Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 Sport DV Queiroz rekinn frá Real Portúgalinn Carlos Queiroz var í gær rekinn frá Real Madrid. Arangur spænska stórliðsins, sem vann ekki titil á tímabilinu, þótti lélegur miðað við stjörnurnar sem eru í liðinu og því var Queiroz látinn fara. Florentino Perez, forseti Real Madrid, tilkynnti þetta í gær og sagði að það hefðu verið mistök að ráða hann fyrir tólf mánuðum. Camacho tekurvið Real Á sama tíma kynnti Perez nýjan þjálfara Real Madrid en það er fyrrum landsliðsþjálfari Spánverja, Jose Antonio Camacho. Hann stýrði síðast portúgalska liðinu Benfica til sigurs í bikarkeppninni en var á árum áður afskaplega farsæll fýrirliði hjá Real Madrid. Perez sagði í gær að hann hefði tröllatrú á Camacho og væri þess fullviss að hann væri rétti mað- urinn í starfið hjá spænska stórliðinu. Hópurinn hjá Helenu klár Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í gær átján manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum, ytra 29. maí, og Frökkum, heima 2. júní, í undan- keppni EM. Helena sagði á blaðamannafundi í gær að Ungverjar væru sýnd veiði en ekki gefin en markmiðið væri að vinna leikinn. HÓPURINN Markverðir: Þóra B. Helgadóttir KR María B. Ágústsdóttir KR Aðrir leikmenn: Olga Færseth (BV Erla Hendriksdóttir Breiðabliki Hdda Garðarsdóttir KR Guðrún S. Gunnarsdóttir KR Laufey Ólafsdóttir Val Iris Andrésdóttir Val Malfrlður Sigurðardóttir Val Hrefna Jóhannesd. Medkila Dóra Stefánsdóttir Val Margrét Lára Viðarsdóttir (BV Hólmfrfður Magnúsdóttir KR Björg Ásta Þórðard. Breiðabl. Erna B. Sigurðard. Breiðabl. Dóra Marla Lárusdóttir Val Embla Grétarsdóttir KR Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson völdu í gær tuttugu manna landsliðshóp fyrir Manchester-mótið í Englandi sem hefst á sunnudaginn með leik íslands og Japan. Ásgeir Sigurvinsson segir tækifærið frábært til að þjappa hópnum saman. Það var fátt sem kom á óvart þegar Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu landsliðshóp sinn fyrir Manchester-mótið í Englandi á blaðamannafundi í gær. Enginn nýliði er í hópnum en Jóhann B. Guðmundsson hjá örgryte er kominn í hópinn aftur eftir tveggja ára hlé. Arnar Þór Viðarsson, leikmaður Lokeren í Belgíu, gaf ekki kost á sér þar sem kona hans á von á barni á sama tíma og mótið fer fram. Ásgeir Sigurvinsson sagði á fundinum í gær að hann væri ánægður með hópinn sem hann og Logi hefðu valið. „Það vantar að vfsu þá Ólaf örn Bjarnason, Veigar Pál Gunnarsson og Gylfa Einarsson, sem hafa verið í hópnum að undanförnu, en þeir eru spÚa í Noregi og fengu ekki leyfi. Við eigum ekki rétt á þeim þar sem þessir leikir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því eru þeir eru ekki með. Auk þess koma KR-ingarnir tveir ekki til okkar fyrr en á föstudaginn eftir leik KR gegn Víkingi á fimmtudaginn og Helgi Sigurðsson verður að öllum líkindum ekki með gegn Japönum á sunnudaginn þar sem hann spilar með AGF á laugardaginn. Annars eru allir heilir og klárir í slaginn og ég veit að leikmenn eru orðnir mjög spenntir fyrir því að taka þátt í þessu verkefni," sagði Ásgeir. Saman í tíu daga Hann sagði jafnframt að þetta væri frábært tækifæri fyrir íslenska liðið sem hefði ekki lengi fengið annan eins tíma saman og raunin verður í Englandi. „Við munum dvelja saman í tíu daga og þótt hópurinn verði ekki allur saman allan tímann er ljóst að það verður hægt að fara yfir hluti þarna úti sem hefur einfaldlega ekki verið tími til áður. Við munum nota tímann til að skerpa á því leik- skipulagi sem við höfum lagt upp með og ég vona að það eigi eftir að sjást á íslenska liðinu í næstu lelkjum," sagðiÁsgeir. Undirbúningur hefst af alvöru Hann sagði jafnframt að menn gerðu sér grein fyrir að þetta verkefni yrði mjög erfitt. „Japanir eru með mjög gott lið, léttleikandi og skemmtilegt og það er alveg ljóst að róðurinn verður þungur gegn þeim. Við vitum auðvitað um styrk enska liðsins en ég held að það verði ekki vandamál að fá menn upp á tærnar fyrir þann leik. Það er ekki hverjum degi sem við fáum tækifæri til að spUa við þjóðir eins og England. Við munum að sjálfsögðu fara í þetta mót tU að gera okkar besta en fyrst og fremst er þetta undirbúningur fyrfr leikina í undankeppni HMí haust. Hann hefst af fullri alvöru með þessum leikjum," sagði Ásgeir á fundinum í gær. Stefán Gíslason góður Aðspurður sagði Logi Ólafsson að þeir félagar hefðu fylgst mjög vel með LandsbankadeUdinni síðan hún hófst og að þeim litist vel á byrjumna. LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Árni Gautur Arason Kristján Finnbogason Aðrir leikmenn: Arnar Grétarsson Man. City KR Lokeren Hermann Hreiðarsson Helgi Sigurðsson Charlton AGF Árhus Þórður Guðjónsson Brynjar Gunnarsson Bochum Stoke Tryggvi Guðmundsson Örgryte Pétur Marteinsson Hammarby Auðun Helgason Landskrona Eiöur Smári Guðjohnsen Chelsea Heiðar Helguson Watford Jóhannes Karl Guðjónsson Wolves Indriði Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Genk Bochum (var Ingimarsson Marel Baldvinsson Reading Lokeren Hjálmar Jónsson Gautaborg Jóhann B. Guðmundsson Örgryte Kristján Sigurðsson KR „Við höfum séð fjölmarga leiki, byrjunin lofar góðu og ég get sagt að Stefán Gíslason hjá KeflavUc hefur vakið áhuga okkar. Hann hefúr spUað mjög vel og við munum fylgjast náið með honum á næstunni," sagði Logi léttur í bragði á blaðamannafundinum í gær. oskar@dv.is „Við munum nota tímann til að skerpa á því leikskipulagi sem við höfum lagt upp með og ég vona að það eigi eftir að sjást á íslenska liðinu í næstu leikjum." Héðinn Gilsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari HK Gífurlegur fengur fyrir liðið Héðinn GUsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraUokks HK og mun hann aðstoða Litháann Miglius Astraukas á næsta tímabili en Astraukas tók við liðinu á vordögum. Hilmar Sigurgíslason, formaður handknattleiksdeildar HK, sagði í samtali við DV Sport í gær að samningurinn væri tU eins árs og menn byggjust við miklu af Héðni og hans störfum. „Við teljum að Héðinn sé mikiU fengur fyfir félagið og væntum þess að reynsla hans og þekking á handboltanum hjálpi liðinu á næsta tímabUi," sagði HUmar. Hann sagði aðspurður að Héðinn myndi ekki spila með liðinu heldur einbeita sér að þjálfun. „Við þurfum mann með Astraukas sem þekkir íslenskan handbolta og því er Héðinn góður kostur. Hann fær að einbeita sér að þjálfun liðsins og ég hef mikla trú á honum. Strákarnir bera virðingu fyrir honum enda var hann frábær handboltamaður og kemur með mikla reynslu inn í félagið." oskar@dv.\s Héðinn (HK Verður aðstoðarþjálfari hjá HK næsta vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.