Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ2004 Fréttir DV Klfkur vilja drepa hann Tvær klíkur í Wakefleld- fangelsinu á Englandi eru sagðar keppa að því að ráða Ian Hundey af dögum. Hundey afplánar lífstíðardóm fyrir hroðaleg morð á tveimur tíu ára skóla- stúlkum í ágúst 2002. Gæsla hefur verið aukin við klefa Huntíeys og fylgja fangaverðir honum hvert fótmál. Heimildar- maður innan fangelsisins segir fanga hafa fellt eigin dóm í málinu - dauðadóm. „Þeir munu ná honum, það er aðeins spurning um tíma,“ segir heimildamað- urinn. Gæti flúið land Saksóknarar í Kahforníu mótmæla því hástöfum að Michael Jackson fái lækk- aða þá upphæð sem lögð er til tryggingar gegn því að hann fái að ganga laus. Trygging- in er þrjár milljónir dala eða rúmar 200 milljónir króna. Rík- issaksóknarinn, Tom Sneddon, segir að í ljósi auðæfa söngvarans þurfi tryggingin að vera þetta há. „Flóttí hlýtur alltaf að freista þess sem er í sporum sakbornings," segir Sneddon. Jackson er ákærður fyrir kynferðislega misnotkun gagnvart börn- um en neitar sök. Fjórir féllu Fjórir létust í sjálfs- morðsárás í írak í gær- morgun. Bfla- sprengja sprakk skammt frá höfuð- stöðvum Bandaríkjahers í Bagdad. Sprengjan var svo öflug að bfll sem var nærri sprakk einnig í loft upp. Bfla- sprengja varð æðsta emb- ættismanni framkvæmda- stjórnar íraks, Izzedine Salim, að aldurtila fyrir viku og um helgina varð aðstoð- arinnanríkisráðherra, Abdul Jabbar Yousif, fyrir sjálfsmorðsárás. Þrír h'f- verðir féhu og ein kona. Ráðherrann særðist. bæjarstjóri í Sandgerði Bandarísk fréttastofa birti í gær myndband sem sýnir brúökaupsveislu í þorpinu Makr al-Deeb í írak skömmu fyrir sprengjuárás Bandaríkjahers. Talsmenn Bandaríkjahers hafa neitað því að um slík hátíðarhöld hafi ver- ið að ræða og segja árásina hafa beinst að erlendum andspyrnumönnum. Útför irakar fylgja föllnum fétaga siðasta spölinn. Hinn látni var meðal þeirra fjörutiu Slösuð Litil stúika sem slasaðist i árásinni. Hún liggur á sjúkrahúsi i Ramadi. Tals- sem féllu í sprengjuárás Bandarikjahers á þorpið Makr al-Deeb siðastliðinn miðvikudag. maður Bandarikjahers segir engin börn hafa fallið i árásinni. Höföingi segir vont fólk líka halda veislur Myndband sem sýnir írakska borgara syngja og dansa í brúð- kaupi í þorpinu Makr el-Deeb skömmu fyrir loftárás Banda- ríkjahers þykir koma sér illa fyrir Bush Bandarikjaforseta en þess var beðið í gærkvöld að hann ávarpaði þjóð sína og kynnti stefnu stjómvalda um framtíðarskipulag í frak. Það var fféttastofa AP í Banda- ríkjunum sem birti myndbandið í gær en þar er blandað saman heimamyndbandsupptöku og fréttamyndum sem teknar vom eftir árásina síðastliðinn miðvikudag. Á myndbandinu sést fólk skemmta sér í tjaldi útí í eyðimörkinni; karlmenn stíga dans, böm leika sér og hljóð- færaleikarar halda uppi fjörinu. Einn hljóðfæraleikaranna sést síðan á myndskeiðum sem tekin vom eftir árásina - hann var þá látinn. Talsmaður Bandaríkjahers, Mark Kimmit yfirhershöfðingi hafnar því að herinn hafl varpað sprengjum á brúðkaupsveislu og segir flesta þá sem féllu í árásinni hafa verið erlenda uppreisnar- menn, nýkomna frá Sýrlandi en landamærin em aðeins í nokkurra metra fjarlægð. Þá segir Kimmit hershöfðingi að hermenn hafi ekki fundið ummerki um brúðkaup í rústunum; svo sem skreytíngar eða hljóðfæri. Hann staðfestí þó að sex konur hefðu lát- ist í árásinni og hugsanlega hefði veisla verið haldin. „Vont fólk held- ur lflca veislur," segir Kimmit. Á myndbandi AP sem tekið var daginn eftir árásina sjást hins vegar pottar og pönnur, hljóðfæri í mol- um og skrautborðar á víð og dreif. Þá sést hvemig opnir pallbflar þeysa yfir eyðimörkina á eftir skreyttum bfl - sem sagður er hafa flutt brúðina í veisluna. Margt af fólkinu sem sést á veislumynd- bandinu sést síðar á fréttamyndum og er þá látíð. Fréttastofa AP kveðst ekki geta verið þess fullviss að myndbandið hafi verið tekið í brúðkaupi á miðvikudag enda hafl sá sem tók myndimar fallið í árásinni. Hins vegar hafi frétta- menn rætt við fjölda brúðkaups- gestanna og þeirra frásögn hafl öll verið á sömu lund; brúðkaupsveisl- an hafi verið afstaðin þegar árásin var gerð og margir látíð lífið þegar þeir reyndu að flýja. Kimmit segir ósamræmi á mflli þess sem bandarísldr hermenn fundu í rústunum og þess sem kemur fram á myndbandinu. Hann segir húsakynnin hafa verið með þeim hætti að beddar vom fyrir 300 manns og segir Kimmit grunsemdir um að þama hafi útíendir upp- reisnarmenn hafst við fyrst eftir komuna til íraks. Ekkert sem réttlætir mannfallið Æðstí embættísmaður mann- réttíndamála hjá Sameinuðu þjóð- unum, Bertrand Ramcharan, for- dæmir árásina og segir að jafnvel þótt grunaðir hryðjuverkamenn eða glæpamenn hafi verið meðal veislugesta þá réttíæti það ekki hið mikla mannfall. Margt affólkinu sem sést á veislumynd- bandinu sést síðar á fréttamyndum og er þá látið. Fyrirhugað var í gærkvöld að Ge- orge Bush Bandaríkjaforsetí ávarp- aði þjóð sína og lýstí þar stefnu Bandaríkjastjómar mn hvemig málum verði hagað í írak og hvem- ig böndum verði komið á hið aukna ofbeldi sem þar geisar. Stjómmála- skýrendur sögðu í gær að ræða Bush væri ein sú mikilvægasta á ferli hans en fylgið hefur hmnið hjá forsetanum vegna íraksstríðsins. Bush hefur ekki í aðra tíð notíð jafn lítils fylgist og nú þegar rétt rúm 40% þjóðarinnar segjast ánægð með störf hans. Forsetí með svo h't- ið fylgi á þessum árstíma hefur aldrei náð endurkjöri en forseta- kosningar fara fram í Bandaríkjun- um í nóvember. Vísindamenn halda fram tilvist örsmárra lífvera Segjast staðfesta nýtt lífsform „Hér voru hjá okkur í heim- sókn góðir gestir frá vinabæ okkar, Vogi I Færeyjum og við kynntum þeim Suðurnesin og Sandgeröisbæ. Þá erum við að endur- Landsíminn sam- komuhúsið sem reist var árið 1944. Það er verið að gera þaö upp að utan og innan og allt um kring og stækka. Húsið er þannig loksins að endur- heimta virðingu sina og við ráðgerum aö þaö verði tekið I notkun í nóvember. Þótt at- vinnuleysi sé umtalsvert á Suðurnesjum og yfir lands- meðaltali þá eru atvinnuhorf- urnar nokkuð góöar þessa stundina hér hjá okkur. En við eins og aðrir kviðum uppsögn- unum á Keflavikurflugvelli sem látlaust dynja á. Þær eru mikið áhyggjuefni." Vísindamenn í Mayo Clinic í Rochester í Bandaríkjunum halda því fram að þeir hafi staðfest tilvist nýs lífsforms, svokallaðra nanóbaktería. Bakteríurnar eru frá 30 til 100 nanómetrar, en einn nanómetri jafngildir einum millj- arðasta úr metra. Dr. John Lieske leiddi rannsóknina og segir hann að bakteríumar séu smærri en margir vímsar. Óttast er að nanóbakteríurnar geti valdið ýmiss konar sjúkdómum. Vísindamenn- irnir rannsökuðu nanóbakteríurnar í sýnum sem þeir tóku úr úrgangi eftir uppskurði á tveimur banda- rískum spítölum. Var niðurstaöan sú að lífverurnar fjölguðu sér og væru þar af leiðandi lifandi. Niður- Gætu valdið sjúkdómum Nanóbakterí- umargeta mest veriö einn hundrað milljón- asti úr metra að stærð. Visindamenn tóku þærúræðummannaog ræktuðu þær. stöðurnar voru birtar í American Journal of Physiology. Margir vísindamenn hafna því að um sé að ræða lífverur. Téðar „bakt- eríur" séu einfaldlega of litíar, þar sem margt bendi til þess að frumur verði að vera minnst 140 nanómetr- ar til að innihalda prótein og DNA. Þeir gera þær kröfur að sýnt verði fram á sérstaka DNA-samsetningu til sönnunar á h'fsmarki. Hins vegar segir Dr. Virgina Miller, sem stóð einnig að rannsókninni: „En ef mað- ur horfir aftur til þess hvernig við skilgreindum h'f áður en þekking okkar um DNA kom til, var viðmiðið að hægt væri að margfalda hlutina með ræktun." Nanóbakteríur urðu heimsffægar árið 1996 þegar vísindamenn lýstu yfir að þeir hefðu fundið steingerv- inga á loftsteini frá Mars sem virtust vera af bakteríum í nanóstærð. Meiri styrkur í söguritun Mæðrastyrks- nefnd hefur aftur fengið peningastyrk til að rita sögu nefndarinnar. Nú fengust 250 þúsund krónur úr Menningarsjóði. Eins og DV hefur sagt frá varði Mæðra- styrksnefnd í fyrra tveggja milljóna króna styrk frá Alþingi einnig í rit- un sögunnar, jafnvel þó að styrk- urinn hafi átt að standa straum af rekstrarkostnaði skrifstofu nefrid- arinnar. Núverandi lögmaður Mæðrastyrksnefiidar, Þorbjörg Inga Jónsdóttír, hefur gagnrýnt Ás- gerði Jónu Flosadóttur, fyrrverandi formann, fyrir meðferð fjárins frá Alþingi. Yfir fjórar milljónir em komnar í söguritunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.