Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 19
1>V Sport ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 19 Stefán Gíslason, miðjumaður Keflavíkur, þótti skara fram úr í 2. umferð Landsbankadeildarinnar að mati íþróttafréttamanna DV Sports. Stefán var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni hjá Keflavík þegar liðið kjöldró íslandsmeistara KR og skoraði að auki fyrsta mark liðsins. Kóngur [ ríki sfnu Stefán Gíslason spilaði frábæriega á miðjunni hjá Keflavík gegn Islands- meisturum KR og var sannarlega eins og kóngur I rlki sfnu. Hann skoraði fyrsta mark sinna manna og sýndi að hann er einn afalbestu miðjumönnum deildarinnar. Finnst ég nft hnín spilað betur Miðjumaðurinn sterki Stefán Gíslason stjórnar umferðinni á miðjunni hjá nýliðum Keflavíkur. Hann var í frábæru formi gegn KR á fimmtudaginn og fékk hæstu einkunn, sex, frá íþróttafréttamanni DV fyrir leikinn. Stefán var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði eitt mark og byggði upp spil Keflvíkinga sem sýndu að þeir eru til alls líklegir í sumar. Stefán var í kjölfarið valinn leikmaður 2. umferðar í Landsbankadeildinni af DV Sport Stefán, sem er 24 ára gamall, gekk til liðs við Keflavík í byrjun ársins 2003 en hann kom þá heim frá Austurríki þar sem hann hafði spilað með Grazer AK. Það vakti töluverða athygh að hann skyldi ganga til liðs við 1. deildarlið Keflavíkur en ekki eitthvert þeirra fjölmörgu hða í Landsbankadeildinni sem vildu fá hann f sínar raðir. Stefán sagði aðspurður að valið hefði ekki verið erfitt eftir aht. Þjálfarinn er frábær „Það voru nokkur lið í LandsbankadeUdinni sem töluðu við mig en ég æfði með Kefl- víkingum þegar ég kom heim og leist mjög vel á aUar aðstæður. Ég var sáttur við félagið og sérstaklega þjálfarann sem er frábær. Það var vissulega stór þáttur í ákvörðun minni að ég var mjög hrifinn af þjálfaranum því að hann er með mjög skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar. Ég leit aldrei á Keflavíkurliðið sem 1. deildarlið því ég sá strax að þetta var lið sem myndi fara beint upp úr deUdinni. Ég get ekki sagt að ég sjái neitt sérstaldega eftir því í dag enda er einstaklega gaman að spUa í þessu liði,“ sagði Stefán. Fannst ég spila betur gegn KA Stefán Vcir hálfhissa þegar hann frétti af einkunnagjöf DVþví þegar hann gekk af veUi á fimmtudaginn fannst honum hann oft hafa spUað betur. „Ég get ekki neitað því að mér fannst þessi leikur ekki vera neitt sérstakur hjá mér . Mér fannst ég tU dæmis spUa betur gegn KAí fyrstu umferðinni. Það verður þó að segjast að ég er kannski ekki dómbær á eigin frammistöðu en auk þess sjá menn leikina á mismunandi hátt. Ég var samt sáttur við spUamennskuna hjá mér í leiknum og ekki skemmdi fyrir að skora. Það gerist ekki oft.“ Byrjunin kemur ekki á óvart Aðspurður sagðist Stefán ekki vera hissa á byrjun Kefiavíkurliðsins í deUdinni. „Ég hef aUtaf haft mikla trú á þessu liði og get í rauninni ekki sagt að þessi byijun hafi komið mér á óvart Það var aðeins spurning um það hvort liðið fengi spennufaU þegar út í alvöruna er komið en fram að þessu hefur aUt gengið vel. Þetta er mjög hæfileikaríkt Uð sem hefur aUa burði tU að standa sig í deUdinni í ár,“ sagði Stefán og bætti við að það hefði oft verið raunin með Keflavficurliðið að það hefði byrjað vel og síðan dalað eftir því sem líða tæki á tímabiUð. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkur í toppbaráttunni en tökum samt bara einn leik fyrir í emu. Það þýðir ekkert annað fyrir okkur sem erum nýUðar í deUdinni." í toppformi Stefán sagði að liðið væri í toppformi þessa dagana enda hefði verið æft stíft í vetur. „Við höfum lagt hart að okkur í vetur, æft mikið og útihlaupin okkar eru orðin fræg í bænum. Það hefur skUað sér í því að liðið er í toppformi og við fundum það gegn KR í síðari hálfleUcnum að við vorum í mun betra formi. Þetta var lflca svona í fyrsta leUcnum en þá keyrðum við yfir KA-menn í síðari hálfleik. Við gerðum þetta einnig í fyrra því að þá voru leikimir oft jafnir fram í síðari hálfleik en við náðum svo að keyra fram úr liðunum. Við höfum æft mUdð en Milan Jankovic [þjálfari Keflavíkur] hefur tekist að gera undirbúningstímabUið skemmtflegt. Þótt það hafi verið mikU JUaup þá var gott jafnvægi á mUli hlaupa- og fótboltaæfinga og það er mikflvægt. Mönnum var síðan treyst fyrir því að lyfta sjálfir og ég get ekld betur séð en að menn hafi gert það. Þetta hefur skflað sér í því að sjálfstraust liðsins er mun meira heldur en eUa og spUamennskan verður betri," sagði Stefán. oskar@dv.is „Við höfum lagt hart að okkur í vetur, æft mikið og útihlaupin okkar eru orðin fræg i bænum. Það hefur skilað sér iþví að liðið er í toppformi og við fundum það gegn KR í síðari hálfleiknum að við vorum ímun betra formi." Lið 2. umferðar í Landsbankadeildinni valið af DV Sport Átta lið eiga leikmenn í liðinu Keflvflcingar og KA-menn eiga flesta leikmenn, tvo hvort lið, í liði 2. umferðar LandsbankadeUdar karla sem vaUð er af íþróttafréttamönn- um DVSports. Alls eiga átta lið fulltrúa í liði umferðarinnar, aðeins Grindavflc og Fylkir eru án fulltrúa. Stefán Gíslason, sem var vaUnn leikmaður 2. umferðar, varð fyrstur allra tfl að fá einkunnina 6 sem er sú hæsta sem gefin er. Hann átti frábæran leik gegn íslandsmeist- urum KR og var eins og kóngur í rfld sínu á miðjunni. Félagi hans, Zoran Daníel Ljubicic, var einnig í fantaformi og átti miðjuna í leUcnum ásamt Stefáni. Mið- vörðurinn Kristján Sigurðsson bjargaði því sem bjargað varð í KR- liðinu, var alger yfirburðamaður. Stefán Þórðarson var mjög ógnandi í framlínu Skagamanna gegn Grindvfldngum og spUaði einnig félaga sína vel uppi. Ian Jeffs var í mUdu stuði á miðjunni hjá ÍBV gegn Fram, lagði upp faUegt mark en fékk rautt spjald fýrir ljótt brott sem var eini ljóðurinn á frammistöðu hans. Rflcharður Daðason, sem var maður 1. umferðar, var fimasterkur í framlínu Framara og lagði upp jöfnunarmark Uðsins. Ungverski markvörðurinn Sandor Matus og danski varnar- maðurinn Ronni Hartvig sáu tU þess að Vfldngar skomðu ekki gegn KA á föstudaginn þrátt fyrir ítrekaðar tUraunir Kára Árnasonar og félaga hans. Daninn Tommy Nielsen hjá FH tók Fylkismanninn Björgólf Take- fusa og pakkaði honum saman í afskaplega slökum leUc liðanna á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.