómsmál var rekið vegna undanskota á virðis- aukaskatti og staðgreiðslu frá mars 2001 til maí 2002. Arnheiður keypti Vegas af dánarbúi í febrúar 2000 og var hún þá í sambúð með Þór, en fram kemur í gögnum málsins að hann hafi ekki getað verið skráður fyrir fyrirtækinu vegna fyrra per- sónulegs gjaldþrots. Dularfullt sjóðsútstreymi Málsgögn bera með sér að Þór hafi í fyrstu viðurkennt sig sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en á síðari stigum benti hann fyrst og fremst á Arnheiði og sagði að hann hefði bara verið framkvæmdastjóri að nafninu til en hefði þó haft með „almenna umsjón í fýrirtækinu" að gera. Virðist nokkur losarabragur hafa verið á rekstri nektarstaðarins Vitnið Bjcirni Sveinn Kristjánsson, fyrr- verandi starfsmaður, segir „... peninga hafa horfíð úr fyrirtækinu og starfsmönnum ver- ið kennt um". og ekki liðu margir mánuðir öll innkoma fór í laun og rekstur, en hætt var að gera skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu. Er athyglis- vert að Arnheið- ur ber að ein af ástæðunum fyrir blankheitum fyr- irtækisins hafi verið að einhver hafi stolið pening- um úr sjóðum fyr- irtækisins. Vitnið Bjarni Sveinn Kristjánsson, fyrr- verandi starfsmað- ur, segir „...peninga hafa horfið úr fyrir- tækinu og starfs- mönnum verið kennt um,“ en þess- um meinta þjófnaði virðist enginn hafa fylgt eftir með kröfu um rannsókn. Harður ágrein- ingur Hins vegar kemur ffam að sumarið 2002 hafi Þór geng- ið út úr stjórn félagsins og verið sagt upp sem framkvæmdastjóra, en eft- irmaður hans í stjórn var Ásta Ómarsdóttir. Jafhframt kemur fram að þau Arnheiður og Þór hafi átt í hörðum ágreiningi um rekstur fyrir- tækisins. Dómari málsins, Pétur Guðgeirs- son, taldi skýringar Þórs ekki trú- verðugar. Þau Arnheiður og Þór voru ákærð fyrir að standa ekki skil á virð- isaukaskatti upp á sam- H tals 2,3 milljónir króna og staðgreiðslu upp á samtals ■ 4 milljónir króna, eða alls 6,3 " milljónir króna. Sektardóm- urinn hljóðar því alls upp á nær tvöfalda þessa upphæð. fridrik&dv.is þar til annan Mikið um slagsmál um helgina Hópslagsmál á Laugavegi Atvinnuleysi á íslandi breytist lítið Óbreytt atvinnuleysi Lögreglan í Reykjavík þurfti þrisvar að hafa afskipti af fólki um helgina vegna hópslagsmála. Seint á laugardagskvöldið var tilkynnt um hópslagsmál á Laugavegi við Klapp- arstíg og síðar um að hópur manna væri að misþyrma einum. Að sögn manna munu upptök átakanna hafa verið þau að viðkomandi hafði verið að kasta glösum í fólk inni á veit- ingastað og var honum hent út af hópi gesta sem síðan gekk í skrokk honum. Sama kvöld var tilkynnt um (jöldaslagsmál úti á götu í Mosfells- bæ. Þrír piltar voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Einn var vistaður í fangageymslu en tveimur sleppt eftir viðræður við varðstjóra. Snemma á sunnudagsmorgni var tilkynnt um hópslagsmál í Hafnar- stræti. Lögreglan kom að og leysti upp slagsmálin. Einn maður reynd- Mikið að gera hjá lögreglu Lögreglan I Reykjavik hafði I nógu að snúast um helgina enda Eurovision-helgi. ist nefbrotinn og var hann fluttur á slysadeild. Annars urðu ekki teljandi meiðsl á fólki í þessum þremur til- vikum. Skráð atvinnuleysi var 3,5% af mannafla í apríl og var óbreytt frá marsmánuði. Á sama tíma í fýrra var atvinnuleysi 3,9%. Ársú'ðarleiðrétt at- vinnuleysi hefur minnkað undan- fama mánuði en stendur nú í stað á milli mánaða. Greiningardeild ís- landsbanka fjallar um málið og kem- ur fram hjá deildinni að atvinnuleys- ið hafi minnkað hægar en vonir stóðu til og nýjustu tölur gefa ekki til kynna breytingu á þeirri þróun. Vinnumálastofriun hafði spáð 3,3% til 3,6% atvinnuleysi í mánuðinum og er niðurstaðan því í efri hluta þess bils. Fjöldi starfa í boði á vinnumiðlun- um jókst í apríl, en 625 störf voru í boði í mánuðinum samanborið við 482 í mars. Á sama tíma í fyrra voru hins vegar 448 störf í boði. Fjölgun starfa í boði hefur að mestu verið á landsbyggðinni. Atvinnuleysi er mest Atvinna Atvinnuleysið hefur minnkað hæg- ar en vonir stóðu til og nýjustu tölur gefa ekki til kynna breytingu á þeirri þróun. á Suðumesjum (4,1%) um þessar mundir en minnst á Austurlandi (2,1%) og Norðurlandi vestra (2,1%). Uppsagnir á Suðumesjum vega því á móti áhrifum stóriðju um þessar mundir í atvinnuleysistölum. Líkur eru á minnkandi atvinnuleysi á næstu mánuðum og reiknar Vinnu- málastofnun með að atvinnuleysið verði á bilinu 3,1% til 3,4% í maímán- uði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.