Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 21
ÐV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 18.MAÍ2004 21
vakt
Ólafur Þórðarson að gera miklar
breytingar á sínu liði frá því í undir-
búningsleikjunum. Hann tók EUert
Jón og Hjálm Dór úr leik-manna-
hópnum, en þeir hafa spilað mikið á
undirbúningstímabilinu, og í hægri
bakvörðinn var mættur Kári Steinn
Reynisson og enginn var hægri
kantmaðurinn.
Þessar hrókeringar gengu engan
veginn upp hjá Ólafi því Kári var
skelfilegur í fyrri hálfleiknum og gaf
eitt mark. Fylkir lokaði síðan á
Harald Ingólfsson og þegar hann var
gerður ónothæfur var kantspil úr
sögunni hjá ÍA og ítrekaðar langar
spyrnur fram völlinn skiluðu litlu.
Ólafur átti fá svör enda enginn
vængmaður á bekknum. Blaða-
maður DV Sports spurði Ólaf
reyndar að því af hverju hann hefði
ekki haft neinn vængmann á
bekknum og svaraði Ólafur því til að
hann hefði haft Unnar Valgeirsson á
bekknum sem gæti vel leyst þá
stöðu. Ólafur skipti síðan bak-
verðinum Andra Karvelssyni inn á
fyrir Harald þegar þeir voru undir í
leiknum. Ólafur hefur ekki verið
þekktur fyrir að vera mikill
„taktfker" og fær hann falleinkunn
fyrir tilraunastarfsemi helgarinnar.
Ef hann sleppir álíka tilrauna-
starfsemi í framtíðinni þá ættu
Skagamenn að vera í fínum málum.
Fylkir leit vel út og á aðeins eftir
að batna er Björgólfur kemst í betra
form og Ólafur Stígsson fer að leika
af eðlilegri getu. Liðið virkaði vel
skipulagt, þekkti sín takmörk og
virtist njóta þess að leika ekki undir
sömu pressu og undan farin ár.
Nokkuð breytt vörn Fylkis leit lfka
vel út og ef leikmenn halda áfram að
halda stöðum sínum þá þarf
Þorlákur ekki að kvíða miklu.
Stóðust pressuna
Á Akureyri sýndu hinir ungu
leikmenn Keflavíkur að þeir geta vel
staðið undir væntingum og að ekki
er nein tilviljun að þeim sé spáð
góðu gengi.
KA-menn eru augljóslega enn að
slípa sitt spil og eiga án vafa mikið
inni. Þeir eiga aðeins eftir að batna
og engin ástæða fyrir stuðnings-
menn þeirra að örvænta. Þeir munu
vaxa og dafna og í kjölfarið koma
Stigin. oskar@dv.is, henry@dv.is
Góð byrjun Rfkharðs
Ríkharður Daðason byrjaði
vel með Frömurum á
sunnudaginn en hann lék
sinn fyrsta leik með félag-
inu siðan 1995 gegn Vik-
ingi. Rikharður iagði upp
tvö fyrstu mörk Framara og
var lykilmaður i skemmti-
legum sóknarleik liðsins.
DV-mynd Vilhelm
„Það segir meira en mörg orð um sóknarleik
KR að það iifnaði töluvertyfir honum þegar
Guðmundur Benediktsson, já, segi og skrifa
það, Guðmundur Benediktsson, kom inn á.
Guðmundur hefur varla æft knattspyrnu
undanfarið ár ogþaðan af síður spilað hana
Jóhannsson var öflugur á miðjunni
og frammi voru þeir Gunnar Heiðar
Þorvaldsson og Magnús Már
Lúðvíksson skeinuhættir og klókir
að hlaupa á bak við varnarmenn
Grindvíkinga. Boltinn gekk ágætíega
hjá Eyjamönnum og með þessari
spilamennsku ættu þeir að sigla
lygnan sjó um miðja deild.
Upprisa Framara
Framarar eru það lið sem kom
mest á óvart í fyrstu umferðinni. Þeir
rúlluðu yfir slaka Víkinga á Laugar-
dalsvellinum og sýndu oft á tíðum
frábær tilþrif.
Ríkharður Daðason er kominn
aftur í Safamýrina og hann var ekki
lengi að finna torfuna sína. Hann
lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína
og gerði það sem virkilega góðir
leikmenn gera, hann gerði aðra
leikmenn í kringum sig betri.
Ríkharður er ekki kominn í sitt besta
form en það verður erfitt að ráða við
hann þá. Framarar hafa fengið til sín
leikmenn sem kalla ekki allt ömmu
sína í návígjum og það er ekki síst
fyrir tilstilli Færeyinganna tveggja,
Hans Fróða Hansen og Fróða
Benjaminsen, og Þorvaldar Makan
að ásýnd liðsins er önnur. Þessir
leikmenn fara í návígin til að vinna
þau og því fengu leikmenn Vfkings
að kynnast. Flottur bragur á
Framliðinu undir stjórn Rúmenans
Ion Geolgau. Eftir langan tíma undir
stjórn heimamanna, sem skilaði
engum árangri, er kominn maður
sem hefur gjörbreytt Framliðinu í
aðeins einum leik.
Víkingar vilja sennilega gleyma
þessum leik sem fyrst. Frammistaða
þeirra í þessum leik var ekki til þess
fallin að réttíæta veru þeirra í
deildinni. Vörnin var glæpsamlega
léleg, miðjan þung og þreytt og
sóknarleikurinn ..., hann var ekki til
staðar. Strákarnir hans Sigurðar
Jónssonar munu væntanlega berjast
til síðasta blóðdropa en sú barátta er
ansi vonlaus þegar ógnunin í fram-
línunni er engin. Langt og erfitt
sumar framundan hjá Víkingum.
Taktík Óla klikkaði
Langbesti fótboltinn í fyrstu
umferðinni var á Skipaskaga þar
sem ÍA tók á móti Fylki.
Einhverra hluta vegna ákvað
Bestu ummælin
Willum Þór Þórsson, þjálfari
KR-inga, var ekki sammála
öllum þeim sem töldu FH-inga
hafa verið mun betri aðilinn í
leiknum gegn KR á laugar-
daginn.
„Það bar ekkert á milli
liðanna í dag. Ég ætía ekki að
taka þátt í því að menn búi
eitthvað til," sagði Willum í
samtali við Morgunblaðið eftir
leikinn og hélt áfram:
„Við
gáfum
FH-
ingum
þetta mark
enefviðtel-
jum færin þá
sktídi ekkert
á milli lið
anna
dag.“
Anton og Hlynur orðnir IHF-dómarar
Ungir dómarar á uppleið
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur
Leifsson eru nýjasta IHF-dómara-
par okkar íslendinga en þeir félagar
þreyttu aljóðlegt IHF-próf dómara í
Grikklandi í lok mars og stóðust
það að sjálfsögðu með miklum
sóma.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru IHF-
réttindi efsta stig alþjóðlegra rétt-
inda sem dómarar geta fengið.
„Það eru ekki mörg dómarapör
sem fá tækifæri til þess að taka þetta
próf og við lítum á það sem mikinn
heiður og viðurkenningu fyrir okkar
störf að hafa verið valdir til þess að
taka prófið í Grikklandi," sagði
Anton Gylfi í samtali við DV Sport og
bætti við að lítill tími hefði gefist ttí
þess að sóla sig í Grikklandi. „Við
tókum fjögur skrifleg próf ásamt
Hkamlegu prófi og svo dæmdum við
tvo leiki. Þetta var hörkupúl en gekk
sem betur fer vel.“
Þakklátir HS(
Það kostar blóð, svita og tár að
komast á toppinn og hjálp góðra
manna á þeirri leið er alltaf vel
þegin.
„Þetta hefði ekki verið hægt án
aðstoðar HSI sem greiddi farseðil
okkar til Grikklands og kunnum við
þeim bestu þakkir fýrir. Þeir hafa
alltaf stutt vel við bakið á okkur og
vonandi verður framhald á því í
framtíðinni," sagði Anton Gylfi að
lokum. henry@dv.is
Röggsamir ungir menn Anton Gylfi og Hlynur dæmdu leik Islands og Danmerkur á
Seltjarnarnesinu um helgina og leystu það verkefni með miklum sóma. DV-mynd Vilhelm
Jaap Stamfarinn
til AC Milan
Hollenska varnartröllið Jaap
Stam gekk í gær ffá samningi við
ítölsku meistarana í AC Milan.
Stam gerði tveggja ára samning
við félagið en kaupverð var ekki
gefið upp. Milan eru ekki hættir
að versla ogAdriano Galliani
hefur lofað tveim stórum nöfnum
í sumar. Stam er annar leikmað-
urinn sem Milan fær til sín í
sumar en áður höfðu þeir gengið
frá samningi við Frakkann Vikash
Dhorasoo sem kemur frá Lyon.
Galliani segir að þótt vissulega
megi styrkja liðið enn frekar séu
menn sáttir við þann hóp sem
þeir hafa í höndunum. „Við
unnum meistaradeildina í fyrra
með þennan mannskap og erum
ítalskir meistarar. Þetta er fínt
eins og það er,“ sagði Galliani.
henry@dv.is