Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn<a>dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Bullurnar inn úr klíkunni hefur samið óháð lög- fræðiálit til stuðnings ráðherrum. Hann er orðinn prófessor og skiptir tíma sínum milli hnitmiðaðra og inn- rammaðra greina í Mogganum til varnar Hinum Mikla og ruddalegra mannlýsinga í fleiri bréfum en því eina, sem hengt var upp á töflu í Verzlunarskólanum. Annar prófessor skiptir líka tíma sínum milli hnitmiðaðra og innrammaðra greina í Mogga til varnar Hinum Mikla og annarra skrifa, sem felast í að klippa og líma saman að nýju texta annarra manna og þykjast hafa skrifað hann sjálfur. Hann telur þetta eðlilegt og sjálfsagt, hafið yfir lög og rétt. Þriðji var einu sinni ráðherraígildi sem fréttastjóri ríkissjónvarpsins og rekur niína útvarpsstöð, þar sem hann bendir þjóðinni á, hvflíkt úrþvætti forseti landsins sé. Hann hefur um það langt og samansúrrað mál að hætti útvarpsstöðva róttækra Neanderdals- manna í Bandarflcjunum. Enginn kemst þó með tærnar, þar sem sjálfur Hinn Mikli landsfaðir hefur hælana. Hann kastar ítrekað skít í forseta landsins og lætur framkvæmdastjóra flokksins fylgj- ast með stöðu ritstjóra Moggans í Lands- banka til að ná á honum hreðjatökum, svo að notað sé eigið orðaval landsföðurins. Hinn Mikli skiptir tíma sínvun milli hót- ana í símtölum og hótana inni á teppi. Hann lagði niður Þjóðhagsstofnun, af því að forstjórinn fór í taugamar á honum. Hvar sem Hinn Mikli fer, sáir hann um sig ótta og skelfingu, hvort sem það eru emb- ættismenn, samflokksþingmenn, prestar eða umbar. Þjóðfélagið í heild snýst um Hinn Mikla, reiðiköst hans og ofbeldishneigt hatur í garð þeirra, sem hann telur leggja steina í götu sína. Sértæk lög eru sett á færibandi um margvísleg áhugamál hans, allt frá digr- um eftirlaunum Hins Mikla yfir í afnám einkafyrirtækja, sem honum hugnast ekki. Um þessa hegðun fann Velvakandi Moggans orð, sem hæfir. Það eru bullurn- ar, sem hér á landi og raunar víðar hafa spillt fyrri leikreglum vestræns samfélags eins og við þekkjum þær frá þeim tíma, þegar leikreglumenn á borð við Jón Bald- vin Hannibalsson og Steingrím Hermanns- son voru í pólitík. Sjálfstæðisflokkxmnn er ekki einn um bullurnar, þótt hann sé umsvifamestur. Satt að segja var margumræddur forseti þjóðarinnar ein af þeim verstu, þegar hann var í pólitík. Annar formaður stjórnarand- stöðunnar skrifar bréf að hætti framan- greinds prófessors og hinn sleppir sér í ræðustóli. Vandi okkar stjórnmála nú er hinn sami og í Bandarflcjunum. Vandinn fylgir þeim tíðaranda, að hinn sterki skuli hafa öll völd óspöruð. Bullumar hafa tekið völdin í póli- tfldnni. Jónas Kristjánsson Davíð vann Fjölmiðlafrumvarpiö var samþykkt í gær. Illugi Jökulsson var á áheyrendapöllum og fylgdist með. FYRIR UTflN ALÞINGISHÚSIÐ eru lög- regluþjónar á kreiki. „Við erum fjórir,“ segir einn þeirra. „Það er að segja þeir sýni- legu,“ bætir hann við og glottir. Þar lá að. Svo einhvers staðar liggja líka ósýnilegir lögreglumenn í leyni. Mikið skal við haft þegar mik- ið liggur við. Því nú á að fara að sam- þykkja fjölmiðlafrumvarpið. Skyldi rfldsstjórnin í alvöru búast við óeirð- um? Er Halli Jó ríkislögreglustjóri einhvers staðar óeinkennisklæddur í ómerktum bfl, tilbúinn að stjórna aðgerðum ef stormsveitir Norður- ljósa gera áhlaup á Alþingishúsið? En það eru engar horfur á því. Klukkan er kortér gengin í tvö, at- kvæðagreiðslan á að hefjast eftir fimmtán mínútur og það er enginn mættur til að fara á áhorfendapalla nema ég. Að vísu er lgest ennþá bak- dyramegin þar sem leiðin liggur á pallana, engin leið að komast inn. LÖGREGLUÞJÓNARNIR segja mér að bara þrjátíu manns verði hleypt á pallana. Þó þar séu sæti fyrir fimm- tíu til sextíu manns. Þeir kunna enga skýringu á þessari takmörkun, enda er hún ekki þeirra ákvörðun. Þeir eiga bara sjá um að allt fari skikkan- lega fram. Og heldur engar horfur á öðru en allt muni fara skikkanlega fram. Að minnsta kosti á áhorfendapöllun- um. Þó væntanlegum áhorfendum sé farið að fjölga. Páll Ásgeir á Rás tvö er mættur og okkur þykir örugg- ast að koma okkur fýrir í svolítilli biðröð við bakdyrnar. Svolítill hópur Hvað sagði Jón Sigurðsson? „Aö sérhver maður hafi frelsi til að halda trú þá sem hann vill, tala hvað hann vill, rita hvað hann vill og láta prenta hvað hann vill, meðan hann meiöir eng- an,þykirvissulega engum á Islandi frelsi um of. Að lík- um hætti má atvinnufrelsi og versl- unarfrelsi ekki missa þar sem nokkuð fjör og dugnaður á að komast á fót, og má i þvi skyni ekki hafa stundar- skaða nokkurra manna fyrir augum heldur gagn alþýðu bæði í bráð og lengd Eftirfarandi kafla úr skrifi eftir Jón Sigurðsson forseta las Mörður Arna- son, þingmaður Samfylkingar, upp þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær. Fyrst og fremst af menntaskólakrökkum kemur askvaðandi og vill líka fá að fylgjast með þegar fjölmiðlalögin verða sett; já, nú drífur fólk beinh'nis að. Fleiri DV-menn, Hallgrímur Helgason rit- höfundur með hatt og smábarn, slangur af ungu fólki, almenningur. Gamall maður í glansandi jakkaföt- um og Arsenal-bindi kemur gang- andi og vindur sér fremst í biðröð- ina. Það er samdóma álit okkar að hann sé svo flottur í tauinu að hann eigi skilið að fá að vera fyrstur. ENDA KEMUR {LJÚS að þetta er fyrr- verandi þingvörður. Hann skilur ekkert í þessum fjöldatakmörkun- um á þingpallana. Segir okkur í bið- röðinni frá fyrri málum sem kveikt höfðu áhuga með þjóðinni; frá Haf- skipsmálinu þegar troðfullt var á þingpalla og einhver hafði meira að segja mætt með fána Hafskips. Það var nú talið of langt gengið og fáninn var tekinn af þeim hinum sama. En fjöldinn fékk að vera viðstaddur og fylgjast með Alþingi að störfum. Það var allt troðið, menn stóðu í stigan- um. En ekki núna, nú fá bara þessir þrjátíu að horfa upp á dýrðina þegar fjölmiðlalög Davíðs verða samþykkt. Þessi sögulegu lög. Á þessum sögulega degi. KLUKKAN ER 0RÐIN HALF, þá eru bakdyrnar opnaðar. Þingvörðurinn gamli arkar fyrstur manna upp, ég fylgi í fótspor hans og svo öll stroll- an. Þegar við komum upp á hana- bjálkann þar sem áhorfendapallarn- ir eru, er þingfundurinn hafinn. Halldór Blöndal að kynna eina mál- ið á dagskrá; atkvæðagreiðsluna um þessi ólög. Nema Halldóri finnst það náttúrlega ekki. Fulltrúar allra stjórnmálaflokk- anna koma upp til að boða afstöðu flokka sinna. Ég held að það sé ekki bara af því ég er sammála þeim sem mér finnst fulltrúum stjórnarand- stöðuflokkann mælast af sýnu dýpri sannfæringu en fulltrúum Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson höktir í gegn- um ræðuna sína; Hjálmar Árnason virðist ótrúlega nervus. Á áhorf- endapallinum er hlegið að fullyrð- ingu hans um góðsemi fjölmiðlalag- anna. Og Hjálmari er ekki skemmt. ORÐSTEINGRÍMS J. um hvað það sé ömurlegt að fylgjast með fótgöngu- liðum þeirra Davíðs og Halldórs með glamrandi hlekkina eru eins og töluð út úr mínum munni. Því ég veit - eins og allir - að þarna niðri í Davið bregður við hláturinn. Hann lítur uppr öskureiður. Þetta er ekki fallegt augna- ráð. Kannski ætlar hann næst að banna hlátur. salnum eru a.m.k. þó nokkrir þing- menn í þann veginn að greiða at- kvæði gegn samvisku sinni. Þar sem ég halla mér yfir handriðið og skima niður reyni ég að sjá það út úr fasi þeirra. Sumir eru vissulega niðurlút- ari en aðrir. Og ég velti fýrir mér hvort það sé skárra, að menn beri skömmustuna utan á sér eða láti sem ekkert sé. Kemst ekki að niður- stöðu. KRISTINN H. GUNNARSS0N fiytur ágæta ræðu. Einu sinni fyrir löngu flutti ég pistil þar sem ég hæddist að Kristni fyrir að hann skyldi hafa skipt um skoðun á gagnagrunns- ffumvarpinu ffæga þegar hann gekk úr Alþýðubandalaginu gamla í Framsóknarflokkinn. Af tómri flokkshollustu. En nú er Kristinn maður fyrir sinn hatt. Annað en margir aðrir þarna niðri. ATKVÆÐAGREIÐSLAN BYRJAR. Nafn- kall og allt fer fram sem búist var við. Það er eiginlega ótrúlegt að horfa upp á þetta; meirihluta alþingis- manna samþykkja lög sem allir vita í hjarta sér að eru ótæk. Margir stjórnarandstæðingar gera grein fyrir atkvæði sínu, nánast engir stjórnarsinnar. Jú, Davíð sjálfur kemur í pontu og les ummæli sem litlu vinnumaurarnir í Valhöll hafa grafið upp úr þingtíðindum: eitt- hvað sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði árið 1995 um nauðsyn laga- semingar á fjölmiðla. Greinileg melding til forsetans um að voga sér ekki að neita að skrifa undir lögin. Voða sneddf hjá Davíð, eða það hef- ur þeim eflaust þótt í Valhöll. Mér finnst þetta hallærislegt. Ætlast Dav- íð í alvöru til að forsetinn taki ákvörðun í málinu eingöngu út frá sinni eigin persónulegu skoðun? Á ekki forsetinn að taka ákvörðun sína út frá því sem hann telur að íslenska þjóðin vilji, ekki að eigin geðþótta? En Davíð kann náttúrlega ekki að taka neinar ákvarðanir nema út frá eigin geðþótta, sjálfsagt heldur hann að sama gildi um alla aðra. Nema náttúrlega litlu fótgönguliðarnir í Sjálfstæðisflokknum sem eiga að taka ákvörðun ekki að eigin geð- þótta, heldur að Davíðs geðþótta. Fyrir nú utan að þetta sagði for- setinn sem sagt árið 1995 og var auðvitað ekki að tala um nákvæm- lega þá hrákasmíð sem Davíð hefur nú barið saman. Hallærislegt, Davíð, hallærislegt. HELGI HJÖRVAR kemur í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu og rífur frumvarpið. Mörður les skemmtilega klausu upp úr skrifum Jóns Sigurðssonar forseta. Við á pöllunum bíðum svolítið spennt eft- ir Jónínu Bjartmarz; allir vita að hún er á móti frumvarpinu og mun hún greiða atkvæði gegn því? Hún kemur og flytur tölu þar sem hún kveðst ekki sannfærð um að frumvarpið standist stjórnarskrá og stjórnar- skráin verði að njóta vafans. Hún geti því ekki stutt frumvarpið. En hún ætlar ekki að greiða atkvæði á móti frumvarpi sem hún er ekki ör- ugg um að standist stjórnarskrána, hún ædar að sitja hjá. Skrýtið hvernig það er stundum merki um voðalegt hugrekki að taka ekki afstöðu. Sitja hjá. Á sínum tíma meikaði Þorgerður Katrín það í pólitflc með því að þora á vera á móti rfldsábyrgð Davíðs til deCode. Hún greiddi samt heldur ekki atkvæði á móti ábyrgðinni, heldur sat hjá. Nú er Þorgerður Katrín orðin ráðherra og segir snyrtilegt „já" við fjölmiðlaffum- varpinu þegar röðin kemur að henni. EN JÓNÍNA SITUR ÞÓ að minnsta kosti hjá. Það er skárra en ekki neitt. Halldór mun hafa sagt henni að ef hún greiddi atkvæði á móti og frum- varpið yrði því samþykkt með minnsta mun, þá yrði Davíð svo reiður að hann myndi sprengja stjórnina. Og Jónína ekki viljað bera ábyrgð á að stjórnin félli. Farið hefði fé betra, segi ég nú bara. Þessi ör- þreytta valdníðslustjórn. Ja, svei. Síðastur greiðir þingforsetinn Halldór Blöndal atkvæði. Og gerir grein fyrir afstöðu sinni. Flytur stutta tölu þar sem hann segist munu styðja frumvarpið þar sem hann styðji frjálsa fjölmiðlun, fjölbreytni, lýðræði og ég veit ekki hvað og hvað. Á áhorfendapallinum brýst út skellihlátur. DAVÍÐ BREGÐUR VIÐ HLÁTURINN. Hann lítur upp, öskureiður. Þetta er ekki fallegt augnaráð. Kannski ætlar hann næst að banna hlátur. Það er nú þegar orðið nánast saknæmt - að sögn Arna Magnússonar félagsmála- ráðherra - að gera grín að forsætis- ráðherra. Kannski er þá bara næsta skrefið að banna Mátur. Nema náttúrlega að sögunum hans Davíðs sjálfs og skemmtilegum bröndurum hans, eins og að leita að Ólafi Ragnari Grímssyni ofan í kók- dós. Líklega má áfram hlæja að því. En svo er þessu öllu lokið. Frum- varpið hefur verið samþykkt. Davíð hefttr unnið. Eina ferðina enn. Eins og hann sagði víst sjálfur Jóni Ásgeiri á fundinum þeirra. Að hann væri vanur að fá að ráða því sem hann vildi ráða. Eða er það ekki? Vann ekki Davíð örugglega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.