Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 32
P'f Útt Cittk Ot m mun, riö fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. r-i < 55 D 5555 SKAFTAHLÍÐ24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISSOSOOO US*»gi Opið aila daga til klukkan 21! HEIMSENDINGAR- ÞJÓNUSTA 1540 33 20 GARÐHEÍMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • www.gardheimar.is Sigurjón Sighvats orðinn afi Þórir Snær Sigurjónsson, kvik- myndaframleiðandi hjá ZikZak, og sambýliskona hans, Line Lind, eign- uðust lítinn dreng á sunnudaginn. Drengurinn vó þrjú og hálft kíló og var 51 cm. Sigurjón Sighvatsson, faðir Þóris og nýbakaður afi, mun vera á leið frá kvikmyndahátíðinni i Cannes til þess að bjóða þennan kvimyndagerðarmann framtíðar- innar velkominn í bransann. Sigurjón Sighvatsson Varð afi á sunnudag. íslensk krísa í suður- afrískum fjölmiðlum „ísland er í uppnámi vegna um- deildra fjölmiðlalaga", er yfirskrift greinar sem birtist í vefúgáfu dag- blaðsins Mail and Guardian í Suður- Afríku í gær. Fjallað er almennt um þá eldfimu stöðu sem sé í íslenskum stjórnmálum vegna fjölmiðlafrum- varpsins og þeirrar hótunar sem leg- ið hafi í loftinu um að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, neiti að staðfesta lögin. Hafi hann sniðgeng- ið konunglegt brúðkaup í Dan- mörku vegna málsins. Segir blaðið frá þeim fullyrðingum íslensku stjórnarandstöðunnar að málið allt sé sprottið af persónulegri óvild Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í garð eigenda Baugs. Greint er frá því að forsætisráðherra hafi hellt „olíu á eldinn" í harðvítugum póli- tískum deilum með því að saka Ólaf Ragnar forseta um að huga að eigin hagsmunum með því að verja Baug enda væru fjölmiðlar í eigu Baugs hörðustu stuðningsmenn forsetans. Þess utan hefði forsætisráðherra bent á að dóttir Ólafs Ragnars vinni hjá fýrirtækinu. Fjölmiðlafrumvarpið fer viða Mail and Guardian i Suður-Afríku fjall- aði um fjölmiðlalög Daviðs i gær. Hiti á Alþingi Þinglorseti veifaúi DV og frestflði smábátamáli Ólga var við upphaf þingfundar í gærmorgun þegar Halldór Blöndal þingforseti breytti skyndilega boð- aðri dagskrá þingsins sem gerði ráð fyrir að smábátamálið svokallaða yrði fyrst á dagskrá. Skyndilega til- kynnti forsetinn að dagsrá yrði rask- að þannig að fyrsta mál yrði mjólk- ursamningurinn. Allir þingflokks- formenn stjórnarandstöðunnar fóru í ræðustól og mótmæltu framkomu forsetans. Magnús Þór Hafsteins- son, alþingismaður Frjálslynda flokksins, var einn þeirra sem mót- mælti harkalega þessu háttalagi for- seta. Þingfundi var loks frestað til að menn gætu náð sáttum um málið. Magnús Þór segir að Halldór Blön- dal hafi borið því við á fundi með þingflokksformönnum að ástæða þessa væri frétt í DV þar sem Magn- ús Þór sagði það álit sitt að smábáta- málið yrði hitamál á þingi. Halldór Blöndal Magnús Þór Haf- Umfjöllun í DV varð steinsson Sagði að til þess að hann brá smábátamálið yrði skjótt við og breytti heitt. boðaðri dagskrá. „Hann veifaði DV máli sínu til stuðnings og sagði þetta gert af til- litssemi við þingmenn sem óskuðu eftir að taka þátt í umræðu um mjólk og landbúnað. Tillitssemin var þó ekki meiri en svo að engir þingmenn voru látnir vita af breyt- ingu dagskrár, en hins vegar vissu bæði landbúnaðarráðherra og hans hirð um þetta því þessir voru mætt- ir við upphaf þingfundar. Einnig blaðamaður Bændablaðsins sem sat eftirvæntingarfullur á þingpöll- um,“ segir Magnús Þór. Hann segir að sjávarútvegsráð- herra hafi tímanlega verið látinn vita af dagskrárbreytingunni enda hafi hann ekki mætt. „Við í þingflokki Frjálslynda flokksins vorum mjög óhressir með þetta. f forgangsröðun í undirbún- ingi fyrir umræður dagsins þá höfð- um við lagt áherslu á sjávarútvegs- málin og ætluðum síðan að undir- búa okkur betur fyrir umræðu um landbúnaðarmál. Blöndal gerði þá hlé á þingfundi og hélt fund með formönnum þingflokkanna. „Þetta mál sýnir vel þá tauga- veiklun sem nú ríkir í herbúðum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarliðar vita vel að trillufrumvarpið getur orðið mjög erfitt fyrir ríkisstjórnina þar sem það gengur þvert á fyrri lof- orð stjórnarþingmanna frá Vest- fjörðum. Svo virðist sem að um- ræðu um það hafi verið frestað í einhvers konar örvæntingu af því að ég upplýsti alþjóð í DV um að þetta væri stórt og erfitt mál. DV virðist þar með vera farið að hafa áhrif á fundarstjórn þingsins," segir Magnús Þór. Þingmenn lesa DV Frétt DVigær varð til þess að forseti Alþing is frestaði umræðum um smábátamálið. • Útvarpsþátturinn Spegillinn var ofarlega á baugi á fitndi út- varpsráðs í gær. Svanhildur Jón- asdóttir vakti máls á atburðar- rásinni í kringum Helgu Völu Helgadóttur, þátta- gerðarmanns á Speglinum, sem fékk ekki sumarafleysing- arstarf sem frétta- maður með þeim skýringum BogaÁgústssonar að hún væri tengt Vinstri grænum. Útvarpsráð sagðist í gær leggja áherslu á að mikilvægt sé fyrir trúverðugleika stofn- unarinnar að reglur um ráðningu starfs- manna sem vinni við fréttaflutning af ein- hverjum toga séu skýrar og gegnsæjar. Að þessu gerðu bætti Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður út- varpsráðs, því við að sér þætti undarleg kynning á viðmæl- anda í Speglinum, að titla hann sérstaklega sem stuðningsmann Sjálfstæðisflokksins til margra ára. Formaðurinn bað menn að vanda til verka við kynningar... Aðskilnaðarstefna Davíðs!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.