Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18.MAÍ2004 Neytendur DV Afgreiðslu- fólktil fyrirmyndar GuÖrún F. Jónsdóttir skrifar. Ég vil endilega hæla af- greiðslufólkinu í Hagkaup- um á Eiðistorgi fyrir liðlega framkomu og greiðvikni. Ég er þeirrar tegundar að ég versla ekki alltaf í sömu búðunum og get því vitnað um að framkoma af- greiðslufólks er eins mis- jöfn og mennirnir eru margir. f sumum búðum lætur afgreiðslufólkið eins og maður sé að trufla það og sýnir manni beinlínis Neytendliir ókurteisi. Afgreiðslufólkið virðist ekki skilja að það er þarna til að þjónusta okkur viðskiptavinina. En unga fólkið sem afgreiðir á Eiðis- torgi er til fyrirmyndar. Þau eru kurteis, ræðin og ein- staklega elskuleg á allan hátt. Þau setja ekki upp svip þegar maður spyr um eitthvað heldur greiða úr hvers manns vanda. Elsku- legt viðmót er eitthvað sem búðareigendur ættu að at- huga þegar þeir ráða til sín starfsfólk. Mér finnst það skylda mín að láta aðra vita af þessu. Lesendur DVgetaö ritaö blaöinu bréf um neytendamál á netfangjö neytendur@dv.is nið Veró miðast við hofuðbofgarsvÆðid Esso Shell Öiis ÖB Atlantsolia Ailar stoö'. Ego Orkan ) [Sker nmuvegi og Hafnarfirði - 96,80] Kartöflur eiga til að spíra í plastpok- unum, þrátt Jyrirgeymslu í kulda og myrkri. Setjið eitt epli ípokann með kartöjlunum, þá spíra þœr ekki. Efmatur hefur verið saltaður um of má skella út í hann flysjaðri kart- öflu, hún drekkur í sig saltið. • Tilboðsdagar hefjast í verslunum Hagkaupa í dag. Kíló af skinnlaus- um kjúklingabringum kostar 1.299 krónur en kostaði 1.998 krónur áður. Þá kostar kílóið af kjúklingalærum með legg 324 krónur en var áður á 499 króm er Myllu-hvítlauksbrauð á tilboði, kostar nú 219 krónur. Á kassa er veittur 20% afláttur af olíum ffá Philippo Berio, Hunfs tómatlínunni og Scala-vörum. • Tjaldvagnaleigan í Stykkishólmi er með helgartilboð á tjaldvögnum til 25. júní. Helgin kostar 7 þúsund krónur, þ.e. föstud. til sunnud. Vögnunum fylgir kolagrill, gas- hella, stólar og borð og aukasvefn- stæði fyrir þrjá. Frá og með 25. júm' verður Tjaldvagnaleigan eingöngu með vikuleigu á vögnunum. • í Þinni verslun standa yfir til- boðsdagar, verð á 420 gr. af Toro Tikka Masala-sósu er nú 229 krónur en áður kostaði hún 265 krónur. Súkkulaði kremkex 500 gr. kostar nú 198 krónur í stað 259 króna áður. Appelsínukexpakld frá Grazia sem vegur 150 gr. kostar 99 krónur en kostaði 136 krónur. Þá er ostanasl frá Nacho 200 gr. á 179 krónur en áður kostaði naslið 198 krónur. Til- boðsdögunum lýkur á morgun. • Raftækjaverslun íslands verður með Ruglað verð í nokkra daga og eru vörumar með tuttugu til sjötíu prósenta afslætti. Meðal þess sem hægt er að fá á verulegum af- slætti eru gas- hefluborð, kæli- og frystiskápar og pottar og pottasett. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu á þriðjudögum og fimmtudögum. Marga dreymir um aö koma sér upp sínum eigin matjurta- garði. Björn Gunnlaugsson, tilraunastjóri hjá Garðyrkjuskóla riksins að Reykjum í Hveragerði gefur nokkur góð ráð „Það er auðveldast að rækta hvít- kál, rófur og ýmsar salattegundir sem plantað er út,“ segir Björn Gunnlaugsson, tilraunastjóri hjá Garðyrkjuskólanum að Reykjum. „Venjulegur skólagarðaflötur er um 20 fermetrar og það er hæfileg stærð fyrir venjulegt heimili. Vandamálið við svona matjurtaræktun er nefni- lega sú að uppskeran kemur öll í einu og ef maður ætlar að fá mikið út úr þessu þarf maður að hafa góð- an kæli,“ segir Bjöm. Að rækta garðinn sinn Marga dreymir um að koma sér upp matjurtagarði þar sem rækta má ýmiss konar grænmeti og annað sem gott er að bera á borð yfir sumartím- ann. Sumir eiga stór- an garð við hús sín þar sem koma má upp ágætis matar- Björn jurtagarði og aðrir Gunnlaugsson eru með slfka garða við sumarbústaði. Ýmsir telja að grænmetið sem mað- ur ræktar sjálfur smakkist betur en annað, kannski er sú tilfmning líka lituð af því að hafa ræktað það sjálf- ur. „Yfirleitt eru matjurtagarðarnir svona 20 til 50 fermetar og í þeim stærri er gert ráð fyrir kartöflurækt. Maður byrjar á að stinga upp svæð- ið með gafli, svona rúmlega gaffal- dýpt, 25 til 30 sentimetra niður í Gashitarar æðið í ár Garðhúsgögnin fljúga út jarðveginn. Þá sáldrar maður kalki og blönduðum áburði í moldina, en það má ekki kalka kartöflureitinn, því þær fá kláða af kalki. Síðan sáir maður til dæmis gulrótum, radísum og næpum og það er ekki síðra að planta rófum. Gulrótunum verður að sá í maí því þær eru lengi að spíra. Spergilkál er að mörgu leyti hentugra fyrir smágarðaeigengur en blómkál. Blómkálshausinn verður að taka upp heilan en aðalhaus spergilkálsins má skera af og síðan hliðarsprotana í talsvert langan tíma eftir á,“ segir Björn. Krydd úr eigin garði Ferskar kryddjurtir í matarrétti geta gert gæfumuninn.„Það er hægt að rækta flestar kryddjurtir úti. Þó ekki basilíku því hún þolir ekki hita undir tíu stigum og rós marín myndi maður heldur ekki rækta í matjurtagörð um. En gras- laukur, dill, kamflla, garða- blóð- berg, or- egano, steinselja og allar myntujurtir eru tilvaldar í matjurta- garða," segir Björn. „Eftir sáningu og útplöntun verð- ur að passa upp á að vökva garðinn vel þannig að allt verði blautt í gegn. Og svo verður maður náttúrulega að huga vel um matjurtagarðinn næstu mánuði, hreinsa arfa og aðra óværu og hlúa að plöntunum," segir Björn. Útsæði, áburður og fleira til rækt- unar fæst í garðyrkjuverslunum en smáplöntur af grænmeti í garð- plöntustöðvum. Grænmeti Það sem maður ræktar sjálfur smakkast betur. og dekurinnhaup „Eg kaupi matvöruna i Bonus og Mela- búðinni, badar eru alveg frabærar, Bonus fyrir magninnkaup og Melabuðin fyrir dekurinnkaup. Mer er mjög annt um Melabuöina, það er einstök þjonusta hja þeim. Ég er búin að fara tvisvar a veit ingastaðinn Vox á Hotel Nordica og var mjog anægö meö mat og þjonustu. Eg kaupi fatnað her og þar, fer 1 autsölurog \ skammast min \ ekkert fyrir Hvað kosta gashitarar í garðinn? Nýjasta æðið eru gashitarar J Rúmfatalagerinn • 13 kílówatta hitari 2,25 sm á hæð 14.900 kr. Ekki henda síðustu lögginni úr vinflöskunni, jafnvel þótt hún hafi staðiðyfir nótt. Setjið vínafganginn í ísmolabakkann ogfrystið, seinna má nota molana í kássur ogsósur. Mörgum hefur reynst vel við höfuð- verk að skera súraldin (lime) í helm- inga og rjóða þeim svo á ennið. Þá hverfur höfuðverkurinn. „Nú er þetta að skella á,“ segir Gísli Sigurðsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Garðheima í Mjódd- inni. Mikil örtröð hefur verið í garð- vöruverslunum landsins síðustu daga. Gísli segir þetta einmitt tím- ann sem blómavertíðin fer af stað. „Garðhúsgögnin fljúga út, grillin seljast í bílförmum og svo eru gas- hitarar nýjasta æðið,“ segir Gísli. Gashitarar eru þekktir víða er- 'ndis sem góð leið til að halda á sér ,iita eftir að sólin gengur til viðar. Menn safnast saman í kringum gas- hitarann og oft er kátt á hjalla. Hér heima hafa gashitarar aðallega verið notaðir í sumarbústöðum en Gísli segir enga ástæðu til að einskorða sig við það - gashitari sómi sér vel í garðinum heima. „Nú vilja allir lengja hjá sér sum- arið,“ segir Gísli óg bætir við: „Því eru gashitarar sniðug lausn." Hann segir jafnframt mikla samkeppni Gfsli Sigurðsson, eigandi Garðheima „Gashitarar eru sniðug lausn." ríkja á gashitaramarkaðnum; það séu allir að auglýsa og salan að sama skapi mikil - gashitarar séu það sem tísku-jóninn kaupi í ár. Sjálfur ætlar Gísli að taka því ró- lega í sumar. „Bara að njóta þess að fara í sumarbústaðinn og dúllast í garðinum," segirhann. Húsasmiðjan 13 kílówatta hitari 2,35 sm á hæð 24.900 kr. BYKO 13,5 kílówatta hitari 2,30 sm á hæð 29.900 kr. 13,5 kílówatta ryðfrír hitari 2,30 sm á hæð 36.900 kr. Garðheimar 13,5 kílówatta ryðfrír hitari 2,35 sm á hæð 39.950 kr. Skorri 11 kílówatta hitari 2,25 sm á hæð 26.900 kr. 11 kílówatta ryðfrír hitari 2,25 sm á hæð 34.900 kr. Expert 14 kílówatta hitari 2,20 sm á hæð 19.900 kr. Gamalt & Gott Það eru ekki allir hrifnir af þeyttum tjóma. Prófaðu að þeyta saman hálfan lítra af jógúrt, 150 gr. af sykri og þrjár eggjahvítur. Þeyttu eggjahvítumar þannig að þær verði stinnar, bland- aðu sykrinum saman við og síðast jórgúrtinni. Jógúrt-eggja-ijóminn er sérstaklega braðgóður með ávaxtaeftirréttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.